Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. Nýjar plötur Midnight Oil - Blue Sky Mining Rokkarar með hlutverk Þeir voru famir aö prédika umhverfisvernd löngu áöur en slík mál komust í tísku meðal poppara. Um langt árabil hafa þeir látiö málefni frumbyggja Ástral- íu til sín taka og verið málsvarar hinna minnimáttar yfirleitt. Þeir eru meðvitaðri í náttúruvemdarmálum en Sting og Bubbi til samans og kunna svo sannarlega að pakka boðskap sínum og áróðri í umbúðir sem eft- ir er tekið. Midnight Oil hefur sent frá sér enn eina plötuna. Þær eru víst orðnar níu talsins plötumar með Midn- ight Oil. Augu og eyru umheimsins tóku hins vegar ekki aö beinast að hljómsveitinni að neinu ráði fyrr en með plötunni Diesel And Dust er út kom árið 1987. Lögin Beds Are Buming og The Wild Heart hittu vel í mark hjá öllum þeim sem unna frísku og vel spiluðu rokki. Ef eitthvað er þá er Blue Sky Mining betri plata en Diesel And Dust. Hún er fyrst og fremst jafnbetri. Öll tíu lögin em fimasterk. Gæðarokk. í sjálfu sér er ekki margt frumlegt við tóniist Midnight Oil. En hljómsveit- in er vel samspiluð. - Sér í lagi er söngur og raddir í fínu lagi. - Plötumar með Midnight Oil (að minnsta kosti tvær þær síðustu) eru ekta hljómsveitarplötur. Ekki hefur verið legið yfir hverjum tóni í hljóðveri heldur em lagasmíðar og útsetningar þannig að auð- veldlega á að vera hægt að endurtaka leikinn á hljóm- leikum. Textarnir á plötum Midnight Oil eru sérkapítuli. Þeir era rammpólitískir. Þar ræður umhverfispólitík- in ríkjum. En áheyrendur þurfa ekki nauðsynlega að vera skoðanabræður fimm- eða sexmenninganna í hijómsveitinni til að njóta tónlistarinnar. Titillagið, Blue Sky Mine, er ekkert verra þótt maður leiði það hjá sér að sungið er um ástralska verkamenn í as- bestvinnu í Wittenoom í Vestur-Ástralíu. Lagið er jafngott gítarrokk hvort sem við veltum vöngum yfir mannvonsku atvinnurekendanna sem höfðu vitað um óholiustu asbestryks ámm og jafnvel áratugum saman áður en þeir lyftu litlafingri til að bæta vinnuskilyrð- in. Og þannig er með öll lög plötunnar Blue Sky Min- ing. Liðsmenn Midnight Oil em rokkarar með hlutverk. Þeir hafa lengi barist fyrir betri heimi. Mörg baráttu- mál þeirra eru einmitt í sviðsljósinu um þessar mund- ir. En fimmmenningarnir munu halda sínu striki burt- séð frá öllum tískubólum. Það hafa þeir margsýnt og sannað. Og haldi þeir áfram að koma sínum boðskap á framfæri með jafnhressu og frísku rokki og á Blue Sky Mining mega þeir mín vegna veröa kaþólskari en páfinn. Textar skipta jú oft miklu máli en þeir eru ekki allt. -ÁT Marianne Faithfull - Blazing Away Lífssagan hrjúfa Þegar Marianne Faithfull hóf upp mjóa raust sína og söng As Tears Go By, Come Stay With Me, This Little Bird og fleiri hátt upp á vinsældalistana um miöjan sjöunda áratuginn lögðu margir saman tvo og tvo. Útkoman varð sú að söngkonan ætti upphefð sína eingöngu að þakka nánu sambandi við Mick nokkurn Jagger, söngvara beatgrúppunnar Rolling Stones. En mjó raust er mikils vísir - á stundum. Aldarfjórð- ungi og mikilli lífsreynslu síðar sendir Marianne Fa- ithfull frá sér hljómleikaplötuna Blazing Away. í leið- inni er platan safn bestu og þekktustu laga söng- konnunnar - jafnvel lífssaga hennar. Svo segir hún að minnsta kosti sjálf í svolitlu tilskrifi sem fylgir plöt- unni. Blazing Away er hljóðrituð á hijómleikum í kirkju heilagrar Önnu í Brooklyn í New York. - Þó var titillag- ið unnið í stúdíói. - Öflugir hljóðfæraleikarar leika með söngkonunni. Dougie Bowne trommar, Garth gamli Hudson leikur á nikku og hljómborð, Dr. John á píanó og einnig gítar í einu lagi, Barry Reynolds er á sínum stað við gítarinn, Marc Ribot leikur einnig á gítar, Femando Saunders á bassa og Lew Soloff á trompet og hom. Ég verð að játa að ég þekki ekki alla þessa músí- kanta frá fornu fari. Miðað við útkomuna virðist þarna ekki um neina aukvisa að ræða. Enginn er í stjörnu- leik heldur er heildin góð. Stjarna plötunnar er vitaskuld frú Faithfull sjálf. Fyrsta lagið er Les Prisons Du Roy sem Edith Piaff söng hér á árum áður. Vel vahð. Og ósjálfrátt rifjast upp fyrir manni skrautlegt líf söngkvennanna tveggja er dimm og hrjúf rödd Faithfull hljómar. Síðan koma lögin hvert af öðru. Sum betur þekkt með öðrum en söngkonunni. Önnur hafa komið á plötum hennar á liðnum árum og þau skara fram úr. Þetta eru lögin Broken Enghsh, Times Square og Ballad Of Lucy Jord- an sem Shel Silverstein samdi fyrir Dr. Hook um árið. Marianne Faithfull er engum söngkonum lík. Fáar hafa hrjúfari rödd en hún. Eiginlega á hún heima í flokki með Leonard Cohen sem ræður ekki lengur við nema fáein útvalin lög en skilar þeim líka með mik- illi prýði. Það er líka prýðilega gaman aö hlusta á hljómleikaplötu Marianne Faithfull. Lífssögu söng- konunnar sem hún túlkar á röskri klukkustundu í kirkju heilagrar Önnu. Fréttir Á söluskrifstofunni í París. Pétur Einarsson sölustjóri og Lúðvik B. Jónsson framkvæmdastjóri. DV-mynd RóG Sölumiöstöðin í París: Sala á haf beitarlaxi gengur mjög vel „Salan hefur fariö feikivel af stað og er að finna á öllum undirtektum að þetta er rétt byijunin,“ sagi Lúð- vík B. Jónsson, framkvæmdastjóri söluskrifstofu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í París, í samtali við DV. í sumar var farið út í heljarmikið markaðsátak á íslenskum hafbeitar- laxi, eina mestu auglýsingaherferð sem gerð hefur veriö á ferskri ís- lenskri vöru á erlendri gmnd. Þar sem verð á eldislaxi hefur farið mjög lækkandi var farið út í þetta átak og voru miklar vonir bundnar við að fá hærra verð fyrir hafbeitarlax sökum þess að um villtan lax er að ræða. Salan á hafbeitarlaxinum er svo ný- hafin. „Við höfum fengið það verð sem við væntum fyrir hafbeitarlaxinn og erum vissulega mjög ánægðir með það. Á síðustu tveimur vikum höfum við selt um 40 tonn af hafbeitarlaxin- um og fer salan stigvaxandi. Við gerðum okkur í upphafi vonir um að selja 2-300 tonn en t.d. bara í gær seldust 10 tonn,“ segir Lúðvík. „Undirtektimar eru mjög ánægju- legar. Það virðast allir sammála um að hér sé um að ræða besta lax sem hægt er að fá. Fagfólk er sífellt að hafa samband við okkur og vill upp- lýsingar. Á næstunni er von á um- fjöllun um íslenska hafbeitarlaxinn í ýmsum blöðum og tímaritum sem sérhæfa sig í matarlist og ýmsu því tengdu.“ Liður í þessu mikla auglýsingaá- taki var að bjóða fiskheildsölum í París til íslands að heimsækja haf- beitarlaxstöðvamar Vogaiax og Silf- urlax. Sú ferð tókst mjög vel og að sögn Lúðvíks voru franskir fisk- heildsalar yfir sig hrifnir af öllum aðstæðum hér og hvernig að ræktun- inni er staðið. Söluskrifstofa Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í París sér um fisksölu til Belgíu og Spánar auk Frakklands. - RóG Andlát Kristín María Kristinsdóttir, fyrrver- andi bankafuUtrúi, Hringbraut 112, lést í hjúkrunarheimilinu Skjóli mið- vikudaginn 18. júli. Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, Bakkagerði 2, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 19. júlí. Margrét Steingrímsdóttir, Hring- braut 90, Reykjavik, andaðist 18. júlí. Alfred Georg Alfredsson fram- kvæmdastjóri, Vesturgötu 71, Reykjavík, lést miðvikudaginn 18. júlí. Jarðarfarir Jón Sigurjónsson frá Bláfeldi lést 14. júlí. Hann fæddist þann 20. ágúst 1899 á Bláfeldi, sonur hjónanna Sigurjóns Guðmundssonar og Sveinsínu Sveinsdóttur. Hann giftist Helgu Káradóttur en hún lést árið 1981. Þau hjónin eignuðust átta böm. Útfor Jóns verður gerð frá Áskirkju í dag Skúli Sveinsson er látinn. Hann fæddist í Syðra-Langholti í Hruna- mannahreppi í Árnessýslu 28. nóv- ember 1905. Hann var sonur Ágústu Jónsdóttur og Sveins M. Hjartarson- ar. Skúli starfaði lengst af í lögregl- unni í Reykjavík. Hann kvæntist Sig- ríði Ingibergsdóttur en hún lést fyrir rúmum tveimur árum. Þau hjónin eignuðust þrjú böm. Útför Skúla verður gerð frá Háteigskirkju í dag kl. 15. Halla Dagbjartsdóttir, Heiðargerði 70, lést 16. júlí í Landakotsspítala. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju mánudaginn 23. júlí kl. 15. Þormóður Dagsson er látinn. Útfor hans verður gerð frá Fossvogskap- ellu þriðjudaginn 24. júlí kl. 13.30. Oddur Ingólfur Einarsson málara- meistari, Vallholti 28, Selfossi, lést 17. júlí. Útfor hans fer fram frá Sel- fosskirkju laugardaginn 21. júlí kl. 11.' Sigurður Guðjónsson, Urriðaá, sem lést 16. júlí, verður jarðsunginn frá Borgameskirkju laugardaginn 21. júlí kl. 14. Ásgeir E. Jóhannesson, Seljanesvegi 18, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 21. júlí kl. 14. Málfreð Friðrik Friðriksson skó- smíðameistari, Ægisstíg 2, Sauðár- króki, verður jarðsunginn frá Hóla- dómkirkju laugardaginn 21. júlí kl. 14. Jarðsett verður í Sauðárkróks- kirkjugarði. Tapað-fundið Flugustöng tapaðist Ný flugustöng meö hjóli tapaðist í Anda- kilsá í Borgarfirði. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 43350. Skjalataska tapaðist Svört skjalataska úr harðplasti með pappírum og kvittunum í tapaðist fyrir ca fimm dögum. Finnandi vinsamlegst hringi i síma 51794 eftir kl. 22 á kvöldin. Fundarlaunum heitið fyrir töskuna. Fjölmiðlar Af guðum og konum Ástir griskra guða hafa löngum heillað bæði lærða menn og leika. Þaö er með ólíkindum hversu við- buróaríkar og flóknar sögurnar eru og grunar mig að margan manninn hafi gegnum tíðina langaö að njóta kvenhylli þeirrar er Seifur naut. í þætti Ingunnar Ásdísardóttur um ævintýr grískra guða í gær- kvöldi var áherslan lögö á ástarmál himnaguðsins Seifs. Þeir ástarfúnd- ir, sem hann átti með „veikara" kyninu, enduðu hins vegar ekki ávallt á ameríska vísu. Hefnd Hem, konu hans, var aidrei langt undan og fengu veiklyndar, fagrar konur aldeilis að finna fyrir því. Ástmeyjar guðsins lentu því í hinum mestu hremmingum eftir viðskipti sín við hinn vínsæla guð. Saga, sem sögð var af Kalisto, er dæmigerð. Eftir að hafa lagst með Seifi var henni hent út af heimili sínu en hún var í hirð Artemisar, veiði- og verndargyðjunnar. Var hún rekin burt eftir viðkynni sín við guöínn þar sem einungis máttu vera hreinar meyjar í hirð hennar. Kalisto hrökklaðist því burt og ól son sinn Arkas nokkra seinna. Ekki þótti Hera brottrekstur hennar að heiman nægjanleg refsing fyrir hina saklausu mey og bætti gráu ofan á svart með því að breyta henni í bjamdýr sem þó var með mannlegt hjarta og sál. Hún reikaöi um í 15 ár en þá bjargaði Seifur henni und- an spjóti sonar þeirra, sem var á veiðum og kannaðist ekkí við móður sína, og lyfti henni upp á hírainfest- inguna þar sera nú sést stóri bjöm. Eftir þetta tók ég aðra stefnu og horföiá „óvenjulega spennumynd", eins og sagði í dagskrárkynningu á Stöð 2. Flókin saga og fjallaði auk hryllingsins og spennunnar um bar- áttu tveggja systra um hylli manns. Það er ekki að leikslokum að spyrja. Eftir að hafa s vikið hvor aðra end- aði sagan manninum í hag. Eftir þetta fór ég að hugsa hvort það væri rétt að konur væru konum verstar? Telma L. Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.