Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1990. 15 tæki er veriö aö brjóta á þessu grundvallarákvæði stjórnarskrár- innar. Ástæða er til aö fá dómstól til aö skera úr um hvort ríkisútvarpið hafi rétt til þessarar innheimtuað- ferðar. Aðrar leiðir eru tiltækar fyrir ríkisútvarpið til að afla tekna. Það getur selt áskrift með myndlyklum. Einnig getur það farið á fjárlög þar sem þetta er jú einu sinni ríkis- stofnun. Dýrkeypt Hin siðlausa og ósanngjama að- staða ríkisútvarpsins er dýrkeypt. Tilgangurinn með því að gefa út- varpsrekstur fijálsan var ekki sá að styrkja ríkisútvarpið um leið svo í sessi aö það gæti drepið keppi- nautana. En sú er að verða raunin. Gjaldþrot og erfið skuldastaöa einkarekinna útvarps- og sjón- varpsstöðva em alkunna. Auðvitað hefur enginn beöið menn í einka- rekstri að skuldsetja sig í þrot. En í harðri samkeppni við ríkisrisann bjóðast fáir góðir kostir. Með hallarekstri sínum stuðlar ríkisútvarpið að.óþarfa spennu í rekstri ljósvakamiðlanna. Á end- anum greiðir almenningur millj- arðana sem fara í súginn. Þessu verður að linna. Taka verð- ur fyrir siðleysi í rekstri ríkisút- varpsins. Ólafur Hauksson „Það hefur til þess tvo milljarða króna á þessu ári. Það er álíka upphæð og fer á fjárlögum til reksturs Háskólans þar sem fimm þúsund manns starfa.“ Siðlaus útvarpsrekstur Undanfarin ár hefur ríkisútvarp- ið verið rekið með að minnsta kosti 800 milljóna króna halla. Tilgang- urinn er aðeins einn - að ná yfir- höndinni í samkeppni við útvarps- og sjónvarpsstöðvar í einkaeign. Þessi hallarekstur er siðlaus. Enginn hefur veitt ríkisútvarpinu heimild til að fara ofan í vasa skatt- greiðenda til að borga taprekstur. Samt er leiknum haldið áfram. Á þessu ári er gert ráð fyrir 200 millj- óna króna halla. Aðstaðan misnotuð Ríkisútvarpið er í þeirri aðstöðu að hafa kverkatak á almenningi í landinu. Enginn fær að eiga sjón- varp nema borga ríkisútvarpinu mánaðarlegan skatt. Undanfarin ár hefur þessi afnotaskattur hækk- að margfalt umfram verðlag. Hækkun afnotagjaldsins hefur fyrst og fremst farið til að greiða tap áranna 1986 og 1987. Núna held- ur tapreksturinn áfram þrátt fyrir ailar hækkanimar. Nýjasta 3% hækkim afnotagjalda nægir ekki til að fjármagna hallann á þessu ári. Það verður að hækka þau enn meira. Tveir milljarðar Það er auðvelt fyrir ríkisútvarpið að bjóða íjölbreytta dagskrá, inn- lenda dagskrárgerð og svæðisút- varp um allt land. Það hefur til þess tvo milijarða króna á þessu ári. Það er áhka upphæð og fer á fjárlögum til reksturs Háskólans þar sem fimm þúsund manns starfa. Yfirbm-ðastaða ríkisútvarpsins felst í aðstöðunni til að afla tekna með lagaboði. Stöð 2, Bylgjan, Stjaman, Aðal- stöðin og Effemm eiga við ofurefii að etja. Aðstaða þeirra er í raun vonlaus. Ríkisútvarpið sogar til sín auglýsingatekjur vegna þess að það hefur afnotaskattinn til að gera vel í dagskrá. Kjallaririn Ólafur Hauksson blaðamaður Aðstaða Stöðvar 2 Stöð 2 býr við óréttlátustu sam- keppnisstöðuna. Fólk á ekki val um hvort það kaupir áskrift að Stöð 2 eða Sjónvarpinu. Fyrst verður að greiða Sjónvarpinu. Þegar aö kreppir hjá þjóðinni finnst mörg- um meira en nóg að greiða ríkisút- varpinu. Fólk sleppir því áskrift að Stöð 2. Auðvitað brýtur það í bága við tjáningarfrelsi að fólk þurfi aö greiða einum íjölmiðli fyrir að fá að njóta annars. Þá mætti alveg eins skattleggja fólk fyrir að hafa sjón. Ekki innheimtutæki Sjónvarpstæki em ekki inn- heimtutæki. Þau eru tæki til að taka á móti fjölmiðlun - ekki aðeins frá Sjónvarpinu og Stöð 2 heldur einnig myndböndum og útsending- um um gervihnetti. í stjómarskrá okkar er bannað að setja lög sem tálma prentfrelsi. Viðurkennt er nú orðið að með prentfrelsi er átt við ahar tegundir íjölmiðlunar og fjölmiðlaneyslu. Með því að skattleggja sjónvarps- „Sjónvarpstæki eru ekki innheimtutæki. Þau eru tæki til að taka á móti fjölmiðlun - ekki aðeins frá Sjón- varpinu ..segir greinarhöfundur m.a. Lesum fyrir börnin okkar Mörgum verður tíðrætt um ís- lenska tungu nú um stundir og tala þá flestir um hnignun hennar, er- lend áhrif, einkum ensk, rangar orðmyndir og beygingar, brenglun orðtaka og svo framvegis. Við tölum gjama um hðna dýrð- artíð þegar íslendingasögur og Víd- ahnspostiha voru lesnar upphátt á hveijum bæ og aliir töluðu fom- sagnamál. Fóstrur og kennarar Ég hygg að nokkuð sé til í þessari fógm fortíðarsýn, en ■ ekki má gleyma því að þá vom líka erlend áhrif í máhnu bara dönsk en ekki ensk. Margir skeleggir baráttu- menn veittust að dönsku áhrifun- um með svo góðum árangri að nú er farið að tala um að friða síðustu dönskuslettumar. - En mesti munurinn á fortíð og nútíð ætla ég að sé fólginn í þjóð- félagsgerðinni. Því læra börnin máhð að það er fyrir þeim haft. Áður fyrri vom tvær til þijár kynslóðir saman á heimili og bömin lærðu málið af fuhorðnum. Þau gengu að öhum störfum með feðrum sínum og mæðrum og höfðu einnig dijúg- mikh samskipti við afa og ömmu. Heimilin sáu um máluppeldið. Nú eru foreldrarnir að vinna alla daga og fram á kvöld, afi og amma í þjónustuíbúð fyrir aldraða og bömin á bamaheimhi eða í skólan- KjaUarinn Guðni Kolbeinsson leiðbeinandi við Iðnskólann í Reykjavík um, ehegar þá sitjandi á tröppun- um heima. Þvi er engin furða þótt máifátækt, htih oröaforði og gahar í málnptkun, séu áberandi meðal ungra íslendinga. Og þetta er ekki þeirra sök heldur okkar hinna sem eldri emm. Margir vhja skella skuldinni á kennara og fóstrur, þau standi sig ekki nógu vel við að kenna skjól- stæðingum sínum móðurmálið. Ugglaust mætti bæta margt á þeim bæ en þó held ég að flestir vinni starf sitt eftir bestu getu við erfið skilyrði. - Þó vil ég fullyrða að auka þyrfti íslenskukennslu við Kennaraháskóla íslands til mikilla muna. Mér sýnist að þeir sem taka þar íslensku sem valgrein læri það sem þyrfti að vera skyldunám ahra kennaranema í móðurmáhnu. Um Fósturskóla íslands veit ég ekki en ljóst má vera að fóstrur og kennar- ar verða að vera gagnmenntuð í íslensku máli ef þau eiga að taka við máluppeldi þjóðarinnar að langmestu leyti. Börn eru ekki aular Ég vh hins vegar fyrst og fremst kenna heimhunum um. Fólk, sem má ekki vera að þvi áð umgangast börnin sín, getur ekki ætlast th að þau vaxi úr grasi sem góðir og gegnir þegnar og vel máli famir. Mér er fulhjóst að þetta taut mitt breytir ekki íslensku þjóðfélagi. En eitt geta foreldrar gert án þess að draga úr lífsbaráttunni og það er að lesa fyrir böm sín. Tökum ein- hveija bók í hönd og lesum fyrir börnin áður en þau sofna á kvöld- in; verum ekkert allt of vandfýsin í valinu, grípum bók sem við álítum að barninu þyki gaman að - og ekki skaðar að okkur þyki hún líka skemmtheg. Allra fyrstu árin verða bækurnar vitaskuld að vera einfaldar og á léttu máh, en fóllum ekki í þá gryfju að halda aö blessuð bömin séu einhveijir aular sem ekkert skhja. Þótt einhver sjaldgæf orð séu í texta skiljast þau oftast af samhenginu og hvetji textinn th spurninga er miklum áfanga náð því að þá em foreldrar og böm far- in að tala saman. Ég fullyrði að þær 15 mínútur, sem þessi kvöldlestur tekur, gefa foreldmnum ekki minna en böm- unum. Eykur málþroskann Ekki skaðar að halda lestrinum áfram þótt börnin séu orðin læs og farin að lesa sjálf. En þá þarf líka aö sjá th þess að þau hafi úr nógu lestrarefni að moða. Sé lítiö eða ekkert th af þvi á heimihnu verður að skreppa reglulega á næsta bóka- safn. Einnig er mjög æskhegt að raula fyrir börnin kvæði og þulur og kenna þeim vísur og vers. I þulum og bamagælum ýmsum eru fólgnir fegurstu fjársjóðir íslenskrar tungu; sá sem lærir ungur að meta hrynjandi þeirra og kliðmjúka feg- urð hlýtur að launum næmari málvitund en hinn sem aldrei heyrði bundið mál í bernsku sinni. Börn hafa lika gaman af að syngja og em fús að taka undir og undra- fljót að læra textana. Slíkt eykur málþroskann og er tvímælalaust af hinu góða. Hvatningin hljómar þá svo; For- eldrar: lesið fyrir böm ykkar dag- lega, líka eftir að þau em orðin læs, farið með ljóð og þulur fyrir þau, syngið með þeim barnagælur og önnur kvæði. Og ekki skaðar að kenna þeim bænir og vers. Mál- far þeirra er oftar en ekki auðugt og frjótt, auk þess sem þau geta orðið ungum sálum skjól og hugg- un í ótryggum heimi. Ofurmennið, Garpur og Leðurblökumaðurinn ná ekki að vernda alla sem þess þurfa. (Grein þessi er skrifuð í thefni átaks Bamaheiha, sem kynna mál- efni barna.) Guðni Kolbeinsson „Ég vil hins vegar fyrst og fremst kenna heimilunum um. Fólk, sem má ekki vera að því að umgangast börnin sín, getur ekki ætlast til að þau vaxi úr grasi sem góðir og gegnir þegnar og vel máli farnir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.