Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. 11 Utlönd Varpa Ijósi á kjör indíánanna Barátta fimm hundruö þúsunda kanadískra indíána fyrir betri lífs- kjörum og réttlæti hefur tröllriðið fjölmiðlum í Kanada síðustu daga. Æ síðan hópur herskárra mohaw- k-indíána greip til vopna til að varna því að helgur grafreitur for- feðra þeirra yrði gerður að golf- velh hafa Kanadamenn vart deilt og rökrætt um neitt annað. Opinberar upplýsingar og tölur fara ekki leynt með að margir af- komendur frumbyggja Kanada búa við mun verri kjör en hvítir, hvað sem líður yfirlýsingum margra hvítra Kanadamanna um að þjóð- félag þeirra sé eitt hiö réttlátasta í heimi. í Kanada búa 26 milljónir manna, eitt og hálft prósent þeirra eru indíánar. Þessi fámenni hópur setur þó svip sinn á opinberar tölur um margt það neikvæða í kana- dísku þjóðfélagi. Sjálfsvíg eru íjór- um sinnum tíðari hjá indíánum en hvítum Kanadabúum. í fylkjunum Saskatchewan og Manitoba eru indíánar um áttatíu prósent allra fanga. í sumum þorpum á vemd- arsvæðum indíánanna er atvinnu- leysi allt að níutíu prósent. Ung- barnadauði er mun algengari hjá indíánum en á landsvísu og einnig áfengissýki. „En margir íbúar Kanada hafa ekki hugmynd um þetta,“ segir Fo Niemi sem vinnur hjá samtökum um samskipti kynþátta í Montreal. „Indíánar hafa að mestu veriö fyrir utan hringiðu samfélagsins, þeir eru næsta ósýnilegir.“ íbúar Chateauguay í Quebec brenna táknmynd af mohawk-indiána. íbúarnir komu saman til að mótmæla því að indíánarnir lögðu undir sig Mercier-brúna sem tengir Montreal við úthverfin. Símamynd Reuter Indíáni tekur sér hvild frá gæslu- störfum í Oka í kanadiska fylkinu Quebec. Símamynd Reuter Víindiö valið, iitið á trúlotiinarhringa hji okkur. Pid eruð ckki sviidn áf því. cg Dsksn Gói rád eru til ai fara eftir þeim! Eftir einn -ei aki neinn yUMFERÐAR RÁÐ Indíánar grípa til aðgerða Fyrir rúmri viku lenti hópi vopn- aðra mohawk-indíána saman við lögreglu. Tildrög málsins eru þau að indíánarnir höíðu reist hindran- ir umhverfis landsvæði í bænum Oka sem er í um 32 kílómetra fjar- lægð frá Montreal. Landsvæðið segja þeir vera helgan grafreit for- feðra sinna en áformað var að reisa þar golfvöll. Lögregla, mun betur vopnum búin en indíánarnir, réðst til atlögu og ætlaði að fjarlægja hindranimar en mohawk-indíán- unum tókst að hrekja hana á brott. Einn lögreglumaður lét lífið. Indíánar í nærliggjandi byggðar- lögum gripu til aðgerða til að styðja félaga sína við Oka og slógu hring um Mercier-brúna yfir St. Lawren- ce-ána sem tengir miðborg Montre- al við úthverfin. Um allt land hafa indíánar efnt til fjöldasamkoma og lokað vegum um skamma hríð til að sýna samstöðu meö indíánum í Quebec-fylki, eina frönskumæl- andi fylki Kanada. Lögregla og indíánar standa aug- liti til aughtis beggja vegna vegat- álmanna í Oka og á Mercier- brúnni. Hvorugur aðili virðist á því að gefa sig og hafa tilraunir til að leysa máhð með samningviðræð- um ekki borið árangur. Fimm hundruð ára gamlar deilur Eins og svo margar deilur indí- ána og yfirvalda eru deilumar í Oka landadeilur. Þær eiga rætur sínar að rekja næstum því fimm hundrað ár aftur í tímann eða til þess tíma er fyrstu landnemarnir komu til Kanada og Bandaríkj- anna. Smám saman ráku landnem- amir indíánana burt af landsvæð- um sem þeir höfðu byggt. Þessi arfleifð ósigra og auðmýkingar hef- ur gengið kynslóð fram af kynslóð í ættbálkum indíánanna og deil- urnar í Oka hafa neytt Kanadabúa til að horfast í augu við þetta við- kvæma mál. Reuter LAUGAVEGI 70 SÍMI 91-24910 NYTT! FRA GOMBI CAMP flTAN hf TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 84077 Nú geta allir eignast t jaldvagn Combi Camp Night Rider er fjölhæfasti tjaldvagninn i ferðalagið, sumar, vetur, vor og haust. Hann er nettur, léttur (vegur aðeins 150 kg) og handhægur. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. Vagninn er fallega straumlínulagaður og allur einangraður með polyurethan. Hverjum vagni fylgir svefntjald, dýnur, farangursgrind, geymsluhólf undir svefnrými og á beisli. Úrval aukahluta fáanlegt: Skíði, thermo-svefntjald, pokahengi, 10m2 hliðartjald o.fl. o.fl. KYNNINGARVERÐ kr. 198.925 stgr COMBICAMP, TRAUSTUR 06 GÓÐUR FÉLAGI í FERÐALAGIÐ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.