Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Púðurtunna írak hefur hernumiö Kuwait. Hussein hefur gert al- vöru úr hótunum sínum. Púðurtunnan er sprungin. Nú getur allt gerst í Arabalöndunum, bæði þeirra í milli og vegna afskipta annarra ríkja. Bandaríkjamenn hafa sent flota sinn inn á Persaflóa, ísraelsmenn eru í við- bragðsstöðu og ef að líkum lætur sitja aðrar Arabaþjóð- ir ekki þegjandi og aðgerðalausar þegar Hussein hefur stríðsleik sinn. Það er vá fyrir dyrum. Árás íraka á Kuwait kemur ekki á óvart. Hussein, forseti íraks, hefur gengið undir nafninu Rambó vegna stöðugrar ögrunar, yfirgangs og vígbúnaðar. Hussein er herskár brjálæðingur sem sér óvini í hverju skúma- skoti og þykist um leið vera píslarvottur ofsókna af hálfu Bandaríkjamanna og Vesturlanda. Hussein beitir minnihlutahópa ofbeldi innanlands, stóð í áralöngu við- urstyggilegu stríði við íran og lætur hengja erlenda blaðamenn öðrum til viðvörunar. Landið rambar á barmi gjaldþrots vegna risavaxinna útgjalda til víg- búnaðar, meðal annars framleiðslu á efnavopnum og styrjaldarátökin við íran reyndust dýr. Tilefni Hussein til hernaðar gegn Kuwait er slagurinn um ohuverðið en hann hefur sakað Kuwait um að selja olíu á undir- verði á kostnað íraka. Hernám íraks í Kuwait getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Ef Hussein kemst upp með yfirganginn mun honum vaxa ásmegin. Hann mun gera tilkall til forystu meðal Arabaríkjanna en afstaða íraka gagnvart ísrael hefur verið hvað hörðust allra Arabaríkja. Hann mun ógna veldi annarra í þessum heimshluta, hann mun hafa ráðandi áhrif á olíuverð á heimsmarkaðnum og ekki má gleyma því að írak hefur kjarnorkuvopn undir höndum. Fyrir menn eins og Hussein er stríðið heilagt og mannsfórnin auðveld. Meðan öfgamennirnir ráða ferð- inni í Arabalöndunum beita þeir því vopni sem skæðast er. Það vopn er olíuverðið. Snemma á síðasta áratug olh ohuverðshækkun Araba gífurlegum efnahagserfið- leikum á Vesturlöndum og um heim allan. Ný þykist Hussein hafa náð þeirri fótfestu til að endurtaka þann leik. Hann mun framkalla heimskreppu ef hann getur. Kuwait er aðeins peð í valdatafli hans. Við fyrstu sýn er erfitt að sjá að Bandaríkjamenn eða Sameinuðu þjóðirnar geti breytt miklu um gang mála. Innrás eða árás á heri íraks í Kuwait munu kalla á ör- þrifaráð af hálfu Hussein. Samþykktir öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna koma að litlu gagni þegar öfgamenn eru annars vegar. Helsta vonin til að halda aftur af Hussein er meðal Arabaþjóðanna, nágranna íraks og bandamanna Hussein. Það er í þeirra valdi að stöðva Hussein og ráðagerðir hans. Saudi-Arabar, Egyptar og Sýrlendingar eiga mikið í húfi ef umheimurinn samein- ast í að einangra írak og þá um leið Arabalöndin. Þeim stendur sjálfum ógn af yfirgangi Hussein og vita sem er að ef hann kemst upp með innrás í Kuwait geta aðr- ir fylgt á eftir. íranir eiga harma að hefna, Sameinaða furstadæmið liggur vel við höggi og Saudi-Arabar hafa hagsmuni að vernda. Sameiginlega er Hussein jafn- mikil ögrun við Arabalöndin og hann er við Vestur- lönd. ísraelsmenn vita hvað til síns friðar heyrir ef írak og Hussein taka forystuna meðal Araba. Mestu máh skiptir þó að Hussein er ögrun við heimsfriðinn. Púðurtunnan er sprungin í loft upp og eldar loga. Hættan er sú að þeir eldar breiðist út. Ellert B. Schram Ógnvaldur í vígahug Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir aö tími einræðisherranna sé liðinn, alda lýðræðis rísi nú hátt um allan heim. Betur að satt væri. Það er að vísu rétt að einræðisherr- ar kommúnistaríkjanna hafa flest- ir verið hraktir frá völdum en því fer fjarri að timi allsráðandi harð- stjóra sé liðinn. Flestir þeir harð- stjórar, sem eftir eru, ráða þó ríkj- um sem litlu máli skipta í alþjóð- legu samhengi, svo sem Samuel Doe í Líberíu eða Mobutu Sese Seko í Zaire, en sumir einræðisherrar eru ekki aðeins hættulegir þegnum sínum heldur ekki síður stórháska- legir umhverfi sínu. Sá þeirra sem umheiminum stendur nú mestur stuggur af og mest ástæða er til að óttast er Saddam Hussein, sjálf- skipaður lífstíðarforseti í írak. Ástæðan er ekki aðeins hernaðar- legur yflrgangur Saddams við ná- granna sína heldur miklu fremur sú að hann stefnir að því að ráða yfir allri olíuframleiðslu við Pers- aflóa og þar með olíuverði í heimin- um sem er lífshagsmunamál allra Evrópuríkja og ekki síst Bandaríkj- anna. Honum hefur tekist að hræða Kuwait til að minnka olíufram- leiðslu sína og hefur náð taki á Saudi-Arabíu sem tryggir honum hingað til óþekkt áhrif á olíufram- boð og þar með verð á heimsmark- aði. Verðið hefur þegar hækkað úr 17 dollurum í 21 og Saddam stefnir að 25 dollurum á hvert olíufat. Það getur ekki boðið neitt gott að Sadd- am Hussein fái slík völd, hann er mesti hatursmaður Bandaríkjanna meðal allra arabaleiðtoga og hann er nú í aðstöðu til að gera þeim og þar með hinum vestræna heimi mikið til miska. Jom Kippur Það er nú farið aö fymast yfir það sem gerðist 1973 og ástæða til að rifja þaö upp. í október það ár réð- ust Egyptar og Sýrlendingar á ísra- el á Jom Kippur, mesta hátíðisdegi gyðinga, og náðu meiri árangri í hemaði gegn ísrael en dæmi vom til áður. Við lá að ísraelsmenn væm ofurliði bomir en Banda- ríkjamenn gripu þá til allra þeirra ráða sem risaveldi era tiltæk og réttu hag ísraels með stórfelldri loftbrú með hergögn. Sú aðstoð dugði til að snúa dæminu við, ísra- elsmenn náðu að stöðva Egypta og Sýrlendinga á síðustu stundu og snúa vígstöðunni sér í hag. Að lok- um var gert vopnahlé fyrir milli- göngu Bandaríkjamanna og loks friðarsamkomulag ísraels og Egyptalands árið 1978. En það em viðbrögð annarra arabaríkja við aðstoð Bandaríkjamanna við ísrael sem drógu dilk á eftir sér. Öll olíu- framleiðsluríki araba við Persaflóa og Norður-Afríku settu algert út- flutningsbann á oliu til Bandaríkj- anna. Olíuútflutningur til Evrópu var skertur og verðið hækkaði upp úr öflu valdi. Á nokkmm mánuð- um rauk verðið frá um það bil þremur dolluram á olíufat upp í allt að 40 dollara og jafnvel meira. Afleiðingin varð stórfelld efna- hagskreppa um allan hinn iðn- vædda heim, verðbólga, verðhmn gjaldmiöla, þeirra á meðal dollar- ans, samdráttur varð í efnahagslífi um allan heim með hækkandi olíu- verði, líka á íslandi, allt gjaldeyr- iskerfi heimsins riðlaðist og allan áratuginn eftir 1973 og fram á þenn- an dag hefur olíusölubannsins og verösprengingarinnar frá 1973 gætt í efnahagslifi heimsins. Við þetta varð stórfelld tilfærsla á fjármun- um, þeir milljarðar á milljaröa of- an, sem olíuframleiðsluríkin fengu fyrir olíuna, miklu meira fé en þau gátu nýtt. Þetta fé fór á lánamarkað og mikill hluti þess varð að banka- KjáUaiinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Saddam Hussein sem er að verða mesti valdamaður í OPEC. í því ljósi verður að líta á framferði hans gagnvart Kuwait síðustu daga þar sem hann fékk sitt fram og styrkti stöðu sína. Deila Saddams við Kuwait endur- speglar upplausnina sem var í OPEC. Kuwait og Sameinuðu arab- ísku furstadæmin höfðu virt að vettugi þann heildarkvóta sem OPEC hafði sett til að helda verðinu uppi og framleitt miklu meira en þau áttu rétt á samkvæmt kvóta- kerfinu. Þar með höfðu þessi ríki haldið olíuverði niðri í óþökk flestra annarra OPEC-ríkja. Sadd- am tók af skarið og knúði Kuwait með hótunum til að hlýða OPEC og Sameinuðu furstadæmin einnig. Saudi-Arabar drógu lærdóm af „Sá þeirra sem umheiminum stendur mestur stuggur af og hefur mesta ástæðu til að óttast er Saddam Hussein, sjálfskipaður lífstíðarforseti í írak.“ þessu og fylgja nú þeirri línu sem Saddam boðar. Honum gengur líka til að fá Kuwait til að gefa eftir skuldir íraka síðan í stríðinu viö íran, sem Saddam átti upphafiö að, alls um 30 milljarða dollara, og stöðva ágang Kuwaits í hlutlausa beltið milli ríkjanna þar sem eru sameiginlegir olíulindir. Sú skipan mála er arfur frá yfirráðum Breta á þessum slóðum. Hærra oliuverð er írökum svo nauðsynlegt að þeir hafa sameinast óvinum sínum, írönum, í baráttunni fyrir því til þess að rétta viö efnahaginn eftir átta ára styrjöld ríkjanna. Yfirdrottnun En Saddam Hussein gengur fleira til en að rétta við fjárhaginn. írak ernú mesta hernaðarstórveldið við Persaflóa og Saddam notar herinn, eins og Hitler gerði forðum, til að hræða nágranna sína til hlýðni. Hann getur ekki aðeins skipaö Kuwait, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Quatar fyrir verkum, hann leggur línuna fyri.r mesta olíuútflutningsríkið af þeim öllum, Saudi-Arabíu. Saudi-Arabía, írak og íran eru nú alls ráðandi í OPEC en það er írak sem drottnar yfir hinum ríkjunum við Persaflóa með milljón manna her sínum og Saddam stefnir leynt og ljóst að því að verða sá sem valdið hefur í oliu- málum, bæöi hvað varðar framboð og verð. Ilann er sterkari í sessi en nokkra sinni fyrr og eins alger ein- valdur í ríki sínu og einræöisherra getur orðið. Það er einskis góðs af honum að vænta, hann er alþekkt- ur fyrir að svífast einskis. Banda- ríkin flytja nú inn helming allrar plíu sinnar, tíu prósent af því frá írak en 17 prósent frá Saudi-Arab- íu. Þær verðhækkanir sem þegar eru orðnar og munu verða á heims- markaði munu hafa víðtæk áhrif, ekki aðeins í Bandaríkjunum held- ur öllum iðnríkjum. Þótt þrír mestu olíuframleiöendur heims, Sovétríkin, Bandaríkin og Mexíkó, séu utan OPEC er þaö OPEC sem nú ákveður verðið og nú er það Saddam Hussein sem ræður OPEC. Það er óþægileg tilhugsun aö mað- ur á borö við Saddam Hussein skuli hafa slík völd. Enda þótt þaö sem gerðist 1973 eigi ekki að geta endur- tekið sig mun ákvarðana hans gæta um allan heim, jafnvel á skipta- verðmæti afla íslenskra sjómanna. Gunnar Eyþórsson „Saddam notar herinn, eins og Hitler gerði forðum, til að hræða nágranna sína til hlýðni," segir greinarhöfundur. lánum til ríkja þriðja heimsins. Ríki eins og Brasilía, Perú, Argent- ína og jafnvel Pólland söfnuðu þá þeim óheyrilegu skuldum sem nú era að shga þessi ríki ásamt mörg- um öðrum og þetta fé var aö miklu leyti arabískir olíupeningar, lánað- ir fyrir milligöngu evrópskra banka. Orkukreppan mótaöi alla pólitíska þróun iðnríkjanna á ár- unum eftir 1973 og sýndi fram á það á svo áþreifanlegan hátt að olíu- framleiðsluríkin hafa kverkatak á iðnríkjunum. Kuwait og olíuverðið OPEC, samtök olíuframleiðslu- ríkjanna, gat ákveðið olíuverðið aö geðþótta fram yfir 1980 en eftir það hnuðust tök OPEC með vaxandi framleiðslu ríkja utan þeirra 13 sem standa að OPEC og með minnkandi eftirspum þegar dró úr olíunotkun og annað eldsneyti var nýtt. Á allra síðustu árum, þegar svo var komið að framboð og eftir- spurn réð verðinu, var það orðið tiltölulega lágt, að raungildi ekki ýkja miklu hærra en fyrir 1973. OPEC var hætt að ráða alveg olíu- verðinu, samtökin urðu aö sætta sig við þaö verð sem markaðurinn bauð. Þaö hefur undanfarið verið 14 til 17 dollarar á fatið. En nú eru breyttir tímar, OPEC er að ná völd- um á markaöinum á ný og það er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.