Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990.
15
Heimskreppa frá Hussein
Á undanförnum vikum og mán-
uðum hefur friðartónninn hljóm-
að. Kommúnistar hafa misst tök
sín á Austur-Evrópu, Þýskaland er
að sameinast, Evrópa að ganga í
eina sæng. Ekki hefur gengið hníf-
urinn á milli Bandaríkjamanna og
Sovétmanna og stórveldin semja
svo hratt um afvopnun að menn
hafa ekki undan. Gorbatsjov hefur
verið boðið að senda fulltrúa sinn
á fundina hjá Atlantshafsbandalag-
inu og raunar á það bandalag við
tilveruvanda að stríða. Til hvers
Nató þegar friðurinn er tryggður?
Til hvers hernaðarbandalög þegar
óvinurinn er genginn til liðs við
bandamenn? Bush Bandaríkjafor-
seti bauð Gorba í sumarhöllina
sína til að stappa í hann stálinu og
styrkja hann í sessi. Og þeir voru
um það bil að lyfta glasi, Baker og
Sévardnadze, í einkavillu þess síð-
amefnda þegar fréttirnar bárust
af árás íraka á Kuwait.
Það var lán í óláni. Þeir gátu fyr-
ir vikið gefið út sameiginlega yflr-
lýsingu, Rússarnir og Kanarnir, og
fordæmt hernaðaraðgerðir Sadd-
ams Hussein og íraska hersins.
Þeir gátu sameinast, hinir fornu
féndur, í ákalli til umheimsins um
að einangra íraka með viðskipta-
banni og útskúfun. í fyrsta skipti í
sögunni náðist samstaða í Öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna og nú
sigla bæði rússnesk skip og amer-
ísk á Persaflóa, írökum til viðvör-
unar.
Þessir atburðir segja mikla sögu.
Þeir kenna okkur að friðurinn
verður aldrei tryggður um alla ei-
lífð. Hvarvetna í heiminum rísa
litlir hitlerar til valda sem eiga sína
stórveldadrauma. Öxull heimsins
er orðinn lengri en frá Washington
til Moskvu. Vopnaátök framtíðar-
innar brjótast ekki út í heimsstyrj-
öldum heldur svæðisbundnum
átökum og yfirgangi. Vígvellirnir
færast til.
Böðullinnfrá
Bagdad
Saddam Hussein hlýtur að hafa
hiksta þessa dagana. Hann er nídd-
ur niður af gervallri heimspress-
unni. Honum eru valin hin verstu
uppnefni: einræðisseggur, hryðju-
verkamaður, valdasjúkur og
hrottafenginn böðull. Slátrarinn
frá Bagdad, segja menn, og hrollur-
inn hríslast um þá. Og víst er ferill
hans blóði drifinn. Ungur gekk
hann til liðs við hryðjuverkasam-
tök og upreisnarmenn í sínu eigin
landi. Hann gerði aöfór að þáver-
andi forseta landsins úr launsátri
og þótt sú tilraun misheppnaðist
lágu bílstjóri og lífvörður forsetans
eftir í valnum. Hann braust til
valda og lét skjóta tuttugu helstu
andstæðinga sína á einu bretti
skömmu síðar. Vildi vera öruggur
um sig. Saddam Hussein hefur ver-
ið miskunnarlaus við sína eigin
landsmenn. Kúrdarnir hafa verið
murkaðir niður með efnavopnum.
Stjórnarandstaðan strádrepin.
Limirnir á þjófum og nauðgurum
eru afskornir og nýlega vakti Sadd-
am Hussein á sér alþjóða athygli
þegar hann lét hengja breskan
blaðamann á almannafæri fyrir
meintar njósnir.
í ríki einræðisherrans er þjóðin
heilaþvegin. í barnaskólum læra
börnin að tilbiðja foringjann, í há-
skólum verða stúdentar að votta
honum virðingu sína og líf íraka
hefur þann eina tilgang að fórna
sér í þágu hans. Blóðfórnir eru
heilagar og hver sá er réttdræpur
sem svo mikið sem hallmælir hans
hátign. í landinu eru reistar styttur
af forsetanum, hallir honum til
heiðurs og Saddam Hussein hefur
í rauninni komið fólki sínu og þjóð
til að trúa því að hann sé heilagri
en allir heilagir. Sjálfur er hann
búinn að finna það út að hann sé
kominn í beinan karllegg af Ne-
búkadnesar Babýloníukonungi
sem var uppi fyrir tvö þúsund og
fimm hundruð árum og ríkti yfir
Arabíu allri. Hans er mátturinn og
dýrðin.
Sjálfumglaðir
milljónarar
Allt er það meira og minna satt
og rétt sem sagt er um þennan
skúrk. Hann er Hitler okkar tíma.
Hann er sjálfur Hrollur lifandi
kominn. En Saddam Hussein er
meira en þetta. Hann er kænn og
sæmilega viti borinn. Hann er
praktískur í valdasýkinni. Til að
skilja að árás íraks á Kuwait er
meira en vitskert athöfn blóðþyrsts
manns þurfa menn að átta sig á að
hér eru miklir hagsmunir í húfi.
Kuwait er aðeins peð í flóknu'
valdatafli. Hin sögulegu rök árás-
arinnar eru þau að Arabía eigi sér
engin landamæri. Skipting álfunn-
ar í fjölmörg þjóðlönd er verk
gömlu nýlenduveldanna. Á hinum
mismunandi landsvæðum hafa ríkt
hinir ýmsu höfðingjar og ættbálkar
araba en það er fleira sem samein-
ar þá en aðskilur. Arabía er eitt
ríki í huga Saddams Hussein og það
krefst einnar stjórnar og einnar
forystu. Enginn vafi leikur á því í
huga íraksforseta hver eigi að
gegna því hlutverki.
Saddam Hussein heldur því fram
að það sé lítið réttlæti í því aö smá-
ríkið Kuwait ráði yfir auðugasta
olíusvæðinu. Hvers vegna eiga
Kuwaitbúar að velta sér upp úr
auðæfunum og vita ekki aura sinna
tal meðan aðrar arabaþjóðir búa
viö fátækt og fábreytni? Þessum og
viðlíka spurningum otar Saddam
Hussein að fólki sínu og kyndir
undir öfund og ásælni.
Þar að auki hefur írak viljað
hækka olíuverðið og sakar Saudi-
Araba og Kuwaitbúa um að halda
Laugardags-
pistill
Ellert B. Schram
verðinu niðri og dæla of mikilli olíu
inn á heimsmarkaðinn sem skaði
hagsmuni araba. Skömmu fyrir
átökin, sem nú standa yfir, hafði
Saddam Hussein krafist verulegrar
verðhækkunar en ekki fengið þeim
kröfum framgengt að öllu leyti.
Viðbrögð hans eru meðal annars
hefnd og aðför að þessum meintu
andstæðingum sínum sem hafa
þannig af írökum réttmætan hagn-
að og réttmæta stjórn á olíusöl-
unni. Þetta eru rök Saddams Huss-
ein. Kuwaitar eru leikbrúður í
höndum Vesturlanda, sjálfumglað-
ir milljónarar sem eiga að taka
þátt í framfarasókn araba í stað
þess að ráðstafa sínum auðæfum í
Savoy-hótel, stórbyggingar og inn-
stæður í svissneskúm bönkum.
Saddam Hussein er arabískur
þjóðernissinni, talsmaður alþýð-
unnar og svarinn andstæðingur
Ísraelsríkis sem ógnar yfirráðum
araba á sínu eigin landi. Það er
ekki út í hött að ísraelsmenn búa
sig nú undir átök við íraka og yfir-
vofandi árás þeirra. Stríð við ísrael
getur snúið samúð arabaheimsins
til liðs við Saddam Hussein einmitt
á þeim tíma sem hann þarf á lið-
veislu hans að halda. Engin araba-
þjóð getur snúist gegn bræðrum
sínum í írak ef þeir lenda í styrjöld
við ísrael. Það er eitt örþrifaráðið
sem Saddam getur gripið til í nauð-
vörn sinni.
Heimsfriðuríhættu
Við hér á Vesturlöndum höfum
lítinn skilning á hugsanagangi
Saddams Hussein og þeim tilfinn-
ingum og hagsmunum sem takast
á í arabalöndunum. Við sjáum hins
vegar hættuna sem þessum átök-
um fylgir og allir gera sér grein
fyrir þeirri heimskreppu sem kann
að fylgja olíuskorti og verðspreng-
ingu. Við eigum erfitt með að sætta
okkur við að einn brjálæðingur
geti valdið slíkum usla. Ogþað ein-
mitt á þeim tíma sem friður og
frelsi virðist í nánd. Til hvers eru
afvopnunarviðræður, afnám
kommúnisma og einræðis, Banda-
ríki Evrópu og sjálfar Sameinuðu
þjóðimar ef einn maður velur þann
kostinn að senda hersveitir sínar
út í eyðimörkina og allt fer í bál
og brand? Sú spurning vaknar jafn-
vel hvort auðlindir í iðrum jarðar
séu ekki sameign mannkyns, alveg
eins og himinhvolfið er okkar allra.
Er ekki umhverfið samofin alls-
herjareign sem annaðhvort lög eða
alþjóðaréttur eiga að verja fyrir
braski, valdafikn eða auðlegð ein-
stakra þjóða? Hvað er unniö við
skálaræður Gorbatsjovs og Bush
og hvers virði eru vopnayfirburöir
stórveldanna þegar lítið ríki í Aust-
urlöndum getur stofnað heims-
friðnum i hættu?
Menn segja að átökin við Persa-.
flóa verði ekki einsdæmi í sögu
framtíðarinnar. Aftur og aftur
verði hætta á stríðsátökum og
skelfingu hér og hvar í heiminum.
Alls staðar séu púðurtunnur og
þurfi ekki olíu til að kveikja þá
elda. í Afríku er þjóðunum að vaxa
fiskur um hrygg. í Austurlöndum
flær er einræði og ofstjórn regla
frekar en undantekning. Og þeir
eru margir, einræðisherrarnir og
litlu hitlerarnir, sem eiga eftir að
rísa upp, eignast kjarnorku-
sprengjur og gereyðingarvppn og
geta auðveldlega endurtekið leiki
Saddams Hussein.
Sáttahendur Bandarikjamanna
og Sovétmanna eru traustar og vel
þegnar en það er ekki allt fengið
með því bræðralagi. Það kemur og
í ljós að liðveisla Bandaríkjamanna
í Saudi-Arabíu er takmörkuð og
engan veginn trygg ef og þegar til
þess að kemur þar mætist stálin
stinn. Fjarlægðin gerir Bandaríkja-
mönnum erfitt fyrir og þeir hafa
þá bitru reynslu úr Víetnam-stríð-
inu að smáþjóðir geta reynst ofur-
efli á heimavelli.
Friðurinner
fallvaltur
Afvopnun er ekki einhlít og hefð-
bundin vopn eru ekki allt. Það
sannast kannski í yfirstandandi
styrjaldarástandi að beittustu
vopnin eru í formi auðlinda, við-
skipta, verðlags og ógnunar. Víg-
vellirnir eru verðbréfamarkaðirn-
ir, verslanirnar og bensínstöðvarn-
ar þar sem lífskjörin ráðast og
kreppan kemur í ljós. Heimurinn
er háður lifibrauði sínu. í heims-
styrjöldum drepast menn. í heims-
kreppum þjást menn.
Bjarta hliðin á ástandinu í augna-
blikinu er sú samstaða sem náöst
hefur meðal þjóða heims. Sú stór-
kostlega hreyting hefur orðið til
batnaðar að nú taka stórveldin og
austur og vestur ekki sjálfkrafa
afstöðu með og á móti hvort öðru.
írak hefði einhvern tímann notið
fulltingis Sovétmanna þegar
Bandaríkjamenn taka jafn-afger-
andi forystu gegn innrás íraka. Nú
standa stórveldin saman og jafnvel
Sameinuðu þjóðirnar sýna óvænt-
an mátt sinn og megin.
írak er einangrað og í þeirri ein-
angrun liggur vonin um skjóta og
farsæla lausn. Ekkert land hefur
úthald eða þrek til að standa eitt
gegn öllum. Ekki til lengdar. Að
þessu leyti hefur heimurinn breyst.
En áfram og enn einu sinni eru það
Bandaríkjamenn sem ganga fram
fyrir skjöldu. Hvar værum við
stödd og hvaða ógagn og óhæfu
gæti Saddam Hussein ekki framið
ef friðurinn og afvopnunin væri
komin svo langt á veg að vopnin
og flugvélarnar væru ekki fyrir
hendi til að veita viðnám?
Saddam Hussein hefur sýnt okk-
ur fram á að friðurinn er fallvaltur
og að vopn eru ekki síður til varn-
ar. Hann hefur þjappað stórveldun-
um saman og aðgerðir hans hafa
undirstrikað þá staðreynd að smá-
ríki geta verið stórveldi og stór-
veldin orðið að smáríkjum ef þau
gleyma sér í skálaræðunum.
Ellert B. Schram