Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. Útlönd Arens hittir Cheney Vamaraálaráðherra ísraels, Moshe Arens, mun ræða viö bandaríska vamamálaráðherrann, Dick Cheney, í dag og er það í fyrsta sinn sem háttsettir embættisraenn þessara landa ræðast við ftá því að harðlínustjórn Shamirs tók við völdum í fsrael i síðasta mánuði. Arens verður i þriggja daga heim- sókn í Bandaríkjunum en ekki er ljóst hvort hann muni ræða viö fleiri bandaríska embættismenn en Cheney. í yfirlýsingu varnamálai’áðu- neytis fsraels í gær sagði aö Arens og Cheney myndu ræða „öll örygg- isatriði varöandi samskipti ríkj- nna“. Ferð þessi kemur mörgum Moshe Arens, varnamálaráðherra iréttaskýrendura á óvart. ísraels. simamynd Reuter Baker hittí utanríkisráðherra Eistlands James Baker, utanríkisráðherra Bandarikjanna, hitti í gær Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, í Washington. Ræddu þeir tilraunir Eistlands til að segja sig úr Sovétríkjunum. Meri sagði fréttamönnum í Washington að Sovétstjórnin drægi það enn á langinn að hefja viðræður við Eystrasaitsríkin þijú, Lettland, Litháen og Eistland. Stjómir ríkjanna vilja sameiginlegar viðræður við Moskvu- valdið en í Moskvu vilja menn ræða við hvert ríki fyrir síg. Löggan og brunaliðið mótmæla Nokkur hundruð lögregluþjónar og alökkvlliðsmenn f Austur-Þýskalandi mótmæltu fytir framan þinghúslð f Berifn í gær tll að krefjast launahækk- unar og betri starfsaðbúnaðar. simamynd Reuter Lögreglumenn og brunaveröir í Austur-Þýskalandi komu saman til mótmælafundar í Berlín í gær til að krefiast launahækkunar og betri aðstöðu. Þeir segjast þurfa verulega hækkun launa til að halda i við þær miklu veröhækkanir sem oröiö hafa frá því l. júlí þegar gjaldmiðlasamein- ing þýsku ríkjanna tók gildi. Innanríkisráöherra Austur-Þýskalands, Pet- er Michael Diestel, sagði aö erfitt yröi að ganga að kröfum mótmælend- anna vegna hins mikla halla ríkissjóðs. Talsmaður lögreglu segir að lögregla hafi þurft aö leggja á sig meiri vinnu i kjölfar opnunar landamæra landsins. Opinberar tölur sýna að aukning hefur orðiö á glæpum í Austur-Þýskalandi síðan lýðræðisbylting- in var gerð í nóvember í fyrra, til að mynda hefur innbrotura fiölgað ura áfián prósent það sem af er þessu ári. Rannsókn enn f gangi Felix Bloch, háttsettur banda- rískur stjórnarerindreki, sem grunaöur er um njósnir fyrir Sov- étríkin, hefur sagt af sér embætti en bandaríska utanríkisráðuneytiö tilkynnti í gær að rannsókn í máli hans væri haldið áfram til aö hægt væri að reka hann vegna þess aö hann hefði stefnt öryggi þjóðarinn- ar í hættu. Ekki verður tekin af- staða til uppsagnar hans þar til niðurstöður rannsóknar málsins figgja fyrir. Bloch, sem starfað hefur fyrir faandarísku utanríkisþjónustuna í þrjátíu ár, var í fyrra sakaður um að hafa afhent Sovétmönnum leynileg skjöl, líklega þegar hann Felix Bloch, meintur bandarískur var starfandi í Vín. Hann hefur njósnari, helur sagt af sér emb- ekki verið forralega ákærður fyrir *tti f bandarlska utanrfkteráðu- njósnir. neytlnu. Simamynd Reuter DV Bandarísk stjómvöld vilja rétta Gorbatsjov hjálparhönd: Undirbúning- urinn hafinn - segja bandarískir embættismenn Bandarískir embættismenn segja að Bandaríkjastjóm undirbúi nú í kyrrþey jarðveginn fyrir fiárhagsað- stoð til handa Mikhaii Gorbatsjov Sovétforseta svo sovésk stjómvöld geti komið bágbomum efnahagnum á réttan kjöl aftur. Slík aðstoð, sem hugsanlega gæti komið síöar á þessu ári eða snemma á því næsta, myndi líklega verða í formi útflutningsláns- loforða, Qárfestingarheimilda sem og lána til tiltekinna verkefna, að því er embættismennimir segja. Ákveði Bandaríkjastjóm að veita Sovétforsetanum slíka aðstoð gengi hún skrefi lengra en hún hefur lýst yfir opinberlega að hún muni gera að sinni. Bandaríkin hafa heitið Sov- étmönnum tækniaðstoð en Bush Bandaríkjaforseti hefur alfarið hafn- að efnahagslegri aðstoð fyrr en markaðshagkerfi hefur verið innleitt í Sovétríkin og landamærin vestur opnuð fyrir þeim Sovétmönnum, einkanlega gyðingum, sem vilja flytja úr landi. Bandarískir embættismenn segja að strax og sovéska þingið samþykki frumvarp til laga sem geri ráð fyrir frjálsum ílutningi fólks úr landi séu Bandaríkin reiðubúin til ýmissa að- gerða svo Sovétforseti geti tryggt sér lánsheimild og lán fyrir sérstökum verkefnum. Sovéska þingið hefur þegar fiallað um þetta frumvarp einu sinni og fyrirhugað er að það komi til annarrar umræðu í september. í gær hvatti Gorbatsjov Vesturlönd til aö samþykkja efnahagsaðstoð til handa Sovétríkjunum og sagði að slík aðstoð myndi koma öllu mann- kyni til góöa. Forsetinn sagði Jac- ques Delors, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins, EB, að perestrojka, eða umbótastefna sín, væri í hættu nema aðstoð fengist taf- arlaust. Þá sagði Gorbatsjov að slök- un á alþjóðavettvangi kynni einnig að vera í hættu. Án samvinnu á sviði efnahags, vistfræði sem og menning- ar er næsta tilgangslaust að ræða um „nýja Evrópu", sagði hann. Delors var í Moskvu til að ræða hugsanlega samvinnu hinna tólf að- ildarríkja EB og Sovétríkjanna á sviði efnahagsmála og aðstoð EB- ríkjanna til að forsetans. Vestur- Þjóðverjar og Frakkar hafa lagt til að Vesturlönd samþykki fimmtán milljarða dollara aðstoð til Sovétríkj- anna. Bandaríkin sem og Bretland hafa lýst því yfir að efnahagsastoð við Sovétríkin verði að vera tak- mörkuð þar til markaöshagkerfi hef- ur verið innleitt þar í landi. Gorbatsjov þarfnast sárlega að- stoðar til að rétta við efnahag Sovét- ríkjanna og fiármagn til að hrinda í framkvæmd þeim breytingum sem felast í umbótaherferð hans, per- estrojku. EB hefur þegar ákveðið að gera nákvæma úttekt á þörfum sov- éska efnahagsins áður en tekin verð- ur ákvörðun um efnahagsaðstoð. Reuter Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, ræddi í gær við Gorbatsjov Sovétforseta, til hægri á myndinni. Símamynd Reuter Ásakanir um samsæri Allir flóttamennirnir í tékkneska sendiráðinu á Kúbu hafa nú gefist upp. Símamynd Reuter Sjónvarpað var í gær á Kúbu vitn- isburði andófsmanna og væntan- legra flóttamanna sem sökuðu er- lenda stjómarerindreka um sam- særi. Sögðu andófsmennimir að beiðni fiórtán flóttamanna um hæli í tékkneska sendiráðinu heíði verið að undirlagi bandarískra og vestur- þýskra stjómarerindreka og væra þeir að ögra kúbönskum stjómvöld- um. Tékkneska sendiráðið hefði tek- ið þátt í ráðabrugginu. Einnig var gefið í skyn að kanadíska sendiráðið hefði tengst málinu en talsmaður þess vísar ásökununum harðlega á bug. Talsmaður Bandaríkjastjómar í Havana neitar ákveðið íhlutun Bandaríkjamanna. Ekki hafði tekist aö fá viðbrögð hinna sendiráðanna í morgun. Fimm Kúbumenn, sem hertekið höfðu hús tékknesks sfiómarerind- reka í Havana, gáfust upp í gær eftír að yfirvöld á Kúbu höfðu tilkynnt að þau myndu sanna að um samsæri hefði verið að ræða meö flóttatil- rauninni. Höfðu þá flóttamennimir hafst við í húsinu í viku. Tékknesk yfirvöld höfðu neitaö þeim um vemd þar sem þeir höfðu brotist inn í hús- ið og krafist aðstoðar við að komast úr landi. Töldu tékknesk yfirvöld að fimmmenningarnir heíðu ekki verið raunverulegir flóttamenn. Fjórtán manns höíðu áður gefist upp í tékkneska sendiráðinu og sögðu kúbönsk yfirvöld að þeim yrði ekki refsað. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.