Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Page 26
38
LAUGARDAGUR 11; ÁGÚST1990.
LífsstíU
Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Myndavélar
og ilmvötn
á hagstæðu
verði
Miöað við óformlega verökönnun,
sem birtist á dögunum í dönsku
blaði, er áfengi dýrt í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Það er hins vegar ódýrt
að festa kaup á ilmvötnum og
myndavélum þar.
Odýrast er verðið á guðaveigunum
í Aþenu en dýrast í Keflavík, það
munar til að mynda um 7000 krónum
á flösku af góðu koníaki á þessum
tveimur stöðum.
Það margborgar sig hins vegar að
kaupa ilmvatn í Keflavík í stað þess
að ætla að gera það annars staðar
og það sama má segja ef stendur til
aö kaupa sér myndavél. Hún er um
11 þúsund krónum dýrari í fríhöfn-
inni í Brussel en í Keflavík.
-J.Mar
Veðrið í útlöndum
HITASTIG 1GRÁÐUM
-10 e&a lægra 0 tll - ð 1 tll 5 6 tll 10 11 tll 15 16 tll 20 »P9 I m»lr«
Byggt ó veöurlréttum Veöuratotu Islands kl. 12 ó hódegl, föstudag
Rlgnlng SJ Skúrir Snjókoma Þrumuveöur = Þoka
Gordons Londondry Remy Martin VSOP finechampagne Johnny Walker Red label
Kaupmannahöfn 4.998 13.661 6.378
Heathrow 5.093 13.899 6.378
Brussel 6.952 14.800 6.616
París (CharlesdeGaulle) 5.140 13.328 6.092
Aþena 4.379 11.614 4.855
Róm (Leonardo da Vinci Fiomicino) 4.855 14.327 5.050
Amsterdam 4.712 13.050 5.282
Lissabon . 5.664 17.050 5.620
Madrid 5.140 13.994 5.854
Flugstöð Leifs Eiríkssonar 5.722 19.740 7.152
Estée Lauder White Linen 60 ml YvesS. Laurent „Kouros"100ml Chanel„No5" 100 ml Myndavélar Olympus AZ200
Kaupmannahöfn 2.456 1.770 3.055 25.332
Heathrow 2.932 2.065 3.446 18.316
Brussel 2.637 1.994 3.160 26.770
París (Charles dé Gaulle) 2.437 1.604 3.560 22.310
Aþena 2.537 2.322
Róm (Leonardoda Vinci Fiomicino) 2.698 1.992 3.560
Amsterdam 2.327 1.685 20.372
Lissabon 2.670 2.694 3.189
Madrid 2.494 1.994 3.493
Flugstöð Leifs Eiríkssonar 2.002 1.430 15.958
Edduhótelunum lokað senn
- sértilboð
Það fer að líða að því að Edduhótel-
unum verði lokað. Hótel Eddu á
Laugarbakka verður lokað 19. ágúst,
hótelinu að Laugum í Dalasýslu 22.
ágúst og síðan veröur þeim lokað
hverju af öðru, nema Hótel Eddu á
Kirkjubæjarklaustri, en þar er opið
allt árið um kring.
Eftir 12. ágúst bjóða öll hótelin upp
á sértilboð á gistingu. Til að njóta
sérkjara þarf að gista minnst 4 nætur
og kostar gisting þá 1300 krónur fyr-
ir manninn í tveggja manna herbergi
með handlaug eða 2600 krónur fyrir
hjón. Ekki þarf að dvelja allar næt-
urnar á sama hótehnu. Fólki er
frjálst að ráðstafa því hvar og hve-
nær þaö nýtir sértilboðið.
Auk þess er boðið upp á svokallað
„Vestfjarðatilboö". Það eru hótelið í
Reykjanesi, Flókalundi og á ísafirði
sem hafa sameinast um að .veita
ferðafólki 20 prósent afslátt af gist-
ingu og morgunverði. Kaupa verður
þrjár gistinætur og er miðað við að
gist sé í herbergi með handlaug. Alls
kostar herbergið og morgunverður
6.250 krónur fyrir manninn miðað
við að dvalið sé í tveggja manna her-
bergi eða 12.500 krónur fyrir hjón.
Eins manns herbergi með morgun-
verði kostar samkvæmt tilboðinu
8.450 krónur. -J.Mar
Lokunardagar Edduhotelanna
eddác\ sumariö 1990
. "1* 20.8 |
'j-Reýkjanes v j'"V
Rúriavellir
y >:26.8 -S'
V. \_____ ... _
Stóruljarnir 26i8\
Akureyri 2.9
Laugabakki Hrafnagii
Laugar 22.8
19.8
J / X ' "y.
Róykholt 28t&
Ul Laugarvatn
22.8
ÍíBiöar
30.8
Hallormsstaöurl
26JB\ f-\
J " V ,
I
26-28.8 y
fJésjaskóli
\ Skögar/"y
W El>
[SJ Kirkjúbæjarklaustur
jrmalltérlö
Ljósmyndakeppni
DV og Ferðamálaárs
Myndir í ljósmyndasamkeppni
DV og Ferðamálaárs Evrópu
streyma nú inn en eins og áður
hefur verið greint frá er keppnin
helguð ferðalögum og útivist.
Myndir í keppninni verða að tengj-
ast þessu efni og er skilafestur til
30. september.
Innsendar myndir skulu vera
pappírsmyndir, í lit eða svarthvít-
ar, ekki stærri en 20x30 cm, eða ht-
skyggnur.
Verðlaunin í samkeppninni eru
glæsileg:
1. Lundúnaferö fyrir tvo með Flug-
leiðum. Innifalin er hótelgisting
með morgunverði í þrjár nætur.
2. Farseðlar að eigin vali fyrir tvo
til áætlunarstaða Flugleiða inn-
anlands.
3. Dvöl á Edduhóteli að eigin vali
fyrir tvo, gisting og morgun-
verður í fimm nætur.
4. Hringmiði fyrir tvo kringum
landið með sérleyfisbílum.
5. Helgarferð fyrir tvo í Þórsmörk
með Ferðaskrifstofu BSÍ og
Austurleið.
6.-10. Bókaverðlaun.
Besta myndin fráhverju landi fer
sjálfkrafa í hina evrópsku loka-
keppni sem fer fram í Grikklandi
seint á þessu ári en þar verða þrjár
bestu myndirnar verðlaunaöar.
Sýnishorn af myndum sem hafa borist í keppnina.