Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Page 19
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990. 19 Supermodel of the World lokið: Ógleymanleg ferð - segir Bryndís Ólafsdóttir, Fordstúlkan sem er nýkomin frá Los Angeles Varmi Auðbrekku 14, sími 64-21 -41 „Þetta var mjög skemmtilegt og mikil lífsreynsla. Ég eignaðist marg- ar góðar vinkonur og við vorum miklu frjálsari en ég bjóst viö þótt við þyrftum að vera komnar inn fyr- ir hálfellefu á kvöldin,“ sagði Bryn- dís Ólafsdóttir, Fordstúlkan okkar, en hún er nýkomin heim frá Los Angeles þar sem hún tók þátt í keppninni Supermodel of the World. Bryndís komst ekki í úrsht í keppn- inni en henni stendur til boða fyrir- sætustarf ef hún hefur áhuga á því. Sem stendur segist hún ekki vita hvort hana langar að starfa á erlend- umvettvangi. Bryndís fór til Bandaríkjanna mánuði áöur en keppnin var haldin og bjó hjá frænku sinni á Long Island í þrjár vikur. Hún segist aldrei áður hafa komið til Bandaríkjanna svo ferðin var mikil upplifun. „Ég átti að koma til Los Angeles 9. júlí en keppnrn fór fram tíu dögum síðar. Viö bjuggum á lúxushóteli og vel var að öllu'staðið. Dagarnir fyrir keppn- ina fóru að mestu leyti í myndatökur og morgnarnir byijuðu á fórðun og greiðslu fyrir þær tökuiV' segir Bryndís. Þetta voru kannski ekki hinir raunverulegu Steini og Olli en ekkert síðri. Bryndís og Fordstúlka frá Ghana skemmtu sér vel með þeim félögum. Fordstúlkurnar 38 fyrir utan Universal-kvikmyndaverið sem þær heimsóttu. Stúlkurnar fengu að fara um borg- ina í skoðunarferðir og heimsóttu meðal annars Universal-kvikmynda- verið. „Við vorum þijátíu og átta stúlkur frá 16 ára upp í 23ja ára. Oft- ast voru tveir ljósmyndarar með okkur í förinni og þrjár konur sáu um að öll skipulagning væri eins og hún átti að vera. Það var auðvitað mikið stúss í kringum keppnina enda er hún byggð upp sem sjónvarps- þáttur og allt lagt upp úr að vanda sem best þá útsendingu. Keppnin var þó ekki send út beint og lokakvöldið þurfti að taka hvert atriði upp tvi- svar, einu sinni fyrir bandaríska stöð og í hitt skiptið fyrir franska sjón- varpsstöð. Keppnin kemur mjög vel út í sjónvarpi og maður sér hana með allt öðrum augum en þegar við upp- lifðum hana sjálfar," segir Bryndís. „Við byijuðum á að koma inn á sviðið og kynna okkur og segja hvað- an við værum. Síðan voru valdar tólf stúlkur í úrslit og loks sex. Stúlka frá Ástralíu sigraði í keppninni en ég hélt að sú frá Argentínu myndi vinna,“ segir Bryndís. „Annars voru þetta allt mjög fallegar stúlkur." Á hverj u k völdi var stúlkunum boðið í glæsilegan kvöldverð og Bryndís segir að þær hafi mátt borða hvað sem þær vildu. „Ég hélt að við ættum að halda í við okkur en svo var ekki,“ segir hún. Bryndís segir að ferðin hafi öll ver- ið jafnskemmtileg og ekkert eitt betra en annað. Þó hafi verið lang- skemmtilegast að kynnast öllum stúlkunum. Eftir að keppninni var lokið dvaldi Bryndís í fjóra daga í Los Angeles með foreldrum sínum og kærasta sem fóru með henni út og horfðu á keppnina. „Þetta var eig- inlega jafnfrábært fyrir okkur öll þar sem viö vorum þarna í fyrsta skipti.“ Bryndís hefur starfaö í sumar hjá tískuversluninni Sautján í Kringl- unni. Hún hefur áhuga á að fara í Fjölbrautaskólann í Garðabæ í haust en það er síðasti vetur hennar í skó- lanum. „Ég get varla gert það upp við mig hvort mig langar í fyrirsætu- störf erlendis en mér stendur það til boða. Það er svo htiö eftir í skólanum og mig langar að klára hann. Ég hef starfað í fyrirsætustörfum hér heima og ætla aðgera það áfram. Ég sé svo til í vetur hvert framhaldið verður. En þessi ferð var ógleymanleg og ég á eftir að njóta minninganna um hana,“ sagði Fordstúlkan Bryndís Ólafsdóttir. -ELA Láttu ekki sumarleyfið fara út um þúfur. með óaðgæslu! glens o$ Opió alla virka daga kl. 13-20, aila fridaga kl. 12-20. Bryndis ásamt fyrirsætum frá Singapore, Filippseyjum og írlandi en sú var í herbergi með Bryndísi. Frankensteln er kannski ekki aðlaðandi en hann heillaðist af Fordstúlkunum ungu sem heimsóttu hann. a - ÞÓR KR-velli sunnudag M METRO llll FORMPRENT Hverfisgötu 78, simar 25960 - 25566 kla 16.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.