Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 3
3 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. Fréttir Fordómar minnka og aösókn eykst: Lýtaadgerðir þykja jafn- sjálfsagðar og klipping „Fordómarnir gagnvart lýtaaö- geröum hafa minnkaö mjög mikiö undanfarin ár og fólk tekur heldur ekki eins nærri sér aö láta gera svona hluti og áður var. Það þykir orðið jafnsjáifsagt að láta laga á sér andht- iö og aö fara í klippingu. Þaö er frek- ar talið til snyrtingar en einhvers leyndarmáls,“ sagði Jens Kristjáns- son, læknir og sérfræðingur í lýta- lækningum, í samtali viö DV. Ásókn í lýtaaðgerðir hvers konar er mikil hér á landi og langir biðhst- ar í sumar aðgerðir. í frétt DV í apríl 1987 sagði að þúsund konur væru á biðlista hjá lýtalækningadehd Landspítalans og að biðtími eftir að- gerðum væri allt aö tvö ár. í samtali við Árna Björnsson kom fram að ástandið í dag væri ekki ósvipaö nú en mun meira væri um að alls kyns lýtaaðgerðir færu fram á einkastof- um lækna. Á Landspítalanum eru nær ein- göngu framkvæmdar brjóstaminnk- anir og meiri háttar aðgerðir af öðru tagi. Biðhstar í brjóstaaðgerðir og meiri háttar aögerðir aðrar eru frek- ar langir en styttri þegar um ein- faldari aðgerðir er að ræða. Sjö lýtalæknar eru starfandi í Reykjavík í dag. Konur eru enn í miklum meirihluta þeirra sem til þeirra koma, eða 90 prósent. Nánast aht er lagað. Utstæð eyru eru löguö, oftast á börnúm. Þá er nefinu breytt á ýmsa vegu og tekið af hangandi augnlokum. Andlitslyft- ingar, það sem fólk hefur oft kahað strekkingar, eru algengar en þá er hrukkótt andlit lagfært eða „slétt". Kjálkaaðgerðir eru gerðar th að rétta bit. Þá eru ótaldar ýmsar tegimdir bijóstaaðgerða. Þau eru minnkuð og fara þær aðgerðir yfirleitt fram á sjúkrahúsi. Alltof stór brjóst geta valdið viðkomandi óþægindum, th dæmis bakverkjum. Þá er brjóstum lyft og þau stækkuð. Loks má nefna lagfæringaraðgerðir á hrukkóttum og bylgjóttum mögum og aðgeröir þar sem fita er sogin úr pokum á lærum eða öðrum stöðum, pokum sem ekki hverfa við megrunarað- gerðir. Við brjóstastækkanir og lagfæring- ar á kjálka er enn sem fyrr notað sihkonefni. Þá er brjósk, oftast úr sjúkhngnum sjálfum, notað við lag- færingar á kjálka. Jens segir að yfirleitt sé fólk búið að kynna sér málin nokkuð vel, með lestri tímarita og slíku, áöur en það tekur ákvörðun. Hefði það oftast gengið með þessa hugmynd í magan- um í nokkurn tíma. Það kæmi í við- tal og þar segði læknirinn frá því út á hvað aðgerðin gengi og helstu vanköntum er henni kynnu að fylgja. Ef einhver vafi væri af hendi viö- komandi fengi hann aö hugsa málið og kæmi svo aftur til endanlegrar ákvörðunar. Síöan væri biðtími fram að sjálfri aðgerðinni og umhugsunar- tími því langur. „Það getur orðið gífurleg breyting á fólki sem fer í beinaðgerðir á and- liti. Ef fólk er th dæmis með mikla skúffu er aðgerðin gerð til að laga bitið en ekki í fegrunarsjónarmiði. Ef útlitið hins vegar skánar má kalla það jákvæða aukaverkun." -hlh NÚ ER HANN ÞREFALDUR! UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Lottó er fyrir alla... .. .líka þig!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.