Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990.
Útlönd
Kuwaitmenn
biðja um hjálp
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins kvaðst í morgun ekki
hafa neinar upplýsingar varðandi
frétt bandarísku sjónvarpsstöðvar-
innar CBS frá þvi í gærkvöldi um að
íraskar hersveitir í Kuwait nálguð-
ust landamæri Saudi-Arabíu. Sjón-
varpsstöðin vitnaði í heimildarmenn
í olíuiðnaðinum. Fréttir hafa einnig
borist af því að íraskir hermenn séu
á leið suður frá höfuðborginni til ol-
íusvæöa í Kuwait.
í morgun mátti enn heyra skot-
drunur og sprengingar í Kuwaithórg.
í nótt barst hjálparbeiðni frá einu
útvarpsstöðinni í Kuwait sem enn
útvarpaði um sólarhring eftir innrás
íraka. í fréttum útvarpsstöðvarinnar
sagði að hermenn í Kuwait verðust
enn af öllum mætti.
Emírinn af Kuwait, Jaber al-
Ahmed al-Sabah, flúði til Saudi-
Arabíu áður en íraskir hermenn
hertóku höll hans í gærmorgun.
Mörgum úr fjölskyldu emírsins tókst
einnig að flýja land í gær en bróðir
hans var myrtur er hann reyndi að
verja höllina. Óljóst er hversu marg-
ir féllu í bardögunum en talið er aö
þeir séu nokkur hundruð.
írösk yflrvöld tilkynntu í gær-
kvöldi að stjórn sú sem þau hefðu
komið á í Kuwait myndi gera upp-
tæka alla sjóði emírsins og nokkurra
ráðherra hans, bæði heima fyrir og
erlendis. í íraska ríkisútvarpinu var
vitnað í yflrlýsingu leppstjórnarinn-
ar í Kuwait þar sem sagði að tími
væri kominn til að afhenda féð rétt-
mætum eigendum þess, þjóðinni í
Kuwait.
Yfirvöld í Bandaríkjunum, Frakk-
landi, Belgíu og Bretlandi hafa fryst
eigur Kuwaitmanna til að koma í veg
fyrir að þær komist í hendur íraka.
Yfirvöld í Sviss fóru þess á leit við
banka þar í landi að þeir sem ætluðu
að taka út fé af reikningum Kuwait-
manna yrðu látnir sýna skilríki.
Reuter
Iraskir hermenn leita skjóls bak við skriðdreka tii að verjast skothríð hermanna í Kuwait.
Símamynd Reuter
Innrásin fordæmd
- leiðtogar Arabaríkja koma saman til neyðarfundar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna,
risaveldin, aðildarríki Evrópubanda-
lagsins og mörg önnur ríki heims
fordæmdu innrás íraka í Kuwait að-
faranótt fimmtudags og munu risa-
veldin síðar í dag gefa út sameigin-
lega yfirlýsingu þar sem innrásin er
fordæmd.
Leiðtogar Arabaríkja munu líklega
koma saman til fundar um helgina
til að ræöa ástand mála. Viðbrögð
við innrásinni voru snögg og hafa til
að mynda Sovétmenn stöðvað aliar
vopnasendingar til íraks.
Fordæma innrásina
Innrásin olh hneykslan og reiði á
Vesturlöndum og í Arabaheiminum.
Engin Arabaríki hafa þó enn opin-
berlega fordæmt hana. Yfirvöld í
Bandaríkjunum, Frakklandi og Bret-
landi hafa þegar fryst allar eigur
Kuwait í löndum sínum til að koma
í veg fyrir að þær falli í hendur
íraskra stjómvalda. Stjómarerind-
rekar meta eigur Kuwait í erlendum
ríkjum á 55 milljarða dollara.
Bretar íhuga nú að stöðva öll olíu-
viðskipti við írak dragi írakar herhð
sitt í Kuwait ekki til baka, sagði
breskur embættismaður í gær. Bush
Bandaríkjaforseti hefur harðlega
fordæmt árásina sem og leiðtogar
annarra vestrænna ríkja. Bush, sem
hefur sent fleiri herskip til Persaflóa
og skipað herafla Bandaríkjanna þar
í viðbragðsstöðu, sagði þó að hann
væri ekki að íhuga hemaðaríhlutun.
Bandarísk stjórnvöld hafa bannað
öll viðskipti við írak og fryst eigur
þjóðarinnar í bandarískum bönkum,
þar af milljónir dollara sem fengust
fyrir viðskipti. Til sama ráðs hafa
Frakkar gripið. Viðbrögð íraka vom
þau að tilkynna að þeir myndu
stöðva þegar í stað allar endur-
greiðslur á lánum sem Bandaríkin
hafa veitt írak.
Thatcher, forsætisráöherra Bret-
lands, og Bush Bandaríkjaforseti,
hafa bæöi fordæmt innrás íraks í
Kuwait aðfaranótt fimmtudags.
Simamynd Reuter
Vestur-þýskur embættismaður
sagði að hætta væri á að stríð brytist
út þar sem kjarnorku- og efnavopn-
um yrði beitt. Bretar vom einnig
harðorðir í garð íraka og sögðu inn-
rásina ógnun við friðinn í þessum
heimshluta. Frakkland, sem er nán-
asta viðskiptaþjóð íraks í Evrópu,
fordæmdi einnig harðlega árásina og
krafðist þess að írakar drægju herhð
sitt tafarlaust og skhyrðislaust th
baka. Ríkisstjómir aðildarríkja Evr-
ópubandalagsins hafa fordæmt inn-
rásina og munu utanríkisráðherrar
þeirra koma saman til neyðarfundar.
ísraelska stjórnin kvaðst fylgjast
með ástandinu í þessum heimshluta
náið og sakaði Saddam Hussein
íraksforseta um að ógna friði í Mið-
austurlöndum. ísraelskir hemaðar-
sérfræðingar kváöust þó ekki búast
við að Bandaríkin eða Arabaríki
myndu hlutast í átökin.
Neyðarfundur boðaður
Leiðtogar Arabaþjóða munu koma
saman th neyðarfundar á næstunni,
líklega um helgina, th að ræða
ástandið fyrir botni Persaflóa í kjöl-
far innrásar íraka í Kuwait aðfara-
nótt fimmtudags. Utanríkisráöherr-
ar aðildarríkja Arababandalagsins,
sem ræddust við í Kaíró í gær, sam-
þykktu að efna th þessa leiðtogafund-
ar og segja heimhdarmenn aö hann
muni fara fram í Kaíró.
Hafez al-Assad, forseti Sýrlands og
erkióvinur Husseins íraksforseta,
Gert er ráð fyrir að Eduard Sévardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
og James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gefi út sameiginlega
yfirlýsingu í Moskvu í dag vegna innrásar íraka í Kuwait. Simamynd Reuter
Risaveldin:
Sameinast
gegn írak
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kvað í morgun fyrir-
hugaða sameiginlega yfirlýsingu
risaveldanna vegna innrásarinnar í
Kuwait einstaka. Bciker flýtti fór
sinni frá Mongólíu til Moskvu til
fundar við Eduard Sévardnadze, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna,
vegna ástandsins fyrir botni Persa-
flóa.
Með sameiginlegri yflrlýsingu yrði
hrint í framkvæmd nýrri stefnu stór-
veldanna tveggja um að hætta gagn-
kvæmum ógnunum og taka í staðinn
upp samvinnu nú þegar kalda stríð-
inu er lokið.
Baker sagði að líklega væru um
flmmtíu þúsund th hundrað þúsund
íraskir hermenn i Kuwait. Enn hefði
ekki verið gerð innrás í sendiráð
Bandaríkjanna og Bretlands sem
umkringd eru af íröskum hermönn-
um.
Að sögn Bakers íhuga Bandaríkin
nú til hvaða ráða eigi að grípa vegna
innrásarinnar. Hann neitaði hins
vegar að segja hvort bandarísk yfir-
völd íhuguðu hernaðaríhlutun.
Bandaríkin hafa þegar fryst eigur
Kuwaita og íraka og hafa sett bann
við viðskiptum við írösk yfirvöld.
Sovétríkin hafa stöðvað vopnasölu
til íraks og hafa bandarískir embætt-
ismenn lýst yflr ánægju sinni með
þá ákvörðun.
Gert er ráð fyrir að Baker og Sé-
vardnadze gefi út sameiginlega yfir-
lýsingu í Moskvu í dag. Að sögn
heimildarmanna meðal stjórnarer-
indreka verður innrás íraka for-
dæmd í yfirlýsingunni auk þess sem
hvatt verður til tafarlauss brottflutn-
ings íraskra hermanna frá Kuwait.
Bæði sovésk og bándarísk yfirvöld
hafa þegar hvort í sínu lagi fordæmt
innrásina en sameiginleg yfirlýsing
gæti orðið áhrifaríkari, að sögn sér-
fræðinga i utanríkispólitík.
Opinberlega eru bandarísk yfir-
völd bandamaður írösku stjómar-
innar þó svo að þau gagnrýni brot
Husseins íraksforseta á mannrétt-
indum og beitingu efnavopna. Sovét-
menn eru einnig bandamenn íraka
og hafa selt þeim vopn í þrjá áratugi.
Reuter
Leiðtogar Arabaríkja munu líklega koma saman til fundar í Kaíró í Egypta-
landi um helgina til að ræða innrás íraka í Kuwait. Ekki er vitað um við-
brögð Saddams Hussein, forseta íraks, sem hér sést, við þessu fundarboði.
Símamynd Reuter
forseta í gær til að ræða viðbrögö
Arabaríkja við innrásinni. Bush
Bandaríkjaforseti kvaðst í gær hafa
rætt við leiðtoga Arabaríkja, þar á
meðal Mubarak og Hussein Jórdan-
íukonung. Arabaþjóðir vilja nú ráða
ráðum sínum og reyna aö miðla
málum til að finna friösamlega og
réttláta lausn á þessari deilu.
Ráðamenn í íran, sem háði átta ára
styrjöld við írak, sögðust í gær ekki
geta látið sem ekkert væri þegar
íraskir hermenn hefðu hernumið
Kuwait.
Reuter
var fyrstur Arabaleiðtoga til að
hvetja til leiðtogafundar. Skýrt var
frá því í gær að Assad heföi skipað
herafla sínum í viðbragðsstöðu í kjöl-
far árásar íraka á Kuwait.
Háttsettur íraskur embættismaður
sagði aftur í gær að fundur utanríkis-
ráðherra Arababandalagsins væri
gagnslaus og og ynni gegn hagsmun-
um Arabaríkja. Ekki er ljóst hver
verða viðbrögð Saddams Hussein
íraksforseta við fundarboði leiðtog-
anna.
Hussein Jórdaníukonungur fór til
viöræðna við Mubarak Egyptalands-