Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990. 7 Fréttir Nýstárlegar innheimtuaðgerðir í Hveragerði: „Svo skellur í tönnum og þá er boðinn víxill“ „Ég er aö hræra í þeim sem hafa slæma samvisku og vona að bréfiö beri tilætlaðan árangur. Menn verða náttúrulega að standa í skilum við bæjarfélagið og 'innheimtan hér í Hveragerði, sem er slæm, verður að komast í lag. Bærinn verður að geta staðið við skyldu sína gagnvart bæj- arbúum,“ sagði Hallgrímur Guð- mundsson, bæjarstjóri í Hveragerði, en hann hefur sent frá sér umtalað dreifibréf til bæjarbúa. Viðbrögð þeirra eru annaðhvort forundran og reiði eða hrifning. í bréfinu auglýsir Hallgrímur út- boð og byggingu félagslegra íbúða og síðast en ekki síst minnir hann Hver- gerðinga á að greiða gjöldin sín. Bréf sem þessi teljast sosum ekki til tíð- inda en bréfið er hins vegar afar óvenjulegt þar sem bæjarstjórinn fer allt annað en troðnar slóðir í skrifum sínum í nafni embættisins. Undir millifyrirsögninni „Ormar á gulh?“ í lokakaíla bréfsins eru bæj- arbúar minntir á gjöldin. Þar stend- ur: „Fjölmörgum Hvergerðingum eru þakkaðar skilvísar greiðslur opin- berra gjalda í bæjarsjóð og ríða þó sumir ekki feitum hesti. An þeirra gæti bæjarfélagið ekki þrifist. Nokkrir skuldseigir gjaldendur láta sér hins vegar fátt um finnast og njóta lífsins eftir atvikum, eins og aðbúnaður bæjarins fáist fyrir ekk- ert. Tilkynningar um vanskii eru til- gangslausar, ábendingar um dráttar- vexti og innheimtukostnað hafa eng- in áhrif og eins mætti skvetta vatni á gæs en að tilkynna fyrirsjáanleg lögtök og nauðungaruppboð. Svo skellur í tönnum og þá er loks- ins boðinn víxill!! Skilvísir gjaidendur eiga þá kröfu aö alhr bæjarbúar verði látnir sitja við sama borð. Því er gjaldendum, Málverkasýning á Djúpuvík Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Fyrsta málverkasýningin, sem haldin hefur verið á Hótel Djúpuvík, var opnuö í gær, fimmtudag. Það eru hjónin Alfreð Björnsson og Hulda Pétursdóttir, Útkoti Kjalarnesi, sem sýna þar 20 málverk, allt olíumyndir. Allar myndirnar eru tiisölu. Sýning- in stendur fram yfir helgi og þarf ekki að efa að margir munu leggja leið sína á hótelið því að listafólk hefur ekki áður ómakað sig í Árnes- hrepp á Ströndum. Einnig mun ferðafólk hafa þarna stans. Alfreð er af þekktu listafólki kom- inn, náskyldur Ríkarði Jónssyni. Vesturlandsumdæmi: Soffanías skattakóngur Soffanías Cechsson, útgerðarmað- ur í Grundarfirði, er skattakóngur Vesturlandsumdæmis með 5,2 millj- ónir í heildargjöld. Bragi Þórðarson, bókaútgefandi á Akranesi, er með 4,7 milljónir. Jón Þór Hallsson, endur- skoðandi á Akranesi, 4,1 milljón. Kristján Guðmundsson, útgerðar- maður á Rifi, er með 4 mihjónir og Runólfur Hallfreösson, útgerðar- maður á Akranesi, 3,9 mhljónir í álögð gjöld. Sparisjóður Mýrarsýslu í Borgar- nesi er skatthæsta fyrirtækið með 41 milljón í heildargjöld. Olíustöðin í Hvalfirði er með 26 mihjónir. Kaup- félag Borgfirðinga í Borgamesi 21 mhljón. Haraldur Böðvarsson & Co á Akranesi 15 mihjónir og Hvalur hf.íHvalfirðil4mihjónir. -pj sem eiga í vanskhum, bent á að gera tafarlaus skh.“ „Ég hef nú ekki fengið nein við- brögð við þessu bréfi en á von á þeim fyrr eða síðar. Ég er að gefa tóninn um á hverju bæjarbúar mega eiga von. Á Hornafirði birti ég einu sinni auglýsingu þar sem ég lýsti eftir 43 gjaldendum. Þar urðu góð viöbrögð þar sem menn komu unnvörpum og borguðu. Hornfirðingar eru skilvís- asta fólk eins og Hvergerðingar verða.“ Sagan af bréfinu er ekki öll sögð þar sem Hallgrímur klykkir út með vísu eftir Tómas Guðmundsson: Þá muntu aftur öðlast ró og frið, sem endist fram að þínu dánarbeði. Og sáttur skhstu veröldina við, og vinir þínir jarða þig - með gleði. -hlh Hallgrímur Guðmundsson, bæjar- stjóri í Hveragerði, fer ótroðnar slóðir til að bæta innheimtu opin- berra gjalda. Cöhl T6SN Vegna gífurlegrar eftirspurnar eftir miðum á risarokkið í Reiðhöllinni föstudaginn 7. september hefur verið bætt við öðrum hljómleikum kvöldið eftir. Forsala aðgöngumiða Reykjavík: Skifan, Kringlunni og Laugavegi 33; Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96: Steinar, Austurstræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Laugavegi 24, Rauðarárstig 16 og Eiðistorgi; Myndbandaleigur Steina; Plötubúðin, Laugavegi 20. Hafnarfjörður: Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bóka- skemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjórður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyrl: KEA. Neskaupstað- ur: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. Elnnlg er hægt að panta mlöa í síma 91-667 556. Þeir sem hrlngdu í síðustu viku og hafa enn ekki fenglð sendan gíró- seðll eru beðnlr að hafa samband strax. Töfln stafar af of miklu álagl á símsvara. Munið: Flugleiðir velta 35% afslátt af verði flugferða gegn framvísun aðgöngumlða að risarokktónleikunum. ^ Beint þotuflug til Akureyrar nóttina eftir risarokkið. Miðaverð kr. 3.500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.