Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR :li:'ÁQÚST 1990.
Veiðivon____________________________________________________dv
Laxá í Aðaldal:
Eldisófögnuðuiinn
er mættur á staðinn
„Þaö hafa veiðst yfir tuttugu eldis-
laxar í Laxá í Aöaldal," sagði Þóröur
Pétursson fyrir fáum dögum og bætti
viö: „Hann er mættur hérna eins og
víðar í veiðiárnar. Það fer enginn
fögnuður um okkur að fá þetta í árn-
ar, öðru nær,“ sagði Þórður enn-
fremur.
Eldislaxinn er mættur í ótrúlega
margar veiðiár. Símon Sigurmonsson
á Görðum sá eitt svona kvikindi fyrir
nokkru og sagði að þetta minnti sig á
geddu. „Þetta var forljótt helvíti,“
sagði Símon og sagðist vona að ekki
myndu fleiri slík mæta á svæðið.
I Elliðaárnar, Korpu og Leirvogsá
hafa þeir líka mætt í nokkrum mæli
líka. „Ég fékk eldisfisk á í Elliðaán-
um fyrir fáum dögum, fiskurinn var
ljótur og ég hristi hann af,“ sagði
veiðimaður sem setti í eldislax í ánni
og bætti við: „Þetta var ljótur fiskur,
minnti mig á loðsilung í sveitinni
forðum.“
• Það getur skipt miklu máli að velja rétta flugu þegar
kastað er fyrir laxinn og silunginn.
• Ekki eru það allt eldislaxar sem veiðast í Elliðaánum
sem betur fer en þeir eru farnir að sækja á.
• Skyldi laxinn vera að taka? Reynt við laxa í Laxá í Kjós með góðri aðstoð.
DV-myndir G.Bender og Bessi
Veiðimenn hafa nóg
að lesa fyrir næstu jól
Þó ennþá sé töluvert eftir af veiði-
tímanum eru bókaforlögin farin að
skipuleggja hvaö eigi að koma út fyr-
ir næstu jól. Fyrir veiðimenn verður
boðið upp á margt spennandi. Krist-
ján Gíslason verður með sína fyrstu
bók með veiðisögum og ýmsu
skemmtilegu í bland. Verður spenn-
andi að sjá þessa fyrstu bók hjá hon-
um. En hann hefur skrifaö fjölda
greina um veiði í blöð og tímarit.
Guðmundur Guðjónsson er að leggja
síðustu hönd á bók um Laxá í Kjós
og verður hún litskrúöug mjög. Ólaf-
ur E. Jóhannesson, fréttamaður á
Sjónvarpinu, verður með stariga-
veiðihandbók fyrir veiðimenn. Verð-
ur þar rætt við maðk- og fluguveiði-
menn um allt land. Stangaveiðiár-
bókin kemur út í þriðja sinn en Fróði
gefur hana út, bókina um Laxá í Kjós
og bók Ólafs. Bók Kristjáns gefur
Forlagið út. Veiðimenn hafa því nóg
að lesa um jólin.
Stangaveiðifélagið
Fengsællveiðirlítið
Þeir eru margir veiðihóparnir sem
renna saman fyrir lax og silung í ám
og vötnum landsins. Þessir hópar
hafa skemmtileg nöfn eins og Veiðifé-
lagið að heiman, Veiðifélagið í felum
og Stangaveiðifélagið fengsæll svo fá
séu talin. En Stangaveiðifélagið feng-
sæll er víst ekki réttnefni því félag-
amir veiða lítið sem ekkert. Kannski
ætti félagið að heita allt öðra nafni.
Núllfélagið eins og einhverjir stofn-
uðu fyrir nokkrum dögum. Ekki
meiraumþaðfélagíbili. -G.Bender
Vond lykt
Kona nokkur var sífellt að biðja
marrn sinn um aö hætta að reykja
sökum þess að þaö væri svo mik-
il tóbakslykt út úr honum. Það
var ekki fyrr en frúin hitti á eftir-
farandi setninguað hann sá loks-
ins sá að sér og hætti:
„Gunnar, að kyssa þennan
ógeðslega tóbakskjaft á þér er
eins og að sleikja öskubakka."
Frelsi
að lokum
Fyrirsögn í Morgunblaðinu 15.
sept. 1989
„Fjói'ir látnir lausir eftir krufir-
ingu.
Presta-mynd
Eftir prestastefnu á ísafirði stóð
til að taka mynd af prestum þeim
er stefnuna höföu sótt. Til þess
var fengirm danskur Ijósmynd-
ari. Er prestarnir höföu stillt sér
upp og sá danski var kominn á
bak við vélina, heyrðist hann
segja:
„Yður lengst til vinstri stendur
ekki rétt.“
Messu-fall
Gömul kona í Skagafirði frétti
eitt sinn að messufall yrði á
sunnudaginn.
„Þá verð ég sko aö fara tii kirkju
því að ég hef aldrei séð slíkt,“
sagði sú gamia.
Frí-kirkian
Er deilumar stóðu sem hæst á
milli séra Gunnars Björnssonar,
fyrrverandi Fríkirkjuprests, og
safnaðarstjórnarinnar voru öll
dagblöð hérlendis, svo og aðrir
gölmiðlar uppfullir af fréttum af
þeim. Þótti mörgum prestinum
nóg um og komst einn þeirra svo
að orði:
„Maður ætti nú skilið að fara
aö fá FRÍ frá þessari kirkju."
Finnur þú fimm breytingar? 67
Eg á eitthvað svo erfitt með að beygja handleggina, læknir... Nafn:.........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1) Hitateppi fyrir bak og
hnakka, kr. 3.900,-
2) Svissneska heilsupannan,
kr. 2.990,-
Vinningamir koma frá Póst-
versluninni Príma, Hafnar-
ftrði.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 67
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir sextug-
ustu og fimmtu getraun
reyndust vera:
1. Brynjólfur Magnússon,
Vesturbergi 78,111 Reykjavík.
2. Erna Tonsberg,
Háaleitisbraut 17,108 Reykjavík.
Vinningarnir verða
sendir heim.