Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990.
13
Lesendur
Af dansleik 1 Dalabúð:
Þiðsem
kærðuð...
„Breikkun Reykjanesbrautar (Keflavíkurvegar) er í allra þágu,“ segir Sigrún m.a. í bréfinu.
Breikkun Reykjanesbrautar
Guðni Hannes Guðmundsson
trommuleikari skrifar:
Hinn 27. okt. sl. áttum við í hljóm-
sveitinni „Stuttur fyrirvari" kost á
að leika á dansleik frá kl. 01-02 í
Dalabúð. Aldurstakmarkið er 16 ár.
Einn okkar var 15 ára. Sá sem tengd-
ist dansstaðnum Dalabúð setti hon-
um þær reglur að hann mætti vera
uppi á sviðinu á meðan við lékjum
en væri bannað að fara út á dans-
gólfið. Þetta virti hann.
Eftir að við höfðum leikið fimm lög
við góðar undirtektir komu dyra-
verðir upp á svið og tóku umræddan
hljómsveitarmám með sér. Viö gát-
um ekki leikið áfram þrír og héldum
því á fund lögreglu til að reyna að
fá einhverju breytt. Kom þá í ljós aö
sá er leyflð gaf harðneitaði að hafa
gefið það. Við fengum engu breytt,
vorum taldir réttlausir í málinu.
í þespu tilviki fór fram á sviðinu
tónlistarflutningur en ekki dansleik-
ur auk þess sem við vorum hluti af
prógramminu. - Og þið sem kærðuð;
þið eyðilögðuð fyrir okkur mikla
vinnu og undirbúning fyrir þetta
ball. Hefðum við verið eina hljóm-
sveitin þetta kvöld hefðuð þið eyði-
lagt kvöldið fyrir 200 manns. Sem
betur fer var ekki ein hljómsveit til
staðar. - Mér finnst skömm aö þessu
athæfi og er viss um að tónhstar-
manni er ekki hent út á öðrum stöð-
um þótt hann sé undir lögaldri. - Að
lokum vill hljómsveitin Stuttur fyrir-
vari þakka þeim sem sýndi henni
stuðning umrætt kvöld.
Sigrún Ólafsdóttir, Keflavík, skrif-
ar.
Nú er komið að því að breikkun
Reykjanesbrautarinnar þolir nánast
enga bið. Nú á að taka máhn fostum
tökum og hlusta ekki á að fara að
eyða í einhverjar óverulegar bráða-
birgðaframkvæmdir við núverandi
veg, þegar fyrir hggur að breikka
allan Keflavíkurveginn hvort eð er.
- Það er í allra þágu að leggja strax
upp með framkvæmdir á breikkun
þessa fjölfarna vegar, en bíða ekki.
Ef fjármagn er ekki fyrir hendi, og
ég reikna ekki með að þeir séu það
fremur venju, þá hefur þjóðin nú tek-
ið annað eins að láni erlendis. Og sú
upphæð_ sem þarna er um að ræða
verður ekki lengi að borga sig.
Virðisauka-
skattur og ís-
lenskirtón-
listarmenn
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Nýlega minntu íslenskir tónlistar-
menn á sig með eftirminnilegum
hætti á rás 2. Þeir vöktu landsfeður
vora og ámálguðu um leið að inn-
lenda hljómplatan er enn skattlögð
þótt búið sé að afnema skatt af bók-
um.
En hvers vegna fékk ekki skífan
sömu meðhöndlun og bókin ertnálin
voru skoðuð og gerð upp? Hvers
vegna gekk löggjafmn ekki hreint til
verks? - Lögin eru hrein hrákasmíð
á meðan einn angi listarinar er hafð-
ur útundan. - Hver græðir á því?
Ég skora á alla alþingismenn að
gefa tónunum nu byr undir báða
vængi og fella niður tollana til að
hægt sé að sigla farsællega í höfn
hvað varðar útgáfustarfsemi tónlist-
ar. - Ég vil samt gera skýran mun á
því sem ég hef hér reifað og útisam-
komuhaldi í hvaða mynd sem er. Þar
verða að vera hreinar línur á milli.
íslensk augu
í Finnlandi!
Erla Sigurðardóttir skrifar:
Ég get ekki annað en furðað mig á
því að jafnstór hópur íslendinga
skuli hafa verið í Finnlandi í tilefni
af þeim atburði að forseti okkar var
gerður að heiðursdoktor við háskóla
einn þar í landi. - Þarna var stödd
Sinfónuhljómsveit íslands, þjóð-
dansaflokkur, hestamenn, fimm rit-
höfundar, matreiðslumenn og við-
skiptafulltrúar auk ráðherra og for-
setans og fylgdarliðs þeirra sem var
íjölmennt að vanda.
Hvaða gagn varð að þessum fjöl-
menna íslenska hópi þarna í Finn-
landi? Ég get ekki séð að sá kostnað-
ur sem íslenskir skattgreiðendur
bera af þessu verði nokkrum að hði
hér noröur á íslandi. Þetta hefur lík-
lega ekki þjónað öðrum og meiri til-
gangi en þeim að leyfa nokkur
hundruð íslenskum augum að stað-
næmast við fegurð finnskrar bygg-
ingarlistar og náttúru. - Ég vil að
þetta fjármáladæmi verði gert upp
nú þegar þetta allt er afstaðið og við
fáum að sjá hve miklu þarna var
eytt af erlendum gjaldeyri.
Aktu eins og þú vilt
aðaðriraki!
mÍUMFEPÐAR
Okum eins og menn' V RÁD
ÞAÐ BOGGLAST
EKKERT FYRIR OKKUR
FLATEYRI
þri., fim.. fös., sun.
BÍLDUDALUR
alla daga
STYKKISHÓLMUR\
mið.. fös.*, sun.* \
RIF
mið., fim.. fös., sun.‘
SÍCLUFJOBOU,
alla daga nema laugard.
BLÖNDUÓS
þri.*. fös.. sun. ^
■
VESTMANNAEYJAR
alla daga
Stórir eöa litlir bögglar, ferkantaðir,
sívalir eða kringlóttir - ekkert mál!
Við flytjum allt fyrir þig, hvort sem
það er hundur eða köttur sem þarf að
komast í sveitina eða til læknis,
varahluti í bílinn, bátinn, sjónvarpið
og hvaðeina annað sem þú þarft að
koma til skila eða fá til þín. Við
hringjum svo í þig og látum þig vita
þegar böggullinn kemur.
ATH. Stjarnan *, merkir millilendingu.
ARNARFLUG INNANLANDS hí.
^ IV 101 JŒYKIAVlK Sími 91-29577.