Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Síða 37
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990.
49
Lífsstni
y # h
GÚRKUR
Bónus
m
245 127
VINBER
§■
4
11
399 335
KARTOFLUR
ce
3
C
'O
0Q
136 87.50
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Verð á íslensku græn
fer lækkandi
meti
Islenska grænmetíð, sem var mjög
dýrt þegar það kom á markaðinn, fer
nú óðum lækkandi þótt ekki sé það
orðið ódýrt. Innlendar kartöflur fást
nú einnig í nær öllum verslunum en
þær eru litlar enn sem komið er.
Gulrætur fást ekki alls staðar þar
sem innflutningur hefur verið stöðv-
aður en innlend framleiðsla annar
ekki eftírspurn. Helstu breytingar,
sem orðið hafa á verðlagningu frá
því í síöustu viku, eru þær að sveppa-
verð hefur lækkað nokkuð en búist
er við að það sé tímabundið og að
það fari hækkandi aftur.
Kílóverð á tómötmn er lægst hjá
versluninni Fjarðarkaupi í Hafnar-
firði og kostar það 165 krónur. Bónus
selur kílóið á 175 krónur, Mikligarð-
ur á 228 krónur, blómaverslunin
Blómaval á 245 krónur og hæsta verð
er hjá Hagkaupi en þar kostar kílóið
255 krónur. Er 55% munur milli
hæsta og lægsta verðs. Meðaíverð
þessa viku er rúmar 213 krónur en
var 206 krónur í síðustu viku.
Munur á hæsta og lægsta verði á
gúrkum er 93% sem er þónokkuð ef
það á að spara við sig í innkaupum.
Er meðalverð nú 204 krónur. Lægsta
verð var að finna í versluninni Bónus
við Faxafen en þar kostaði kílóið 127
krónur. Hæsta verð er 245 krónur
hjá versluninni Blómavali. Mikh-
garður selur gúrkurnar á 215 krón-
ur, Fjarðarkaup kemur rétt á eftir
og kosta þær þar 216 krónur. Hag-
kaup var ekki miklu hærri en þar
kostar kílóið 219 krónur.
Sveppir hafa lækkað nokkuð og eru
á tilboði á nokkrum stöðum. Gæðin
virðast ekki vera lakari en áður og
hefur ágætt framboð af vörunni leitt
til lægra verðs að sögn verslunar-
manna. Bónus er með lægsta verðið,
eða 236 krónur kílóið. Fjarðarkaup
er með kílóið á 275 krónur, Mikli-
garður á 288 krónur, Hagkaup á 299
krónur og Blómaval rekur lestina
með 420 krónur. 78% munur er á
hæsta og lægsta verði og er meðal-
verð 303 krónur.
Lægsta verð á grænum vínberjum
er 335 krónur og er það að finna hjá
Hagkaupi. Hæsta verðið er aftur á
mótí hjá Miklagarði sem selur þau á
399 krónur. Verslunin Fjarðarkaup
Nú fer íslenska grænmetið að verða alls ráðandi á markaðnum og hefur
innflutningur verið stöðvaður að mestu. DV-mynd GVA
selur kílóið á 336 krónur en ekki eru
græn vínber fáanleg hjá Bónus og
Blómavali. Von var á þeim hjá síðar-
nefndu
versluninni þó þau hefðu ekki fengist
í bili. Meðalverð er tæpar 357 krónur.
Hæsta verð á grænni papriku var
að finna hjá versluninni Hagkaupi
og kostar kílóið þar 449 krónur. Það
lægsta er hjá Bónus, eða 261 króna.
Munurinn er töluverður á hæsta og
lægsta verði, eða 72%. Mikligarður
selur kílóið á 438 krónur og er Fjarö-
arkaup meö mjög svipað verð en þar
er kílóið á 439 krónur. Græna paprik-
an fékkst ekki hjá Blómavali en þar
var þó að finna gular paprikur.
Nú liggja erlendar kartöflur við
hlið þeirra íslensku og sýnir grafið
hér á síðunni verð á þeim útlensku.
Verðmunur er ennþá verulegur en
búið er að stöðva innflutning á kart-
öflum frá öðrum löndum þar sem
þær íslensku standa nú víðast hvar
til boða. Innflutningur á erlendu
grænmetí er einungis leyft þegar það
íslenska er ekki til staðar eða annar
ekki eftirspurn eins og margir kann-
ast við.
Meðalverð erlendu kartaflnanna
er 105 krónur og er lægsta verðið að
finna í Bónus en þar fæst kílóið á 87
krónur og 50 aura. Áfram er sama
verð hjá verslununum Hagkaupi og
Miklagarði en þar kostar kílóið 99
krónur og 50 aura. Fíarðarkaup selur
kflóið á 104 krónur og 50 aura en
Blómaval er með hæsta verðið og
kosta kartöflurnar þar 135 krónur
og 50 aura. 55% munur er á hæsta
og lægsta verði.
íslensku kartöflurnar eru mun
dýrari, eins og áður sagði, og er með-
alverð a þeim 145 krónur. Lægsta
verð er hjá Bónus og kostar kílóið
106 krónur. Eru það rauðar kartöfl-
ur. Næst lægsta verðið er hjá Fjarð-
arkaupi þar sem þær kosta 128 krón-
ur, í Miklagarði er kílóverðið 129
krónur, 169 krónur í Hagkaupi en 193
krónur hjá Blómavali.
Nú fæst eingöngu íslenskt blómkál
í verslunum og er það ódýrast hjá
Fjarðarkaupi á 240 krónur. Blómaval
kemur þar rétt á eftir og kostar kfló-
ið þar 242 krónur. í Miklagarði er
kílóið á 248 krónur og kostar þaö 259
í Hagkaupi. Bónus selur ekki blóm-
kál.
Von var á nýju grænmeti í nær
allar verslanirnar og var viðbúið að
verðmyndibreytasteitthvað. -tlt
Sértilboð og afsláttur:
Gosdrykkir og aftur gosdrykkir
Alls staðar eru gosdrykkir á góðu
verði þessa vikuna. Er ástæðuna
sennilega að finna í því að það hefur
sýnt sig að margan íslendinginn
þyrstir mjög um verslunarmanna-
helgina. Fjölmargir bregða sér út á
land í sumarbústað eða útflegu og er
þá gott að hafa svaladrykk með í
ferðina. Ýmissa annarra grasa gætir
þó einnig í tilboðum vikunnar en
greinilegt er að verslunareigendur
taka mið af þörfum viðskiptavina
sinna þessa mestu ferðahelgi ársins.
Hjá versluninni Fjarðarkaupi er til
alls kyns kex á tflboðsverði og einnig
eru gosdrykkir þar á hagstæðu verði.
Þar fást lítil handklæði sem getur
verið gott að hafa við höndina og
kostar stykkið af þeim 95 krónur.
Svokallaðir „póló“ bolir fást þar á
426 krónur, svona ef það skyldi viðra
vel. 50 burðar- og ruslapokar í pakka
kosta 150 krónur og eru þeir merktir
verslunixmi. Handhægt getur verið
að hafa þá með í ferðalagið. Fleira
og fleira var þar að finna á tilboðs-
verði.
Hjá versluninni Hagkaupi eru
vikutflboð í gangi og eru Papco eld-
húsrúllur þar á meðal á 169 krónur.
Gos var á sérstöku verði og kostar
til að mynda kippa af Coke í 'A lítra
umbúðum 360 krónur, l'Á lítri af ís-
cola er á 107 krónur, sama magn af
RC Cola á 11F krónur og Sinalco á
110 krónur. Þykkvabæjarnasl er á
159 krónur pokinn og inniheldur
hann um það bil 140 grömm. Pylsur,
salat og maískorh eru einnig á vikut-
ilboðsverði. Útsalan er enn í fullum
gangi hjá versluninni og fást þar föt
á alla fjölskylduna á niðursettu
verði.
Hjá Blómavali er ekki að finna vör-
ur á tilboðsverði enda verslunin af
allt öðrum toga. Þar sem grænmetis-
torgið er má hins vegar finna vöru-
tegundir sem ekki fást í stærri versl-
Kannið tilboðin hverju sinni. I þess-
ari viku eru það gosdrykkir sem eru
á góðu verði á flestum stöðum.
unum. Má þar nefna framandi krydd
ýmiss konar og olíur til matargerðar.
Heflsufæði er þar ráðandi í hillunum
og má þar á meðal finna heilhveiti,
spaghetti og kínverskar núðlur.
Jurtate er einnig til í ágætu úrvali
og annað sem telst til heflsusamlegra
fæðutegunda.
Verslunin Bónus býður gott verð
að vanda. Þar kostar pokinn af
Þykkvabæjarnasli 159 krónur en það
er sama verð og Hagkaup býður.
Flögur frá Maruud eru á 134 krónur
hver poki og inniheldur hver þeirra
100 grömm. Gosdrykkir í 2 lítra um-
búðum er að finna í hillum verslun-
arinnar og kostar kókflaskan 132
krónur. í Hafnarfirði, þar sem Bónus
hefur opnað nýja verslun, er opnun-
artilboð á þessari sömu vöru og kost-
ar 2 lítra kókflaska 99 krónur. 6
stykki af HI-C kosta 91 krónu. Ef
grflla skal um helgina er hægt að
kaupa kol í versluninni fyrir 269
krónur (4'/2 kíló).
Mikligarður er einnig með gos-
drykki á hagstæðu verði og eru kart-
öfluflögur frá Maruud þar á tilboði.
Kostar pokinn af því 144 krónur.
Kjúkhngar eru á tflboðsverði og
kostar kílóið af þeim 498 krónur.
Grillpylsur eru á 599 krónur kílóið
og hamborgarar eru á 59 krónur með
brauði. Kflóverð á banönum er áfram
98krónur. -tlt
Paprika
Verð í krónum
J«n. F»b. Mar* Aprl Mal Júnl Jóll Agi*!