Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Side 23
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990. 35 inn ika ;ku dátunum horfa upp á „sínar stelpur" hlaupa í fangið á útlenskum sveinum, velta því nú fyrir sér hvernig á þessu standi. Lita í spegil; jú, nefið er í lagi, hárgreiðslan ágæt, hefur þótt frekar sætur. Hví hlaupa þær ekki á móti mér? Hvað ef ég flautaði og segði: „Hæ, skvís“. Líklega myndu flestar stelpur bara móðgast og finnast það verulega hallærislegt. En ef hann er af erlendu bergi brotinn er annað uppi á teningnum. Það að hafa suð- rænt blóð í æðum er dálítið annað en kalt, íslenskt víkingablóð. íslenskar kor.ur, sem ’nrífást af er- lendum mönnum, segjast margar hafa góða ástæðu fyrir því. Hvort sém um er að ræða drengi af herskip- um, erlenda bisnessmenn eða hvað. Þeir einfaldlega séu öðruvísi en þeir íslénsku. íslenskir karlmenn eru oft í þeirra augum durgar, soddan sveitamenn sem kunni ekki að koma fram við konur. Þeir æði að þeim blindfullir á böllum og haldi að glas- ið sé aögöngumiði að svefnherbergi þeirra. Það að birtast með blóm á stefnumót sé eitthvað sem eigi ekki við. Þeir séu sífellt að reyna að vera harðjaxlar en gleymi samt herra- mennskunni. Eins og að opna bíldyr fyrir konu, láta hana ganga á undan út um dyrnar og hjálpa henni í káp- una. Þá eigi þeir erfitt með að tjá til- finningar og eru á allan hátt kaldari í viðmóti. íslenskir karlmenn séu sveitamenn fram í fingurgóma. Þetta er skoðun sem fæstir karlmenn myndu taka undir og kalla bara kvennavæl. Gripufýrir andlitið En eitthvað er það sem hrífur stúlkurnar. Svo mikið er víst. Stúlk- urnar, sem helgarblaðið hitti þessi kvöld í vikunni með dátunum, sögð- ust nú bara vera að kjafta við þá. En þau pör, sem gengu hönd í hönd, voru ekkert ónáðuð. Þótt glampinn í augum þeirra færi ekki fram hjá neinum brá þeim flestum illilega þeg- ar ljósmyndarinn tók að smella af. Gripu fyrir andlit sitt og sneru sér undan. Fyrir hvað skömmuðust þær sín fyrst þetta var allt svona sak- laust? „Gvöööð, ekki gera mér þetta, lof- aðu því að birta ekki myndina." „Al- máttugur!" sagði ein sem hún gekk hugfangin með nýju elskunni sinni er hún mætti okkur. „Við erum bara að labba með þeim og losnum ekki við þá,“ sögðu stelpur sem við hittum á Austurvelli. Allar í vörn. Fjölmiðlar hafa talsvert velt sér upp úr þvi „ástandi“ sem skapaðist þessa fjóra daga sem 457 dátar her- skipsins San Giorgio voru hér. Alhr hafa einhverja skoðun á þessu. Heilu símatímar útvarpsstöðvanna hafa fariðj umræður um dátana og ís- lensku stelpurnar. Og sitt sýnist hverjum. Strákarnir eru fúlir og segja að það „eigi að banna þetta“, hvað sem það getur þýtt. Aðrir segja þetta ósköp mannlegt, náttúran segi bara til sín. Sumum er illa við þessi Gengið í átt að höfninni. Hönd í hönd með kaskeitið undir handleggnum. Ætli einkennisbúningurinn eigi stóran þátt í allri þessari hrifningu? Á tröppum Lærða skólans. Þessum stúlkum var alveg sama þótt þær væru myndaðar á tali við ítalska dáta. . sambönd á þessum síðustu og verstu tímum. En eins og segir var ekki annað aö sjá en þessi kynni væru með sak- lausara móti. Oft bara verið að rabba, reykja eða borða ís. En líkt og fréttir hafa borist af hefur talsverður fjöldi stúlkna farið um borð í skipið og eflaust skemmt sér ágætlega. Hafn- arverkamenn og nágrannar skipsins segjast hafa séð stúlkur læðast frá sklpmu eiasnemma morguns, aiií niður í smástelpur, auðsýnilega eftir að hafa notið lífsins, eins og einn sagði. Þá er talað um að eitt ef ekki tvö kvöldin hafl sjóliðarnir dreift boðs- miöum niðri í bæ og boðið fjölda ungra stúlkna á ball um borð í skip- ið. Lögreglan gerði hvað hún gat til að hafa hendur í hári þeirra stúlkna sem um borð fóru, En það er strang- lega bannað að fara um borð í erlend skip, sem hér eru í höfn, nema undir sérstöku eftirliti og á ákveðnum sýn- ingartímum þegar boðið er upp á slíkt. Ástafundir í bíó Því hafa hinir ýmsu staðir.verið notaðir til ástafunda aðrir en götur miðbæjarins. Til dæmis myrkir salir kvikmyndahúsanna þaðan sem frést hefur cifkornungum stúlkum að æfa ítölsk kossabrögð. Seint á fimmtu- dagskvöldið var heilmikill bílafloti á hafnarbakkanum fyrir utan skipiö og fjöldi ungra stúlkna að kveðja elskurnar sínar. Innileg faðmlög og blautir kossar; í bland við sítt, ljóst hár og svart stutt. Það hljómaði „Io t’amo" í loftinu. Það er ekki úr vegi að ljúka þessu ástandstali með því að vitna í bókina „Ástandið, mannlíf á hernámsárum" sem kom út fyrir síðustu jól. Það eru þeir Hrafn Jökulsson og Bjarni Guðmarsson sem hafa ritað þessa bók. í bókinni er meðal annars vitnað í Spegilinn og segir: „Skopblaðiö Spegillinn lét ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn: „Með land- göngu enska hersins hafa skapast nýir möguleikar fyrir útlendinga- kvenfólk vort sem orðið hefir, sumt, að lifa við þröngan kost í vetur, eink- um framanaf, því þá var fátt um út- lendinga, alt þar til forsjónin tók í taumana og sendi þýsku skipshöfn- ina, kvenfólkinu til ómetanlegrar gagnsemi, því annars myndu þær hafa neyðst til að nota íslenska karl- menn, en slíkt er nú eins og allir vita, agalega púkó.“ “ En nú eru ítölsku dátarnir farnir burt. Kannski kemur einhver þeirra aftur fljótlega til að hitta íslenska stelpu sem hann hefur orðið hrifmn af. Og ef til vill mun einhver stúlkan halda suður á bóginn áður en langt um líður. Það verður annar bragur yflr borginni nú eftir að hvitu koll- arnir hætta að sjást, nema frönsku dátarnir jafnist eitthvað á við þá ítölsku. En nú ku vera komið franskt herskip í höfn... -RóG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.