Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. 35 r LífsstOl m GURKUR I <4 3 C 'O 00 254 140 P TOMATAR VINBER §■ 4 I i 399 319 M KARTOFLUR V) 3 C 'O 0Q 127 87.50 PAPRIKA I 0Q I 608 235 SVEPPIR DV kannar grænmetismarkaðinn: Verð á græn- meti svipað og í síðustu viku Verð á grænmeti hefur lítíð hækk- að frá í síðustu viku. Helst er að sjá að meðalverð á sveppum hefur lækk- að nokkuð og meðalverð á grænum vinberjum hefur hækkað um 63 krónur. Um 40 prósenta munur er á hæsta og lægsta verði á tómötum. í síðustu viku var munurinn um 28 prósent og munar nú um að lægsta verð hef- ur færst niður á við. Er lægsta verð- ið nú 170 krónur fyrir kílóið hjá versluninni Bónus í Faxafeni en verðið hjá sömu verslun var í síðustu viku 186 krónur fyrir kílóið. Meðal- verð hefur hins vegar lækkað úr 210 krónum í 200 krónur. Hæsta verð fyrir tómata var í Plúsmarkaðnum í Grímsbæ. Fengust þeir þar á 239 krónur kílóið. Hjá Fjarðarkaupi voru þeir seldir á 196 krónur, hjá Hag- kaupi voru þeir á eilítið hærra verði, 197 krónum. Mikligarður var einnig með svipað verð og fengust tómat- arnir þar á 199 krónur kílóið. Gúrkur voru á sama verði og í síð- ustu viku hjá Plúsmarkaðnum, kost- uðu 254 krónur kílóið. Var það hæsta verðið. Bónus var aftur á móti með lægsta verðið og kostaði kílóið þar rúmar 140 krónur. Munar þar 81 pró- senti á hæsta og lægsta verði. Hag- kaup seldi sínar gúrkur á 219 krónur kílóið, Fjarðarkaup á 225 krónur kílóið og Mikligarður á 248 krónur kílóið. Munur á hæsta og lægsta verði á sveppum var nokkuð mikið. Lægsta verð var nú 245 krónur fyrir kílóið en það hæsta 640 krónur fyrir sama magn. Er munurinn 161 prósent. Bónus bauð upp á lægsta verðið en Plúsmarkaðurinn upp á það hæsta. Hagkaup var næstiægst og kostuðu sveppimir þar 529 krónur. Á eftir Verð á grænmeti er nokkuð svipað frá því sem var i síðustu viku. Munur- inn milli hæsta og lægsta verðs á sveppum er þó töluverður, 161%. kom Fjarðarkaup með 535 krónur og Mikligarður seldi kílóið á 598 krón- ur. Meðalverð reyndist vera 509 krónur fyrir kílóið. Meðalverð á grænu vínberjunum hækkaði en nú var munur milli hæsta og lægsta verðs heldur minni en í síðustu viku. Þá var munurinn 110 prósent en nú 25 prósent. Meðal- verð var nú 357 krónur en 294 í síð- ustu viku. Hagkaup var að þessu sinni með lægsta verðið á vínberjum og fengust þau á 319 krónur kílóið. Fjarðarkaup seldi kílóið á 353 krónur og Mikligarður rak lestina með 399 krónur kílóið. Hvorki Bónus né Plús- markaðurinn voru með vínber til sölu. Verðmuniu' á papriku er veruleg- ur. Munar þar um 158 prósentum á hæsta og lægsta verði. Bónus selur kílóið á 235 krónur kílóið og er það lægsta verðið. Hæsta verðið var hins vegar að finna hjá Plúsmarkaðnum og var það 608 krónur fyrir kilóið. Meðcdverð reyndist vera rúmar 443 krónur. Hjá Miklagarði fékkst paprikan á 398 krónur, hjá Hagkaupi á 449 krónur og var verðið 527 krón- ur hjá Fjarðarkaupi. Kartöflur eru allar erlendar en það hefur oft þurft að flytja þær inn á þessum tíma árs þar sem íslensk framleiðsla hefur ekki verið nægjan- leg. Meðalverð á kartöflum stendur nánast í stað miðað við síðustu viku, rúmar 100 krónur. Er munur á hæsta og lægsta verðir nú 45 prósent og er það nákvæmlega það sama og fyrr. Lægsta verð á kartöflumn var að finna í versluninni Bónus og reynd- ist kílóið vera á rúmar 87 krónur. Hagkaup og Mikligarður komu þar á eftir og var verðið 99 krónur og 50 aurar. Fjarðarkaup seldi kílóið af kartöflum á 100 krónur og 50 aura og Plúsmarkaðurinn var með hæsta verðið sem reyndist vera 127 krónur kílóið. -tlt Sértilboð og afsláttur: Álegg og morgunkom Tilboð eru ávallt mörg og margvís- leg og er oft hægt að gera góð kaup ef eftir þeim er tekið. Fjarðarkaup er með allar sínar vörur á tilboðstorginu. Kennir þar margra grasa og er það mjög þægi- legt fyrir neytendur að finna allar tilboðsvörur á svipuöum slóöum. Það sem var meðal annars á tilboðs- verði í dag voru ýmsar tegundir kex- pakka frá Burton’s. Þai' á meðal var Snap Jacks og kostaði pakkinn 73 krónur. Kókos-, súkkulaði- og hnetu- kex frá sama framleiðanda fékkst á 118 krónur. Homeblest pakkinn var á 79 krónur. Morgunverðarkorn af ýmsu tagi var einnig að finna á til- boðsverði. Til dæmis var Weetabix á 155 krónur og Alpen morgunkom á 188 krónur. Um það bil 3 kíló af Prik þvottaefni fékkst á 369 krónur. Mýk- ingarefni frá sama framleiðanda kostaði 250 krónur 4 htrar en einnig var hægt að fá minna magn. Álegg var á hagstæðu verði hjá Hagkaupi og voru fjórar tegundir saman í pakka. Kostaði hver pakki 299 krónur. Kakómalt frá Suchard var einnig á tilboðsverði og var verð- ið á 440 grömmum á 139 krónur. Verslunin var með unghænur á til- boðsverði og kostaði kílóið af þeim 175 krónur. 150 grömm af flögum frá Party Food fengust á 129 krónur. Plúsmarkaður var með ýmsar vör- ur frá Tesco á tilboðsverði. Var þar að finna 500 gramma pakka af com flakes á 186 krónur. Marmelaði og sultu, svo og súpur frá sama fram- Margt er hægt að fá á tilboðsverði þessa viku og má meðal annars nefna að fjórar tegundir af áleggi í sama pakka kosta 299 krónur. leiðanda, var einnig að finna í hillun- um á hagstæðu verði. 750 ml af hreinsilegi voru á 109 krónur. Mikligarður var með vömr á til- boðsverði dreifðar um alla verslun- ina. Hy top vömrnar vom enn á góðu verði og má þar meöal annars nefna tómatsósu, kakómalt og margt fleira. Spaghetti frá Kraft var að finna á hagstæðu verði, eða 179 krónur pakkann, og einnig var salatsósa frá sama fyrirtæki á kynningarverði. Heildós af Krakus jarðarberjum var á 99 krónur og Rynkeby safi á 99 krónur htrinn. Bónus var einnig með mikið af vör- um á tilboðsverði. Má þar nefna í fyrstu að verðlækkun hafði orðið á mjólk og kostaði hún 60 krónur í stað 65 króna. Danskt com flakes frá Amos fékkst á 239 krónur í eins kílóa pokum. Sykurinn út á var hægt að fá á 75 krónur kílóið. Þvottaefni frá Blutex var á 307 krónur. Vom það rúm 3 kíló sem fengust fyrir það verð. Ajax hreinsilög var hægt aö kaupa fyrir 159 krónur (350 ml). Nesquick kakómalt fékkst á lækkuðu verði og kostaði pakkinn 329 krónur. -tlt jGúrkur Verð í krónum Dos. Jan. Fatx Mars Aprl htal Júnt Júfl Tómatar Verð í krónum 0os. Jon. Ftb MorsApríl floi Jún Vínber St 700-. Verð í krónum K \ 1 \ 1 í J-. FA U>a Kfra UU témí SéU 1J0- 12ði 110- 100- 90- Kartöflur Verð í krónum 1« hk Mara ÁffO W m' Paprika Hóv. Dts. Jon. Ftb.florsAprilMoi Júni Júlf a Sveppir Verð í krónum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.