Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. Fréttir Vinur dómsmálaráöherra flytur lögreglustöð milli landshluta: „Það er ekki hægt að verja svona vinnubrögð“ - tvö fyrirtæki á staðnum gátu framleitt sams konar hús unnar hefði leigutilboði SG-ein- ingahúsa verið tekið. Hann sagði að það hefði legið alveg ljóst fyrir að þetta væri hagkvæmasti kostur- inn. Þetta hefði verið eini aðilinn sem gat boðið þetta. Þegar blaðamaður DV spurði hvort leitað hefði veriö til fyrir- tækjanna tveggja í Stykkishólmi sagði hann að það hefði ekki verið gert. Hann segir að tilgangurinn sé að kaupa þetta hús í framtíðinni. Til dæmis vanti lögregluna hús- næði á Norðausturlandi, Fáskrúðs- firði og Grundarfirði. DV hafði einnig samband við Guðmund í SG-einingahúsum og sagði hann að dómsmálaráðuney- tið hefði leitað til þeirra. Síðar hringdi hann þó og sagði að sig heföi misminnt, þeir hefðu boðist til þess að framkvæma þetta, byggja húsið og leigja það. Til gamans má geta þess að á út- sýnisferðum um bæinn er alltaf stoppað við gömlu lögreglustöðina til að sýna ferðamönnum þá að- stöðu sem lögreglunni var boðið upp á. -PÍ Lögreglustöövarmál í Stykkis- hólmi hafa lengi verið umræðuefni manna á meðal og svo er enn. Lengi þurfti lögreglan að dúsa í pínulitl- um kofa sem reyndar er þegar orð- inn sýningargripur þar vestra. Nú hefur orðið sú breyting á að lögreglan flytur í nýtt og stórt hús um helgina. Hiö undarlega í málinu er hins vegar tilkoma þessa húss. Óli Þ. dómsmálaráðherra átti fjórðung í fyrirtækinu Árfossi á Selfossi þar til hann tók við ráð- herradómi. Annan Qórðung í því sama fyrirtæki á Guðmundur Sig- urðsson trésmiður sem er fram- kvæmdastjóri í SG-einingahúsum á Selfossi. Það er einmitt fyrirtækið sem smíðaöi lögreglustöðina á Sel- fossi og flutti húsið síðan vestur í Stykkishólm. En það eru fleiri tilviljanir í þessu máli. Óli Þ. var oddviti Sjálfstæðis- flokksins á Selfossi. Guðmundur er, eins og Óli var, mikill sjálfstæð- ismaður og var reyndar bæjar- stjórnarfulltrúi. Þegar svo Óli varð allt í einu borgarafiokksmaður og skildi sæti sitt á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins eftir autt tók Guðmundur saeti hans. í Stykkishólmi vill svo til að tvö fyrirtæki, Trésmiðja Stykkishólms og Eining hf., hafa verið að fram- leiða sams konar hús. Ekki var hins vegar talin ástæða til þess að leita til þeirra. Eru menn í Stykkis- hólmi bæði undrandi og hneyksl- aðir á framkomu ráðherra. „Þessi vinnubrögð eru náttúrlega fyrir neðan allar hellur,“ sagði Rík- harður Hrafnkelsson, fram- kvæmdastjóri Einingar hf. í Stykk- ishólmi. „í svona málum þarf aö skoða fleiri en einn möguleika. Það var aldrei talað við okkur að fyrra bragði. Óli Þ. ætlar greinilega ekki að halda áfram í pólitík. Flestir sem eru í pólitík leika sér ekki svona. Það er ekki hægt að veija svona vinnubrögð. Einu rök hans voru þau að SG ætlaði að leigja þeim húsiö og hann skildi vel okkar af- stöðu. Síöan vildi hann ekki ræða máliö frekar." Ráðherra sagöi í samtali við DV að ekki væri króna fyrir þessu húsi á fjárlögum. Til þess að leysa bráðan húsnæðisvanda lögregl- Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra. Menn í Stykkishólmi eru undr- andi og hneykslaðir vegna þess að þeir fengu ekki að bjóða i lögreglu- stöðina á staðnum. Fyrrum samstarfsmaður ráðherrans á Selfossi fékk hins vegar verkefnið. Þorstemn Vilhelmsson, skipstjóri á Akureyrinni: Látum reka og erum allir í vinnslunm - tvö til flögur höl á sólarhring duga frystiskipimum „Þaö er mjög mikill afli. Við erum á reki norðan viö Halann. Það eru allir um borð í vinnslunni," sagði Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri á Akureyrinni frá Akureyri. Þorsteinn sagði að um borð í Akur- eyrinni næðu þeir að flaka um 50 tonn á sólarhring. Þeir flaka allt nema undirmálsfiskinn. Hann er heilfrystur. Þeim á Akureyrinni hafa dugað að taka tvö til fjögur stutt höl á sólarhring til að fá þau 50 tonn sem þeir ráða við að vinna á sólarhring. Togararnir toga mjög stutt eða rétt á aðra klukkustund. „Eina vandamálið er að skammta þetta rétt. Viö verðum að passa okk- ur að fá ekki of mikið í einu svo fisk- urinn verði sem ferskastur þegar hann er unninn. Við hættum veiðum klukkan níu í morgun og ég reikna ekki með aö láta trollið fara fyrr en eftir kvöldmat," sagði Þorsteinn þeg- ar DV ræddi við hann síðdegis í gær. Þorsteinn sagði aö fiskirnö núna væri meö því mesta sem hann minnt- ist. Hann sagði að það hefði verið góður afli sumrin 1986 til 1988. Nú verður mjög víða vart við fisk. Vart hefur orðið við smáfisk á Kögur- grunni og þar hefur hólfi verið lokað. „Við eigum eitthvað eftir að þorskkvóta. Ég veit ekki hvað það er mikið. Við erum búnir að vera úti í hálfan mánuð. Ég veit ekki hvenær við forum í land. Það var tregt fyrstu vikuna sem við vorum að veiðum, 10 til 15 tonn á sólarhring. Ég held að það fái enginn undir 30 tonnum nú á sólarhring og eflaust eru til dæmi um að skip hafi fengið á annað hundrað tonn. Það er gaman þegar svona mikiö er af þorski," sagði Þor- steinn Vilhelmsson, skipstjóri á Ak- ureyrinni og einn eigenda Samheija hf. á Akureyri sem gerir skipið út. -sme Deila Amarflugs og íjármálaráöherra: , Valdníðsla Ólafs Ragnars - segir fyrrverandi stjómarformaður í bréfi til forsætisráðherra Hörður Einarsson, fyrrverandi stjómarformaður Amarflugs, hefur sent Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra bréf þar sem hann kvartar undan framgangi Ólafs Ragnars Grímssonar fiármálaráð- herra í Arnarflugsmálinu og kallar hana valdníðslu. Hörður skorar á Steingrím að sjá til þess að samþykkt ríkissfiómarinnar um 150 milljóna króna niðurfellingu skulda félagsins við ríkissjóð verði þegar hrundið í framkvæmd en verði ekki áfram í höndum „utanþingsráðherra, sem enginn hefur einu sinni kosiö á þing“. Hörður víkur að ummælum Ólafs Ragnars um ágreining milli ráðu- neytisins og Amarflugsmanna um hversu há skuldaniðurfellingin á að vera. Hörður segir að Amarflugs- menn vilji að 150 milljóna króna nið- urfellingin gildi frá 17. mars 1989, þegar ríkisstjórnin samþykkti hana, en Ólafur Ragnar skemmti sér hins vegar við að láta reikna hæstu drátt- arvexti af skuldinni á meðan hann sjálfur dregur málið á langinn. í bréfinu hafnar Hörður því að málið hafi ekki náö fram að ganga vegna skorts á gögnum frá Amar- flugi um hvernig staðið muni verða að endurskipulagningu fyrirtækis- ins. í fyrsta lagi hafi samþykkt ríkis- sfiórnarinnar alls ekki verið háð slíkum gögnum og í öðm lagi hafi aldrei staðið á því að Amarflug veitti fiármálaráðuneytinu allar þær upp- lýsingar sem um var beðiö. -gse Steingrímur í loftbelg Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra mun á morgun hefia sig til flugs í loftbelg úr Laugardaln- um. Tilefnið er ferðalag tveggja loft- belgja til allra þátttökulandanna á ferðamálaári Evrópu 1990 en í gær kom annar belgjanna til íslands. Ef vindur verður of mikill eða vind- átt óhagstæð verður belgurinn festur í taug á jörðu og verður hann þá ekki sendur mjög hátt upp. Síðan er áætlað að fara með loft- belginn út á land og fljúga honum á Akureyri og víðar. Tvennt er í áhöfn loftbelgsins. Ferð loftbelgjanna hófst í Brassel 27. maí sl. og mun standa yfir þar til í lok september. -RóG. Nokkrar björgunarþyrlur flugu i hóp yfir höfuöborginni í gærmorgun og flugu meðal annars yfir Tjörnina - óneitanlega sérstök sjón. Hér voru á ferðinni Sikorsky-þyrlur varnar- liðsins, þyrla Landhelgisgæslunnar og Sea King-björgunarþyrla björg- unarsveita breska flughersins i Skotlandi. En menn frá björgunar- sveitum breska flughersins hafa ver- ið i heimsókn hjá starfsbræðrum sínum hjá varnarliðinu. Heimsókn- inni lauk svo með þessum táknræna hætti, hópflugi björgunarþyrlna yfir höfuðborginni. DV-mynd JAK Garðvegur: Tveir ungir menn teknir Tveir ungir ökumenn voru teknir Mennimir vora sviptir ökuleyfi sam- fyrir aö aka á nær 170 kílómetra stundis. hraða á Garðvegi á Reykjanesi 1 gær. -sme Árlax: 35 milljona tilboð í 116 milljónir Seljalax, sem á 35 prósent í Silfur- sfiömunni, hefur gert 35 mfiljón króna tilboð í Árlax á Kópaskeri. í tfiboðinu er gert ráð fyrir að ekkert verði greitt af kaupverðinu fyrstu tvö árin. Eigendur Árlax em nú Fiskveiða- sjóður og Byggðastofnun. Þau keyptu fyrirtækið á uppboði á um 116 millj- ónir til að bjarga sér frá skakkafoll- um vegna lána sinna til þess. Árlax var síðan auglýstur til sölu en engin tfiboð bárast. Þá tóku eigendur Selja- lax, sem eru rúmlega 100 heimamenn á Kópaskeri, sig til og gerðu ofan- greint tfiboð. Byggðastofnun og Fiskveiðasjóður hafa ekki svarað þessu tilboöi. Val þeirra stendur um aö tapa 81 milljón í stað 116 mfiljóna. Ljóst er að Árlax selst ekki á almennum markaði og hvorki Byggöastofnun né Fiskveiða- sjóður hafa hug á að reka stöðina en þessir sjóðir myndu neyðast til þess að gera þaö ef þeir ætluöu að bíða betratilboös. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.