Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Side 27
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990. 35 Slysavamir Átak Slysavamafélagsins: Pabbi kemur í loftköstum Slysvarnafélag íslandser með sérstakt átak í gangi í sum- ar. Þetta er gert til að vara fólk við hættum sem geta fylgt ferðalögum innanlands. Átakið hefurfengið nafnið „Komum heil heim”. Fjölskyldan er farin að undirbúa kvöldmatinn. Foreldrarnir eru úti en strákurinn að rannsaka gastækið nánar. Eldurinn gýs upp og breiðist út á svipstundu um tjaldið. Pabbi kemur i loftköstum og bjargar stráknum á síðustu stundu. Tjaldið brennur til kaldra kola og allt sem í því er. Ferðin verður öðruvisi en ætlað var. Þetta hefði getað farið enn verr. Förum gætilega með eld. Gastæki eru hættuleg og tjöld og viðlegubúnaður eru búin til úr eldfimum efnum. örlítil gætni getur skipt sköpum og skilið milli lífs og dauða. Fréttir Þátttakendur á námskeiðunum á Eskifirði um borð í Sæbjörgu. DV-mynd Emil Skólaskipið Sæbjörg á Eskifirði: Tæplega fimm þúsund manns haf a sótt námskeið slysavarnaskólans Emil Thorarensen, DV, Eskifirði; Slysavamaskóli sjómanna hélt ný- lega afar þarft námskeið á Eskifirði, almennt grunnnámskeiö, sem tekur 4 daga og er einkum ætlað áhöfnum á togurum, loðnubátum og stærri skipum. Þá var kvöldnámskeið fyrst og fremst fyrir smábátaeigendur. Námskeiö þessi voru þó opin öllum er áhuga höfðu. Skólaskipið Sæbjörg var hér í eina viku vegna námskeiðanna. Þátttaka var góð, affs sóttu 46 almenna nám- skeiðið en 26 smábátanámskeiðið. Áhafnir aflaskipanna Hófmaness og Jóns Kjartanssonar voru á einu máli um ágæti og nauðsyn almenna nám- skeiðsins. Mestöll kennslan fór fram um borð í Sæbjörgu sem er vef úr garði gerð til sfíks. Meðal þess sem kennt var var reykköfun, hjáfp í við- lögum og björgun nauðstaddra úr sjó. í því tifviki var þyrla Landhelgis- gæslunnar fengin hingaö tif aðstoðar til þess að aflt væri sem eðlilegast. Skólastjóri slysavarnaskólans er Þórir Gunnarsson og kvaðst hann í samtali við DV vera afar ánægður með þátttökuna hér á Eskifirði. Þórir sagði að skóhnn hefði tekið til starfa 29. maí 1985 en skólaskipið Sæbjörg hefði komið til sögunnar 1. júlí 1986. Fastir starfsmenn eru 5 en 9 manna áhöfn á skipinu. Skólastarfinu mætti skipta í þrennt. 1. Námskeiðshald fyrir almenna sjó- menn sem byrjaði um áramót og stæði fram í maí og færi jafnan fram í Reykjavík. 2. Næstu 2 mánuðina færi skipið kringum landið með námskeið eins og hér var haldið. 3. Frá því í byijun september til ára- móta eru námskeið fyrir nemend- ur stýrimannaskólanna og vél- stjóraskólanna alls staðar af landinu. Það er krafa þessara skóla aö nemendur sæki þessi námskeið slysavamaskólans. f Þórir kvað það stefnu SVFÍ að halda áfram á þessari braut. Nám- skeiðin eru miðuð við kröfur Al- þjóða-siglingamálastofnunarinnar IMO. Skírteinin sem þátttakendur á námskeiðunum fá í hendur eru við- urkennd af IMO og éru bæði á ís- lensku og ensku og duga því til aö framvísa í erlendri höfn. Þórir sagði ennfremur að fram til þessa hefði það einkum veriö krafist af áhöfnum fraktskipa að hafa sótt slík námskeiö en nú væru hafnar- yfirvöld erlendis farin að ræða um ' að snúa sér að fiskiskipunum þannig að skipstjórar þeirra verði að fram- vísa skírteinum þess efnis að áhöfnin hafi hlotið þessa ákveðnu fræðslu. Og ef ekki þá veröi skipið hreinlega kyrrsett þar til úr verði bætt. „Þeir kalla þetta Port Kontrol," sagði Þórir, „eða hafnareftirlit". Til þessa hafa hafnir í V-Evrópu aðal- lega fylgt þessu eftir en nú berast fréttir af því að austurblokkin sé að ganga inn í þetta samkomulag. í þeim löndum sem eru aðilar aö IMO fylgja hafnaryfirvöld því strangt eftir að öryggisbúnaöur skipa sé í samræmi við kröfur þess (IMO). Aö lokum sagði Þórir að fram til þessa hefðu 4.912 sótt námskeið skólans og stöð- <- ugt fjölgaði þeim sem hefðu skírteini upp á vasann frá þeim. Þegar námskeiðahaldinu lauk hér buðu slysavarnadeildirnar á Eski- firði nemendum og kennurum í kaffi og veitingar í hinu nýja húsnæði slysavarnadeildanna. Voru þar flutt ávörp og ámaðaróskir færðar þátt- takendum. M.a. flutti gjaldkeri SVFÍ, Garðar Eiríksson, ræðu en hann á ættir að rekja til Eskifjarðar og kom gagngert hingað til að vera viðstadd- ur skólashtin og fylgjast með nám- skeiðinu lokadaginn. Fólk ferðaðist á ýmsan hátt í Skagafjörðinn i síðustu viku á landsmót hesta- manna og það var glæsibragur á farartæki þessarar þýsku fjölskyldu. Hún kom til Seyðisfjarðar með Norrænu, hélt norður í Skagafjörð á bilnum glæsi- lega. Siðan aftur sömu leið til baka og þá hitti fréttamaður okkar á Egils- stööum þau og smellti af. DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.