Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Side 4
1 LAubARDAGUR ll. ÁGUST 1990. Fréttir Óánægja hrossabænda með breyttar forsendur kynbótadóma: Breyttar forsendur aldrei ræddar í hrossaræktarnefnd - hópur bænda sýnir ekki verði Kristinn Hugason í dómnefnd „Við erum óánægðir með að það virðast hafa verið settar fram nýjar forsendur um byggingarlag ís- lenskra hrossa sem alls ekki er búið að samþykka í hrossaræktarnefnd Búnaðarfélags íslands. Hrossarækt- arnefndin á samkvæmt lögum að móta stefnuna í hrossarækt og þar hefur aldrei komið upp á borð að breyta ætti forsendum dóma fyrir byggingarlag. Ef breyta á forsendum dóma verður aö ræða það í nefndinni fyrst. Það virðist hins vegar hafa orðið kúvending í dómum fyrir bygg- ingu hvað varðar bak og lend, sam- ræmi, fótagerö og réttleika. Dómar fyrir þessa íjóra þætti eru orðnir allt öðruvísi og mun strangari en þeir voru,“ sagði Einar E. Gíslason, bóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og annar tveggja fulltrúa hrossabænda í hrossaræktarnefnd Búnaðarfélags- ins, í samtali við DV. Meirihluti fulltrúa í híossaræktar- nefnd og fjórir fulltrúar landshluta hittu búnaðarmálastjóra og stjóm Búnaðarfélagsins á fundi fyrr í vik- unni. Á fundinum var lögð fram ályktun þar sem óskað er eftir skýr- ari verkaskiptingu milli landsráðu- nauta í hrossarækt og að fram- kvæmd kynbótadóma verði endur- skoðuð, sérstaklega frá þessu ári. Þá er óskað eftir að hægt verði að aftur- kalla dóma frá þessu ári. Fundurinn stóð í þijá tíma en án þess að ákvarð- anir í málinu væm teknar. Mikil óánægja Ályktunin kemur í kjölfar mikillar óánægju hrossabænda með störf kynbótadómnefndar Búnaöarfélags- ins sem dæmdi kynbótahross fyrir landsmót hestamanna. Óánægjan er sérstaklega varðandi breyttar for- sendur dóma fyrir byggingarlag hesta og beinist sérstaklega gagnvart Kristni Hugasyni, oddamanni og rit- ara hrossaræktarnefndarinnar. í DV fyrr í sumar var frétt þess efnis að hrossabændur hygðust segja sig úr Búnaðarfélaginu vegna harðra dóma. Einar segir úrsögn úr Búnað- arfélaginu hins vegar vera versta kostinn. Æskilegast væri að taka á þessum ágreiningsmálum sem fyrst og halda samstarfmu við Búnaðarfé- lagið áfram. „Dómamir hafa verið harðir lengi vel og óeðlilega harðir að okkar mati. Þaö þjónar hins vegar ekki neinum tilgangi að hafa harða dóma. Það fælir menn frá sýningum og víst að ekki koma út úr því betri kynbóta- hross. Reyndar hefur verið ágrein- ingur um þessi mál í áraraðir en nú bregður svo við að einkunnirnar hafa lækkað verulega, sem sést þegar einkunnir sambærilegra hópa hesta frá í ár og frá í fyrra eru bornar sam- an. Flestir hrossaræktarmenn finna geysilega fyrir ströngum einkunna- gjöfum og þær koma sérstaklega nið- ur á hestum sem sýndir eru í fyrsta skipti." Sýna ekki Kristni Einar á ekki von á að á næstu vik- um gerist nokkuð í kjölfar fundarins með stjóm Búnaðarfélagsins og bún- aðarmálastjóra. Hann á von á að nokkur tími líði áður en tekið verði á því. Hrossabændur geti hins vegar sýnt viðhorf sitt til starfa kynbóta- dómnefndar. „Ég veit um hóp bænda sem ætla ekki að sýna hross verði Kristinn Hugason í dómnefndinni." Fyrir utanaðkomandi getur virst sem hér deili menn um keisarans skegg en Einar fullvissar blaðamann að svo sé ekki. Gífurlegu máli skipti að fá hest dæmdan í ættbók. Þar geti einkunnarbrot skipt tugum og jafn- vel hundruðum þúsunda fyrir hrossabændur. Þegar hestur nálgast fyrstu einkunn fara einkunnabrotin hins vegar að skipta milljónum. Einar segir að erlendis sé ein- kunnakvarðinn notaður á rýmri hátt, einkanlega í Þýskalandi. „Þar selja menn kynbótahross til Bandaríkjanna og annað þar sem erfitt er að sannfæra útlendinga um að okkar hross séu betri en hin ef einkunnin er ekki nógu góð.“ -hlh Togarinn Már SH frá Ólafsvik. Enn einn lífróðurinn til að halda togaranum er nú róinn. Ólafsvík: Reyna að halda togaranum heíma „Hlutafjársjóður hafnaði okkur af tveimur ástæðum. Önnur er sú að Útver er eingöngu útgerðarfyrirtæki og hin var sú að togarinn kemur aðeins með 20 prósent af þeim afla sem kemur hér að landi. Þeir töldu hann því ekki mjög mikilvægan fyrir okkur. Þessu erum við ekki sam- mála,“ sagði Ólafur Gunnarsson, stjórnarformaður Útvers hf. og fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafs- víkur. Eins og kom fram hjá Ólafi hafnaöi Hlutafiársjóður beiðni Ólafsvíkinga um aðstoð vegna reksturs Útvers. Fyrirtækið á og gerir út togarann Má SH127. Forráðamenn fyrirtækis- ins reyna nú allar leiðir til að halda togaranum heima. Rekstrarstaða hans er mjög erfið. Á skipinu hvíla skiddir sem eru yfir 400 milljónir króna. Það eru aðallega þrír aðilar sem eiga skuldirnar, Ríkisábyrgða- sjóður, Landsbankinn og Fiskveiða- sjóður. Ólafsvíkurbær á 40 prósent í fyrirtækinu og bæjarsjóður er í ábyrgðum fyrir um 70 milljónum króna vegna togarans. „Það liggur ekki fyrir hvað verður gert. Þetta hefur gengið svona lengi. Það er til mikið af skipum sem svipað er ástatt um. Við höfum reynt að ýta á þetta eins og við möguiega get- um,“ sagði Ólafur Gunnarsson. Samkvæmt heimildum DV er helst talað um þrjár leiðir vegna vanda Útvers. Ein er sú að fara með fyrir- tækið í gjaldþrotaskipti. Önnur leið- in er sú að felldar verði niður skuld- ir fyrir um 200 milljónir króna. Ef sú leið verður farin þurfa stjórnvöld að grípa inn í. Ólíklegt er að sú leið verði farin. Þriðja leiðin, sem rætt er um, er sú að dráttarvextir, 30 tfi 40 milljónir, verði felldir niður. Talið er aö sú leiö dugi skammt. Ef af verö- ur er talið að vandi fyrirtækisins verði svipaður eftir um eitt ár. Það er ekki nýtt að barist sé fyrir því að halda Má heima. Hann er eini togarinn sem gerður er út frá Ólafs- vík og hefur mikið að segja í atvinnu- lífinu á sumrin og haustin, að sögn Ólafs Gunnarssonar. í Ólafsvík eru margir vertíðarbátar og því er mikil atvinna þar á veturna. Þó hefur bát- um fækkað mikið. Á þessu ári hafa verið seldir þrír bátar frá Ólafsvík og annarri stærstu fiskvinnslunni hefur verið lokað. Á síðasta ári fækk- aði bátum einnig. Ólafsvíkurbær getur illa tekið á sig þær 70 milljónir sem bæjarsjóður er ábyrgur fyrir vegna togarans. Bæjar- sjóöur skuldar þegar yfir 200 milljón- irkróna. -sme LÍÚ viU afskipti ráðuneytis vegna loðnukvótaverslunar: Erum að keppa við styrki EB - segirSveinnHjörturHjartarsonhjáLÍÚ „Auðvitað eru þessi 40.000 tonn bara keypt út á styrk frá Evrópu- bandalaginu. íslenskir útvegsmenn eru auðvitað óánægðir vegna þess að þetta er þvert á þau fyrirheit sem við höíðum. Við fengum þriðjung af þessum kvóta í fyrra og höfðum ádrátt um að við fengjum góða hlut- deild í þessum kvóta og gætum keypt hann á svipuðu verði og hinir," sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræð- ingur hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, en megn óánægja er hjá sambandinu vegna þess hvernig staðið var að loðnukvótasölu Græn- lendinga. Grænlendingar fá loðnukvóta upp á 66.000 tonn og þar af fær EB 40.000 tonn. Sveinn segir að í raun sé engin leið að keppa um þennan kvóta vegna þess að styrkir EB séu svo viðamiklir að allt verðlag á þessum kvóta sé stórlega brenglað'. Sagði hann að EB greiddi um 36 krónur fyrir kílóið af loðnu á meðan LÍÚ- ihönnum þætti nærri lagi að greiða 4 Krpnur. Það er hins vegar það sem eftir er sem LÍÚ vill fá aðgang að. En í stað þess að fá 21.000 tonn, eins og í fyrra, eru þau 6.500 tonn, sem Einar Guð- finnsson hf. í Bolungarvík fékk, það eina sem íslenskir útvegsmenn bera úr býtum. Að sögn Sveins var sjávarútvegs- ráðuneytinu kynnt málið um leið og LÍÚ-menn greindu frá óánægju sinni yfir því hvernig staðið var að sölu kvótans. Munu útvegsmenn vænta þess að ráðuneytiö mótmæli kvóta- sölunni. -SMJ Það fer vel á með þessum vinum. Bæði starfa þau í spönskum sirkus sem nú sýnir í Reykjavik. Þetta er annað árið í röð sem sirkusinn kemur i heim- sókn til íslands. Auk trúða, loftfimleikamanna og annarra nauðsynlegra furðuvera í sirkus eru krókódílar, slöngur og kóngulær með í för að þessu sinni. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.