Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askríftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Byggðastefna til bölvunar Við viljum, að sem mestur hluti landsins sé í byggð. En ekki má eyða Qármunum í óráðsíu. Útkoman hefur einmitt orðið sú, að byggðastefnan hefur verið baggi á þjóðinni. í byggðastefnunni hafa fáeinir stjórnmála- menn hreiðrað um sig, og þeir veita gæðingum sinum fjármuni. Póhtískur litarháttur veldur þar mestu - ekki arðsemi. Þess konar byggðastefna hefur kostað þjóðina ógrynni í lífskjörum. Það er eitt af því, sem við verðum að hætta. Til að bæta kjör landsmanna þarf að snúa við blaðinu. Á þetta er drepið nú meðal annars vegna um- ræðu um nýtt og stórt álver. Málið hefur nú þróazt yfir í að verða byggðastefnumál, mál sem verður okkur dýrt. Því er ekki að heilsa, að þetta færi okkur mikla íjármuni. Þvert á móti má gera ráð fyrir, að staðsetning verði ekki æskileg og bygging álvers með þeim hætti kosti okkur ómældar fúlgur. Friðrik Sophusson alþingismaðður útlistaði þetta í kjaharagrein hér í blaðinu fyrir skömmu. Hann sagði réttilega, að með ótímabærum og illa grunduðum yfir- lýsingum ráðamanna um staðsetningu álversins hefðu þeir veikt verulega samningsstöðu íslendinga. Nú blasir við, að fljótfærnislegar fullyrðingar ráðherranna kunni að kosta þjóðina nokkra mihjarða, þegar upp verður staðið. í árslok 1987 lauk starfshópur á vegum iðnaðarráðu- neytisins gerð forathugana á hagkvæmni nýs álvers við Straumsvík, og verkefnið fékk nafnið Atlantalverkefnið. Staðarvalið byggðist á því áliti, að fjárfesting sparaðist í aðstöðu, sem þegar var fyrir hendi. Við breytingar á aðUum vaknaði áhugi á, að staðarvalið yrði annað en Straumsvík. Þá væri rétt, að þeir, sem vilja annað stað- arval, greiði þann viðbótarkostnað, sem það veldur. ís- lendingar ættu ekki að borga það. En þá hefur upp- hafizt mikið spil stjórnmálamanna, sem kostar okkur vafalaust miUjarða. Stjórnmálamenn stíga á stokk og vUja fá álverið tU sín. Sagt er, að íslenzkir ráðamenn séu reiðubúnir til að greiða mikið fé, falli staðarvalið inn í svonefnda byggðastefnu. Hér hefur dæmið því snúizt við. Allt í einu erum það við, sem erum farin að borga brúsann - peninga skattborgara fyrir álverið. IUu heilh hefur þetta verið saga byggðastefnu hér á landi. Hún hefur verið tU bölvunar. Þar er fyrst og fremst um að kenna fyrirhyggjuleysi stjórnmálamanna. Var tU dæmis vit í að dreifa skuttogurum um landið eins og gert var, svo að flotinn varð alltof stór og aUtof dýr? Var meining með öllum refabúunum? Þetta eru fá dæmi af mörgum. Eitt það mál, sem bætti kjör þjóðar- heildarinnar mest, væri að leggja byggðastefnu niður. Þá ætti að láta arðsemi stýra ferðinni. Með því væri unnt að bæta kjör launamanna um tugi prósenta. Og nú slást þeir um álverið. Það mál hefði einmitt átt að geta orðið okkur gott mál - eitt af því sem bætti hag þjóðarinnar. En annað gerist, eftir að stjórnmálamennirnir eru komnir þar með puttana, og hinir óvönduðustu þeirra beita sér fyrir því, að gæðingum verði hyglt. Og íslendingar eiga rétt einu sinni að fara að greiða of íjár fyrir þetta. Ráðamenn hér eru tilbúnir að greiða stórfé til að geta ráðskazt með staðarvalið. Arðsemissjónarmiðin hverfa. Því er rétt að taka undir með þeim, sem benda á, að stóriðjumáUnu hefur verið klúðrað. Haukur Helgasor> Arabalöndin púðurtunna ef í odda skerst milli íraks og Bandaríkjanna Saddam Hussein íraksforseti fer ekki í launkofa meö hvers vegna hann ásælist nágrannaríkiö Kú- veit. írak vantar sárlega fé, og það er óvíða á jarðríki að finna í slíkri gnótt sem þessu veikburða fursta- dæmi. Átyllur hefur hann nógar. Lengi hafa írakar sakað Breta um aö sníða Kúveit af landi þeirra til að aíla sér fótfestu við botn Persa- ílóa. Löngu áður en Saddam Huss- ein kom til sögunnar, eftir aö Kú- veit fékk sjálfstæði 1961, gerðu ír- akar sig líklega til að herja á það. Bretar höfðu þá enn þau ítök á þessum slóðum að þeir fengu skakkað leikinn, og var meðal ann- ars samið um aðgang að olíulind- um á umdeildu svæði við landa- mærin. írak er flakandi í sárum eftir átta ára fórnfreka styrjöld við Íran. 01- íutekjurnar hrökkva hvergi nærri til að kosta endurreisnaráætlanir, síst þegar olíuverð hríðfellur, eins og gerðist framan af þessu ári, af völdum framleiðslu umfram kvóta í Kúveit og Sameinuðu furstadæm- unum. Þar að auki þarf að standa straum af gífurlegum stríðsskuld- um. írak fór með 35 milljarða doll- ara gjaldeyrisforða sinn í stríðs- reksturinn. Þar að auki þykir var- lega áætlað að Saddam Hussein hafi fengið 70 milljarða dollara að láni, 30 milljarða í Evrópu, Amer- íku og Austur-Asíu en 40 milljarða hjá arabaríkjum, þar af 10 millj- arða hjá Kúveit. Emíraættin Sabah í Kúveit, sem þar hefur ráðið öllu og sér í lagi fjármálum, hefur reynst einstak- lega lagin að ávaxta olíugróðann. Síðari ár er tahð að arður af fjár- festingu erlendis á vegum Kúveita hafi numið hærri ijárhæðum en tekjur af olíuútflutningi, sem þó hefur verið 1,2 til 1,5 milljónir olíu- fata á dag. Heildarfjárfesting Kú- veit erlendis er talin nema 100 mill- jörðum dollara. Þar er um að ræða væna hluti í stórfyrirtækjum eins og British Petroleum og Midland Bank í Bretlandi, Daimler Benz og Hoechst í Þýskalandi-og Agnelli á Ítalíu. Þar að auki fasteignir niiklar og hvers kyns verðbréf. Nú hefur allur þessi auður verið frystur, til að forða honum úr klóm Saddams Husseins, og þykir sýnt að af hljót- ist í fyllingu tímans áratuga upp- grip fyrir lögfræðinga að greiða úr flækjunum sem óhjákvæmilega hafa myndast, þegar gripið er svo skyndilega inn í síkvikan fjár- magnsmarkað tölvualdar. Haldist Saddam Hussein uppi að leggja undir sig Kúveit, gerbreytast valdahlutföll við Persaflóa og inn- an OPEC, Samtaka olíufram- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson leiðsluríKja. Aðgangur íraks að sjó verður allur annar og betri. Hlut- fall þessa nýja veldis af olíufram- leiðslu ríkja í OPEC nálgaðist fimmtung, slagaði upp í Saudi- Arabíu. Undir eyðimerkurskikan- um sem Kúveit tilheyrir er áttundi hluti af sannreyndum olíubirgðum f jörðu og nægðu til tveggja alda með svipuðu vinnslumagni. Meiru skiptir þó að furstadæm- unum suður með vesturstönd Persaflóa og Saudi-Arabíu stafaði stöðug ógn af hervaldi íraks. Sadd- am Hussein ræður milljón manna stríðsvönum her, vel búnum til landhernaðar. Hann er boðberi þeirrar stefnu Baath-flokksins, aö arabar séu alhr ein þjóð, landa- mærin sem skipta henni séu arfur frá nýlendutímanum. Boðskapur hans beinist th lág- stéttarinnar í þessum löndum, hún eigi að fá að njóta olíuauðsins að sínum hluta en fámenn höfðingja- stétt eigi ekki að fá að ráðskast með hann eftir geðþótta sínum. Fyrir þetta er frjór jarðvegur við Persa- flóa vestanverðan. Innflutt vinnu- afl sér um dagleg störf, en heima- menn stjórna eða leika sér. í Kú- veit eru útlendingar nær tveir þriðju íbúa, í Sameinuðu fursta- dæmunum fjórir fimmtu og hart- nær þriðjungur í Saudi-Arabíu. Því er engin ástæða th að vé- fengja Saddam Hussein, þegar hann tjáir George Bush Banda- ríkjaforseta, að af sinni hálfu séu engin áform uppi um að herja á Saudi-Arabíu. Hann þarf ekki á slíku að hcdda. En af sömu ástæðu hefur Bandaríkjastjórn ákveðiö að jafna um einvaldinn í Bagdad hvað sem það kostar. Olíuinnflutningur Bandaríkjanna hefur fariö vaxandi og er að komast yfir 50% olíunotk- unar. Þar aö auki hafa stjórnir Saudi-Arabíu og furstadæmanna setiö um misjafnlega langan aldur í skjóli Bandaríkjanna. Hrun þeirra ofan á fall keisarastjórnar- innar í íran væri meiriháttar áfall fyrir bandaríska stórveldisaðstöðu. Bandaríkjaforseti sem léti slíkt viðgangast ætti sér ekki viðreisnar von heima fyrir. Bush má vera þess minnugur, að vinsældir hans hjá löndum sínum náðu hámarki eftir að hann lét 82. fallhlífaherdeildina ráðast inn í Panama til að skipta þar um stjórn. Síðan hefur hallað undan fæti. Neh, sonur forsetans, reyndist bendlaður við mesta fjár- málahneyksli í sögu landsins, sparisjóðahrun sem á eftir að kosta skattgreiðendur allt að 500 millj- arða dollara. Samdráttarmerkja gætir í bandarísku atvinnulífi. Nú er 82. fallhlífaherdehdin komin fyrst bandarísks liðsEtfla til Saudi- Árabíu. Bandaríski landvarnaráðherr- ann, Dick Cheney, varð að beita töluverðum fortölum í Rijadh til að fá Fadh konung th að fahast á komu bandarísks herafla til Saudi- Arabíu. Af ótta við almenningsálit- ið hafa Saudar fram til þessa látið bandalagið við Bandaríkin fara sem lægst. Fæstar stjórnir araba- ríkja mega th þess hugsa að írak komist upp með að gleypa Kuveit. En þeim hrýs hugur við afleiðing- unum í löndum sínum, ef Banda- ríkjamenn hefja atlögu gegn arab- isku ríki af arabisku landi. Mál- staður íraka á sér eins og áður sagði töluverðan hljómgrunn með- al almennings, og allt gæti farið í bál og brand innanlands. Ekki bæt- ir úr skák að nú er her vantrúaðra, frá kristnu landi, kominn í það ríki sem gætir helgustu staða íslams. Minningin um krossferðirnar lifir enn meðal múslíma. Ekki síst fyrir þessa sök hafa stjórnir Bandaríkjanna og Saudi- Arabíu lagt fast að Hosni Mubarak Egyptalandsforseta og Hassan Ma- rokkókonungi að leggja lið í púkkiö en báðir neitað. Þegar þetta er ritað er að koma saman í Kairó ráðstefna æðstu manna Arababandalags- ríkja. Mubarak efnir til hennar að eigin sögn til að gera lokatilraun th að finna friðsamlega lausn deil- unnar meðal arabaríkjanna sjálfra. Taugastríðiö, sem yfir stendur, miðar meðal annars að því að ýta undir öfl í íransher sem kynnu að vilja losa sig við Saddam Hussein, sem sýndi litla hemaðarlega dóm- greind, þegar hann anaði út í Persaflóastríðiö. En hann hefur haft langan tíma til að festa sig í sessi og brytjað niður þá sem hann tortryggir. Hermenn úr 82. fallhlífaherdeild Bandarikjahers að verki í Panamaborg eftir innrásina í desember i vetur. Nú er 82. fallhlifaherdeildin komin til Saudi-Arabíu. Símamynd Reuter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.