Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. Utlönd Loforð um bætt samskipti Roh Tae-woo, forseti Suður- Kóreu, lauk í gær heimsökn sinni til Sovétríkjanna. Hápunktur heimsóknarinnar var þegar birt var yfirlýsing þess efnis að bæði ríkin ætluðu aö beita sér fyrir sam- einingu Kóreuríkjanna. Sovétríkin voru áður helsti bandamaður Norður-Kóreu og sáu yfirvöldum þar fyrir vopnum. í september síð- astliðnuin tóku Sovétríkin og Suð- ur-Kórea upp stjórnmálasamband. Roh og Gorbatsjov Sovétforseti undirrituðu einnig fjölda samninga um samvinnu ó sviði vísinda og viðskipta. Embættismenn hafa lát- ið í ijósi þær vonir sínar að við- Forseti Suður-Kóreu, Roh Tae- skipti milh þessara ríkja eigi eftir woo, og Gorbatsjov Sovétforseti. að aukast verulega. Sfmamynd Reuter Yfirvöld í Noröur-Kóreu hafa gagnrýnt Moskvufór Rohs. Þau segja að samskipti Kóreuríkjanna batni ekki fyrr en yflrvöld í Suður-Kóreu hætti að falast eftir stuðningi erlendra aöila við að leysa vandann á Kóreuskag- anum. Sprengjuárás á £B-skrifstofur Tveimur sprengjuflaugum var í gær skotið yfir breiðgötu að skrifstofum Evrópubandalagsins í miðborg Aþenu. Tvær konur sem áttu leið fram hjá særðust í árásinni. Mikiar skemmdir urðu á skrifstofubyggingunni. Enginn hefur lýst yflr ábyrgð á sprengjuárásinni en samtökin 17. nóv- ember, sem myrt hafa fimmtán Grikki og Bandaríkjamenn síðan 1975, hafa beitt sams konar sprengjuflaugum og notaðar voru í gær. Samtökin, sem i eru vinstrisinnaðir hryðjuverkamenn, lýstu yfir ábyrgð á svipaöri árás á skrifstofur bandarísks fyrirtækis í júní síðastliðnum. Hún var sögð viðvörun til erlendra fyrirtækja um að taka ekki þátt í áætlun stjómvalda um að selja einkaaðilum ríkisfyrirtæki. Biðja Gorbatsjov um hjálp Gorbatsjov SovéHorseta hefur verið boðið tíl Mið-Ameríku til að reyna að koma á friði þar. Simamynd Reuter Forsetar Mið-Ameríku sneru sér i gær til Mikhails Gorbatsjovs, for- seta Sovétríkjanna og friðarverðlaunahafa, í þeirri von aö hann geti kom- ið á friði heima hjá þeim. Forseti Costa Rica, Rafael Calderon, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að hann og forsetar Nicaragua, Honduras, E1 Salvador og Guate- mala heiöu samþykkt á fundi að bjóða Gorbatsjov til Miö-Ameríku á næsta ári í þeirri von aö hann gæti sannfært vinstri sinnaða skæruliða í E1 Salvador og Guatemala um að leggja niður vopn. Violeta Chamorro, forseti Nicaragua, mun formlega bjóða Gorbatsjov til Mið-Ameríku þegar hún fer til Sovétrikjanna í febrúar á næsta ári. Jardskjálftiiíran Talsmaður írönsku Mujahideen sámtakanna, sem býr í Þýskalandi, sagði í morgun að jarðskjálfti hefði gengið yflr Bushehr hérað í suður- hluta írans og aö skemmdir hefðu orðið á íbúöar- og verslunarhúsum. Ættingjar og vinir talsmannsins eru sagðir hafa hringt í hann og greint honum frá öflugum jarðskjálfta. Snemma í morgun höiðu ekki borist fregnir frá eftirlitsstöövum um öflugan jarðskjálfta í íran. Prestur í forystu í kosningum á Haiti Óopinberar niöurstöður kosning- anna í Haiti í gær gefa til kynna aö vinstri sinnaði presturinn Jean Bertrand Aristide fari með sigur af hólmi. Hann er jafnvel sagður hafa fengið góða kosninga í hverfi þar sem helsti keppinautur hans, Marc Bazin, var talinn öruggur um sigur. Ymiss konar ruglingur og tailr einkenndu kosningarnar en kjós: endur sluppu við ofbeldiö sem breytti í blóðbað síöustu tilraun þeirra til að kjósa lýðræðislega stjóm. Frá því að Duvalier fjöl- skyldunni var steypt 1986 hafa ver- ið gerðar þrjár tilraunir til að halda friðsamlegar og lýöræðislegar kosningar. Það er fyrst nú sem það Forsetaframbjöðandinn og prest- virðist hafa tekist. urinn Jean Bertrand Aristide á Iíeuter kjörstað í gær. Símamynd Reuter Rúmenía: Þúsundir minnast uppreisnarinnar Þúsundir Rúmena gengu um götur Timisoara í gær til að minnast þess að ár er liðið frá því að fjöldi manns beið bana í uppreisninni gegn Ceau- sescu. Báru menn kyndla og blóm og hrópuðu ókvæðisorð að yfirvöld- um. í Búkarest kom til átaka milli óeirðalögreglu og nokkur hundmð ungmenna sem komu fyrir vega- tálmum á breiðstræti í miðborginni og heimtuðu afsögn Iliescus forseta sem er fyrrverandi kommúnisti. Kveikt á kertum til minningar um fórnarlömb uppreisnarinnar. Símamynd Reuter Petre Roman forsætisráðherra vís- aði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi á bug orðrómi um að Iliescu væri í þann veginn að losa sig við hann. Sagði Roman þá standa hhð við hhð. Þessi orð lét Roman faha stuttu eftir að Iliescu hafði í sjónvarpsávarpi til íbúa Timisoara, vöggu byltingarinn- ar, vísað því á bug að stjómin hefði Rúmenar minntust þess í gær að ár er liðið frá byltingunni. Myndin er frá Timisoara, vöggu byltingarinnar. Símamynd Reuter svikið fólkið. Iliescu fuhyrti meðal annars að alræði kommúnista hefði verið afnumið, lýðræði hefði verið komið á, tjáningarfrelsi lögleitt og einnig mótmælagöngur. Ýmis félög verkamanna héldu í gær áfram skyndiverkfóllum sem staðið hafa yflr í viku og sem efnt var til í mótmælaskyni gegn stefnu stjórnarinnar. Rompres fréttastofan greindi frá því að verið gæti að ríkis- rekna flugfélagið Tarom legði niður ferðir frá og með miðvikudeginum þar sem viðræður við verkalýðsfé- lögin hefðu farið út um þúfur. Um fimmtíu þúsund námsmenn héldu áfram setuverkfóhum sínum víðs vegarumlandið. Reuter Baker enn vongóður um friðarviðræður James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kvaðst í gær enn vona að viðræður við Iraka myndu fara fram þrátt fyr- ir ágreining um fundartíma. írak- ar hafa ítrekað enn á ný að þeir fari ekki frá Kúvæt og hafa aukiö undirbúninginn fyrir stríð. Yfir- maður bandaríska heraflans við Persaflóa lýsti því yfir í gær að allsherjarstríð við írak gæti stað- ið yfir lengur en sex mánuði. Bush Bandaríkjaforseti hefur sjálfur sakað íraka um að reyna að ráðskast með viðræðurnar til að fara í kringum ályktun Sam- einuðu þjóðanna sem heimilar vopnavald gegn írökum verði þeir ekki farnir frá Kúvæt 15. jan- úar. Háttsettur bandarískur emb- ættismaður kvaðst í gær búast viö að Saddam Hussein íraks- forse^i myndi leggja fram nýja tillögu um fundartíma frekar en- að taka þá áhættu að engar við- ræður fari fram. Litið hefur verið á fyrirhugaðar viðræður sem síð- asta tækifærið til að tryggja friö við Persaflóa. Gert hafði verið ráð fyrir að Aziz, utanríkisráðherra íraka, færi til viðræðna til Wash- ington og Baker til Bagdad. írak- ar hafa lagt til að Baker komi 12. janúar en það þykir Bandaríkja- mönnum of seint þar sem þá eru aðeins þrír dagar þar til frestur íraka til að fara frá Kúvæt rennur út. Reuter Bandarískur flugmaður skokkar fyrir framan vél sína á fluqmóðurskipi á Rauðahafi. e. . Simamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.