Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990.
7
Fréttir
Kjördæmaskiptingin og ójafn atkvæðaréttur landsmanna:
Munurinn á pólitískum
áhrif um allt að þrefaldur
- sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu kreflast endurskoðunar á stjómarskrá og kosningalögum
Endurskoöun ákvæða stjómar-
skrárinnar og laga um Alþingiskosn-
ingar var meðal þess sem nýafstað-
inn aðalfundur Samtaka sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)1
ályktaði um.
I ályktun samtakanna er skorað á
þingmenn að beita sér fyrir þessari
endurskoðun með það fyrir augum
að misvægi atkvæða verði leiðrétt
þannig að atkvæðisréttur lands-
manna verði sem jafnastur. Einnig
segir að hér sé um grundvallarmann-
réttindi að ræða. Þá er stjórn SSH
falið að koma á fundi meðal sveitar-
stjórnarmanna og þingmanna í
Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæm-
um að ræða þessi mál. Sá fundur
verður væntanlega eftir áramót.
Samkvæmt greinargerð sem fylgdi
ályktuninni þarf vægi atkvæða í
Reykjavík og á Reykjanesi að aukast
um minnst þriðjung sé tekið mið af'
núverandi íbúaijölda á bak við hvern
þingmann. Þingmenn þessara
tveggja kjördæma eru nú 29 en ættu
að vera 39 ef atkvæöavægi lands-
manna væru jöfn. í öðrum kjördæm-
um landsins er atkvæðavægið of
hátt, mest á Vestfjörðum en minnst
á Norðurlandi eystra.
Að sögn Jónasar Egilssonar, fram-
kvæmdastjóra SSH, er helsta ástæða
þessa misvægis á atkvæðum lands-
manna miklir fólksflutningar frá
dreifbýli til höfuðborgarsvæðisins á
undanfomum 30 ámm. Hann segir
aö tilefni þessarar ályktunar sé ekki
að hefja einhvern sandkassaleik við
sveitarstjórnir úti á landi heldur hitt
að varpa þessu fram til að fá málefna-
lega umræðu.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands hafa ríflega 36 þúsund
landsbyggðarmenn flutt til Reykja-
víkur og Reykjaness á árunum 1986
til 1989, sem jafngildir rúmlega helm-
ingi samanlagðs íbúafjölda annarra
kjördæma (l.des. 1988). Á sama tíma
hafa einungis 22 þúsund flutt frá suð-
vesturhorninu til annarra kjör-
dæma. Á síðastliðnum 30 árum hafa
um 20 þúsund fleiri flutt til Reykja-
víkur og Reykjaness heldur en flutt
hafa þaðan til annarra kjördæma.
Þess má geta í þessu sambandi að
árlega flytja um 7% þjóðarinnar bú-
ferlaflutningum.
Að sögn Jónasar Egilssonar má
orða misréttið, sem nú er fyrir hendi,
á þann veg að þeir sem flytji úr dreif-
býli til höfuðborgarsvæðisins séu þar
með að auka atkvæðavægi í gömlu
heimabyggðinni en jafnframt draga
úr því á suðvesturhorninu. Með öðr-
um orðum, pólitískt vægi fólks
minnkar við flutningana, þó mismik-
ið eftir því hvaðan er flutt.
Sé flutt til Reykjavíkur frá Vest-
fjörðum minnkar það um 68%, frá
Vesturlandi um 54%, frá Norður-
landi vestra um 60%, frá Austurlandi
um 51%, frá Suðurlandi um 37% og
frá Norðurlandi eystra um 29%.
Flytji fólk hinsvegar til Reykjanes-
kjördæmis minnkar pólitískt vægi
þess enn frekar, þar er það ríflega
4% minna en í Reykjavík.
Á undanfömum árum og áratugum
hafa miklar umræður og pólitískar
deilur staðið um úrbætur á kjör-
dæmaskiptingunni og um jöfnun at-
kvæðisréttar. Síðast voru gerðar
breytingar á lögum og stjórnar-
skránni vegna þessa árið 1987. Þá var
þingmönnum fjölgað úr 60 í 63.
Landskjörnum þingmönnum var
fækkað úr 11 í 9 og þingmönnum
Reykjaness og Reykjavíkur var fjölg-
að um 2 í hvoru kjördæmi. Að auki
var komið á svokölluðum flakkara.
-kaa
KJORDÆMASKIPTING
og jöfnun atkvœðisréttar
V C\ \
Vestfitpii \ 4/% | "V ^
lllb jy
DV: JRJ
Gunnar G. Schram prófessor:
„Það er raannréttindahugsun
sem liggur að baki því að atkvæði
eigi að vega sem jafnast. Víðast
hvar i heiminum er sjálfvirk leið-
rétting á kjördæmaskipan. 1
Baudaríkjunum og Svíþjóð er þetta
endurskoðað á þriggja ára fresti og
í Bretlandi reglulega. Og mjög víða
eru ákvæði í lögum um að mörk
kjördæma skuli endurskoða eftir
íbúaíjölda," sagði Gunnar G.
Schram þegar DV spurði hann
hvort núverandi misvægi atkvæða
á íslandi væri spurning um mann-
réttindabrot.
Gunnar segir að í Bandaríkjun-
um hafi fallið frægur dómur sem
kvað á um að það væru ekki bithag-
ar og skógar sem hefðu atkvæðis-
rétt heldur fólk, og að allir skyldu
hafa eitt atkvæði. „Reiknislega er
þó aldrei hægt að ná algjörum jöfn-
uði en það ætti að stefna að sem
mestum. Leiðréttingin sem gerð
var hér á landi 1987 var skref i þá
átt en misræmið er þó enn mjög
mikið. Þannig hafa Vestfiröingar til
dæmis um þrefalt vægi á við Reyk-
víkinga."
-kaa
Guðrún Helgadóttir:
Þingið of stutt
til breytinga
- segir þingmenn Reykjavikur litla kjördæmapotara
„Ég held að það sé lítil von til þess
að hægt verði að jafna atkvæðavægi
landsmanna á þessu þingi, til þess
er það of stutt. Það fór mikill tími í
breytinguna 1987 þar sem misvægið
var að hluta leiðrétt en óneitanlega
er það enn fyrir hendi,“ sagði Guð-
rún Helgadóttir, forseti sameinaðs
Alþings, þegar DV spurðist fyrir um
hvort vænta mætti breytinga á lög-
um og ákvæðum stjórnarskrár um
kosningar.
Guðrún segir það sína skoðun að
það sé tómt mál að tala um algjöra
jöfnun í atkvæðavægi hér á landi.
Vegna hagsmuna fámennra byggðar-
laga sé nauðsynlegt að gefa atkvæð-
um þeirra aukið vægi til aðgefa þeim
færi á að eiga sér fulltrúa á þingi sem
skilur sjónarmið íbúanna og hags-
muni.
„Þó þingmenn Reykjavíkur séu
upp til hópa mjög litlir kjördæmapot-
arar þá held ég að það væri.nijög
óæskilegt ef of stór hluti þingmánna
væri frá Reykjavíkursvæðinu. Óhjá-
kvæmilega yrðu sjónarmið lands-
byggðarfólks þá út undan og til
lengdar þýddi það enn meiri flótta
úrdreifbýlinu." -kaa