Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990. 3 l Fréttir Þrjár óvenjumiklar jarðskjálftahrinur á Reykjaneshrygg: „Mesta sem við höf um séð í áratugi“ - tengist líklega hraunkviku, segir Ragnar Stefánsson „Þetta er þaö mesta sem við höfum séö í áratugi," sagði Ragnar Stefáns- son, forstöðumaður jarðeðlisfræði- deildar Veðurstofu íslands, við DV, aðspurður um hina kröftugu og sam- felldu jarðskjálftahrinu sem mældist í um það bil sólarhring skammt suð- vestur af íslandi í vikunni. Þrjár óvenjumiklar jarðskjálfta- hrinur hafa mælst á Reykjaneshrygg suðvestur af íslandi síðan í fyrra- sumar. Síðasta hrinan átti sér stað um 160 kílómetra suðvestur af Reykjanestá rétt fyrir hádegi á þriðjudag. Nær samfelldir skjálftar mældust þar til á miðvikudagsmorg- un en þá fór að draga úr þeim. Þeir mældust allt að 4,8 stig á Richters- kvarða. Sjávardýpi á þessum slóðum er um 400 metrar. „Það ruggar allt undir fótunum á okkur,“ sagði Guðmundur Sigvalda- son hjá Norrænu eldfjallastöðinni í samtali við DV. „Það er hamagangur á mælunum þó við finnum það ekki hér í landi. Jarðskorpan hefur verið á hreyfingu," sagði hann. Ragnar segir að ekki sé vitað hvort þarna hafi verið um eldgos að ræða eða að skorpan á hafsbotni hafi rifn- að. „Þaö er ekki hægt að segja til um slíkt, enda sæist það ekki frá yfir- borði sjávar. Þetta er á miklu dýpi. Hins vegar er líklegt að þessir skjálft- ar tengist hraunkviku. Það er þó ekki sannað. Slíkt verður að skoða frá skipi,“ sagði Ragnar við DV. Grænlands- sund GRÆNLA NDSHA F Hvarf 30. okt.1990 Jan Mayen NORÐUR-ÍSHAF ÍSLANDSHAF S% Færeyjar * Shetland í maí 1989 SKO' Rockall Veðurstofa íslands hefur tilkynnt að aðilar þaðan hefðu áhuga á að bandarískri jarðeðlisfræðistofnun senda skip og kanna hvort um eldgos um þessa óvenjumiklu skjálftavirkni hafi verið að ræða á hafsbotni. á Reykjaneshryggnum ef vera skyldi -ÓTT 8.-9. sept. 1990 NORÐUR-ATLANTSHAF DVJRJ JO J Veitingastaður í miðbae Kópavogs V'v .. Önnur óvenjulega kröftug jarð- skjálftahringa á Reykjaneshryggn- um stóð yfir dagana 8. og 9. septemb- er síðastliðinn. Þeir áttu upptök sín um 1.000 kílómetra suðvestur af Reykjanestá. Þar er sjávardýpi um einn kílómetri. Sterkustu kippirnir mældust frá 5,5-6 stig. I Svipað gerðist í maí 1989 á stað á* milli hinna tveggja framangreindu eða á 900-1000 metra dýpi um 500 kílómetra frá íslandi. Þá mældust kippir sem voru 5 stig á Richter. Þessar þrjár óvenjukröftugu jarð- skjálftahrinur hafa því mælst í beinni línu suðvestur af landinu á rúmlega 800 kílómetra belti út frá Reykjanesskaga. o 3ŒS 3E k Ekki fjarri lagi að 600 störf haf i tapast - segir Sigríöur Stefánsdóttir, forseti bæjarstjómar Akureyrar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Ég hef sagt að hér í bænum hafi á sl. áratug tapast mörg hundruð atvinnutækifæri. Hvort þau eru 600 talsins veit ég ekki en sennilega er sú tala ekki fjarri lagi,“ segir Sigríð- ur Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórn- ar Akureyrar. „Þessi störf, sem tapast hafa, eru aðallega á verksmiðjunum, hjá Slipp- stöðinni og í fleiri greinum iðnaðar og því miður er óvissa ríkjandi. Auð- vitað vona ég að þau störf sem eru eftir, t.d. hjá Álafossi og Slippstöð- inni, haldist og það er auðvitað ekk- ert minna mál að verja þau störf sem eftir eru en að skapa ný. Það vita hins vegar allir hversu óviss staðan er á verksmiðjunum hjá Álafossi og eins er varðandi skipa- smíðarnar. Þótt við sjáum ekki fram á miklar nýsmíðar á næstu árum vonum við auðvitað að hægt verði að viðhalda þessari verkhefð í landinu. Þessi barátta er hins vegar mjög tvísýn, því rniður." - Og það er ekki einu sinni hægt að selja skipið sem Slippstöðin á full- byggt. „Nei, en það er verið að ræða það mál og m.a. komin fram sú hugmynd að eignaraðilar, m.a. ríkið, taki á sig þann vaxtakostnað sem hefur hlaöist á skipið. Mér skilst að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið beðnir um ákveðnar upplýsingar og málið sé í gangi. Það er auðvitað hrikalegt aö skipið hlaði svona á sig vaxtakostn- aði og ekki verður þaö auðseljan- legra við það,“ sagði Sigríður. 2S Tilboö vikunnar Rjómalöguð rœkjusúpa Léttreykí lambalœri með sérrísveppasósu, frönskum baunum og bakaðri kartöflu Kaffi Kr. 980,- Saltkjöt og baunir alla fimmtudaga Opið frá kl. 11.30 til 23.30 Hamraborg 11 -sími 42166 I 4 si Mikll rækja í Húnaflóa: Togin stytt til að sprengja ekki trollin Þórhallur Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra: „Ef þeir fyrir vestan geta gengið yfir Djúpið á bomsum þá ættu þeir við Miðfjörðinn ekki að þurfa nema töfílur yfir fjörðinn. Þar er svo mikið af rauða guÚinu núna að við styttum togin, - vorum hræddir við að sprengja trollið. Við fengum yfir fjög- ur tonn á 40 mínútum i einu togi, 350 kassa í fimm hollum yfir daginn," sagði Ragnar Hermannsson á Dröfn, rannsóknarskipi Hafrannsókna- stofnunar, sem var nýlega á Húna- flóanum. Mjög vel lítur út með veiði á inn- fjarðarrækju þar í vetur. Leyffer nú að veiða þar 2000 ionn en 1300 í fyrra. Þá var rækjan smá, er núna þokka- lega stór og í miklu magni inni á fjörðunum. Nær einnig lengra út og dýpra en venjulega en er þar í minna magni. Árgangur rækjunnar 1987 er gífurlegá sterkur og verður megin- uppistaðan í veiðinni í vetur. HÖSGÖGN FYRIR UNGT FÓLK Glæsilegt úrval Verðdæmi: Þessi samstæða kr. 23.500,- GERIÐ VERÐSAMANBURÐ TM • HUSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 Opið laugardag til kl. 17 - sunnudag 14-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.