Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990.
15
Umsvif flármálafyrirtækja:
Vísbending um verðbólgu
í tímaritinu Vísbendingu er fjall-
aö um væntanlega verðbólgu í
landinu á komandi mánuðum og
árum. Þessi spá er vonandi sett
fram til vamaðar en sé svo sakna
ég sárlega vamaðarorðanna og
hugleiðinga um leiðir til þess að
komast hjá þessari óáran.
Skyldi geta átt sér stað að í spá
þessari væri nokkuð stór broddur
af óskhyggju? Er hugsanlegt að það
sé verið að fara af stað með mark-
vissan áróður til þess að hleypa
verðbólgunni af stað aftur? - Ég er
ekki í vafa um að þessi framsetning
er blönduð von um vaxandi verð-
bólgu.
Að láta enda ná saman
Fram til þessa hefur þetta hugtak
einkum verið tengt hinum vinn-
andi manni í þjóðfélaginu. Það er
hins vegar orðið ljóst nú, þegar
verðbólgan lækkar, að ákveðnir
þættir þjóðlífsins höfðu verulegar
tekjur af ástandinu og sjá þeir ekki
fram á að endar nái saman hjá þeim
ef þeim tekst ekki að koma verð-
bólgunni af stað aftur.
Þama á ég einkum við fjármála-
heiminn hjá okkur, hvort sem um
er að raeða bankastofnanir eða
„súpermarkaði" með yörboðum á
ávöxtun fjármagns. Það liggur ljóst
fyrir að fjárfestingar og rekstur
þessara aðila verður ekki rekinn
hallalaust af vaxtamuninum einum.
Ég þykist sjá af ýmsum skrifum
KjaUarinn
Guðbjörn Jónsson
framkvæmdastjóri G-samtakanna
sem fram hafa verið að koma að
undanförnu að ýmsir „lykilmenn“
í fjármálaheiminum okkar séu mér
sammála þótt þeir reyni að færa
rök fyrir hinu gagnstæða fram á
síðustu stund vegna stólanna sem
þeir sitja í.
Þar sem áhættan er mest
Þar verður einnig tapið stærst.
Nú um nokkurra ára skeið hafa
verið rekin hér á landi svonefnd
fjárfestingafélög, fjármögnunarfé-
lög og ávöxtunarsjóðir ýmsir.
Vegna þess hve lánakjör hjá þess-
um sjóðum hafa verið óhagstæðari
en hjá hinu almenna bankakerfi
hafa menn einkum leitað þangað
þegar fjármagn hefur ekki fengist
með öðrum hætti.
Það er sammerkt flestum þeim
sem leitað hafa á þessi mið fjár-
muna að þeim hefur ekki verið
kynnt hversu mikil greiðslubyrðin
er í raun af þessu fjármagni. Flest-
ir standa frammi fyrir þessari stað-
reynd eftir að hafa fengið ættingja
eða vini til að ábyrgjast þessi lána-
mál sín í þeirri trú að geta greitt
þessar skuldir sjálfir.
Staðreyndir hrúgast hins vegar
upp um sorglega stöðu í mörgum
svona málum. Greiðslubyrði hefur
vaxið margfalt hraðar en launin
hafa aukist. Fyrst var málið leyst
með því að bæta við sig vinnu en
í samdrætti í þjóðfélaginu er það
ekki hægt. Aðrir hafa stritað í
nokkur ár, vinnandi meirihluta
sólarhringsins, búnir að tapa sam-
bandi við vini, ættingja, fiölskyldu
og börn og finna engan sökudólg
annan en kerfiö.
Endirinn á þessum sorgarleik er
því miður oft gjaldþrot, ekki bara
lántaka heldur jafnvel fiölmargra
ættingja og vina að auki.
Að tapa fjármagni
Það geta þeir einir leyft sér sem
græða mikið á því fé sem þeir lána
öðrum. Þegar við lítum nokkur ár
til baka sjáum við að tapað fé vegna
gjaldþrota fyrirtækja og einstakl-
inga eru svimandi upphæðir. Þó er
ekki mikið um að fiármálafyrir-
tæki eða lánastofnanir verði gjald-
þrota. - Hvers vegna geta þessar
stofnanir staðið af sér svona mikið
tap?
Að vísu fór Útvegsbankinn á
hausinn vegna viðskipta við fyrir-
tæki sem að mati dómstóla var rek-
ið á nokkurn veginn eðlilegan
máta. Nú kreppir hins vegar að hjá
öllum þessum aðilum. Talnaleikur
um höfuðstólshækkun, sem hægt
var að reikna af vexti og verð-
bætur, er í hættu.
Hugsanlega verður lánskjara-
visitalan felld niður og þessar
stofnanir verða að fara að lifa af
opinberum vaxtamismun inn- og
útlána. Það geta þær ekki, eins og
að framan greinir, og róa því, bak
viö tjöldin, lífróður að aukinni
verðbólgu til verndar rekstri sín-
um.
Þegar við horfum fram á nýja
tíma með meiri stöðugleika í efna-
hagsmálum er nauðsyn fyrir fiár-
magnseigendur að gæta að trygg-
ingum þeirra aðila er geyma fiár-
magn þeirra.
Eins og staðið hefur verið að út-
lánum hér á landi er takmörkuð
trygging í ábyrgðum á útlánum.
Lánastofnanir hafa sýnt frekar lít-
inn skilning á leiðum til þess að
tryggja endurgreiðslu fiármagns-
ins en lagt þeim mun meiri áherslu
á að fá lögmönnum málið í hendur
sem alltof oft endar með gjaldþroti
fiölda manna.
Trygging fiármagnseigenda hlýt-
ur því fyrst og fremst að felast í
raunverulegri eignastöðu fiár-
geymsluaðilans að frádregnum
talnaleik vegna lánskjaravísitölu
en ekki ábyrgðum fiárgeymsluað-
ila á útlánuðu fé. - Hin raunveru-
lega verðmætaaukning í þjóðfélag-
inu er svo óralangt frá þeim tölum
er lánskjaravísitalan reiknar. Það
vita allir fiármálamenn þjóðfélags-
ins og hafa vitað frá upphafi.
Guðbjörn Jónsson
„Hin raunverulega verðmætaaukning
í þjóðfélaginu er svo óralangt frá þeim
tölum er lánskjaravísitalan reiknar.
Það vita allir Qármálamenn þjóðfélags-
ins..
Blefkenar nútímans
ófrægja ísland
„ „Við komumst allar vegleysur á bilunum okkar,“ segja þeir, „enda
erum við vel útbúnir ...“ “ segir meðal annars í greininni.
Það hefur færst í vöxt að erlend-
ir aðilar skipuleggi ferðir til íslands
og sniðgangi sem mest þá þjónustu
sem við íslendingar erum að reyna
að byggja upp víðs vegar um landið.
Þetta rýrir að sjálfsögðu þær tekj-
ur sem við gætum haft af ferða-
þjónustu á sama tíma og fólk úti
um allt land er að reyna að byggja
upp sem fiölbreytilegasta þjónustu.
- Er nú svo langt komið að framá-
menn íslenskra ferðamála hafa
varpað fram þeirri spumingu
hvort íslensk ferðaþjónusta sé ef til
vill að færast í hendur útlendinga.
Þeir sem skipuleggja
Þeir sem skipuleggja og selja ís-
landsferðir nota vetrarmánuðina
til að halda kynningar- og sölu-
fundi. Ferðamáilaráð íslands og ís-
lenskar ferðaskrifstofur taka þátt í
ferðamörkuðum erlendis og reyna
að koma á framfæri því sem við
íslendingar höfum að bjóða, þ.e.
„íslenska framleiðslu“.
Á sama tíma halda útlendingarn-
ir sín kynningarkvöld og hafa ís-
lendingar staddir erlendis stund-
um farið til að forvitnast um hvern-
ig þeir kynna land okkar. Segja
þeir að þar megi oft heyra ófagrar
lýsingar á landi og þjóð.
Látum vera þótt rangt sé farið
með ýmis örnefni og Dettifoss
kynntur sem Goðafoss eða Snæ-
fellsjökull sem Eyjafiallajökull.
Öllu verra er þegar ísland er kynnt
sem eitt frumstæðasta ferða-
mannaland í heimi þar sem hægt
sé að aka eftirlitslaust um allar
trissur. „Við komumst allar veg-
leysirn á bílunum okkar,“ segja
þeir, s.enda erum við vel útbúnir.
Við þekkjum miklu fleiri staði en
KjaUariim
Birna G. Bjarnleifsdóttir
forstöðumaður
Leiðsögumannaskólans
íslendingamir. Það verða ekki veg-
leysurnar sem munu hindra för
okkar. Við gætum hins vegar lent
í vandræðum með náttúruverndar-
fólkið.“
„íslandskvöldin“
Á einu kynningarkvöldinu var
lögð áhersla á nauðsyn þess að
hafa með sér eigin mat og var
ástæðan tilgreind sú að í íslensku
kaupfélögunum fengist ekki ætur
matarbiti, aðeins þurrkaður fiskur
og sviðnir kindahausar sem væri
aðalfæða landsmanna. Auk þess
væri matur ekki kaupandi á íslandi
vegna þess hversu dýr hann væri.
Á öðru íslandskvöldi var lögð
mikil áhersla á að vissara væri að
vera með eigin rútu því að ferðir
með íslenskum rútum enduðu oftar
en ekki utan vegar... og um leið
var sýnd htskyggna af íslenskri
rútu þar sem hún lá á hliðinni utan
vegar.
Stjórnandi umrædds kynningar-
fundar sagði um íslendinga að þeir
væru mjög drykkfelldir, enda væri
ekkert annað fyrir þá að gera á
dimmum vetrarkvöldum en
drekka sig fulla.
Hann bætti við að hér væri svo
mikið frost á veturna að við jarðar-
farir væri ekki hægt að grafa líkin
heldur væru þau lögð á frosna jörð-
ina og hrúgað yfir þau mold og
gijóti. Þess vegna væru svo mörg
leiði upphækkuð í íslenskum
kirkjugörðum.
Sem dæmi um áhrif vetrarmyrk-
ursins á íslendinga nefndi stjóm-
andinn að Grímseyingar, íbúar
nyrstu eyjar landsins, gengju alltaf
gráklæddir en það skipti engu máh
því að þeir væru hvort eð er alhr
litbhndir vegna myrkursins. - Og
svo var hlegið.
Hve lengi ætlum við...?
Á 17. öld skrifaði Ditmar nokkur
Blefken bók um ísland þar sem
hann sagði frá ruddalegum borð-
siðum íslendinga, að íslendingar
væru lúsugir og notuðu hland til
að þvo sér. Hermdi hann ýmislegt
eftir Gories Peerse sem á 16. öld
skrifaði um íslendinga að þeir
væru saurlífir og ætu af sér lýsnar.
Sagði hann að tíu eða fleiri svæfu
saman í hrúgu, karlar og konur,
og hefðu ahir eitt næturgagn sem
menn notuðu svo á morgnana til
að þvo höfuð og munn. Svo rammt
kvað að ýmsum óhróðri um ísland
í ferðabókum á þessum tíma að
Arngrímur lærði fann hjá sér hvöt
til að skrifa varnarrit á latínu um
ísland.
Hve lengi eigum við að láta þessa
nútíma blefkena gera gys að okk-
ur? Hve lengi eigum við að sitja
undir óhróðri þeirra um okkur?
Tekið skal fram að ekki eru allir
útlendingar seldir undir sömu sök.
Sumir þekkja mjög vel til hér og
unna landi og þjóð heilum huga og
virða lög og reglur.
En upp á hveiju ætli „blefken-
arnir“ finni næst til að krassa frá-
sagnir sínar um okkur meðan þeir
aka um landið í rútunum sínum
og leika leiðsögumenn? Hvernig
getum við stuðlað að því að þeir
erlendu gestir, sem sækja okkur
heim, fái rétta og óbrenglaða mynd
af landinu okkar og þeim sem hér
búa? Að við séum ekld gerð hlægi-
leg í augum gestanna sem sitja í
rútunum eða jeppunum og eru að
skoða landið og okkur sjálf?
Að gestimir fari héðan með ein-
hvern annan fróðleik um okkur í
vegamesti en þann að við trúum á
huldufólk og drauga? Hvenær ætl-
um við að þora að stýra ferðamál-
unum af röggsemi og raunsæi?
Birna G. Bjarnleifsdóttir
,, Stj órnandi umrædds kynningarfund-
ar sagði um íslendinga að þeir væru
mjög drykkfelldir, enda væri ekkert
annað fyrir þá að gera á dimmum vetr-
arkvöldum en drekka sig fulla.“