Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Page 15
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990.
15
Yrði Mandela heppilegur
leiðtogi Suður-Afríku?
Nelson Mandela fór sigurfór um
Bandaríkin í júnílok. Ég sat fyrir
framan sjónvarpstækið mitt í Palo
Alto í Kaliforníu og fylgdist með
því, er haim ávarpaði Bandaríkja-
þing, ræddi við fréttamenn og hélt
ræður á fundum. Þetta var höfðing-
legur, roskinn maður, sem vissi,
hvað hann vildi.
Hann hafði sýnt það með fangels-
isdvöl í heilan aldarfjó' ðung, að
hann var tilbúinn til þess að leggja
margt á sig fyrir málstað sinn.
Bandaríkjamenn og aðrir Vestur-
landabúar, sem skammast sín. í
laumi fyrir áhyggjulaust líf sitt,
gátu ekki annað en sýnt honum
virðingu.
En ýmsar hugsanir sóttu á mig,
á meðan ég virti Mandela fyrir mér
á sjónvarpsskjánum. Getur verið,
að maður, sem er heppilegur upp-
reisnarleiðtogi vegna sigurvissu
sinnar, sjálfsöryggis og fómar-
lundar, sé heppúegur endurreisn-
arleiðtogi? - Hvað um Robespierre
og Lenín?
Segðu mér, hverjir vinir þín-
ir eru,...
Efasemdir mínar ágerðust, eftir
því sem Mandela sagði fleira. í ein-
um sjónvarpssalniun lýsti hann til
dæmis yfir stuðningi við þá Gadd-
afi Líbýuleiðtoga, Arafat frá Palest-
ínu og Fídel gamla Kastró, einræð-
isherra á Kúbu. „Segðu mér, hverj-
ir vinir þínir em,...“ Arafat hefur
enn ekkert ríki til að undiroka, en
alhr vita, hvem mann þeir Gaddafi
og Kastró hafa að geyma.
Gaddafi sendir sveitir manna
hvert á land, sem er, til þess að
drepa andstæðinga sína frá Líbýu.
Hann aðstoðar hryðjuverkamenn
eftir megni. Kastró kastar „óæski-
KjaUarinn
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í stjórnmálafræði
legu fólki“ í dýflissur, eins og kúb-
verska skáldið Armando Valladar-
es getur borið vitni um. Valladares
sat lengi í fangelsi fyrir það eitt að
vera ekki sameignarsinni.
Á þrjátíu ára valdartíma Kastrós
hefur að minnsta kosti einn tíundi
hluti kúbversku þjóðarinnar flúið
land. Kúba, Albanía, Norður-Kórea
og Víetnam em nú einu eftirlifandi
sameignarlöndin.
Þegar Mandela var spurður um
það við sama tækifæri, hvort hann
gerði sér grein fyrir maimréttinda-
brotum þeirra Kastrós og Gaddafís,
svaraði hann því til, að hann hygð-
ist ekki kveða upp dóma um innan-
ríkismál á Kúbu og í Líbýu. En hann
biður okkur Vesturlandamenn hins
vegar um að kveða upp dóma um
innanríkismál í Suður-Afríku.
Hann lætur ekki þar við sitja.
Hann óskar beinlínis eftir aðstoð
til þess að steypa stjómvöldum í
Suður-Afríku. Og eftir fund með
Bush tók Mandela það skýrt fram,
að hann teldi koma til greina að
beita vopnavaldi í Suður-Afríku.
Eitt er víst: Mandela fetar ekki í
fótspor þeirra Marteins Lúters
Kings og Mahatma Gandís. - Hann
er haukur, en ekki dúfa, kommiss-
ar fremur en jógi, svo að orð Art-
úrs Köstlers séu notuð.
Frelsi og þjóðfrelsi
Mandela virðist ekki vera sam-
eignarmaður, kommúnisti. En
hann er ekki frelsissinni, heldur
þjóðarfrelsissinni. Þetta er sitt
hvað, eins og við höfum séð mörg
átakanleg dæmi um frá Blálandi
hinu mikla nú síðustu áratugi.
Um leið og þjóðir álfunnar hafa
öðlast frelsi frá hinum gömlu ný-
lenduherrum, hefur frelsi einstakl-
inganna innan þeirra horfiö. Vegir
og önnur mannvirki ganga úr sér,
nauðsynjavörur hætta að fást,
einkafyrirtæki em þjóðnýtt,
menntamenn og hermenn arðræna
í sameiningu bændur, og matvæla-
framleiðsla dregst þess vegna sam-
an.
Mér er minnisstætt, hvað suður-
afrískur hagfræðiprófessor, sem ég
ræddi við í Stellenbosch haustið
1987, sagði: „Við Búamir gemm
okkur grein fyrir því, að við verð-
um að deila völdum meö svarta
meiri hlutanum. En við emm staö-
ráðnir í því að verða ekki enn eitt
afríkulýðveldið.“
Sporin hræða. Raunar er ekki
mikil hætta á því, að Mandela og
menn hans nái völdum í Suður-
Afríku. Vegur Mandelas er miklu
meiri í vestrænum fjölmiðlum en
heima fyrir. Svartir menn í Suður-
Afríku skiptast í marga ættbálka.
Mandela er af Xhosa-stofni, sem
berst á banaspjót við hina herskáu
Zulu-menn, en leiðtogi þeirra er
Bútulezi.
Auk svarta meiri hlutans búa í
landinu fimm milljónir hvítra
manna, þijár milljónir svonefndra
litaðra (kynblendinga) og ein millj-
ón Indveija. Þótt vestrænar þjóðir
geti vafalaust hugsað sér að ofur-
selja þessa hópa Mandela og mönn-
um hans, munu þeir ekki gefast
upp baráttulaust.
Yrði borgarastríð í Suður-Afríku,
myndu hvítir menn líklega sigra.
En heppilegast er auðvitað, að hin-
ir ólíku hópar í Suður-Afríku nái
samkomulagi um að lágmarka vald
ríkisins, en hámarka frelsi ein-
staklinganna. Með þeim hætti ein-
um rofnar sú sjálfhelda óttans,
sem alhr hópar landsins sitja fast-
ir í.
Nelson Mandela. - Vegur hans er
miklu meiri i vestrænum fjölmiðl-
um en heima fyrir, segir greinar-
höf. m.a.
Hugarfar og ábyrgð
Þýski félagsfræðingurinn Max
Weber gerði frægan greinarmun á
siðferði hugarfars og ábyrgðar.
Sumir hafa hreint hjarta, en skeyta
engu um afleiðingar gerða sinna.
Aðrir eru ef til vill minni hetjur,
en gæta vandlega að því, hvað at-
hafnir þeirra hafa í för með sér. Á
Vesturlöndum hefur Nelson Mand-
ela verið veginn og metinn á mæh-
stiku hugarfarsins. Menn hafa
dáðst að fómarlund hans og sið-
ferðilegu þreki. Auðvitað var að-
skilnaðarstefnan, sem hvítir menn
fylgdu til skamms tíma í Suður-
Afríku, röng. En leiðin til frjálsrar
Suður-Afríku er ekki fólgin í því
að fela Mandela völd í stað de
Klerks. Hún er fólgin í því að flytja
sem flestar ákvarðanir af vettvangi
stjórnmálanna og út á Wnn frjálsa
markað.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
.. heppilegast er auðvitað, að hinir
ólíku hópar í Suður-Afríku nái sam-
komulagi um að lágmarka vald ríkis-
ins, en hámarka frelsi einstakling-
anna.“
Hið forna vísar til framtíðar
Guðmundur Magnússon sagn-
fræðingur er enn við það heygarðs-
hom að saka Fjölnismenn, Tómas
Sæmundsson sérstaklega, um þjóð-
lega forneskju í þeim skilningi að
þeir hafi verið formælendur íhalds-
semi og einangrunar, nánar tiltek-
ið tahð þjóðinni hoUast að búa við
hefðbundna atvinnuvegi og menn-
ingu og vera sjálfri sér nóg á sem
flestum sviðum, eða með öðrum
orðum verið málsvarar kyrrstöðu
og stöðnunar. í tveimur greinum
hef ég reynt að leiðrétta þessar fuU-
yrðingar, enda standast þær ekki.
Virðingarverð viðleitni
AndmæU mín og rök kaUar Guð-
mundur virðingarverða viðleitni
sem þó skiU nákvæmlega engum
árangri. Og síðar í greininni ségir
hann að ekki sé heil brú í þeirri
„tilgátu" að Tómas Sæmundsson
hafi verið mótaður af heimspeki
rómantísku stefnunnar og hún ver-
ið hugmyndagrunnur alþingis-
skrifa hans. Sönnunarbyrðin sé hjá
mér og ég verði að skýra nákvæm-
lega hvernig þessi tengsl komi
fram.
Meginhugmyndir rómantísku
stefnunnar rakti ég í stuttu máU í
grein minni 12. júU sl. og verð að
biðja Guðmund aö lesa hana betur.
Til viðbótar mætti hann glugga í
skólabækur og almenn yfirUtsnt.
Áhrif rómantísku stefnunnar á ís-
lendinga fyrri hluta 19. aldar eru
alkunn og ég ber enga sönnunar-
byrði um alþekktar staðreyndir.
Hitt er annað mál að auðvitað má
aUtaf kanna hugmyndatengsl af
þessu tagi betur, en það haggar
ekki meginatriðum.
KjáUaiinn
Sigurður Líndal
prófessor
Þótt árangur minn sé að dómi
Guðmundar „nákvæmlega eng-
inn“ og ekki „heU brú“ í því aö
Tómas Sæmundsson hafi verið
mótaður af rómantísku stefnunni
og alþingisskrif hans verið í þeim
anda, telur hann „tilgátuna“ svo
forvitnilega að ástæða sé til að
vandaður fræðimaður rannsaki
hugmyndir Tómasar Sæmunds-
sonar á nýjan leik af víðsýni og
hleypidómaleysi. - Er ástæða til að
vandaðir fræðimenn séu að eyða
tíma sínum í aö rannsaka tilgátur
sem er ekki heil brú í?
Þá hefur lokizt upp fyrir Guð-
mundi, að Tómas Sæmundsson,
sem hann hefur hingað til lýst sem
boðbera þjóðlegrar forneskju í
gervi íhaldssemi og einangrun-
arstefnu, „virðist hafa kynnt sér
menningarstrauma og hugmyndir
19. aldar af mikilU kostgæfni og
betur en flestir samtímamenn
hans...“. - Er nú ekki ofsagt að
árangur minn sé nákvæmlega eng-
inn?
Enn um alþingisskrif
Jafnvel þótt Guðmundi tækist að
sýna fram á að alþingisskrif Tóm-
asar 1841 væru ekkert annað en
þjóðleg fomeskja í þeim skilningi
sem hann viðhefur, væru alhæfing-
ar hans um Tómas og aðra Fjölnis-
menn óheimilar. Nú er hins vegar
ljóst að tillögur sínar um Alþingi
sækir Tómas í áhrifamikla menn-
ingarstrauma á 19. öld og þær eru
mjög róttækar, þannig að allar full-
yrðingar um einangrunarstefnu
hans og íhaldssemi eru út í hött.
Vissulega vill Tómas hafa hið
foma Alþingi að fyrirmynd. Hann
vill'„taka alla hina fornu alþingis-
skipan vora til grandgæfilegrar
íhugunar og leggja hana til grund-
vallar...“. Undirstöðuhugmynd
Tómasar er sú að Alþingi verður
hvort tveggja þjóðfundur og stjórn-
arfundur. Þjóðfundurinn hafi það
hlutverk að hrista upp í þjóðinni
sem ekki sé vanþörf á og stuðla að
einingu hennar - m.ö.o. vekja þjóð-
arandann. Og þar sé hið forna Al-
þingi bezta fyrirmyndin. - Þing-
vallafundirnir 1848-1907 voru í ætt
við þann þjóðfund sem Tómas gerði
ráð fyrir.
Síðan lýsir Tömas stjórnskipan
þjóðveldisins, en víkur síðan máh
sínu til samtímans. Vorþing vill
hann láta taka upp tólf að tölu þar
sem menn komi saman sér til and-
legrar hressingar og ráðagerða um
þjóðmál. Þessi tillaga var engan
veginn óraunhæf. Á 19. öld vom
samkomur haldnar á hinum fornu
vorþingsstöðum og má þar minna
á fræga fundi Vestfirðinga í
Þorskafirði og á Þingvöllum í
Helgafellssveit. - Um þingtímann
telur Tómas að hafa megi mið af
Alþingi hinu forna. Samkomutími
hins endurreista Alþingis var
ákveðinn 1. júlí og fór það mjög
nærri tillögum hans.
Um skipan Alþingis hugsaði
Tómas sér tólf menn kjörna úr
fjórðungi hverjum, eða fjóra úr
hveiju vorþingi, þannig að lögrétta
yrði skipuð 48 mönnum auk amt-
manna, landsdómara og biskups.
Guðmundur vitnar til ummæla
Einars Arnórssonar þess efnis að
ekki sé vel skiljanlegt hvað unnið
hefði verið við þessa uppvakningu
á gömlu skipulagi sem byggzt hefði
á allt annarri þjóðfélagsskipun.
Þessu svara Tómas reyndar í grein
sinni: Ef lögréttumenn verði færri,
t.d. tveir úr hverju vorþingi, sé
hætt við að kosning lendi hjásýslu-
manni og einhverjum hefðarklerki
eða öðrum viröingarmanni, en
óbreyttir bændur yrðu afskiptir, en
einn aðaltilgangur þinghaldsins
væri að alþýðunni lærðist að hugsa
um almennings efni.
Tómas fer ekki nánar út í skipan
Alþingis, enda ljóst að hugmyndir
hans eru ekki fullmótaðar. Áf rit-
gerð hans er þó ijóst að hann vill
laga hina fomu skipan að samtím-
anum og halda því sem gildi hefur.
- Jón Sigurðsson segir í athuga-
semdum sínum að Tómas segi
hvergi beinlínis að hann vilji hafa
hinu fomu löréttuskipan með goð-
um og goða-ráðunautum, fjórð-
ungsdómum og fimmtardómi.
Þetta er rétt, en gagnrýni Jóns er
öðrum þræði eins og tillögur Tóm-
asar séu eitthvað í þá vem.
Ef Alþingi hefði verið á Þing-
völlum?
TOgangslítið er að vélta þvi fyrir
sér hvemig mál hefðu þróazt ef
Alþingi hefði verið valinn staður á
Þingvöllum. Líklegt má þó telja að
fyrri þáttur þinghaldsins hefði orð-
ið einhvers konar þjóðarsamkoma
með áþekku sniði og Þingvalla-
fundirnir urðu síðar.
Að henni lokinni hefðu hinir
þjóðkjömu fulltrúar sezt á rökstóla
- ef tÖ vtil flutt sig tti Reykjavíkur
- og lokið þinginu. Ég fæ ekki betur
séð en vel hefði mátt miðla málum
milli þess sem hugur og tilfinning
blés mönnum í brjóst og hins sem
skynsemi og forsjálni mælti með. -
En svo er að sjá sem vtijann hafi
skort. Sigurður Líndal
„Er ástæða til að vandaðir fræðimenn
séu að eyða tíma sínum í að rannsaka
tilgátur sem er ekki heil brú í?“