Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990.
- Hulda Gunnarsdóttir ein af fyrstu konunum með bílpróf á íslandi
„Þelr uröu stundum dðlltlö súrlr strókarnir frá hlnum smjörllklsgerðunum þegar kaupmennlrnlr keyptu smjörllkl af mór en ekkl þelm," seglr Hulda
Gunnarsdóttlr sem ó órunum upp úr 1930 keyrði út smjörllki fyrir smjörllklsgerölna Svan. DV-mynd JAK
Ég sé hana fyrir mér hossast á litla
bílnum á misgóöum malarvegum
borgarinnar meö Svansmerkiö aftan
á og bílinn fullan af smjörlíki. í leður-
jakka meö kaskeitið á höíöinu;
ákveöna; blikkandi strákana í búð-
unum sem alltaf keyptu af henni.
Hulda Gunnarsdóttir er ein af allra
fyrstu konum sem tóku bílpróf hér á
landi. Óstjórnlega bíladellu segist
hún hafa fengið áriö 1929, þá 17 ára
gömul.
„Faöir minn, Gunnar Ólafsson, var
bílstjóri og kenndi á bíl frá því að ég
man eftir mér. Eitt sinn var fjölskyld-
an á leiö austur aö Hæli í Hreppum.
Mér fannst þetta alveg óralangur
vegur og þegar við vorum komin í
Kambana fannst mér sem hann hlyti
aö vera orðinn afskaplega þreyttur.
Þá sagöi ég viö föður minn: „Mikiö
vildi ég að ég kynni að keyra því þá
gæti ég hvílt þig.“
Á leiðinni fór ég aö hugsa um þaö
hvað það hlyti að vera gaman að
kunna aö keyra. Ég talaöi um þetta
nokkrum sinnum þaö sem eftir var
feröarinnar og var þar meö komin
með bíladellu. Faðir minn segir þá:
„Ég skal kenna þér að keyra ef þú
manst í fyrramálið nokkur orð.“ Það
var kúpling, bremsa, fyrsti og annar
gir og bensíngjöfm. Þegar hann svo
kallaði á mig næsta morgun er ég
vaknaði kallaði ég á móti þessi orð
og þá fór hann aö hlæja og sagðist
víst veröa- að kenna mér. Og úr
varö.“
Hulda segir aö sín fyrstu skref sem
bílstjóri hafi verið aö keyra fram og
til baka í trööum upp að húsi. Segir
hún þær ekki hafa verið bílbreidd
og var grindverk sitt hvorum megin
viö.
„Það mátti engu muna en ég hafði
það aftur og bak og áfram. Fólk tók
þessu eins og hveiju ööru gríni og
bjóst við aö áhugi minn á bílum væri
bara bóla sem myndi strax falla um
sjálfa sig. En bíladellan hefur ekkert
hjaðnað."
Ráðskonustarf
heillaði ekki
Svo kom að því að Hulda gerðist
„alvörubílstjóri" er hún réö sig í
vinnu hjá smjörlíkisgerðinni Svanin-
um og hóf að keyra út smjörlíki í
verslanir.
„Á þessum tíma, kringum 1930, var
eins og að vinna hæsta vinning í
happdrætti að fá vinnu. Var yflrleitt
ekkert annað að fá fyrir konur en
að gerast ráðskonur. Það var eitt-
hvað sem mig langaði ekki í. Því tal-
aði ég við forstjóra Svansins, H.J.
Hólmjárn, sem var giftur inn í Qöl-
skylduna, og spuröi hvort hann gæti
útvegaö mér vinnu. Skömmu síðar
hefur hann samband viö mig og seg-
ir aö önnur starfsstúlka sín hafi slas-
ast og því þurfi hann mig i hennar
staö til aö vinna við pökkun. Eftir
að hafa unniö i nokkra mánuði viö
pökkun kemur forstjórinn tll min og
segist vera aö fá lítinn bíl. Hann spyr