Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 12
12 Spumingin Leikur þú á hljóðfæri? Björk Melax skrifstofumaður: Nei, ég hef aldrei lært á hljóðfæri. Unnur Jónsdóttir nemi: Ekki núna en ég lærði á sínum tíma á básúnu. Þórný Sigmundsdóttir skrifstofu- maður: Nei, það geri ég ekki. Guðmundur Ingi Gunnarsson sendill: Ég er nýbyrjaður að læra á raf- magnsgítar. Styrmir Sævarsson nemi: Ég hef aldrei lært á hljóðfæri. Atli Sævarsson, 5 ára: Ég vil læra á stórt píanó eins og er heima. Lesendur FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER.1990. DV „Líklega er hæfilegur þingmannafjöldi hér 35-40,“ segir m.a. í bréfinu. Hér eru alltof margir þingmenn Ingimundur Guðmundsson skrif- ar: Það er nú loks fariö aí ■ ;ydda á þeirri umræðu opinberlega að fækka eigi þingmönnum þjóðar- innar frá því sem nú er. - Þeirra á meðal sem hafa rætt þetta í alvöru eru líka þingmenn, t.d. bæði for- maður Sjálfstæðisflokksins og einn hinna verðandi þingmanna, Björn Bjamason. Þetta þýðir að þessi umræða hefur ekki verið útilokuð af þingmönnum sjálfum, a.m.k. ekki þeim sem hafa víðsýni til að sjá út fyrir ramma eiginhagsmun- anna. Það hefur verið bent á að hér í höfuðborginni lagði núverandi borgarstjóri til að borgarfulltrúum væri fækkað úr 21 í 15. Engin vand- kvæði urðu á þeirri framkvæmd og allt gengur þar mun betur en þegar fulltrúamir voru 21. - Það er ekki að ástæðulausu að fólk er því fylgjandi að þingmenn séu ekki svona margir. Þingstörf ganga fremur hægt fyrir sig hér og þing í tveimur deildum er úrelt fyrir- komulag sem þarf að breyta sam- hliða þeirri framkvæmd að fækka þingmönnum. - Líklega er hæfileg- ur þingmannaljöldi hér 35 til 40. Hvergi annars staðar eru þing- menn jafnmargir og hér ef tekið er mið af höföatölu landsmanna. - Mig langar til að taka sem dæmi tvö lönd til að sýna hversu fárán- legt þaö er að hafa hér 63 þingmenn fyrir þjóð sem ekki er nema um 260 þúsund íbúa. Þingmenn í Nýja-Sjálandi eru samtals 96. íbúafjöldi landsins er um 3 milljónir þannig að þar eru um 30 þingmenn fyrir hverja millj- ón íbúa í landinu, á móti 63 þing- mönnum hér fyrir 260 þúsund! - Ef eitthvert samræmi væri í þessu, þá ættu þingmenn Nýja-Sjálands að vera 756, miðað við það sem hér er. - Og þingmenn hér á íslandi því um 8 talsins (miðað við Nýja-Sjá- land). í Noregi eru 165 þingmenn. Norð- menn eru í kringum 4 milljónir og er því 41 þingmaður á hverja millj- ón íbúa þar. - Ef þeir ættu að vera með sama hlutfall og við, væru þingmenn þeirra 252 á hverja millj- ón íbúa, eða alls 1008 þingmenn. Miðað við Norðmenn ættum við því að vera með 10 þingmenn eða ein- um færri en ráðherrar eru nú!. - Ennþá verr færum við út úr sam- anburðinum ef við bærum okkur saman við þjóð eins og Bandaríkin þá yrði útkoman svo sem 'A úr þingmanni fyrir okkur! Er nema von að þessi tilhögun hjá okkur sé að sliga landsmenn og þjóðarbúiö? Er ekki löngu kom- inn tími til að taka í spottann, áður en allt fer í kalda kol? I \t...... :—— Er þarna ekki göngugata lengur? Gongugata orðin að bflastæði? Baldur hringdi: Ég er einn þeirra sem oft leggja leið sína í miðbæinn og líta gjaman inn á Hressó í kaffisopa. Það er orðið hvimleitt að horfa upp á að göngugat- an þama skuli vera tekin fyrir eins konar bílastæði. Samkvæmt reglum á ekki að leyfa þama bílastæði. Lögreglan gerir hvað hún getur og stjakar frá þeim bílum sem hún sér þarna, en það er ekki á færi hennar að koma fyllilega í veg fyrir þetta uppátæki. Ég hefi séð menn leggja þarna bíl til þess eins að bera inn einn lítinn pakka til einhverrar verslunarinnar, og það löngu eftir þann tíma sem tilskilinn er fyrir vörusendingar á þetta svæði. Eftir kl. 11 fyrir hádegi á þarna ekki að sjást bíll í neinum erinda- gjörðum samkvæmt reglunum. - Nú skora ég á borgaryfirvöld að fylgja þessu eftir með ströngu aðhaldi og láta fjarlægja bíla sem þarna eru sett- ir til leiðinda fyrir alla aðra sem þarna em á ferð. Hólmfríður Jónsdóttir skrifar; Ég hlustaði á Þórhildi Þorleifs- dóttur, eina af þingkonum Kvennalistans, á rás 2 30. okt. þar sem hún svaraði hlustendum ýmsum spurningum sem þeir lögðu fyrir hana. Svör hennar voru allskilmerkileg en engu að síður skein í gegn að Kvennalist- inn hefði svo sem engu fengið áorkað. Konur stæðu enn í sömu spor- um hvað launamismun áhrærði og margt annað sagöi þingkonan aö enn biði úrlausnar. - Mér fmnst satt að segja að Kvennalist- inn hafi ekki komið því fram sem konumar ætluðu honum að gera. Og eitt að lokum: Mér finnst Kvennalistinn hafa rýrt gildi sitt með því að taka ekki á vandamál- unum með öðrum flokkum. - Stjómmálaflokkur verður að vera tilbúinn að fara í ríkisstjórn til að vinna að framgangi mála. - Ef Kvennalistinn heldur áfram á sömu braut með því að vera ávallt utan stjórnar er hann þar með úr sögunni. „Styðjum einbeittan mann til allra góðra verka“, segir m.a. í bréfinu. Árna Ragn* ar á þing! Suðumesjamaður skrifar: Ég varð stórhrifmn eftir lestur greinar í Mbl. eftir einn fram- bjóöandann í prófkjöri sjálfstæð- ismanna hér á Reykjanesi, Árna Ragnar Ámason, formann at- vinnumálanefndar Keflavíkur. - Greinín hét „Frjáls samkeppni eöa einokun - frelsi eða kúgun". í greininni fjallaði Árni um flugrekstur og þá staðreynd að með hruni Arnarflugs er horfm af vettvangi öll innlend sam- keppni við Flugleiöir í utanlands- flugi. - Þetta er auðvitað hárrétt því nú hafa Flugleiðír hf. ýmist hætt að fljúga til þeirra staöa sem Arnarflug flaug áður til eða fækkað ferðum verulega. Ef við ættum marga menn sem hugsa og skrifa eins og Árni Ragnar Ámason þyrftum viö ekki að kvíða framtíðinni i at- vinnumálum og samkeppni í sem flestum greinum, öllum lands- mönnum til góðs. - Ég segi því, og veit að svo er um fjöldann all- an af fólki hér á Suðumesjura: Styðjum þennan einbeitta mann til góðra verka. Á þing meö Árna Ragnar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.