Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Qupperneq 32
44
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990.
Fréttir________________________^___________________dv
Eru ríki og borg búin að jafna aðstöðumun einstæðra foreldra:
Haf a 80 þúsund krónum
meira á ári en hjón
- þrátt fyrir að hjónin hafi í upphafi helmingi meiri tekjur
Getur hugsast að bætur til ein-
stæðra foreldra í gegnum almennar
tryggingar og skattakerfið og for-
gangur þeirra gagnvart dagvistun
barna geri meira en að bæta upp þær
fjárhagsbyrðar sem felast í því að
vera einstætt foreldri?
Lausleg athugun DV bendir til að
svo sé. Ef tekið er dæmi af tveggja
barna fjölskyldum virðist einstætt
foreldri hafa um 6 prósent meira af-
lögu á ári hverju en hjón meö tvo
börn. Ef miðað er við meðallaun jafn-
gildir þetta um 80 þúsund krónum á
ári í aukið ráðstöfunarfé.
Ef hjónin skrá lögheimili sitt á
tveimur stöðum geta þau hins vegar
haft allt að 25 prósent betri afkomu
en hjón sem hafa sama lögheimilið.
Ef aftur er gengið út frá meðallaun-
um jafngildir þetta um 450 þúsund
krónum á ári í eyðslufé umfram það
sem hjón með lögheimili á sama stað
hafa úr að moða.
Lítum nánar á hvemig bætur ríkis
og sveitarfélaga til einstæðra foreldr-
a eru í dag.
Um 20 þúsund frá
Tryggingastofnun
Tökum dæmi af tveimur fjölskyld-
um. Annars vegar er einstætt for-
eldri með tvö böm, þar af annað
yngra en sjö ára. Hins vegar hjón
með tvö böm, einnig annað yngra
en sjö ára.
Við gefum okkur að einstæða for-
eldrið hafi meöallaun samkvæmt út-
reikningum kjararannsóknarnefnd-
ar, eða 93.589 krónur á mánuði. Eftir
staðgreiðslu skatta em 78.511 krónur
eftir af þeirri fjárhæð til ráðstöfunar.
Hjónin hafa bæði sömu laun, eða
93.589 krónur á mánuði. Eftir stað-
greiðslu skatta em því 157.022 krón-
ur eftir til ráðstöfunar.
Áður en kemur að bótakerfinu hafa
hjónin þvi helmingi meira til ráðstöf-
unar, eða 73.511 krónur.
Þar sem börn era ekki eingetin fær
einstæða foreldrið meðlag frá Trygg-
ingastofnun sem er 6.848 krónur á
mánuði með einu barni eða 13.696
krónur með tveimur hömum. Með-
lag er skattftjálst og því hækkar ráð-
stöfunarfé einstæða foreldrisins í
87.480 krónur. Hjónin hafa því ekki
100 prósent meira til ráðstöfunar en
einstæða foreldrið heldur tæplega 80
prósent meira.
Einstæðir foreldrar fá einnig
mæðra- eða feðralaun. Með tveimur
börnum er greitt 11.244 krónur. Þessi
laun eru hins vegar skattskyld og því
fær einstæða foreldrið ekki nema
6.778 krónur útborgaðar frá Trygg-
ingastofnun.
Ráðstöfunarfé einstæða foreldris-
ins er því 94.258 krónur þegar það
hefur fengið meðlag og mæðra- eða
feðralaun með bömum sínum. Hjón-
in hafa hins vegar 157.022 krónur á
mánuði til ráðstöfunar eða um 67
prósent meira.
Tryggingastofnun lækkar því 100
prósent tekjumun niður í 67 prósent
mun, eða um þriðjung.
Tæplega 16.000
krónum dýrari dagvistun
Næst kemur að sveitarfélögunum
og dagvistun bama. Eins og áður
sagði var annað bamið í báðum fjöl-
skyldum yngra en sjö ára og þarf því
dagvistun ef foreldrar þess vinna úti.
Hjá dagvistun barha í Reykjavík
greiða einstæðir foreldrar 7.900
krónur á mánuði fyrir eitt bam. Ráð-
stöfunarfé einstæða foreldrisins okk-
ar lækkar sem því nemur og verður
þvi 86.358 krónur.
Dagvistun barna tekur hins vegar
ekki við börnum hjónafólks. Hjónin
okkar verða því að finna dagmömmu
fyrir bamið. Samkvæmt upplýsing-
um frá dagvistun barna taka dag-
mömmur um 23.500 krónur fyrir
gæslu á einu barni. Hjón fá enga nið-
urgreiðslu í borgarkerfinu og því
lækkar ráðstöfunarfé hjónanna sem
þessu nemur. Það verður því 133.522
krónur.
Eftir almennar tryggingar og dag-
vistun barna er því mismunur á ráð-
stöfunarfé þessara tveggja fjöl-
skyldna kominn niður í 47.164 krón-
ur eða 55 prósent.
Barnabætur og
barnabótaauki
Þá kemur að skattkerfinu. Fyrst
koma bamabætur. Einstætt foreldri
með tvö böm, þar af annað yngra en
sjö ára, fær árlega 187.124 krónur í
bamabætur. Það gerir um 15.594
krónur á mánuði. Eftir bamabætur
er ráðstöfunarfé einstæða foreldris-
ins þá 101.952 krónur.
Hjón með jafngömul börn fá minni
bætur, eða 66.828 krónur á ári. Það
gerir 5.569 krónur á mánuði. Ráðstöf-
unarfé hjónanna hækkar við þetta í
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
139.091 krónu.
Eftir bamabætur er mismunur á
ráðstöfunarfé þessara tveggja íjöl-
skylda kominn niður í 37.139 eða 36
prósent.
Þessu til viðbótar greiðir skattur-
inn út barnabótaauka sem miðast við
tekjur fyrra árs. Við miðum við að
bæði einstæða foreldrið og hjónin
hafi haft sambærilegar tekjur í fyrra
og í ár, það er meðallaun samkvæmt
kjararannsóknamefnd.
Árstekjur einstæða foreldrisins
voru þá um 1.132 þúsund krónur að
mæðralaunum meðtöldum. Barna-
bótaauki þess í ár verður því 59.500
krónur. Það eru um 4.958 krónur á
mánuði. Ráðstöfunarfé einstæða for-
eldrisins hækkar sem þessu nemur
og verður því 106.910 krónur.
Hjónin í þessu dæmi fá hins vegar
engan barnabótaauka þar sem tekjur
þeirra eru yfir lágmörkum.
Mismunurinn á ráðstöfunarfé
þessara íjölskyldna er því kominn
niður í 32.181 krónji eða rétt um 30
prósent.
100 prósent munur
færður niður í 23 prósent
En skatturinn greiöir einstæðum
foreldrum líka bætur í gegnum
vaxtabætur.
Ef reiknað er með að báðar fjöl-
skyldumar séu að kaupa íbúð sem
kostar um 5 milljónir og skuldi þar
af um 3,5 milljónir á um 6 prósent
vöxtum nema vaxtagreiðslur beggja
um 210 þúsund krónum á ári.
Við útreikning vaxtabóta koma
laun fyrra árs aftur við sögu. Bætur
til einstæða foreldrisins verða 142
þúsund á ári, eða 11.840 krónur á
mánuði. Bætur hjónanna eru hins
vegar tæplega 88 þúsund krónur, eða
7.304 krónur á mánuði.
Eftir þessar bætur er ráðstöfunarfé
einstæða foreldrisins orðið 118.750
krónur á mánuði en hjónanna 146.395
krónur. Mismunurinn er 27.645
krónur eða 23 prósent.
Þar með líkur ýmsum bótagreiðsl-
um frá ríki og borg. 100 prósent
tekjumismunur er kominn niður í
23 prósent.
Einstæða foreldrið með
80 þúsundum meira á ári
En allt þarf þetta fólk að borða og
klæða sig og það kostar sitt. Til er
alþjóðlegur stuðull um framfærslu
fjölskyldna. Samkvæmt honum er
einstaklingur 1,15 neyslueining, hjón
1,90 og hvert bam 0,65 neyslueining-
ar. Þessi stuðull er notaður við ýmiss
konar mat á framfærslu og tahnn vel
nothæfur við slíkt.
Samkvæmt þeim stuðli er fjöl-
skylda einstæða foreldrisins 2,45
neyslueiningar en fjölskylda hjón-
anna 3,20 einingar.
Eftir bætur frá ríki og borg er ráð-
stöfunarfé fjölskyldu einstæða for-
eldrisins samkvæmt þessu um 48.469
krónur á hverja einingu. Ráðstöfun-
arfé hjónanna er hins vegar 45.748
krónur á hverja einingu.
Samkvæmt þessu hefur ríki og
borg tekist að bæta einstæðum for-
eldrum upp aðstöðumuninn og gott
betur. I raun hefur einstæða foreldr-
ið það um 6 prósent betra en hjónin.
Sé miðað við ráðstöfunarfé hjónanna
á hverja neyslueiningu ætti einstæða
foreldrið að hafa um 112 þúsund
króna ráðstöfunarfé á mánuði til að
hafa það jafngott. Það hefur hins
vegar 6.667 krónum meira á mánuði,
eða um 80 þúsund krónur á ári.
Miðað við þetta dæmi, sem rakið
hefur verið hér, hafa stjórnvöld því
bætt aðstöðumun einstæðra foreldra
og gott betur. Þau styrkja einstætt
foreldri með tvö börn um 80 þúsund
á ári til viðbótar.
440 þúsund á
ári fyrir skilnað
Eins og gefur að skilja svindla
margir á þessum bótum til einstæðra
foreldra enda er um umtalsverðar
fjárhæðir að ræða.
Gerum ráð fyrir að hjónin okkar
skilji til að auka tekjur sínar. Heim-
ilsfaðirinn flytur lögheimili sitt til
foreldra sinna og tekur að greiða
meðlag með börnum sínum. Eftir
ofangreint dæmi er ráðstöfunarfé
móðurinnar 118.750 krónur eins og
einstæða foreldrisins í dæminu. Fað-
irinn fær hins vegar 93.589 krónur á
mánuði, eða 64.815 eftir skatta og
meðlag. Þetta leggst viö ráðstöfun-
arfé móðurinnar og því verður ráð-
stöfunarfé íjölskyldunnar 183.565
krónur á mánuði. Það er 37.170 krón-
um meira en þau höfðu áður en þau
skildu. Það jafngildir 446 þúsund
krónum á ári.
Eins og sjá má af ofangreindu dæmi
eru bætur til einstæðra foreldra
orðnar töluverðar. Það er jafnvel
spurning hvort ekki sé þegar búið
að jafna aðstöðumun einstæðra for-
eldra og hjóna og jafnvel gott betur.
Þetta er athyglisvert þar sem Ólafur
Ragnar Grímsson ijármálaráðherra
hefur lýst þeirri skoðun sinni að nota
eigi skattakerfið til enn frekari tekju-
jöfnunar og þar með auka enn á
bætur til einstæðra foreldra. í ljósi
dæmisins virðist slik yfirlýsing frek-
ar vera tilraun stjórnmálamanns til
að auka fylgi sitt en að hún sé sprott-
in af einhverri efnahagslegri þörf í
þjóöfélaginu.