Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Síða 27
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990.
35
LífsstOI
TOMATAR
+9%
.. 3
*o
HH § 8>
I ■
357 248
SVEPPIR
+23%
■ . .■ '■
Meðalverö á vínberjum, papriku, kartöflum, blómkáli og gulrótum lækkar enn, aðra vikuna í röð.
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Mikill verðmun-
ur á kartöflum
- kílóið frá 30 upp í 82 krónur
Neytendasíða DV kannaði að þessu
sinni verð á grænmeti í eftirtöldum
verslunum: Fjarðarkaupi í Hafnar-
firði, Kjötstöðinni í Glæsibæ, Hag-
kaupi á Eiðistorgi, Miklagarði við
Sund og Bónusi í Faxafeni.
Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti
að mestu leyti í stykkjatali meðan
hinar verslanirnar nota kílóverð. Til
að fá samanburð þar á milli var
grænmetið í Bónusi vigtað og um-
reiknað yfir í kílóverð.
Meðalverð á tómötum hækkar um
9% og er nú 281 króna. Ódýrastir
voru þeir í Miklagarði þar sem verð-
ið var 248 krónur. Þar á eftir kom svo
Kjötstöðin með 249 krónur, Hagkaup
með 269 krónur og Fjarðarkaup með
357 krónur. Þar voru hka seldir litlir
tómatar á 249 krónur kílóið. Bónus
var einungis með litlu tómatana.
Munur á hæsta og lægsta verði á
tómötum var 44%.
Meðalverð á gúrkum hækkar um
8% og er nú 230 krónur. Þær voru
ódýrastar í Bónusi, 187 krónur. Næst
kom Fjarðarkaup með 198, Mikli-
garður með 236, Hagkaup meö 239
og Kjötstöðin með 288 krónur kílóið.
Munur á hæsta og lægsta verði var
54%.
Meðalverð á sveppum hækkar um
23% og er nú 456 krónur. Þeir voru
ódýrastir í Hagkaupi þar sem kílóiö
kostaði 409 krónur. Næst kom svo
Fjarðarkaup með 410 krónur og Kjöt-
stöðin með 550 krónur kílóið. Ein-
ungis voru til litlir sveppir til í Bón-
usi og Miklagarði. Munur á hæsta
og lægsta verði var 34%.
Græn vínber lækka um 32% að
meðalverði sem er nú 180 krónur.
Ódýrustu vínberin voru í Bónusi þar
sem kílóið.kostaði 124 krónur. Þar á
eftir kom Kjötstöðin með 125, Mikli-
garður með 148, Hagkaup með 249
krónur og þá Fjarðarkaup'með 253
krónur kílóið. Munur á hæsta og
lægsta verði var 104%.
Meðalverð á grænni papriku lækk-
ar um 25% og er nú 231 króna kílóið.
Ódýrust var hún i Bónusi þar sem
hún kostaði 149 krónur kílóið. Þar á
eftir kom Hagkaup með 245, Mikli-
garður með.248 og Fjarðarkaup meö
282 krónur kílóið. Kjötstöðin átti
papriku en hún var ekki tekin með
vegna smæðar. Munur á haésta og
lægsta verði var 89%.
Meðalverð á kartöflum lækkar um
9% og er nú 55 krónur. Ódýrustu
kartöflurnar fengust í Bónusi þar
sem kílóið kostaði 30 krónur. Þar
næst kom Kjötstöðin með 53, Fjarð-
arkaup og Mikligarður með 55 krón-
ur og loks Hagkaup með 82 krónur
kílóið. Munur á hæsta og lægsta
verði var 173%.
Að venju kannaði neytendasíðan
einnig verð á blómkáli, hvítkáli og
gulrótum.
Meðalverð á blómkáli lækkar um
30% og er nú 154 krónur kílóið. Það
var ódýrast í Hagkaupi þar sem kíló-
iö kostaði 139 krónur.
Meðalverð á hvítkáli stendur í stað.
Það er 73 krónur en ódýrast var hvít-
kálið í Bónusi, 49 krónur kílóið.
Meðalverð á gulrótum lækkar um
15% og er nú 189 krónur. Hagkaup
seldi ódýrustu gulræturnar, kílóið
kostaði 129 krónur. . -hge
Sértilboð og afsláttur:
Tilboðsveggur
í Kjötstöðinni
Meðal þess sem prýðir tilboðstorg
Fjarðarkaups þessa vikuna eru Olof
bruður (200 g) á 89 krónur, Club salt-
kex (150 g) á 66 krónur, Nelsons
marmelaði (454g) á 124 krónur og
Sun-C appelsínusafi (lítri) á 82 krón-
ur.
Bónusbúðirnar bjóða nú tveggja
lítra flöskur af Fanta á 85 krónur,
Java kaffi (500g) á 174 krónur, kíló
af strásykri á 61 krónu og stóra pitsu
frá Veislumiðstöðinni á 298 krónur.
í Hagkaupsbúðunum er tilboðs-
verð á Botaniq þvottadufti (75 dl) á
389 krónur, tveggja lítra flöskum af
(1,51) á 69 krónur og Prince Lu krem-
kexi (200 g) á 136 krónur.
Veturinn er kominn á almanakinu
og ekki ósennilegt að hann fari að
láta vita betur af sér. Þess vegna er
Mikligarður með tilboðsverð á
startköplum á aðeins 795 krónur.
Einnig er tilboðsverð á þriggja
klukkustunda Mark myndbands-
spólum á 445 krónur, Blue basic
gallabuxum á 1.795 krónur og fyrir
2.995 krónur má fá tvennar buxur.
Þá býður Mikligarður dömu-velúr-
galla á 4.995 krónur.
Kjötstöðin í Glæsibæ hefur nú
komið upp ánægjulegri nýjung hjá
sér en það er tilboðsveggur þar sem
ávallt verða uirt 20 vörutegimdir sem
verða á sérstöku tilboðsverði. Meðal
tilboða þar nú má nefna Bluetex
þvottaduft (80 dl) á 299 krónur og
tvær Galant eldhúsrúllur á 89 krón-
ur. í kjötborðinu er folaldabuff á tii-
boðsverði, 790 krónur kílóið og fol-
aldagúllas á 750 krónur kílóið.
Fyrir hálfum mánuði sögðum við
frá geitakjötinu í Kjötstööinni en það
seldist upp á skömmum tíma. Þá sem
bíða getum við glatt með því að í dag
er væntanleg ný sending af geita-
kjöti.
-hge
^Sgl Vínber
w