Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. Fréttir Sjálfstæðismenn á Isafirði: Ágreiningurinn er gamall, persónulegur og óvæginn - efasemdir um að samstarfið haldi í flögur ár Sólskin á ísafirði. Það hefur dregið fyrir sólu i samstarfi sjálfstæðismanna og sennilega sjá þeir ekki til sólar næstu daga. Sjálfstæðismenn á ísafirði eru ekki samhentir og hafa ekki verið í nokkur ár. Innan þeirra raða hef- ur verið deilt hart og lengi og svo virðist sem deilumar séu frekar persónulegar en málefnalegar. Eins og kunnugt er klofnaði flokk- urinn fyrir kosningar en náði sam- an eftir kosningamar og hefur nú hreinan meirihluta í bæjarstjóm ísafjarðar. Meirihlutinn er þó alls ekki tryggur þar sem einn bæjar- fulltrúanna, Hans Georg Bærings- son af D-lista, hefur tilkynnt aö hann sæki ekki fundi meirihlutans meðan Sigrún C. Halldórsdóttir, sem var á I-lista, er formaður skóla- nefndar. Ólafur Helgi Kjartansson, oddviti sjálfstæðismanna, er í leyfi. Hans bíða mörg verkefni. Deilurnar hófust 1986 Upphaf hinna hörðu deilna innan raða sjálfstæðismanna má rekja allt aftur til ársins 1986. Fyrir kosn- ingamar það ár var haldið próf- kjör. Árni Sigurðsson, þáverandi bæjarfulltrúi og síðar einn af eig- endum Bjartmars, ætlaði sér stóra hluti. Hann fór ekki dult með að hann vildi verða næsti oddviti sjálf- stæðismanna. Úrslitin í prófkjör- inu urðu honum og hans stuðn- ingsmönnum mikil vonbrigði. Þá var nýkominn til ísafjarðar nýr skattstjóri, Ólafur Helgi Kjartans- son, og hann gerði sér lítið fyrir og náði efsta sæti framboðshstans. Árni er af sterkri íhaldsætt og hatði mikinn stuðning gamalla og tryggra sjálfstæðismanna. Mág- kona Áma er Kolbrún Hahdórs- dóttir, varaþingmaöur Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Ami og hans stuðningsfólk gat ekki sætt sig við aö Ólafur Helgi var orðinn oddviti flokksins og sam- starf þeirra gekk illa. Á kjörtímabilinu 1986 til 1990 urðu persónulegar deilur æ meiri innan raða flokksmanna. Þegar prófkjörsúrsht lágu fyrir í vor upp- hófust þessar dehur á ný. Sigrún C. Hahdórsdóttir lenti í öðm th þriðja sæti hstans. Ólafur Helgi hélt fyrsta sæti og fékk glæsta kosningu. Hann neitaði fljótlega að vinna með Sigrúnu. Það varð til þess að hún tók ekki sæti á D-hst- anum. Þeir sem DV hefur rætt við telja að Ólafur Helgi hafi verið beittur talsverðum þrýstingi í af- stöðu sinni gegn Sigrúnu. Ólafur Helgi er umdeildur Ólafur Helgi virðist vera um- deildur meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir góöan stuðning í próf- kjörum. „Hann er lögfræðingur að mennt og veit vel af því. Það virð- Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson ist sem hann vantreysti mörgum sem ekki hafa eins mikla menntun. Það má segja að hann eigi til að hta niður á samstarfsfólk sitt,“ sagði sjálfstæðismaður á ísaflrði. Eiginmaður Sigrúnar C. Halldórs- dóttur, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðis- félagsins, lenti í erfiðu máh. Hann var kærður fyrir íjárdrátt hjá Orkubúi Vestfjarða. Þau hjón eru sögð hafa mikinn metnað th að sigrast á þeim erfiðleikum sem þetta mál hefur valdið þeim. Úr varð nýtt framboð Þegar ljóst var að Sigrún yrði ekki á D-hstanum hófust umræður um sérframboö óánægðra sjálf- stæðismanna. Úr varð í-listi. Það sem kom mest á óvart var að Har- aldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók efsta sæti hstans og ekki síður voru menn undrandi á því að leitað var til hans um aö taka sætið. Haraldur er umdehdur maður og meðal ann- ars hefur Ólafur Helgi deilt talsvert á hann. Einn viðmælenda DV sagði að Ólafur Helgi hefði skömm á Haraldi og Haraldur á Ólafi Helga. Þegar sjálfstæðismenn náðu að mynda meirihluta, eða þegar í-hst- inn skhaði sér heim, voru mjög deildar meiningar meðal sjálfstæð- ismanna um hvort listarnir ættu að fara í meirihlutasamstarf. D- listinn var langt kominn með að mynda meirihluta með krötum. Þegar sjálfstæðismenn náðu saman fannst mörgum sem ýmsir væru að éta mikið pfan í sig. Það á ekki síst við um Ólaf Helga. „Þetta er algjör kúvending og hentistefna hjá honum,“ sagði einn sjálfstæðis- maður. Þá er fyrst og fremst átt við það að Ólafur Helgi hafi samþykkt að Haraldur verði bæjarstjóri næstu fjögur ár. Flokksstarfið í molum „Það þarf að gera mikið átak í flokksstarfinu eigi þetta að ganga. Núverandi formaður félagsins hélt einn fund um bæjarstjórnarmál á síðasta kjörtímabih. Fundurinn var á sama tíma og bæjarstjórnar- fundur og því gátu bæjarfulltrú- arnir ekki mætt. Formaðurinn var endurkjörinn með lófaklappi. Ef starfið á að vera með þessum hætti þá hef ég enga trú að þetta sam- starf endist í fjögur ár,“ sagði sjálf- stæðismaður. Deilan leysist Þeir sem DV ræddi við voru flest- ir á því að nýjasti þáttur dehunnar komi til með að leysast og Hans Georg Bæringsson komi aftur til starfa með meirihlutanum. Líkleg- ast er tahð að Sigrún C. Hahdórs- dóttir segi af sér sem formaður skólanefndar. Sigrún var kjörin formaður með sínu atkvæði og með atkvæðum fulltrúa minnihlutans í nefndinni. „Þetta er smámál þegar htið er th meirihlutasamstarfsins í heild,“ sagði sjálfstæðismaður fyr- ir vestan. Deila Bíró-Steinars og Sess hf.: „Ekki hægt að neyða til viðskipta“ Guðni Jónsson var framkvæmdastjóri hjá Steinari. Það fyrirtæki var selt ásamt viðskiptasamböndum. Nú er fjölskyldufyrirtæki hans komið með tvö af þeim viðskiptasamböndum. DV-mynd GVA menn Bíró keypti Stálhúsgagnagerð Steinars 1. desember 1989.1 því fyrir- tæki átti Guðni Jónsson 10% hluta- íjár en hann er nú framkvæmda- stjóri Sess hf. í kaupthboði, sem gert var, kom fram aö kaupendur vhdu kaupa við- skiptavhd fyrirtækisins á 13.000.000. í kaupsamningnum sjálfum kemur sú upphæð ekki fram en þar eru m.a. keypt „innlend og erlend við- skiptasambönd að því gefnu að þeir aðilar sjái hagsmuni sína tryggða með áframhaldandi viðskiptum við kaupanda". Einnig segir í kaupsamningi að seljendur „skuldbindi sig th að stofna ekki eða kaupa hlut í fyrirtækjum, sem yrðu í beinni samkeppni við rekstur þann sem boðinn er th sölu í 3 ár frá 1. des. 1989“. „Seljandi mun veita kaupanda að- stoð við að tryggja fyrirhggjandi við- skiptatengsl fyrirtækisins. Hluthafar skuldbinda sig th að fálast ekki eftir núverandi erlendum viðskiptasam- böndum fyrirtækisins í 3 ár frá 1. des. 1989.“ Steinar hf. hafði ekki gert skriflega samninga við hina erlendu aðha um þau viðskiptasambönd sem fylgdu við sölu fyrirtækisins. í apríl á þessu ári er síðan stofnað fyrirtækið Sess hf. Aðaleigandi er systir Guðna en aðrir eigendur eru unnusta hans, fyrrum sölustjóri Bíró-Steinars, eiginmaður hennar og kunningi Guðna. Á stofnfundi var Guðni ráðinn framkvæmdastjóri og prókúruhafi. Tvö þeirra erlendu fyrirtæKja, sem um ræðir, hafa sagt upp viðskiptum sínum við Bíró-Steinar og selja nú sína framleiðslu í gegnum Sess hf. Lögbannskrafa var lögð á starfsemi Guðna og segir í úrskurði borgarfó- geta aö Guðna sé „óheimht um ákveðinn tíma að nýta sér umrædd viðskiptasambönd, þótt th hans sé leitaö af viðkomandi aðhum“. Einnig segir: „Það þykir ekki úti- lokað að gerðarþoh (Guðni) hafi með þátttöku í fyrirtækinu Sess hf. og rekstri þess brotið rétt á gerðarbeið- anda (Bíró-Steinar).“ Guðni bendir á að í kaupsamningn- um „sé hvergi minnst á viðskipta- vild. Ég hef engin viðskiptasambönd hagnýtt í þágu Sess hf. öðruvísi en svo að hinn erlendi viðskiptaaðih sæi hagsmuni sína ekki tryggða með áframhaldandi viðskiptum við þá. í svona málum er ekki hægt að neyöa menn th viðskipta. Nýjum eig- endum tókst ekki betur upp en 6vo að stærsti keppinauturinn fékk fljót- lega eitt umboðiö og tvö fyrirtæki óskuðu eftir því að við tækjum við viðskiptum við Bíró-Steinar. í kaupsamningnum er hvergi getið um að ég megi ekki starfa við þaö starf sem ég hef stundað síðasthðin 17 ár. Önnur túlkun væri andstæö lögum og stjómarskrá varðandi per- sónu- og atvinnufrelsi.“ „í þeim kaupsamningi, sem Guðni og aðrir seljendur gerðu við okkur, afsöluðu þeir sér rétti til þeirra við- skiptasambanda sem fyrirtækið hafði séð um,“ sagði Rafn Rafnsson, framkvæmdastjóri Bíró-Steinars. „Einnig skuldbundu þeir sig th að fara ekki út í samkeppni við okkur og th að aðstoða okkur ef þörf krefði við að viðhalda þeim viðskiptasam- böndum sem byggð hafa verið upp. Guðni gerði undirskrift sína skh- yrta þannig að þeir aðilar, sem hann telur að hafi þvingað sig th að selja, þurftu að greiða honum hærra verð fyrir hlut hans en aðrir fengu," segir Rafn Rafnsson, framkvæmdastjóri Bíró-Steinars. „Þetta mál fjallar eingöngu um það hvort aðilum beri að standa við gerða samninga eða ekki.“ -pj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.