Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990. 35 Byggðastefna: Samskipti ríkis og sveitarfélaga Byggðahreyfingin Útvörður (samtök um jafnrétti milli lands- hluta) hefur um árabil haldið fram þeirri hugmyndafræði að eina raunhæfa lausnin til að skapa jafn- vægi í þróun byggðar og búsetu á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar sé að færa aukið og víðtækt vald út tíl landsbyggðarinnar. Hér er verið að ræöa um raun- verulegt vald, þ.e.a.s. vald yfir fjár- munum og þar með vald til ákvarð- anatöku. Hvað þetta varðar er ákveðið grundvallaratriði að valdi og umsýslan fjármuna fylgja störf svo og ábyrgð. Þetta er einnig mik- ilvægt atriði hvaö varðar atvinnu- möguleika fyrir það fólk sem nú finnur ekki störf við sitt hæfi í heimahéraði að loknu námi. Víð- tækari atvinnumöguleikar yrðu fyrir hendi úti á landi með breyttu stjómskipulagi og breyttri valda- skipan. Breytt stjómskipulag myndi því einnig hafa í for með sér atgervis- straum til landsbyggðarinnar eða andhverfu þess atgervisflótta sem tahð er að nú eigi sér víða stað. Með tilfærslu valds og ákvarðana- töku frá Reykjavík út á land myndi ákvarðanataka í þeim málaflokk- um, sem um yrði fjallað af nýju stjómskipulagi, verða ábyrgari og fjármunir nýtast betur af þeim sök- um. Settar hafa verið fram af Útverði hugmyndir um þriðja stjómsýslu- stigið sem hugsanlega leið að þessu takmarki. Framkvæmd þess yrði í KjaUarinn Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda grófum dráttum á þann veg að kos- ið yröi póhtískt heima í héraði tíl héraðsþinga (4-5 ahs) sem hefðu yfir fjármunum að ráða er t.d. varða hehbrigðismál, menntamál og samgöngumál. Á nýhðnum aðalfundi Útvarðar, er haldinn var í Vogum á Vatns- leysuströnd, var t.d. fuhyrt af þraut- reyndum mönnum úr sveitarstjóm- armálum að ef almenn hagstjóm yrði í viðimanlegu jafnvægi, þannig að sjávarútvegurinn hefði almennt möguleika th að hagnast, og dregið yrði úr miðstýringarbákninu í Reykjavík þá þyrfti landsbyggðin sem hehd ekki annarra meðala við, hún væri sjálfbjarga. Enda þótt byggðaþróun á íslandi sé eitt af alvarlegri vandamálum sem viö er að etja á hðandi tímum og stefni í óefni ef svo heldur áfram sem horfir þá hefur furðu htið ver- iö gert að því að rannsaka þaxm þróunarferil, orsök og afleiðingu, á fræðhegan hátt, a.m.k. svo að ég viti. Byggðastofnun hefur þó lagt fram athyghsverðar skýrslur um ýmis atriði þessu tengd og hvert stefnir að óbreyttu. Samskipti í mótun byggða- stefnu Það var því ánægjuleg thbreyting frá þessu thbreytingarleysi er mér barst nýlega i hendur fjölrituð bók sem fjallar um samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi mótun byggðastefnu. Bók þessi er lokarit- gerð Pálma Finnbogasonar th loka- prófs í stjómmálafræði við Háskóla Islands. í ritgerðinni fæst hann við við- fangsefnið út frá tveimur sjónar- homum. Annars vegar hvort og hvernig stjómvöld móti stefnu th lausnar vandamálum í byggðum landsins, svo og hvemig sambandi stjórnvalda við sveitarfélög og samtök þeirra er háttað. Hann sýn- ir fram á aö samskipti ríkis og sveitarfélaga mótast af því að bmgöist er við vandamálum í byggðum landsins eftir því sem þau koma upp og hins vegar að tengsl stjómvalda við aðra aðha einkenn- ast af því að ríkisvaldið ræður mestu um hvaða stefnu er fylgt og hvaða ákvaröanir em teknar í málefnum sem varða landsbyggð- ina og afkomu hennar en takmark- að tilht er tekið th afstöðu sveitar- félaga og samtaka þeirra. Athyghsverð er sú niðurstaða höfundar aö helsta einkenni ís- lenska stjómkerfisins sé sterkt miðstjórnarvald sem miölar út th þiggjanda ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar. Jafnframt hefur ríkisvaldið með löggjöf og reglu- gerðum í raun gert sveitarstjórnir að hlutlausum milhlið sem fram- kvæmir ákvarðanir þess. Aðgerða er þörf og breyttra vinnubragða Það ætti að vera öhum ljóst, sem á annað borð velta þessum málum fyrir sér, að nauðsynlegt er að stöðva og snúa við þeirri öfugþróun sem átt hefur sér stað í þróun bú- setu á íslandi á síðastliðnum ára- tug. Það er að mörgu leyti tákn- rænt að rannsóknir og heimhda- söfnun um þessi mál eru afskap- lega takmörkaðar hérlendis. Því var fyrmefnd ritgerð ánægju- leg thbreyting. Útvörður hefur unniö að upplýs- ingaöflun um ástand og skipan þessara mála annars staðar á Norð- urlöndum og munu niöurstöður þeirrar vinnu koma út í bókarformi innan skamms. Það er ljóst að byggðaþróun hérlendis hefur á margan hátt verið frábmgðin þró- un þessara mála annars staðar á Norðurlöndum sem má t.d. marka af hlutfalh höfuðborga af hehd- aríbúafjölda landanna. Með thkomu þessarar bókar verða fyrirhggjandi á aögenghegan hátt upplýsingar mn stjórnskipan nærhggjandi landa og má af því draga nokkurn lærdóm um hvaða valkostir standa th boða í þessum efnum. Grundvaharatriöi er í þessu sam- bandi að við þeim vandamálum, sem landsbyggðina hrjá, verður ekki bragðist að gagni með slökkvi- starfi, þ.e. að leysa úr vandamálum sem þegar em komin upp, heldur með fyrirbyggjandi aðgerðum sem meðal annars krefjast grundvahar- uppskurðar á stjómkerfmu. Gunnlaugur Júhusson „Breytt stjórnskipulag myndi einnig hafa í för með sér atgervisstraum til landsbyggðarinnar eða andhverfu þess atgervisflótta sem talið er að nú eigi sér víða stað.“ Fjármálamennirnir og Stöð 2 Alltaf er eitthvað að gerast sem við, almúginn, getum dregið af lær- dóm og haft gaman af. Fyrir nokkm keyptu nokkrir lands- þekktir athafna- og fjármálamenn Stöð 2. Að kaupunum gerðum lýstu þeir því með mörgum fögrum orð- um hvað þetta væm skynsamleg, arðbær og síðast en ekki síst hag- stæð kaup, einkum og sér í lagi fyrir okkur neytendur. í fyrstu virtust allir una nokkuð sáttir við sitt. Fyrri eigendum var sparkað og látiö að því hggja að þeir hefðu hvort sem er verið ahs ófærir um að reka fyrirtæki og sem fyrst yrði að fá einhverja sem dygðu th þeirra hluta. Fyrirtækið skyldi reist úr rústum og tekið th við að reka það af hagkvæmni og myndarskap enda fyrir hendi bæði rekstrarþekking, peningar, stór- Kjallariim Guðmundur Agnar x Axelsson framhaldsskólakennari „Raunar er þaö sjálfsagt líka stór- merkilegt ef rétt er að seljendurnir hafi ekki heldur haft hugmynd um að þeir skulduðu svona mikið.“ hugur og nánast aht annað sem th þarf. En svo kom reiðarslagið, í formi ársuppgjörs. í því kemur fram að tap er á rekstrinum, skuldir meiri en menn héldu og næstum allt í fári. Seljendumir höfðu gefið rang- ar upplýsingar, kaupendurnir mis- skihð þær eða hver veit hvað. Fyrir okkur, venjulegt fólk, er það með meiriháttar ólíkindum að menn, sem selja öðrum fýrirtæki, skuh geta haldið því leyndu fyrir kaupendunum í ár eða meira að skuldimar, sem þeir yfirtóku, séu miklu meiri en þeir héldu að þær væm. Sjálfsagt væri þetta vel skilj- anlegt ef um væri að ræða ein- hveija tugi eða jafnvel hundruð þúsunda. En hundrað og sjötíu mhljónir! Þetta hljómar eins og Munchausen saga. Fátt er svo með öllu illt... Áreiðanlega er þetta holl lexía fyrir aha þá sem reka fyrirtæki. Þetta hlýtur að færa mönnum rækhega heim sanninn um hversu heimskuleg og óþörf ársuppgjör em. Ef þau geta valdið mönnum slíkum búsifjum hlýtur að vera eðhlegt að banna þau einfaldlega. Sjálfsagt væri líka hagstætt að banna bókhald því að bókarinn, tölvumar og hvað þetta nú aht saman heitir er dýrt í rekstri og getur auk þess komið manni á óvart með því að sýna svona rosa- „Skynsamleg, arðbær og siðast en ekki síst hagstæð kaup - einkum og sér í lagi tyrir okkur neytendur." Svo lýsir greinarhöfundur ummælum kaupenda Stöðvar 2. legar skuldasúpur að ófyrirsynju, alveg upp úr þurru. Svo mætti nátt- úrlega afieggja bókfærslukennslu, verslunarskóla, reikningskennslu og fleira. Það hlýtur að vera eftirsóknar- vert þjóðfélag að búa í sem þannig hjálpaði þegnunum th þess að lifa áhyggjulausu „bisnesslífi" og þurfa hvorki að hafa áhyggjur af tapi né gleðjast yfir gróða. Ástand hlutanna Þegar venjulegt fólk kaupir bha, fasteignir og fleira kaupir það hlut- ina í því ástandi sem þeir em við afhendingu, og þá að sjálfsöðgu að undangenginni skoöun. Bágt á ég með að trúa að menn, sem lifa og hrærast í viðskiptum og eiga fjár- muni sem gera þeim kleift að fjár- magna kaup á borð við kaupin á Stöð 2, hafi látið það undir höfuð leggjast að skoða gripinn vel og vandlega áður en kaupin fóm fram. Maður gæti ætlað að einmitt við- skiptavit og þekking sé í það minnsta hjá þeim flestiun gmnd- vöhur velgengni þeirra í viðskipt- um. Hvaða hehvita manni dytti th dæmis í hug að kaupa fasteign með þeirri yfirlýsingu seljanda, að „hk- lega“ væm áhvhandi skuldir svo og svo miklar. Sjálfsagt kæmi varla- nokkrum manni í hug aö ganga frá kaupum fyrr en staðfestar tölur lægju fyrir. Einhver myndi sjálfsagt halda því fram að sá sem gerði svona vit- lausa samninga ætti svosem ekkert betra skihð en að sitja uppi með skelhnn. Raunar er það sjálfsagt líka stórmerkhegt ef rétt er að selj- endumir hafi ekki heldur haft hug- mynd um að þeir skulduðu svona mikið. Ef gangur mála er almennt svona þurfum viö líklega ekkert að furða okkur á því þótt fyrirtæki fari, í hópum, á hausinn, eigendum algerlega að óvörum. Guðmundur Agnar Axelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.