Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Page 15
LAUGARDAGUR 28. JÚLf 1990.
15
Palli var einn í heiminum
Maður á kannski ekki að hlæja
á svona alvörustundum. Nær væri
að gera eins og allir hinir sem axla
ábyrgðina og áhyggjurnar. Stynja
þungan og varpa mæðinni. Við
sjáum ráðherrana ganga áhúðar-
mikla til funda, við sjáum Pál Hall-
dórsson takast sviphrigðalaust á
við ofureflið og við horfum á
hrúnaþunga talsmenn vinnuveit-
enda og verkaiýðs lýsa raunum
sínum. Ég hef satt að segja stund-
um haft áhyggjur af Þórarni hjá
Vinnuveitendasambandinu þegar
hann lýsir arfavitleysunni í kjara-
málunum og verð meira að segja
dauöhræddur við augnsvipinn á
þeim málafylgjumanni þegar hann
sést á skerminum. Svo mikiil er
alvöruþungínn.
Það eru sem sagt flestir að fara á
taugum í orrahríðinni um háskóla-
menntuðu ríkisstarfsmennina og
varla viðeigandi að brosa svo aðrir
sjái.
En maður lifandi. Getur nokkur
maður með heilbrigða skynsemi
eða snefil af kímnigáfu komist hjá
því að sjá broslegu hliðamar á því
ástandi sem skapast hefur með úr-
skurði Félagsdóms um samning
BHMR og ríkisvaldsins? Sjá menn
ekki kómíkina í aðdragandanum,
málatilhúnaðinum, öfugmælunum
og viðbrögðunum? Aðalpersónurn-
ar í þessum farsa eru einkum tvær.
Annars vegar er þaö fjármálaráð-
herrann, Ólafur Ragnar Grímsson,
og svo hins vegar Páll Halldórsson,
formaður háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna. Báðir ætlast til aö
þeir séu teknir alvarlega. Báðir eru
þeir menntaðir menn og sjáifsagt
sæmilega gefnir, ef það telst til
gáfna að koma fyrir sig orði.
Tímasprengjan
Á hðnum vetri efndi BHMR til
langvinns verkfaUs. í sex vikur
stóðu háskólamenn verkfallsvörð.
Kröfumar voru lengst af í þeim
himinhæðum að láglaunastéttim-
ar dreymdi ekki einu sinni um að
setja slíkt á blað. Á endanum fór
ríkisstjómin á taugum og skrifaði
undir Kjarasamning sem nú er orð-
inn frægur af endemum. Hér verð-
ur ekki farið ofan í saumana á þeim
samningi en ákvæðið, sem deilan
hefur snúist um, var á þá leið að
háskólamenn skyldu fá 4,5%
hækkun 1. júh síðasthðinn, um-
fram það sem aðrir launamenn
höfðu samið um. Jafnframt skyldu
þeir sjálfkrafa fá sömu hækkun
aftur ef og þegar laun á hinum al-
menna vinnumark.aði hækkuðu tíi
jafns við hækkunina.
Af þessu thefni lét Ólafur Ragnar
þau orð faha að hér væri um tíma-
mótasamning að ræða og hældist
um. Hann sagði aö þessi samningúr
byggði hrú mhh samningsaðha og
skapaöi jákvætt trúnaðarsamband
á mhli ríkisvaidsins og háskóla-
manna.
Eitthvað var formaður Vinnu-
veitendasambandsins að malda í
móinn og tala um tímasprengju.
Það var þá sem Ólafur Ragnar
sagði: „Það er ljóst að Einar Oddur
Kristjánsson hefur ekki lesið vel
yfir kjarasamning Bandalags há-
skólamanna hjá ríkinu þegar hann
kahaði hann tímasprengju sem
þyrfti að aftengja. Það hefur engin
tímasprengja verið tengd.“
Nokkrum vikum og mánuðum
síðar var þjóðarsáttin margfræga
undirrituð. Þar var farið hóhega í
sakirnar og gengið út frá því að
launaþróun annarra yrði sú sama
og um var samið í þjóðarsáttinni.
Að öðrum kosti áttu launamenn
rétt á samsvarandi hækkun.
Þessari þjóðarsátt fagnaði fjár-
málaráðherra eins og aðrir og aftur
var kynntur tímamótasamningur.
Ballið byrjar
En svo leið að þeim tímamótum
að efna þurfti samningana. Fyrsti
júh nálgaðist og þá rann það aht í
einu upp fyrir ríkisstjórninni og
fjármálaráðherra að útilokað væri
að standa við launahækkunina
sem háskólamenn áttu að fá í upp-
hafi þessa mánaðar. Henni var
kippt th baka. Þeirri einhliða
ákvörðun ríkisins mótmælti Páh
Halldórsson og háskólamenn og á
endanum var máhnu skotið th Fé-
lagsdóms sem kvað upp þann dóm
að launin skyldu greidd. Það var
þá sem ballið byijaði. Það var þá
sem vopnin snerust skyndhega í
höndum bardagamannanna. Það
var þá sem tímamótin breyttust í
ragnarök.
Ölafur Ragnar var fljótur að
finna sökudólginn. Félagsdómur
bjó 1 glerhúsi, „í efnahagslegu
tómarúmi“, sagði ráðherrann. Fé-
lagsdómur var að hrinda af stað
„vítisvél óðaverðbólgu". Það voru
sem sagt ekki mennirnir, sem
gengu frá samningunum, sem báru
á honum ábyrgð. Það var dómstóh-
inn sem bar sökina. Það voru dóm-
aramir sem kölluðu yfir þjóðina
nýja óðaverðbólgu. Þetta sagði ráð-
herrann sem hafði skrifað undir
samningana um sjálfvirku hækk-
unina. Fiármálaráðherra hafði
sjálfur tekiö þá póhtísku ákvörðun
að háskólamenntaðir ríkisstarfs-
menn ættu að fá 4,5% launahækk-
un umfram aðra og hafði svo skrif-
að undir þjóðarsáttina um að þorri
launafólks ætti rétt á samsvarandi
launahækkun og aðrir fengju.
Hann hafði sjálfur samið, viður-
kennt og skrifað upp á sjálfvirkn-
ina sem nú var allt í einu Félags-
dómi að kenna!
Jaröarmen
ráöherrans
Þegar hér var komið sögu varð
ríkisstjórnin að grípa th aðgerða til
að koma í veg fyrir aö hún gæti
Laugardags-
pistQI
Ellert B. Schram
staðið við sína eigin samninga.
Þjóðarsáttin hrundi til grunna við
það eitt að Félagsdómur hafði
kveðið upp dóm um þaö að ríkis-
stjórninni bæri aö standa við gerð-
an samning! Líth þúfa hafði velt
þungu hlassi. Eitt litið stéttarfélag
var búið að gera allsherjarsamn-
ingana að engu. Og af öllum mönn-
um þurfti fjármálaráðherra að
ganga undir þaö jarðarmen að
kaha Pál Halldórsson á sinn fund
og spyrja hann hvort háskólamenn
vhdu ekki falla frá geröum samn-
ingi vegna þess aö ríkisstjórnin
gæti ekki staðið við hann. Hafa
menn áður orðið vitni að slíkri
kúvendingu?
Það er svo af Páli Halldórssyni
að segja að hann þakkaði pent fyrir
sig og hafði htið við ráðherrann að
tala. Páll þessi hfir í sínum eigin
heimi. Hann er Palli einn í heimin-
um og hann varðar ekki um þjóðar-
sátt eða efnahagslegt umhverfi og
hann skilur ekki að aðrir þurfi
hækkun þótt hans fólk fái hækkun.
Hinn langskólamenntaði foringi
öreiganna á ríkisstofnunum sér
ekkert samhengi í launum háskóla-
manna og launum hins óbreytta
launamanns þótt fram að þessu
hafi aðalröksemdir þessa sama
Páls verið einmitt þær að háskóla-
menn ættu að njóta sambærilegra
kjara og sambærhega menntað
fólk. Hann varðar heldur ekkert
um samninga annarra, vexti og
verðbólgu og það er eins og há-
skólamenntað ríkisstarfsfólk sé
ekki í neinum tengslum við þjóð-
félagiö, fyrir utan það að heimta
sömu laun fyrir sömu menntun.
Svo er verið að halda þvi fram
að menntun sé máttur og upplýst
þjóð sé lykillinn að skynsamlegri
hagstjóm! Langskólafólkið á ríkis-
jötunni hefur komist á spjöld sög-
unnar fyrir það að skorast undan
sameiginlegu þjóðfélagsátaki eins
og hver annar skæmliðahópur.
Úrfelum
Atburðarásin hafði leitt eftirfar-
andi í ljós: Háskólamenntað ríkis-
starfsfólk tekur ekki þátt í þjóðar-
sátt. Ríkisstjórnin treystir sér ekki
th að standa við sína eigin samn-
inga. Félagsdómur er orðinn undir-
rót efnahagsöngþveitis. Dómstól-
arnir skhja ekki pólitík og næstu
kosningar munu sjálfsagt snúast
um að koma böndum á Félagsdóm
th að ráða við verðbólguna.
Þessu til viðbótar er auðvitað
uppi fótur og fit hjá verkalýðs-
hreyfingunni sem telur það stofna
kjömm launafólks í hættu að ein
stétt manna fái meira en aðrir.
Forystumenn Alþýðusambands ís-
lands og Bandalags opinberra
starfsmanna koma úr felum og
segjast ekki höa þær hækkanir sem
háskólamenn eigi rétt á. Þeir viður-
kenna að hafa sett fram þær hótan-
ir við ríkisstjórnina strax í upphafi
þessa máls aö hækkun til BHMR
kostaði hækkanir th annarra.
Verkalýðshreyfingin er með öðr-
um orðum miður sín af reiði og
sorg út í BHMR vegna þess að
launahækkanir á þeim bæ eyöi-
leggja fyrir þeim launaleysið í þjóð-
arsáttinni. Sameiginlega hafa for-
ystumenn verkalýðshreyfingar-
innar og ráðherrarnir, og svo auð-
vitað vinnuveitendur, setið með
sveittan skallann til að fmna leið
út úr þeim ógöngum sem launa-
hækkanirnar hafa í fór með sér.
Öfugmælin sönnust
Það besta eða versta við þetta aht
saman er að það er eins og ráð-
herramir hafi ahs ekki vitað um
þá samninga sem þeir skrifuðu
undir og það er rétt eins og fyrsti
júh hafi fallið af himnum ofan.
Samt er fyrsti júh á almanakinu
og samningamir á vel skiljanlegu
máh fyrir framan þá. Undirritaðir
af þeim sjálfum.
Eftir þjóðarsátt og lygnan sjó í
efnahagsmálum vakna menn upp
við þann vonda draum að Félags-
dómur segir að það standi sem
skrifað stendur! Og aht springur í
loft upp. Þjóðarsáttin, tímamóta-
samningarnir við háskólahðið og
Ólafur Ragnar. Fjármálaráðherr-
ann veit ekki sitt rjúkandi ráð og
hefur Félagsdóm sem blóraböggul.
Ráðherrann og Alþýðubandaiags-
formaðurinn Olafur Ragnar hefur
haft það fyrir sið að skamma
vinnuveitendur fyrir það sem mið-
ur fer. En nú er ekki við vinnuveit-
endur að sakast. Og það er rétt.
Ekki nema þá þann eina vinnuveit-
anda sem snýr að Ólafi sjálfum.
Hann sjálfur. Hann var vinnuveit-
andinn sem samdi við skæruliðana
og Pál, hann var maðurinn sem
skrifaöi upp á sjálfvirku vítisvélina
og það var Ólafur Ragnar sem fjár-
málaráðherra sem þurfti að snúa
sér í hring th að biðja viðsemjendur
sína um að hlífa sér við áð efna
samninginn sem hann hafði skrifað
undir.
Lái mér hver sem vih þótt mér
verði það á að brosa. Nú mundi öll
þjóðin hlæja væri hún ekki dauð.
Ónnur eirís hringavitleysa hefur
sjaldan eða aldrei áður farið fram.
Eða man einhver þann tíma að full-
trúar þeirra flokka, sem kenna sig
við alþýðu í ríkisstjóm, talsmenn
verkalýðshreyfingarinnar og
launafólk almennt hafi orðið skelf-
ingu lostið við að heyra að launa-
hækkanir væra yfirvofandi? Er
það ekki tímanna tákn að menntað-
asta fólkið í ríkisgeiranum klifri
upp á bakið á Sóknarkonunni?
Hefur það áður gerst að ríkisstjóm
þurfi að setja lög th að banna sjálfri
sér að standa við eigin samning?
Hver er að segja að Palli sé einn í
heiminum?
Stundum eru öfugmælin sönnust,
stundum er andhverfan rétta hhð-
in, stundum er brosið besta ráðið
við alvörunni.
EUert B. Schram