Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. Viðskipti DV gerði tvær skyndikannanir á pylsusölu Bæjarins bestu 1 gær: Sá veitingastaður sem græðir mest allra á hvern fermetra - um 20 manns afgreiddir á aðeins 15 mínútum Vinsælasla veitingahús landsins og örugglega það veitingahús sem skilar mestum hagnaði á hvern starfsmann og fermetra. DV geröi tvær skyndikannanir í gær á aðsókinni. Hún er ótrúleg og má áætla samkvæmt henni að þessi litli 5 fermetra pylsuvagn velti hátt í þriðjung á við topp-veitingastaðina á mánuði yfir sumarið - og með allmiklu mikið minni tilkostnaði. DV gerði tvær skyndikannanir á pylsusölu Bæjarins bestu við Tryggvagötu í gær og kom í ljós að sala þessa 5 fermetra veitingastaðar er ótrúleg. Á fimmtán mínútna tíma- bili í hádeginu í gær voru 20 manns afgreiddir, langflestir með tvær pyls- ur og eina kók. Könnun síðar um daginn gaf 21 mann á fimmtán mín- útum. í bæði skiptin var alltaf ein- hver viðskiptavinur fyrir framan vagninn. Grófleg áætlun DV á pylsu- sölu vagnsins eru um 1.050 pylsur á dag og að viðskiptavinimir séu um 700 talsins á dag. Athugið, þetta er yfir sumarið. Salan er minni á vet- uma. Hugmyndin að talningunni í gær kom upp á ritstjóm DV eftir að ekki hafði fengist uppgefið hver velta þessa mest sótta veitingastaöar landsins væri yflr daginn eða hve margar pylsur væm seldar þar á dag að jafnaði. 20 manns afgreiddir frá klukkan 12.25 til 12.40 Fyrri talning DV í gær fór fram á milli klukkan 12.25 og 12.40. Þetta er á háannatímanum í hádeginu. í stuttu máli var biðröð allan þennan tíma - fólk dreif stanslaust að. Á þessum fimmtán mínútum voru ná- kvæmlega 20 afgreiddir, langflestir með tvær pylsur og eina kók. Sama aðsókn allan klukkutímann gerir samtals 80 manns. Seinni talning DV fór fram klukkan 14.50 til 13.05. Það var sama sagan og í hádeginu: biðröð allan tímann og flestir fengu sér tvær pylsur og eina kók. Afgreiddur var 21 viðskiptavin- ur. Sama aðsókn allan klukkutím- ann gerir 84 viðskiptavini. Áfram var tahð frá 13.05 til 13.20. Þá dró úr biðröðinni og hún hvarf. Þrisvar sinnum á þessu kortéri var enginn afgreiddur. Samt var alltaf einhver viðskiptavinur fyrir framan vagninn. Tilfinningin var að það væri rólegt en reytingur. Engu að síður gerðist það ótrúlega: 15 voru afgr-eiddir á þessu kortéri. Sama aö- sókn á einum klukkutíma gerir 60 manns. 700 viðskiptavinir á dag Veitingastaðurinn Bæjarins bestu er opnaður klukkan 10.00 á morgn- ana og lokað klukkan 0.30 á nótt- unni. Miöað við aðsóknina í könnun- inni í gær hefur DV gert þessa áætlun í aðsókn yfir daginn. Farin er varlega leiðin og frekar vanáætlað en ofáætl- að. Kl. 10-11................10 manns Kl. 11-12................40 manns Kl. 12-13................80 manns Kl. 13-14................80 manns Kl. 14-15..................80 manns Kl. 15-16.............;f.. 40 manns Kl. 16-17 ........f........40 manns Kl. 17-18..................40 manns Kl. 18-19..................60 manns Kl. 19-20 .................80 manns Kl. 20-21..................40 manns Kl. 21-22 .................30 manns Kl. 22-23 .................40 manns Kl. 23-24 .................40 manns Samtals..................700 manns Niðurstaðan úr þessari áætlun, sem byggist á talningu DV í gær, gefur 700 viðskiptavini frá klukkan 10.00 á morgnana til klukkan 0.30. Ekki er gert ráð fyrir aö neinn komi síðasta hálftímann en haft sé opið til að halda úti þjónustunni. Um 1 þúsund pylsur seldar á dag - 120 þúsund Langflestir fengu sér tvær pylsur í gær og eina kók. Sé hins vegar gert ráð fyrir að aðeins crnnar hver maður fái sér tvær pylsur verður salan þrátt fyrir það 1.050 pylsur yfir daginn. Hver pylsa er seld á 120 krónur. Það gerir pylsusölu upp á um 126 þúsund krónur á dag. Sé gert ráð fyrir að hver hinna 700 fái sér eitt kókglas á 60 krónur er kókscdan yfir daginn 42 þúsund krónur. Áætlun DV er því samkvæmt þessu 168 þúsund krónur á dag. Umreiknað til eins mánaðar er það sala upp á um 5 milljónir á mánuði yfir sumarið. Litum á sama dæmi út frá öðrum vinkli. Ef pylsuvagninn við Tryggva- götu seldi um 1 þúsund pylsur á dag alla daga ársins gerði það sölu upp á um 360 þúsund pylur. Miðað við að á höfuðborgarsvæðinu búi um 140 þúsund manns þýðir þaö að hver þeirra skreppi aðeins tvisvar til Fréttaljós Jón G. Hauksson þrisvar á ári niður á Bæjarins bestu og fái sér eina pylsu í hvert skipti. Salan á Bæjarins bestu er meiri á sumrin en vetuma þegar kalt er í veðri. Fyrst verið er að tala um veður skal þess getið að í bæði skiptin í gær þegar DV taldi viðskiptavinina var hlýtt en örlítil rigning. Dýru toppstaðirnir velta þrisvar sinnum meira Sé rekstur Bæjarins bestu borinn saman við gott veitingahús kemur í ljós hve veltan er ótrúlega góð. Ger- um ráð fyrir 50 sæta veitingahúsi sem er þrísetið yfir daginn, selur 150 rétti á 2 þúsund krónur réttinn með öliu og hefur í veltu yfir daginn 300 þúsund krónur. Það eru um 9 millj- ónir króna á mánuði. Ef tekin eru toppveitingahús lands- ins, eins og Grilhð á Hótel Sögu, Arn- arhóh og Hótel Holt, má ætla aö þar séu seldir um 100 réttir á dag eða um 3 þúsund réttir á mánuði. Ef hver viðskiptavinur eyðir 5 þúsund krón- um í málsverðinn - forrétt, aðalrétt og drykk - kemur inn velta upp á um 15 mihjónir króna á mánuði. Af þessum tölum sést aö velta litla 5 fermetra veitingahússins við Tryggvagötu, Bæjarins bestu, er ótrúleg yfir sumariö, á háannatím- anum. Veltan er, samkvæmt þessum áætlunum, hátt í þriðjungur af veltu toppstaðanna. Aðeins 5 fermetrar Munurinn er bara sá að toppstað- irnir verða að vera með dýrt hús- næði, talið í hundruðum fermetra, undir starfsemina, fiölda þjóna og kokka, dyraverði og fólk sem er í ræstingum. Við Tryggvagötuna er einn maöur við tvo potta á litlum 5 fermetrum og afgreiðir grimmt. Toppstaðirnir taka hins vegar mikla áhættu vegna fiármagnskostnaðar og dýrs húsnæðis. Hjá þeim er ekk- ert grín ef salan dettur niður- áhætt- an vegna húsnæðis er hins vegar lít- il við vinsælasta veitingahús lands- ins við Tryggvagötuna. Til eru fiölmargar sögur um mikla pylsusölu á Bæjarins bestu. Ein sag- an er sú að fyrir margt löngu, þegar veitingamenn voru að karpa viö við- semjendur sína hjá Torfa Hjartar- syni, fyrrum sáttasemjara, í húsa- kynnum Tollsins, beint á móti Bæj- arins bestu, hafi áhugi þeirra á við- ræðunum minnkað smátt og smátt er þeim varð starsýnt út um glugg- ann á aðsóknina að Bæjarins bestu - vinsælasta veitingahúsi landsins. Sagan segir að þá hafi þeir uppgötvað að það er hægt að reka veitingahús með htlum tilkostnaöi. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5,5 lb 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3.0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlánmeðsérkjörum 2,5-3,25 Ib Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 7-7,25 Lb,Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almenn skuldabréf 14,0 Allir Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. júní 90 14,0 Verðtr. júní 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júli 2905 stig Lánskjaravisitalajúnl 2887 stig Byggingavisitala júlí 549 stig Byggingavisitala júlí 171,8 stig Framfærsluvisitala júli 146.4 stig Húsaleiguvísitala hækkar 1.5% l.júll. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,981 Einingabréf 2 2,718 Einingabréf 3 3,279 Skammtímabréf 1,687 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,163 Kjarabréf 4,940 Markbréf 2,627 Tekjubréf 1,984 Skyndibréf 1,476 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,399 Sjóðsbréf 2 1.768 Sjóðsbréf 3 1,678 Sjóðsbréf 4 1,426 Vaxtarbréf 1.6950 Valbréf 1,5940 Islandsbréf 1,033 Fjórðungsbréf 1,033 Þingbréf 1,032 Öndvegisbréf 1,031 Sýslubréf 1,034 Reiðubréf 1,021 HLUTABRÉF Söluverð að íokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 488 kr. Flugleiðir 189 kr. Hampiðjan 170 kr. Hlutabréfasjóður 159 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 162 kr. Eignfél. Alþýöub. 126 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 160 kr. Eignfél. Verslunarb. 138 kr. Olíufélagið hf. 515 kr. Grandi hf. 180 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 520 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= lönaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Fjáifestingarfélagið: Sækir um að hlutabréf í félaginu verði skráð á Verðbréfaþingi Fjárfestingarfélag íslands hf. slíkt króna hlutafé. um að £á nánar upplýsingar um hefúr sótt um að hlutabréf í félag- Friðrik Jóhannsson, forstjóri Jafnframt segir Friðrik að ströng gengi þess hveiju sinni. inu verði skráð á Verðbréfaþingi Fjárfestingarfélagsins, segir að fe- skilyrði séu um upplýsingaskyldu Að sögn Friöriks er htið framboð ísiands. Félagið er annað í röðinni iagið vifii með umsókn sinni félaga á Verðbréfaþingi og það hlutdbréfaíFjárfestingarfélaginuá á skömmum tíma sem sækir um tryggja eðlilega verðmyndun muni veita fyrirtækinu og starfs- markaðnum um þessar mundir en skráningu hlutabréfa sinna á þing- hlutabréfanna en félagið sé al- mönnum þess eðlilegt aðhald, svo hins vegar hefúr orðiö vart nokk- inu. Fyrir þremur vikum sótti Ohs menningshiutafélag og hluthafar í og tryggi það sjálfsagðan rétt hins urrar eftirspumar eftir bréfum. hf., fyrst islenskra fyrirtækja, um því yfir 400 talsins með 200 milljóna stóra hóps viðskiptavina félagsins -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.