Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Side 34
46
FÖSTUDÁGUR 3. ÁGÚST 1990.
Afmæli
Kristján R. Ólafsson
Kristján R. Ólafsson, baövörður í
íþróttahúsinu á Akranesi, Prest-
húsabraut 34, Akranesi, er sextugur
í dag. Kristján fæddist á Suðureyri
við Súgandafjörð og bjó þar fyrstu
árin en fluttist svo til Akraness.
Kristján kvæntist 29. mars 1969
Fjólu Runólfsdóttur, f. 31. október
1930. Foreldrar Fjólu voru Runólfur
Guðmundsson, Gröf, Skilmanna-
hreppi, Borgarfirði, og Þórunn
Markúsdóttir og eru þau bæði látin.
Synir Kristjáns og Fjólu eru tveir;
Heimir f. 9. janúar 1969, vélvirki, og
Eyþór, f. 22. september 1970, mat-
reiðslunemi. Systkini Kristjáns eru
tvö; Arnór, f. 13. maí 1929, múrara-
meistari, en hann var giftur Maríu
Ágústsdóttur, f. 9. janúar 1930, d. 10.
júh 1977, og eiga þau fimm börn, og
Erna Gréta, f. 10. ágúst 1938, gift
Jóni Skafta Kristjánssyni vélstjóra,
f. 16. ágúst 1937, og eiga þau þrjú
börn.
Foreldrar Kristjáns voru Ólafur
Jónsson vélstjóri, f. 3. nóvember
1906, d. 19. september 1976, og Sigríö-
ur Örnólfsdóttir, f. 18. ágúst 1907,
d. 21. janúar 1988. Ólafur var sonur
Jóns, b. á Gelti í Súgandaflrði, Guð-
mundssonar, b. á Gelti, Ásgríms-
sonar, skipstjóra á ísafirði, Guð-
mundssonar, b. í Minnihlíð, Ás-
grímssonar, b. í Arnardal, Bárðar-'
sonar, b. í Amardal, Illugasonar,
ættfóður Arnardalsættarinnar.
Móðir Guðmundar á Gelti var Guð-
rún Einarsdóttir, b. í Tungu, Ás-
grímssonar, bróöur Guðmundar í
Minnihlíð. Móðir Jóns var Guðrún
Ólafsdóttir, b. í Bæ, Lárentíusarson-
ar, b. á Gelti, Hallgrímssonar, b. á
Gelti, Lárentíusarsonar, b. á Hóli í
Bolungarvík, Erlendssonar, sýslu-
manns á Hóli, Ólafssonar, bróður
Jóns Grunnvíkings. Móðir Ólafs var
Arnfríður Guömundsdóttir, b. á
Laugum, Guðmundssonar. Móðir
Guðmundar var Herdís Árnadóttir,
b. í Dalshúsum, Bárðarsonar, bróð-
urÁsgríms.
Sigríður var dóttir Örnólfs, verka-
manns og sjómanns á Suðureyri í
Súgandafirði, Jóhannessonar, sjó-
manns á Suðureyri, Albertssonar,
b. og sjómanns á Gilsbrekku í Súg-
andafirði, Jónssonar, b. á Kaldá í
Önundarfirði, Ólafssonar, b. á Eyri,
Magnússonar, bróður Jóns, langafa
Friðriks, afa Hannesar Hlífars Stef-
ánssonar skákmeistara. Móðir Al-
berts var Elín, systir Halldórs, lang-
afa skáldanna Guðmundar Inga,
Halldórs og Ólafs Þ., skólastjóra,
Kristjánssona. Elín var dóttir Ei-
ríks, prests á Stað í Súgandafirði,
Vigfússonar og konu hans, Ragn-
heiðar Halldórsdóttur. Móðir Jó-
hannesar var Guðfinna, systir 111-
uga, langafa Páls Halldórssonar
organista. Guðfinna var dóttir Þor-
leifs ríka, b. á Suðureyri, Þorkels-
sonar og konu hans, Valdísar, syst-
ur Guðrúnar, langömmu Sveins, afa
Benedikts Gröndal sendiherra.
Valdís var dóttir Örnólfs ríka, b. á
Suðureyri, Snæbjömssonar og konu
hans, Elínar Illugadóttur, b. á Laug-
um í Súgandafirði, Jónssonar, bróö-
ur Bárðar Illugasonar, ættfóður
Arnardalsættarinnar. Móðir Örn-
ólfs Jóhannessonar var Sigríður
Jónsdóttir, systir Guðnýjar, ömmu
Jónu, ömmu Ólafs Þórðarsonar al-
þingismanns og Kjartans Ólafsson-
ar, fyrrv. alþingismanns. Önnur
systir Sigríðar var Guðmundína,
amma Gils Guðmundssonar, fyrrv.
alþingismanns. Móðir Sigríðar var
Margrét Guðnadóttir, sjómanns á
ísafirði, Jónassonar, formanns á
ísafirði, Jónssonar, b. á Eyri í Seyð-
isflrði, Sveinssonar. Móðir Guðna
var Svanfríður Jónsdóttir, vinnu-
manns í Vatnsfirði, Sigurðssonar og
konu hans, Guörúnar Sigurðardótt-
ur. Móöir Margrétar var Helga Pét-
ursdóttir, b. á Kvíanesi í Súganda-
firði, Borgarssonar og konu hans,
Agnesar Aradóttur, b. á Kvíanesi í
Súgandafirði, Þorkelssonar, b. á
Hjöllum í Gufudalssveit, Bjamason-
ar, b. á Kollabúðum í Þorskafirði,
Jónssonar, b. í Múlakoti, Björnsson-
ar, b. í Gröf á Höfðaströnd, Jónsson-
ar, b. í Gröf, Stígssonar, prests i
Miklabæ, Björnssonar. Móðir Þor-
kels var Guðlaug Brandsdóttir, b. í
Kristján R. Ólafsson.
Skáleyjum, Sveinssonar, bróður
Brands, langafa Eggerts Ólafssonar
skálds. Móðir Ara var Sigríður Guð-
mundsdóttir, lögréttumanns á Hvoli
í Saurbæjarhreppi, Lýössonar, og
konu hans, Sigríðar Loftsdóttur.
Móðir Agnesar var Guðný Páls-
dóttir, systir Guðrúnar, langömmu
Halldóru, ömmu Halldóru Ingólfs-
dóttur, ekkju Kristjáns Eldjám for-
seta. Kristján tekur á móti vinum
og vandamönnum á heimili sínu
milli klukkan 15.00 og 19.00 á af-
mælisdaginn.
Jóhannes Gilbert Leoson
Jóhannes Gilbert Leoson, fyrrver-
andi vélstjóri, Njarðvíkurbraut 21,
Innri-Njarðvík, verður sjötíu og
fimm ára sunnudaginn 5. ágúst.
Jóhannes fæddist í Famien í Fær-
eyjum og ólst þar upp. Hann stund-
aði bamaskólanám þar og var auk
þess tvo vetur í kvöldskóla og nam
dönsku, ensku, skrift og reikning.
Jóhannes lærði járnsmíði í þrjá vet-
ur hjá Jörgen Mortensen í Tvör-
oyre. Þrettán ára gamall byijaði
hann sjómennsku, fyrst sem háseti
á skútu en svo tvö ár á skonnortu.
Eftir það starfaði hann ætíð sem
vélstjóri þegar hann fór á sjó. Þegar
stríðið skall á var Jóhannes á skútu
er Elín hét og keyptu þeir fisk á ís-
landi og sigldu með til Englands. í
þessum ferðum komust þeir oft í
hann krappan og í einni feröinni
lést kokkurinn af skotsámm. Oft
þurftu þeir að þræða kortalögð
tundurduflasvæði til að komast leið-
ar sinnar. Eftir stríö hóf Jóhannes
vinnu í landi, ók leigubifreið og
vörubifreið í þijú ár og vann við
húsasmíðar í sjö ár í Þórshöfn. Síð-
an hefur hann stundað sjómennsku
og verið vélstjóri á vertíöarbátum
við ísland. Árið 1966 fluttist Jóhann-
es með fjölskyldu sína til íslands.
Fyrsta árið bjuggu þau í Grindavík
en eftir það í Njarðvík. Jóhannes
hetur verið vélstjóri á ýmsum bát-
um en hætti sjómannsstörfum um
sjötugt og starfaöi þá eitt ár á lager
hjá Herði hf. í Ytri-Njarðvík og tvö
ár í Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Jó-
hann hætti alfarið störfum 1985.
Jóhannes kvæntist þann 7. des-
ember 1950 Birthe Helenu Leoson,
verkakonu oghúsmóður, f. 9. októb-
er 1923. Foreldrar Birthe eru Niclas
Pauli Hansen og Sigrid Hansen frá
Færeyjum sem bæði eru látin.
Börn Jóhannesar og Birthe eru:
Jensína Leó, verkakona í Keflavík,
f. 8. október 1952, gift Þór Magnús-
syni og eiga þau tvö börn; Nikulás
Leó, sjómaður, f. 11. mars 1954, en
hann á tvö börn; Jóhann Leó, hús-
vörður, Danmörku, f. 23. júlí 1957,
sambýliskona hans er Anna Kjart-
ansdóttir og eiga þau tvö börn; og
Jóhannes Leó, sjómaður í Innri-
Njarðvík, f. 6. desember 1962.
Birthe átti einn son fyrir hjóna-
band, Eyvind Hansen, f. 23. október
1946, d. 1966, en hann ólst aö mestu
upp hjá foreldrum hennar.
Systkini Jóhannesar em: Anna
Malena en hún er látin, fyrrverandi
verkakona í Færeyjum, fyrri maður
hennar var Klemens Jóhannesen og
áttu þau átta börn, síðari maður
hennar var Björgvin Pálsson, Sand-
gerði; Karolina, verkakona og mat-
reiðslukona í Færeyjum, gift Al-
binns Jóhannesen og eiga þau níu
böm; Jens Mikael en hann er lát-
inn, fyrrverandi sjómaður í Færeyj-
Jóhannes Gilbert Leoson.
um, giftur Önnu Godtfred og eiga
þau þrjú börn; Sofus, sjómaður í
Færeyjum, fyrri kona hans var
Anna en hún er látin og síðari kona
hans er Ella; Júiía, húsmóöir og
verkakona í Færeyjum, fyrri maður
Solberg Fornagard og áttu þau fjög-
ur börn, núverandi sambýlismaður
er Lennard Jacobsen.
Foreldrar Jóhannesar eru Johann
Ludvig Marins Leo sjómaður og
Elsebet Maria húsmóðir, bæði frá
Famien í Færeyjum.
Jóhannes tekur á móti gestum í
safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík
á afmælisdaginn milh klukkan 17
og21.
Agúst Arnason.
hálfbróðir, f. 23. október 1949, stafs-
maður tæknideildar Rafmagnsveitu
ríkisins á Hvolsvelli, maki hans er
Dorothea Antonsdóttir; Helga Mar-
teinsdóttir, stjúpsystir, f. 15. ágúst
1945, klínikdama á Seltjarnarnesi,
maki hennar er Dagnýr M. Marinós-
son vélstjóri og eiga þau þrjár dæt-
ur.
Faöir Ágústs er Ámi Jónsson, f.
17. júní 1896, fyrrverandi bóndi í
Holtsmúla, Landi, Rangárvalla-
sýslu, nú búsettur á Selfossi. Móðir
Ágústs var Ingiríöur Oddsdóttir, f.
13. maí 1887, d. 24. febrúar 1937.
Ágúst verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Ágúst Ámason
Ágúst Árnason skógarvörður,
Hvammi, Skorradal, er sextugur i
dag.
Agúst fæddist í Holtsmúla, Land-
hreppi, Rangárvallasýslu, og ólst
þar upp. Hann var í námi í Skóga-
skóla 1949-1951, Tarna Folkhög-
skola, Svíþjóð, 1951-1952 og Malma
Plantskola, Svíþjóð, 1952. Agúst hóf
störf hjá Skógrækt ríkisins að
Tumastöðum í Fljótshlíð áriö 1953
en var við skóla Skógræktar ríkisins
1953-1955. Árið 1958 starfaði hann
hjá bandarísku skógaþjónustunni á
Forest Genetic Labaratory Placer-
ville. Frá 1959 hefur Ágúst starfað
fyrir Skógrækt ríkisins að Hvammi
í Skorradal.
Ágúst kvæntist 3. desember 1960
Ólöfu Svövu Halldórsdóttur, f. 8.
febrúar 1941, matráðskonu. Foreldr-
ar hennar eru Ágústa Gísladóttir og
Halldór Jónsson á Drangnesi en síð-
ar húsvörður í Kópavogsskóla.
Böm Ágústs og Olafar era: Friðrik
Ingi, f. 24. júní 1961, vélstjóri; Halld-
óra, f. 30. mars 1963, myndmennta-
kennari í Kópayogi, maki hennar
er Sigurður Orri Steinþórsson sem
er í tæknifræðinámi og eiga þau
einn son; Björk f. 1. mars 1965, gift
Ingimundi E. Grétarssyni, verk-
stjóra í Hvammi, Skorradal, og eiga
þau þijú börn; og Edda Lind, f. 21.
febrúar 1971, menntaskólanemi.
Alsystkini Ágústs voru sjö, einn
hálfbróöir samfeðra og ein stjúp-
systir. Öll era þau á lífi nema einn
bróöir sem lést ungur. Systkinin
eru: Oddur, f. 29. júní 1921, heila-
skurðlæknir í Gautaborg, kona
hans er Hulda Ágústsdóttir og eiga
þau þijú böm; Jóna Gíslunn, f. 2.
ágúst 1922, maki hennar er Sveinn
Ólafsson, myndskeri í Reykjavík, og
eiga þau þrjú börn; Inga Guðrún, f.
3. september 1923, maki hennar er
Einar S. Bergþórsson, smiður í
Reykjavík, og eiga þau fimm börn;
Guðmunda, f. 29. ágúst 1924, maki
hennar er Oddur Guðmundsson,
bhkksmiður í Reykjavík, og eiga
þau sex böm; Ingibjörg, f. 26. ágúst
1925, maki hennar er Olgeir Sigurðs-
son, vaktmaður í Reykjavík, og eiga
þau fjögur börn; Lilja, f. 16. ágúst
1926, maki hennar er Loftur Jó-
hannsson, vélstjóri á Ljósafossi, og
eiga þau flmm börn; Ágúst, f. 13.
ágúst 1927, dó ungur; Þorsteinn,
Til hamingju med afmaelið 3. ágúst
95 ára 50 ára
Kristín Jónsdóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. Eiríkur Jónmundsson, Hraunbæ 180, Reykjavik. Hann verðuraðheiman. ÖlverSkúlason, Mánagötu 15, Grindavík. Lilja Lárusdóttir,
85 ára
Sigurbjörg Þorláksdóttir, Lönguhhð 3, Reykjavík. Skarðsbraut 11, Akranesi. 40ára Páll Guðmundsson,
80 ára
Ingibjörg Indriðadóttir, Heiðarvegi 10, Selfossi. Ljósheimum 22, Reykjavík. Eggert Eggertsson, Brú, Suðurgötu, Reykjavík.
75 ára Þórir Lúðvíksson, Flúðaseh 89, Reykjavík. Guðfinna Steinunn Svavarsdótt- ir, Stangarholti 5, Reykjavík. Elin Richardsdóttir, Vallhólma 2, Kópavogi. Marta Oddsdóttir, Kvisthagal4, Reykjavík. Jónas Lúðvíksson,
Aðalbjörn Aðalbjörnsson, Skólavörðustíg24A, Reykjavík. Jón Pétursson, Þórunnarstræti 87, Akureyri.
60 ára
Brynleifur Jóhannesson, Baugholti20, Keflavik. Ægisgrund 14, Garðabæ.
Til hamingju með afmælið 5. ágúst
90 ára 50ára
Björn Guttormsson, Laugarási 17 A, Egilstöðum. Kristjana Jónsdóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. Guðrún Kristjánsdóttir, Boðagerði 11, Kópaskeri. Ingvar Anton Antonsson, Hhðarvegi24, ísafirði. Guðbj örg Svala Guðnadóttir, Tjarnargötu 10, Sandgerði. Guðmundur B. Guðbjarnason, Dalseli5,Reykjavík. Kristinn Jónsson, Þvervegi 8, Stykkishólmi.
85ára
S vava Sigurðardóttir, Hringbraut50, Reykjavík, Garðar Vilhjábnsson, Austurbyggö 17, AkureyrL 40ára Stefán Sveinbjörnsson, Bergi, Grímseyjarhreppi. Manus Saifah, Kjarrhólma 26, Kópavogi.
75 ára
Guðlaugur Eyj ólfsson, Álftahólum 2, Reykjavík. Oddsteinn Pálsson, Bústaöabraut 9, Vestmannaeyjum. Sólveig Adamsdóttir, Lerkilundi 5, Akureyri. Sigurlaug Jónsdóttir, Hrólfsskálavör 9, Seltjarnar- nesi. Oddur H. Fjalldal, Bakkaseh 24, Reykjavík. Nanna Sæmundsdóttir, Reykási 9, Reykjavik. Steingrímur Haraldsson, Fífumýri 12, Garðabæ. Hafsteinn Grétar Guðfinnsson, Brimhólabraut 34, Vestmannaeyj-
70 ára
Hans P. L. Andrésson, Ölduslóð 32, Hafnarfirði. Hann verður að heiman. óskar Bjarnason, Hásteinsvegi38, Stokkseyri Hörður Bjarnason, Skagabraut 37, Akranesi. Ólína Helga Friðriksdóttir, Gautlandi21, Reykjavík.
60 ára Richard Ásgrímsson, Efstahjaha 19, Kópavogi.
Kristín Albertsdóttir, Eiðsvallagötu 28, Akureyri.