Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 7
FÖSXUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. .7 DV Úrskurður ríkisskattstjóra um eign á kvóta mun valda deilum: Fréttir Heildarverðmæti kvðtans er um 40 milljarðar króna Urskurður ríkisskattstjóra um skattalega meðferð á sölu á kvóta fiskiskipa felur í sér að kvóti, sem er keyptur, er metinn sem eign út- gerðarinnar. Þetta stangast á við lög um stjómun fiskveiða en þar er tekið fram að veiðiréttindi myndi ekki eignarrétt. Það má því telja öruggt að einhver útgerðarmaður mun skjóta þessu máli til ríkisskatta- nefndar. í ljósi úrskurðar hennar um aðgerðir ríkisskattstjóra varðandi skattaiega meðferð á búmarki bænda má allt eins ætla að nefndin hnekki úrskurði ríkisskattstjóra um kvót- ann. Til að gefa hugmynd um þá hags- muni, sem í þessu máh felast, má benda á að miðað við markaðsverð á kvóta má meta kvótaeign Granda hf. í dag á um 2,5 milljarða króna. Ríkið greiðir helming kvótans Eins og DV skýrði frá fyrir nokkr- um vikum hefur ríkisskattstjóri viij- að girða fyrir að útgerðarmenn, sem kaupa skip til úreldingar og færa kvóta þess yfir á önnur skip sín, af- skrifi kaupverð skipsins á einu ári. Með þeirri aðferð hafa útgerðar- mennimir í raun látið ríkissjóð greiða helming kaupverðsins. Af- skriftirnar lækka tekjurnar og þar með tekjuskattinn sem er um 50 pró- sent. Úrskurður ríkisskattstjóra felur í sér að kvótaverðmæti er í raun mis- munur á kaupverði skips með kvóta og skráðs tryggingarverðmætis skipsins. Ef kvótinn er fluttur yfir á annað skip hækkar verð þess skips um þennan mismun. Þar sem kvóti er tengdur skipum metur ríkisskatt- stjóri það svo að heimilt sé að af- skrifa kvótaverðmætið eftir sömu reglum og gilda um skip, eða um 8 prósent á ári. Nýjar reglur ríkisskattstjóra breyta því engu fyrir þann sem kaup- ir skip og kvóta og heldur áfram að gera það út. Þessar reglur breyta hins vegar heilmiklu fyrir þann sem kaupir skip til að flytja kvóta þess yfir á annað skip. Kvótinn verðmætari en skipið Til að skýra þetta betur skulum við taka dæmi sem byggt er á gangverði skipa og kvóta í dag. Við skulum taka dæmi af 100 lesta bát sem orðinn er 25 ára gamall. Tryggingarverðmæti hans er um 35 milljónir en hann selst á 80 milljónir á almennum markaði. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að bátn- um fylgir 500 lesta þorskkvóti. Ef kaupandi þessa báts ætlar að halda áfram að gera hann út eignfær- ir hann kaupverð bátsins og kvótans og afskráir það síðan um 8 prósent á ári. Þetta er óbreytt frá því sem tíðk- ast hefur, fyrir utan hvað hann þarf að sérgreina verð bátsins og kvótans. Verð bátsins er tryggingarverðmæt- ið, eða 35 milljónir, en verð kvótans mismunur þess og kaupverðsins, eða 45 mihjónir. Kvótinn er því verðmæt- ari en skipið. Ef kaupandinn ætlar hins vegar aö flytja kvótann yfir á annan bát flytur hann jafnframt kvótaverðmætið yfir á þann bát. Hann hækkar því í verði um 45 mihjónir en þær eru síðan afskráðar, eins og báturinn sjálfur, um 8 prósent á ári. Ef báturinn, sem keyptur var, er sendur í úreldingu, fást um 10 mihjónir fyrir hann. Út- gerðarmaðurinn getur þá afskráð mismun þess og tryggingarverðmæt- isins, eöa um 25 milljónir. Þetta er veruleg breyting frá því sem tíðkast hefur. Hingað tíl hafa útgerðarmenn einfaidlega afskráð mismun kaupverðs og úreldingar- verðs, eða 70 milljónir í þessu tilfelh. Áður en tekjuskattur er reiknaður Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson út dragast því nú 25 milljónir frá tekj- um í stað 70 milljóna eins og tíðkast hefur. í þessu dæmi hækkar því tekjuskatturinn um 50 prósent af 45 mihjónum, eða um 22,5 milljónir, vegna nýrra reglna ríkisskattsijóra. Nefndin felldi úrskurðinn Ríkisskattanefnd felldi úr gildi úr- skurð ríkisskattstjóra um skattalega meðferð vegna kaupa á fuhvirðisrétti fyrir nokkru. Ríkisskattstjóri úr- skurðaði þar að fuhvirðisréttur væri eign. Auk þess væri ekki hægt að telja þessa eign með neinni afskrifan- legri eign og því mætti ekki afskrifa hana. Bóndi, sem keypt hafði fuhvirðis- rétt, vUdi ekki hlíta þessu og skaut málinu tU ríkisskattanefndar. Hún felldi úrskurð ríkisskattstjóra úr gUdi. Bóndanum var því heimUt að afskrá aht kaupverð fullvirðisréttar- ins á því ári sem hann keypti hann. Hann gat því lækkað tekjuskattinn hjá sér um það sem nam kaupverð- inu. Nú skal ekkert um það sagt hvort þessi afstaða ríkisskattanefndar varðandi fullvirðisrétt hefur eitt- hvert fordæmisgUdi varðandi kvót- ann. Hún sýnir hins vegar að afstaða ríkisskattanefndar og ríkisskatt- stjóra fer ekki endilega saman. Það er því þess virði fyrir útgerðarmenn að skjóta nýsettum reglum ríkis- skattstjóra tU nefndarinnar í von um hagstæðari niðurstöðu. Stundum eign - stundum ekki Hver svo sem niðurstaða ríkis- skattanefndar verður þá hefur úr- skurður ríkisskattstjóra nú varpað ljósi á það vandamál sem felst í eign- færslu kvótans. Ríkisskattstjóri telur til dæmis heimUt að afskrifa kvóta- verðmætið á sama hátt og skip, eða um 8 prósent á ári. Skip hafa hins vegar ákveðinn notkunartíma en kvóti er varanleg eign, svo framar- lega sem fiskstofnamir hrynja ekki. TU samanburöar má geta þess að búpeningur bóndans er ekki afskrif- aður. Það eru því margir sem telja að ekki sé rétt að heimUa afskriftir á kvótaverðmæti heldur beri að líta á það sem varanlega eign. Annað sem vekur eftirtekt er að útgerðarmönnum ber að eignfæra þann kvóta, sem þeir kaupa, en ekki þann kvóta sem þeir eiga fyrir. Halda má áfram með dæmið hér að ofan og gera ráð fyrir að útgerðar- maðurinn, sem keypti skipið, eigi sams konar skip fyrir. Þegar hann hefur úrelt skipið, sem hann keypti, þarf hann að flytja kvótaverðmæti þess yfir á skipið sem hann átti fyr- ir. Skráð verð þess er 35 milljónir og við það bætast 45 milljónir vegna kvótaverðmætis skipsins sem urelt var. Skráð heUdarverðmæti skips og kvóta er því 80 mUljónir. En, eins og áður sagði, þá eru þessar 45 mUljónir í raun verð á 500 tonna kvóta skips- ins sem var úrelt. Ef skipið, sem eft- ir er, hefur einnig haft 500 tonna kvóta þá er raunvirði aUs kvótans um 90 mUljónir. Hins vegar þarf út- gerðarmaðurinn ekki að eignfæra aUan þennan kvóta heldur einungis þann sem hann keypti. Samkvæmt þessu mun verða mis- munur á skattalegri meðferð kvóta- eignar eftir því hvort menn fengu henni úthlutað 1983 eða hafa keypt hana síðar. 40 milljarða eign á gráu svæði Ef gert er ráð fyrir að mikU hreyf- ing verði á kvóta skipa á næstu árum mun skráð kvótaeign því vaxa mikið. Miðað við úthlutun sjávarútvegs- ráðuneytisins á kvóta í ár má gera ráð fyrir aö heildarverðmæti kvóta útgerðarinnar sé nálægt 40 miUjörð- um króna. Þá er miðað viö dæmið hér að ofan sem byggt er á raun- verulegri sölu báts og kvóta en í því kostar hvert tonn af kvóta um 90 þúsund krónur. Á sama hátt er verð- mæti kvóta sameinaðs Granda og Hraðfrystistöðvarinnar um 2,5 mUlj- arðar. Þó að ríkisskattstjóri hafi úrskurð- að í þessu máli er ekki víst að hans túlkun nái fram að ganga. Viðmæl- endur DV bentu margir á að raun- hæfasta lausnin á þessu máh væri sú að stjórnvöld tækju einfaldlega á máhnu og settu kafla inn í skattalög- in um bókhaldslega meðferð á kvóta. Það væri í raun út í hött að framselj- anleg eign upp á um 40 mihjarða væri skihn eftir einhvers staðar á gráu svæði varðandi bókhalds- og skattalega meðferð. O > ^ n ” .. ..- 1« ^ 1 KE > & VEGNA HAGSTÆÐRA INNKAUPA GETUM VIÐ BOÐIÐ UM 40.000,- KR. VERÐLÆKKUN Ravenna ljós eik, 160x200 cm, með náttborðum og dýnum (spring- eða latexdýnur). Verð kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,- Áður kr. 138.555,- stgr. og lánaverð 148.550,- Dæmi um greiðslumáta: 1) Visa/Euro raðgreiðslur í 11 mánuði 2) Útborgun 30.000,-, eftirstöðvar á skuldabréfi ca 10.870,- hvern mánuð. í 8 mánuði, ca kr. 10.615,- hvern mánuð. Einnig er hægt að fá rúmið með vatnsdýnu og bætast þá kr. 30.000,- við verðið. Grensásvegi 3 • sími 681144 U:í’ oðsmenn: Austurland: Hólmar hf., Reyðarfirði. Norður'anu: Vörubær, Akureyri. Vestfirðir: Húsgagnaloftið, ísafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.