Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990. 37 Knattspy ma unglinga Norðurlandamótið í Finnlandi: Drengjalandslið Norðurland- anna nokkuð jöfn að styrkleika - segir Þórður Lárusson landsliðsþjálfari Drengjalandsliðið sýnir stöðugar 'framfarir. Hvað gera þeir gegn Wales i Evrópukeppninni i haust? Þjálfarar iiðs- ins eru þeir Þórður Lárusson og Kristinn Björnsson. DV-myndir Hson íslenska drengjalandsliðið undir 16 ára varð í 4. sæti á Norðurlanda- mótinu sem fór fram í Finnlandi 28. júlí tO 3. ágúst sl. Strákarnir unnu Norðmenn og Dani sem er frábært því að Danir urðu Norðurlanda- meistarar. Leikurinn gegn Dönum var að áliti flestra sá besti í keppn- inni. Danmörk varð í efsta sæti með 7 stig, England 6, Svíþjóð 5, Noregur 4, ísland 4 og Finnland 4 stig. Bjartsýnn á framhaldið Þórður Lárusson, annar þjálfara liðsins, kvaðst mjög bjartsýnn á leik- ina í Evrópukeppninni i haust en þá mætir íslenska liðið Wales. Guðmundur Benediktsson, Þór, hef- ur skorað alls 10 mörk með drengja- landsliðinu og jafnað markamet Rúnars Kristinssonar, KR. „Drengjalandsliðið er skipað mjög jafngóðum strákum sem bæta sig í hverjum leik. Tapið gegn Englandi var alltof stórt, 3-2 eða 4-3 fyrir Eng- lendinga hefði verið nær sanni - en England var gestalið í mótinu. í raun má segja hið sama í leiknum gegn Noregi því við áttum að vinna mun stærra. Mér fannst enska liðið best en lið Norðurlandanna nokkuð jöfn að styrkleika. Allir leikmenn ís- lenska liðsins spiluðu 5 leiki, nema markverðirnir sem spiluðu samtals 3 hvor,“ sagði Þórður. Guðmundur Benediktsson skoraði 4 mörk í ferðinni og hefur því jafnað markamet Rúnars Kristinssonar, KR, með drengjalandsliðinu en það eru 10 mörk. Úrslit leikjanna Ísland-England................Ú4 í sland-Finnland.............1-2 (Mark íslands gerði Pálmi Haralds- son úr vítaspyrnu.) Ísland-Danmörk...............3-2 (Mörk íslands: Guðmundur Bene- diktsson 2, Einar Baldvin Árnason 1 mark.) í sland-S víþj óð............1-3 (Mark íslands: Pálmi Haraldsson, beint úr aukaspyrnu af um 30 metra færi). í sland-Noregur..............2-1 (Guðmundur Benediktsson gerði bæði mörk íslands.) Guðmundur þreyttur? Guðmundur Benediktsson, Þór, A., var markahæstur okkar manna og gerði 4 mörk í keppninni. í samtali við Þórð Lárusson, þjálfara liðsins, kom fram að Guðmundur hafði sýnt þreytumerki um miðbik mótsins. Unglingasíðan benti einmitt á það fyrir Norðurlandamótið hvort vitur- legt væri að láta Guðmund leika í þrem liðum í íslandsmótinu, þ.e. 3. flokki, 2. flokki og meistaraflokki - og síðan bætast við æfingar og leikir með unglinga- og drengjalandsliðinu. Hér verða menn að staldra við og athuga sinn gang. Það er létt verk að eyðileggja góð efni með of miklu álagi. Tjónið getur orðiö óbætanlegt. í sömu viku og Norðurlandamótið hófst lék Guðmundur til að mynda 2 leiki með 2. flokki og 1 með 3. flokki. Slíkt álag er að mati unglingasíðunn- ar alveg fráleitt. Spyrja má einnig hvort rétt sé að láta drenginn leika í báðum unglingalandsliðunum, þó svo að landsliðin eigi að margra mati að hafa forgang. Þjálfarar drengjalandsliðsins eru þeir Þórður Lárusson og Kristinn Björnsson. -Hson Drengjalandsliðið: Markverðir: Árni Gautur Arason, Akranesi Egill Þórisson, Víkingi Aðrir leikmenn: Alfreð Karlsson, Akranesi Brynjólfur Sveinsson, KA Einar Árnason, KR Guðmundur Benediktsson, Þór, Ak. Gunnlaugur Jónsson, Akranesi Helgi Sigurösson, Víkingi Hrafnkell Kristinsson, FH Jóhann Steinarsson, Keflavík Jón Gunnar Gunnarsson, FH Lúðvík Jónasson, Stjörnunni Orri Þórðarson, FH - Pálmi Haraldsson, Akranesi Sigurbjörn Hreiðarsson, Dalvík Viðar Erlendsson, Stjörnunni Landsbankamót 5. flokks á Akranesi: Grótta og Akranes best - Fanta-Skagamótið um miðjan ágúst Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Hið árlega Landsbankamót ÍA í knattspyrnu í 5. flokki fór fram helgina 28.-29. júlí sl. í keppni utan- húss var það Grótta sem sigraði Akranes í úrslitaleik í keppni A- hða, 3-1, en Skagamenn unnu Gróttu í úrslitaleik B-liða keppn- innar, 1-0. í keppni innanhúss sigraði Grótta bæði í A- og B-liði. Mótiö tókst mjög vel í alla staði og keppendum sem öðrum til mikils sóma. Einstaklingsverðlaun í mótslok voru bestu leikmönn- um afhent verðlaun fyrir góða frammistöðu: Besti markvörður A-liða: Bjarni Guðjónsson, ÍA. Besti markvörður B-liða: Konráð Guðmundsson, Gróttu. Besti varnarmaöur A-liða: Jón Þór Hauksson, ÍA. Besti varnarmaður B-liða: Janus Bragi Jakobsson, Gróttu. Besti sóknarmaður A-liða: Magnús Guðmundsson, Gróttu. Besti sóknarmaður B-liða: Guð- mundur Emilsson, ÍA. Þá voru piltarnir í Fjölni kjörnir prúðasta liðið. Úrslit leikja A-lið: . Fjölnir-Grótta..............l^ Bolungarvík-ÍA.............0-5 Týr, V.-Njarðvík...........1-1 Týr, V.-Grótta.............2-4 Bolungarvík-Fjölnir........1-0 Njarðvík-ÍA..................0-5 Bolungarvík-Týr, V...........2-1 Njarðvík-Grótta..............1-6 Fjölnir-ÍA...................0-5 Bolungarvík-Njarðvík.........3-5 Fjölnir-Týr, V...............1-0 Grótta-ÍA....................0-3 Fj ölnir-Nj arðvík...........0-1 Bolungarvík-Grótta...........1-7 Týr, V.-ÍA...................0-1 Undanúrslit: í A-Bolungarvík..............5-1 Grótta-Nj arðvík............13-1 Keppni um sæti: 1.-2. sæti: ÍA-Grótta........1-3 3.^4. sæti: Bolungarvík-Njarðvík 5.-6. sæti: Fjölnir-Týr, V...0-1 Umsjón Halldór Halldórsson B-lið: Fjölnir-ÍA(3).................0-1 Týr, V.-ÍA (2)................1-3 Njarðvík-Grótta..............l'-4 Njarðvík-ÍA(2)................0-1 Týr, V.-ÍA (3)................2-3 Bolungarvík-Fjölnir...........1-2 Bolungarvík-Týr, V............0-3 Njarðvík-ÍA (3)...............1-0 Grótta-Í A (2)................0-0 Grótta-Í A (3)............... 2-0 Bolungarvík-Njarðvík..........0-5 Fjölnir-Týr, V................6-3 Fjölnir-Njarðvík..............2-5 Bolungarvík-Grótta............1-7 ÍA (2)-ÍA (3).................2-0 Bolungarvík-ÍA (2)............1-3 Fj ölnir-Grótta...............2-4 Týr, V.-Njarðvík.............1-5 Tyr, V.-Grótta Fjölnir—ÍA (2) ....l^ ....1-5 Bolungarvík-Í A (3) ....0-2 Keppni um 5.-7. sæti: Týr, V.-Bolungarvík ....8-1 Týr, V.-Fjölnir ....5-0 Fiölnir-Bolungarvík ....1-6 Undanúrslit: Grótta-ÍA(3) ....3-0 ÍA (2)-Njarðvík ....5-4 (V ítaspy rnukeppni) 3.-4. sæti: IA (3)-Njarðvík ....1-0 1.-2. sæti: ÍA (2)-Grótta ....1-0 Röð liða í innanhússmótinu: A-lið: 1. Grótta, 2. Njarðvík, 3. ÍA, 4. Týr, V., 5. Bolungarvik, 6. Fjölnir. B-lið: 1. Grótta, 2. Fjölnir, 3. Njarð- vík, 4. ÍA, 5.-6. Týr, V. og Bolungar- vík. Fanta-Skagamótið 17.-19. ágúst Hið árlega Fanta-Skagamót ÍA í 6. aldursflokki verður haldið dag- ana 17.-19. ágúst nk. Góð þátttaka er að vanda og þann 31. júlí sl. var dregið í riðla. i utanhússknatt- spyrnunni er riðlaskipting þannig í A- og B-liðum. A:riðill: BI, Skalla- grímur, Týr, V., ÍR, ÍA. - B-riðill: Víkingur, Fjölnir, Leiknir, FH, Fylkir. C-riðill: ÍBK, Grótta, Stjarn- an, Þór, V., Afturelding. Riðlaskipting A- og B-liða í innan- hússmótinu er þannig. A-riðill: Leiknir, ÍR, Týr, V., Afturelding, FH. - B-riðill: ÍA, Grótta, BÍ, Vík- ingur, Fiölnir. C-riðill: Fylkir, ÍBK, Þór, V., Skallagrímur, Stjarnan. A-lið 5. flokks Gróttu sigraði á Landsbankamótinu á Akranesi. Þjálfari strákanna er Grétar Lárusson. Aðrir á myndinni eru starfsmenn frá Landsbankanum ásamt Guðmundi Vilhjálmssyni bankastjóra. Strákarnir í B-liði ÍA gerðu það gott því þeir sigruðu á Landabankamót- inu á Akranesi á dögunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.