Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1990. 9 Sviðsljós Nýstimið Júlía Roberts: Sækist eftir einföldu lífi - sem þó er erfitt að öðlast Júila Roberts heitir leikkonan sem heillar kvikmyndahúsagesti í Reykjavík í tveimur kvikmyndum, Stálblómi og Stórkostlegri stúlku. Hún hefur ekki mikiö sést á hvíta tjaldinu fram til þessa en hefur nú slegið í gegn svo um munar. Tímarit- iö American Film helgar þessu ný- stirni forsíðu júlíheftisins og birtir jcifnframt ítarlegt viðtal við hana. Júlía er á 23. aldursári og er að mati margra kvikmyndaáhuga- manna einhver efnilegasta kvik- myndaleikkonan í Bandaríkjunum. En hver er þessi kynþokkafulla kona sem heillar áhorfendur upp úr skón- um? Hún er fædd og uppalinn í borginni Smyrna í Georgíufylki. Foreldrar hennar voru mikils metið leikhús- fólk og fengu öll systkinin, tvær syst- ur og bróðir, leiklistarbakteríuna á ungaaldri. Bróðirinn, Eric Roberts, er elstur í hópnum og hefur nú skap- að sér nafn sem góður leikari, jafnt á sviði sem og í kvikmyndum. Þegar Júlía var íjögurra ára skildu foreldrar hennar og faðirinn flutti til Atlanta og fylgdi Eric með honum en systurnar ólust upp hjá móður- inni. Framan af var htiö samband milli systkinanna en það styrktist þegar á leið. Júlía vill ekki þakka bróður sínum skyndilegan frama sinn en segir þó að hann hafl stutt við bakið á sér án þess að hampa sér um of. Hún stundaði nám í framhalds- skólanum í heimabæ sínum en hætti fljótlega. Henni líkaði vel í skólanum en ieiddist námsefnið og las þess í stað ljóð og skáldsögur. Þegar Júlía var 17 ára flutti hún til New York með Lísu systur sinni. Saman bjuggu þær um tíma og þoldu súrt og sætt meðan þær voru að koma sér á fram- færi. Hún fékk hlutverk i nokkrum misgóðum kvikmyndum en fyrsta bitastæða hiutverkið var í kvik- myndinni Mystic Pizza sem markar upphafiö á ferli hennar. Hún sýnir á sér tvær ólíkar hliðar í þeim kvikmyndum sem ganga núna í kvikmyndahúsunum. í Stálblóminu er hún viðkvæm en í Stórkostlegri stúlku sýnir hún góðan gamanleik auk þess sem kynþokki hennar þykir mikill. Fellur ekki í skuggann í kvikmyndinni Stálblóminu þykir hún standa sig vel og fellur alls ekki í skugga heimsfrægra leikkvenna, þeirra SaUy Field, Olympia Dukakis, Dolly Parton og Shirley MacLaine. Hún segir að vinnan með þeim hafi kennt sér mjög mikið. Hún hefur allt- af lagt sig fram við að læra af sam- starfsfólki sínu með því að fylgjast vel meö og spyrja þegar hún er í vafa. Þessi aðferð hefur reynst henni betri en nokkur skóli, segir hún. Þegar kvikmyndun á Stórkostlegri stúlku lauk hóf hún að vinna við myndina Flatliners sem frumsýnd verður vestra í næsta mánuði. Þar eru mótleikarar hennar ungu karl- kynsstjömur samtímans, þeir Kevin Bacon, Kiefer Sutherland, William Baldwin og Oliver Platt. Flatliners flaUar um unga læknastúdenta sem leika sér á mörkum lífs og dauða. Sem stendur er Júlía við tökur á myndinni Sieeping With the Enemy en þar leikur hún kúgaða eiginkonu sem vUl losna undan áþján eigin- mannsins. JúUa vill lítið ræða einkalíf sitt. Um tíma bjó hún með leikaranum Dylan McDermott, sem lék eigin- mann hennar í Stálblóminu, en sam- búðin fór út um þúfur. Núna býr hún með leikaranum Kiefer Sutherland sem leikur með henni í Flatliners. Þegar Júlía er spurð um framtíð- aráformin svarar hún að hún vilji lifa einfóldu Ufi. „Ég vil eignast fjöl- skyldu, börn, elska og vera elskuð. Ég sækist ekki eftir neinum sérstök- um markmiðum í vinnu minni öðr- um en að vinna vel,“ segir nýstirnið Júlía Roberts. Skjótur frami Júlíu Roberts i kvikmyndum þykir með ólikindum. VILTU FRIÐ?... Fáðu þér HLIÐ! Julía Roberts með samleikurum sín- um í Flatliners, Kevin Bacon, Kiefer Sutherland, William Baldwin og Oliver Platt. Óviðkomandi bílaumferð er úr sögunni með sjálf- virku hliði frá ASTRA Austurströnd 8 Sími 61-22-44 FAX 61-10-90 AMSTERDAM ER HLIÐIÐ AÐ EVRÓPU Raunar má segja að hún sé hliðið að allri heimsbyggðinni. Þaðan er greið leið með bílaleigubílum (þeim ódýrustu í Evrópu) og/eða lestum, niður um alla álfuna. Þaðan flýgur líka KLM til yfir 130 borga í 80 löndum. Á mörgum þessara flugleiða getur Arnarflug boðið sérstaklega hagstæð fargjöld. Hliðið er opið. Gjörið svo vel og gangið inn. ARNARFLUG Lágmúla 7, sími: 84477 Flugstöðinni: 92-50300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.