Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990. Foreldrar hans eru í Kúvæt: Biðin eftir að heyra frá þeim er verst - segir Hjalti Gíslason, 17 ára, sem hrósar happi yfir að vera á íslandi ásamt systkinum sínum „Biðin er verst. Ég hef ekkert heyrt frá foreldrum mínum síðan daginn sem innrásin var gerð og veit því ekki hvar þau eru niðurkomin. Mað- ur vonar bara það besta og reynir að hugsa ekki um þetta,“ sagði Hjalti Gíslason, 17 ára, sem búsettur er í Kúvæt en dvelur hér við störf í sum- ar. Foreldrar Hjalta, Gísli Sigurðsson læknir og Birna G. Hjaltadóttir, sneru heim til Kúvæt viku fyrir inn- rásina. Hjalti og yngri systkini hans tvö, Þorbjörg og Halldór, ætluðu að vera aðeins lengur á íslandi en for- eldrarnir. „Systkini mín eru á Akranesi hjá móðurömmu okkar og afa en þau eiga að byrja í skólanum 23. ágúst og ættu því að vera að fara heim ef allt hefði verið eðlilegt. Segja má að það hafi verið heppni að þau óskuðu eftir að vera lengur. Fríi foreldra okkar var lokið um síðustu mánaða- mót,“ sagði Hjalti ennfremur. Sjálfur dvelur Hjalti hjá föð- urömmu og -afa í Reykjavík en hann hefur starfað í sumar hjá Skeljungi í Skerjafirði. „Ég á að byrja í skólan- um um miðjan september og ætlaði að vinna hér út mánuðinn til að safna mér eigin peningum,“ bætti hann við. Þessi mynd var tekin í maí sl. en þá komu foreldrar Gísla Sigurðssonar, föður Hjalta, í heimsókn til Kúvæt. A myndinni má sjá til hægri Þorbjörgu og Sigurð Helgason, Hjalta, bróður hans, Halldór, systurina Þorbjörgu og Gísla og Birnu sem nú eru í Kúvæt. Hryllilegt ástand „Mér fmnst þetta ástand hryllilegt og get varla trúað því ennþá. Ég átti alls ekki von á slíku og varð því mjög liverft við þessar fréttir. Ég hef átt heima í Kúvæt síðustu fimm árin og allir mínir vinir eru búsettir þar. Þegar ég heyrði fréttina um innrás- ina hugsaði ég fyrst og fremst um foreldra mína og vildi fá að heyra frá þeim. Fyrsta daginn náöum við sam- bandi viö þau og þá var allt í lagi. Faðir minn sagði okkur að vera róleg og hafa ekki áhyggjur e'n auðvitað getur maður ekki annað en haft þær,“ sagði Hjalti. Gísli, faðir Hjalta, var við nám í Svíþjóð en þangað flutti fjölskyldan þegar Hjalti var fjögurra ára gamall. „Faðir minn tók doktorspróf í Sví- þjóð og starfaði mikið að rannsókn- um. Honum var boðin staða í Kúvæt við rannsóknir sem hann taldi mjög áhugaverða. Ég var tólf ára þegar við fluttum og mér fannst það mjög erf- itt. Við systkinin kunnum ekkert í ensku en fórum beint í enskan skóla þar sem við þekktum engan. Auk þess vorum við lengi að venjast hit- anum. Á þeim tíma máttum við eiga von á stríði vegna bardaga íraka og írana. Þá vorum við alltaf tilbúin að fara á brott. En ég átti ekki von á þessu nú.“ Sérstakur staður Hjalti segir að Kúvæt sé að mörgu leyti sérstakur staður. Þar búi um tvær milljónir manna og flestir all- auðugir. Aðeins fjögur hundruð þús- und íbúar eru innfæddir; hinir eru aðfluttir Egyptar, arabar og annarra þjóða menn. Borgin hefur verið að byggjast upp frá því olían fannst og byggingar því flestar nýlegar. Flestir hinna aðfluttu koma til aö vinna í tvö ár og fara síðan aftur. Líflð gengur að mestu leyti út á vinnu. Kúvætbúar fara yfirleitt til Bahrain þegar þeir vilja skemmta sér. Hjalti segir að það kosti um sex þúsund krónur að skreppa til Bahr- ain sem er eyja á milli Kúvæt og Qatar og stutt að fljúga. „Það er mjög gott að búa í Kúvæt og ég kann afar vel við mig þar. Menningarlíf er hins vegar ekki mik- ið, t.d. lítið um söfn og kvikmynda- hús í borginni. Enginn skemmtistað- ur er þar og fólk heldur sig því mest heima viö. Einstaka veitingahús er í Kúvæt en þau eru svo dýr að einung- is auðkýfmgar hafa efni á að heim- sækja þau. Hins vegar eru stórar og góðar myndbandaleigur og sjón- varpsgláp er næstum óeðlilega mik- ið. Erfiður skóli Félagslíf unglinga snýst allt í kring- um skólann. Hver skóli er einangr- aður og maður þekkir nánast engan fyrir utan skólann sinn. Það er mikið um að nemendur bjóði hver öðrum heim, enda er það eini möguleikinn til að hittast. Ég er í enskum skóla og í honum eru menn af áttatíu og fjórum þjóðernum, mest Egyptar og Bretar. Skólinn er alveg frá fyrsta bekk í barnaskóla til loka mennta- skóla. Ég á að taka stúdentspróf í vetur. Kennslan er mjög ströng og öguð og skóladagurinn er frá hálfátta á morgnana til þrjú á daginn," segir Hjalti. Hann segist ekki eiga marga inn- fædda vini og þeir sem hann þekki eigi þá evrópskar mæður en nokkuð sé um það. Hjalti segir að það sé ekki dýrt að búa í Kúvæt því allar vörur eru tollfrjálsar. „Kúvætarnir búa all- ir í stórum og flnum húsum en við búum í hverfl fyrir starfsmenn há- skólanna en þar eru fimm þrettán hæða blokkir. Hver starfsmaður fær íbúð sem er um tvö hundruð fermetr- ar og er hún búin húsgögnum. Raf- magn og vatn fáum við frítt og sím- inn er frír í öllu landinu." Hjalti talar góða íslensku þó að hann hafl ekki búið á íslandi frá fjög- urra ára aldri. Hann segir að íjöl- skyldan tali alltaf íslensku heima og foreldrar hans leggi mikla áherslu á móðurmálið. „Ég hef stundum komið til íslands á sumrin til að vinna mér inn pening. Hér á ég enga æskuvini en kynnist alltaf einhverjum nýjum þegar ég kem hingað. Ég hugsa að í Kúvætborg er falleg, segir Hjalti, og þar er gott að vera. Til hægri á þessari mynd sést gamla borgarhliðið en írakar hafa aldrei viljað viðurkenna borgina lengra en hliðið nær. Kúvætmenn eru flestir auðkýfingar. í þessu húsi býr kúvæsk fjölskylda en inni í húsinu er allt í stíl Lúðviks 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.