Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. Spumingin Tekurðu lýsi? Karl Guðmundsson húsasmiður: Það kemur fyrir. Ætli það eigi ekki að vera hollt að taka lýsi. Theodór Gylfason húsasmiður: Nei, aldrei. Lýsi er eflaust hollt en mér finnst það vont. Svavar Magnússon bilstjóri: Nei, mér finnst það vont. Kristján V. Björgvinsson nemi: Nei, ég borða svo hollan mat að ég þarf ekki að taka lýsi. íris Björk Siguijónsdóttir: Nei, það er eflaust hollt en það er svo vont á bragðið. Bergþóra Arnarsdóttir nemi: Já, ég tek lýsistöflur á hverjum degi. Það er hollt og gott. Fréttir Allaballar og álverin: Beitt fyrir búalið en hjartað slær á Suðurnesjum Höskuldur skrifar: Það eru áreiðanlega fleiri en ég sem hafa lagt eyrun sérstaklega eftir því hvað þingflokkur Alþýðubandalags- ins léti frá sér fara um lántökubeiðni Landsvirkjunar vegna áframhald- andi virkjunar og ákvarðanatöku Atlantalhópsins svonefnda um stór- iðjuframkvæmdir hér. Og svo kom yfirlýsing þingflokks- ins. Hún var ekki upp á marga fiska. Flokkurinn ætlaði jú að setja ströng skilyrði fyrir samþykki til lántöku! - Þingflokkurinn galt vilyrði til lán- tökunnar að hluta til með því skil- yrði að íslendingar krefðust þess af Atlantalmönnum að þeir reistu stór- iðju á landsbyggðinni, annaðhvort í Eyjafirði eða við Reyöarfjörð. - Suö- umesjaþingmaður þeirra greiddi at- kvæði gegn þessu samþykki og þing- maður Alþýðubandalagsins á Aust- urlandi var ekki mættur til leiks! - í Þjóðviljanum daginn eftir samþykkt- ina birtist lítið sem ekkert um sam- þykkt Alþýðubandalagsins en því meira um afstöðu Alþýðuílokksins. Auðvitaö vita þingmenn Alþýöu- bandalagsins að okkur íslendingum er það ekkert í lófa lagið að beita hina erlendu framkvæmdaraöila í stóriðju þrýstingi um staðsetningu á ákveðnum staö á landinu. Það eru þeir sem ætla að byggja og reka stór- iðjuna en ekki við. Allir sjá í gegnum svona þing- flokkssamþykkt. - Niðurstaða Al- þýðubandalagsráðherra er sem sé sú að það var beitt fyrir búalið og byggðastefnu en hjarta þeirra slær enn á Suðurnesjum eins og hjarta flestra annarra þingmanna hinna flokkanna. Skinhelgi og hræsni er það sem upp úr stendur í málflutn- ingi þeirra. Við hér á landsbyggðinni vitum alveg hvar við höfum þingmenn og hvar áhugi þeirra er, hvers fyrir sig. Ekki bara þingmanna Alþýðubanda- lagsins heldur allra flokkanna. - Það er ekki til fagnaðar fyrir neinn þing- flokkanna að þykjast bera hag og farsæld dreifbýlisins fyrir brjósti og samþykkja svo snargeggjaðar yfir- lýsingar þar sem í gegn skín hræsni og yfirborðsmennska. Við sem búum á landsbyggðinni, í hinum dreifðu byggðum, þurfum ekki að láta beita fyrir okkur. Við munum áfram þurfa að reiða okkur á eigin styrk og fram- tak. Við heyrum rjúpuhjartslátt þingmanna. Hann slær ekki til lands- byggðarinnar, hann slær til Suður- nesja. - Við einir fninum og vitum. Laun stjómarmanna stórfyrirtækja: Gott fordæmi stjórnar Amarflugs Sigfús skrifar: staðar í rekstri fyrirtækja hér á Eg var á aðaifundi Arnarflugs hf. landi. i gær (17. júlí sl.) og þar voru rædd Þetta tel ég vera gott fordæmi ýmis þau mál sem hæst brenna hjá fyrir önnur fyrirtæki hér á landi, félaginu og það ranglæti sem viö- Ld. stórfyrirtæki sem betjast í gengst í flugmálastefnu íslendinga bökkum í rekstri og hafa jafnvel að leyfa ekki öllum rekstraraöilum sýnt tap ár eftír ár en greiða þó að sitja við sama borð. - Þetta at- stjórnarmönnum laun, stundum riöi hlýtur að veröa tekið tíl um- svo skiptir hundruöum þúsunda, ræðu hjá viðkomandi yfirvöldum og stjórnarformanni mun hærri nú eftir aðalfund Amarflugs hf. upphæðir. - Ég get ekki séð að fyr- Þaö var annaö sem mér kom irtæki, sem sýnir tap á starfsárinu, þægilega á' óvart i stjómarsam- geti yfirleitt boöið hluthöfum upp þykkt Amarflugs. Það var ákvörð- á það að gera tillögu um laun tU unin um að greíða stjómarmönn- stjórnarmanna það árið. Svo ein- um ekki laun fyrir sl. starfsár, sem falt er það nú. var tapár, eins og svo víða annars Fjármagn í norrænan kvikmyndasjóð: „Auðvitað vita þingmenn og ráðherrar Alþýðubandalagsins betur,“ segir meöal annars í bréfinu. - Ráðherrar Alþýðubandalagsins, Steingrímur J. Sigfússon, Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson. Rauðu strikin eru leikfang Reynir hringdi: Þegar maður fer í verslanir, eink- um í matvöruverslanir, finnur maö- ur auðveldlega hvemig nauðsynja- vörur hafa hækkað ótæpilega að undanfórnu. Ég keypti t.d. sódavatn frá Agli eins og venjulega (kaupi ekki annað gosdrykkjakyns) og var plast- flaskan allt í einu komin upp í 85 krónur, ég hafði áður greitt 80 kr. - Ég er engan veginn að vitna til Egils gosdrykkja í þessu sambandi tii að klekkja á því fyrirtæki. Ég held til- neyddur áfram að að kaupa sóda- vatn. En ég er þess fullviss að svona hafa aðrir gosdrykkir hækkaö einn- ig- Alltaf er maður að tapa þegar raðað er í innkaupakörfuna og þó er í gangi eitthvað sem kallast þjóðarsátt og ekki átti að hækka vöruverð nema eftir samráð viö aðila vinnumarkað- arins. - Eða hef ég misskilið þjóðar- sáttina? Það hafa þá fleiri gert, sam- kvæmt því sem maður heyrir utan að sér þegar talið berst að verðlagi á vömm og þjónustu. En hvað eru þessi „rauðu strik“ yfirleitt? Eru þau ekki bara sett á blað sem samningsumræðugrund- völlur og svo notuð sem leikfang fyr- ir stjórnmálamennina og forsvars- menn á vinnumarkaðinum sem ekk- ert hafa að óttast sjálfir. Þeir hafa svo há laun að þeim er skítsama þótt ein- hverjar vörutegundir hækki um 4, 5 eða 10%, þeir eiga samt miklu meira afgangs en við, hinir almennu laun- þegar sem þeir eru að semja fyrir Við launþegar erum látnir greiða hvaðeina sem til fellur sem kostnað- ur á hið opinbera af okkar lágu laun- um. Við emm að verða ansi fjarri raunveruleikanum í þjóðarsáttinni og rauðu strikunum. - Hvað ætla þeir svo að gera, ráðamennirnir, þeg- ar viö gefumst upp? Kannski leita eftir niðurgreiðslum frá Briissel? Ekki verðum við til að greiða þær öllu lengur. Island ekki í púkkið Axel hringdi: í dagblöðunum, sem ég var að lesa um sl. helgi, var verið að koma að sameiginlegu verkefni kvikmynda- stofnana Norðurlandanna með það fyrir augum að láta ísienska ríkið borga hluta í heildarkostnaði sem hljóðar upp á litlar 800 milljónir króna! - Þama er um að ræða að fjár- magna sameiginlega fimm kvik- myndir, eina frá hverju Norðurland- anna, sem tækju þátt í kostnaði kvik- myndaverkefnis hvert annars. I fréttinni kom fram að Kvik- myndasjóður íslands hefði þegar ákveðið að taka þátt í þessu verkefni að fenginni fjárveitingu! - Talsmaöur Kvikmyndasjóðs íslands sagði að ekki væri vitað hver kostnaður okk- ar íslendinga yrði endanlega vegna ! þess að ekki væri búið að velja verk- efnið og heldur ekki vitað hver kostnaður okkar yrði af myndum hinna Norðurlandanna. - Aðalatrið- ið væri að vera með! Þetta fannst mér frjálslega mælt og lýsa vel því viðhorfi sem hefur verið ríkjandi hér á landi, og þá ein- mitt til þeirra sameiginlegu útgjalda sem tilheyra mennta- og menningar- starfsemi íslendinga. Aðalatriðið er að vera með - sama hvað það kostar. Síðan er þrýst á ráðherra, þingmenn eða aðra lykilmenn í kerfinu, og sjá; peningahirslur ríkisins opnast og þótt minna en ekkert sé aflögu eru gefin loforö um styrki eða beina fiár- veitingu, sem fyrr eða síðar er oröin að fóstum lið í fiárlögum ríkisins. Ég tel að hér verði að fara að setja upp merki stöðvunarskyldu. Og að því er varðar styrk úr ríkissjóði til sameiginlegs verkefnis kvikmynda- stofnana Norðurlanda finnst mér ekki verjandi, hvorki fyrir mennta- málaráðherra né forsætisráðherra, að gefa hina minnstu von um stuðn- ing við þetta verkefni. Þeir eiga að taka afdráttarlausa afstöðu gegn því að ísland sé með í púkkinu um sam- eiginlegt fiármagn í kvikmynda- stofnanir Norðurlanda. „Alltaf er maður að tapa þegar maður raðar i innkaupakörfuna," segir hér m.a. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið ATH.: Nafn og sími verður að fylgja bréfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.