Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. 63 Menning Kammersveitin og ungir einleikarar Kammersveit Reykjavíkur hélt tónleika í gær í Ás- kirkju þar sem fram komu fimm ungir einleikarar; Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Bryndís Halla Gylfa- dóttir, selló, Sigurður Þorbergsson, básúna, Guðmund- ur Kristmundsson, víóla, og Áshildur Haraldsdóttir, flauta. Á efnisskránni voru verk eftir Giuseppe To- relb, Antonio Vivaldi, Johann Georg Albrechtsberger, Georg Philipp Telemann og Carl Philipp Emanuel Bach. Trompetkonsert Torellis er léttur, stílhreinn og skemmtilegur, en ekki sérlega innihaldsríkur. Tromp- etparturinn er fyrir piccolotrompett og býsna erfiður, en Eiríkur Örn lét það ekki mikið á sig fá og spilaði verkið mjög vel og af miklum glæsileik. Sellókonsert Vivaldis minnir mjög á einn af fiölukon- sertum J.S. Bachs, enda er það alkunna að sá síðar- nefndi tók Vivaldi sér til fyrirmyndar í konsertasmíð. Þótt sellókonsert Vivaldis sé ágætt verk hefur hann ekki andríki Bachs. Bryndís Halla hafði fullkomið vald á þessu verki og túlkun hennar var bæði djúp og tilfinningarík án þess þó að tapaðist það göfuga látleysi sem er einkenni þessarar snjöllu tónhstar- konu. í hæga þættinum var svo sem tíminn stæði kyrr en enginn dirfðist að anda svo að stemningin rofnaði ekki. Albrechtsberger er frægastur fyrir að hafa kennt Beethoven og skýring á þeim örlögum fékkst í konsert hans fyrir alt básúnu, sem er vel gert verk og skóla- kennaralegt og vantar neistann. Flutningur Sigurðar Þorbergssonar á verkinu var svohtið misjafn. Kann að vera að það hafi gert honum erfitt fyrir að það er skrifað fyrir altbásúnu, en hljóðfæri Sigurðar venju- lega er hin algengari tenórbásúna. Þó gerði hann margt vel, einkum var fyrsti þátturinn prýðilega flutt- ur. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Það er alkunna að konur hafa af einhveijum ástæð- um lagt undir sig strengjaleik á íslandi, einkum fiðlu- leik, og hafa fáir af hinu sterkara kyni orðið til þess í seinni tíð að ögra yfirburðum kvenkynsins á þessu sviði. Flutningur Guðmundar Kristmundssonar á kon- sert Telemanns fyrir lágfiðlu telst því tíðindi þar sem hér var sannur karlmaður á ferðinni sem að auki lék frábærlega vel. Lágfiðlan er hljóðfæri sem of sjaldan er í einleikshlutverki. Hún býr yfir mjög sérstökum töfrum sem sjálfsagt er að nýta og komu þeir vel fram hjá Guðmundi. Vald hans á verkinu var mjög gott og leikur hans bæði blæbrigðaríkur og skemmtilega hrynrænn. Flautukonsert C.P.E. Bachs er skrautlegt verk fullt upp með hröðu fírverkiríi af margvíslegu tagi. Ás- hildur Haraldsdóttir lék þetta af léttleika þess sem hefur tæknina vel á valdi sínu. Tónn hennar er sér- lega bjartur og fallegur. Einhver órói eða óstyrkur varð þó th þess að flutningurinn heppnaðist ekki alveg eins vel og flytjendurnir hafa alla burði til. Kammersveitin, skipuð strengjum og sembal, komst yfirleitt ágætlega frá undirleik í konsertum þessum. Áskirkja var troðfull af áheyrendum og var opnað inn í hhðarsah. Þá var kirkjuloftið fullskipað en efst á hanabjálka var gagnrýnendum komið fyrir og sáu þeir ekkert af því sem fram fór nema með því að klifra upp á kassa og tylla sér á tá. Hins vegar er hijómburð- ur þarna á hanabjálkanum með besta móti og gerðu menn sér gott af því. Elly Ameling Hinir heimsfrægu Iistamenn Elly Ameling söngkona og Dalton Baldvin píanóleikari sungu og léku á tónleik- um til stuðnings samtökunum Barnaheill í Háskóla- bíói í gær. Þá kom einnig fram kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði undir stjórn Egils R. Friðleifssonar. Tón- leikarnir voru styrktir fjárhagslega af nokkrum fyrir- tækjum í Reykjavík með Eimskipafélagi íslands í far- arbroddi. Elly Ameling og Dalton Baldvin eru hstamenn sem um árabil hafa veitt heiminum forystu í listgrein sinni ljóðasöngnum. Þau hafa verið mælikvarðinn sem aðr- ,ir hafa miðað sig við. Þau eru nú bæði að komast af léttasta skeiði en þess gætir þó lítið í flutningnum sem er frábærlega vandaður, auðugur og listrænn svo að af ber. Efnisskráin var mótuð af kunnuglegu efni eftir Franz Schubert, Johannes Brahms og Hugo Wolf. Þá var sitt lagið eftir hvorn, Maurice Ravel og Claude Debussy, en lag þess síðarnefnda var sérlega snjaht. Jólalög frá ýmsum löndum létu þau skötuhjú fylgja með í tilefni komandi hátíöar. Kór Öldutúnsskólans, sem er eingöngu skipaður stúlkum, söng mjög hreint og fallega og er greinilega vel og vandvirknislega þjálfaður kór. Lögin, sem kór- inn söng, voru úr ýmsum áttum en tengdust mörg jólunum með einhverjum hætti. Það lag sem hljómaöi ferskast var eftir Ungverjann Zoltán Kodaly, Ave Mar- ia. Svo vildi th á þessum tónleikum aö gagnrýnandi DV fékk að kenna á hljómburði Háskólabíós en í upphafi tónleikanna var honum skipað til sætis á 19. bekk. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Þegar svo langt er komið frá sviðinu er hinna illu áhrifa salarins farið að gæta svo mikið að öll fínlegri blæbrigði týnast. Er engu líkara en hlustað sé gegnum plast. Þar hljóma alhr flytjendur eins, hvort sem þeir eru góðir eða vondir, hafa háskólabíóshljóm. Sem bet- ur fer urðu góðir menn th að finna sæti framar fyrir gagnrýnandann eftir hlé svo að ahir tónleikarnir fóru ekki forgörðum. Svo virðist sem málefni tónlistarhúss séu í sjálfheldu eftir að hætt var við að byggja tónlistar- hús og ákveðið að byggja óperu í staöinn. Sú spurning er áleitin hvort ekki sé rétt að byrja aftur frá byrjun og stofna félag sem vhl byggja tónleikahús af raun- særri stærð og án íburðar sem miklu brýnni þörf er fyrir og mun meiri stuðningur við en það sem nú er stefnt að. En þetta er útúrdúr. Á dagskrá tónleikanna'voru 28 lög. Nú vildi svo til að áheyrendur ákváðu að klappa eftir hvert einasta lag auk þess að fagna listamönnum með klappi er þeir komu inn á sviðið, sem var oft, því að flytjendur skiptust á. Klappið varð því það sem mest fór fyrir á þessum tónleikum og var orðið býsna hvimleitt undir lokin. Þess utan brýtur svona títt klapp niður stemningu og einbeitingu hstafólks. Mun betri siður er að láta sér nægja að klappa eftir hvert atriði. Fjölmidlar Þetta svín verður skotið Í gærkvöld sáu sjónvarpsáhorf- endur, þeir sem höfðu stillt á RÚV- ið, tíunda þáttinn af í allt um þrjátíu í framhaldsmyndaflokknum Ófrið- ur og örlög. Það er ekki ætlunin að eyöa þessum fáu línum í að fjalla um þessa þætti sérstaklega, tilþess ætti að gefast nægur tími seinna. En það er gaman að velta því fyrir sér að þegar síðasti þátturinn hefur verið á skjánum verður farið að vora. Ogþaðer einniggamanað velta fyrir sér hve margir hafi séð hvem einn og einasta þátt þegar staðið verður upp úr sjónvarpsstól- unum eftir síðasta þáttinn. Sjálfsagt verða þeir margir. Undirritaður hef- urekki séð nema brot og brot af þessum þáttum og missti einhvern veginn áhugann strax í byrjun. En það er þannig með þessa mara- þonframhaldsmyndaþætti að veru- leiki þeirra, ekki síst persónurnar, verður töluvert áhrifamikih hluti raunveruleika fólks. Liðsforingj- arnir, majórarnir og gyðingarnir verða jaínraunverulegir og J.R. og fjölskylda á Suöurgafh. Gleði og sorgir þessara ij ölskylduvina hafa í mörgum tilfellum jafndjúptæk áhrif á fólk og væru þetta nánustu ætt- ingjar (þetta neita náttúrulega margir aö viðurkenna). Þessi þoku- kenndu skil mhh veruleika og imyndunar, „vemleikinn“, koma oft upp í huga manns en aldrei þó eins og dag einn í Kaupmannahöfn fyrir átta árum. Þá las undirritaður aöalfyrirsgön danska Ekstralilaðs- ins á plakati, sem hékk á sjoppu- vegg, og tilvisun áfréttí blaðinu(um veruleikann). Þar stóð: Þetta heimska s vín verður skotiö í kvöld. Á meðfylgjandi mjmd var kunnug- legt glottandi andlit J.R. Undirritaö uráennplakatið. Haukur Lárus Hauksson FACQ LISTINN - 51. VIKA kr. 76.500 stgr. m/geislaspilara JVC myndbandstæki frá hönnuð- inum frá 43.900 stgr. m/2 JVC spólum Faco óskar viðskipta- vinum sínum gleði- legra jóla og farsældar á komandi ári. Næsti listi kemur út í janúar- byrjun 1991. | SÖLUDÁLKURINN Til sölu: GR-45 VideoMovie. S. 91-75113 (Jónasína). Til sölu: JVC' AX-711 2x100 s-Wött. S. 12056 (Friðrik). 1 Heita línan í FACO ~ 91-613008 Sendum í póstkröfu Sama verð um allt land Þeir sem versla í Faco um jólin fá vandaða JVC dagbók í jóla- gjöf meðan byrgðir endast. JVC gæðatæki fyrir jólin VideoMovie GR-Al, verðlaunuð vél góðu verði! Panasonic útvarpsvekjari á 3.800 Panasonic símar frá 5.680 Panas. símsvari/jólatilboð! á 9.980 Panasonic diktafónar frá 6.400 Sony vasaútvarp á 2.990 Sony útvarpstæki frá 4.500 Sony og JVC vasadiskó frá 3.900 Sony barnasegulband frá 4.900 Casio vasasjónvörp frá 16.900 Casio vasatölvur frá 690 JVCmyndbönd,3ípakka, á 1.890 J VC og aðrir geisladiskar frá 690 Nýjafótboltaspiliðá 2.500 Alvöru Teddy bangsar frá 2.575 Canonljósmyndavélá 6.500 Keystone ljósmyndavél á 2.450 Viewluxsjónaukarfrá 4.490 Casio úr, CD og video geymslur o.fl. Vivitar & JVC videoaukahlutir: Videoljós, breytilinsur, þrífætur, hljóðnemar, ljóssíur, kaplar og kennslubók fyrir myndatökumanninn. kr. 74.900 stgr. m/Vivitar tösku VideoMovie GR-S70 super VHS fjölskylduvélin kr. 104.900 stgr. MIDI W51 stæðan, 170 wött kr. 113.900 stgr. Lófavélin GR-AX7 5 lús, 760 g Veður Allhvöss suðvestanátt með hvössum éljum suðvest- an- og vestanlands en hægari suðvestan og úrkomu- minna i nótt. Bjart veður um austanvert landió í dag. Frost 3-6 stig. Akureyri skýjaö 3 Hjarðarnes alskýjað 3 Galtarviti haglél 0 Keflavíkurflugvöllur haglél 1 Kirkjubæjarklaustur snjóél 1 Raufarhöfn léttskýjað 2 Reykjavik snjóél 1 Vestmannaeyjar úrkoma 2 Bergen alskýjað 3 Helsinki alskýjað -1 Kaupmannahöfn þokumóða -2 Osló þoka -2 Stokkhólmur súld 1 Amsterdam þokumóða 1 Barcelona þokumóða 4 Berlín snjókoma 0 Chicagó alskýjað 2 Feneyjar þokumóða 2 Frankfurt snjókoma 0 Glasgow reykúr 5 Hamborg þokumóða -1 London mistur -0 LosAngeles heiðskírt 11 Lúxemborg skýjaö -1 Madrid skýjað 2 Malaga . alskýjað 12 Mallorca skýjað 7 Montreal alskýjað -3 Nuuk snjóél -10 Paris skýjað -1 Róm heiðskírt 2 Valencia rigning 7 Vín snjókoma -1 Winnipeg skafrenning- -16 ur Gengið Gengisskráning nr. 241.-17. des. 1990 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 54,740 54,900 54,320 Pund 105,867 106,177 107,611 Kan. dollar 47,281 47,420 46,613 Dönsk kr. 9,5641 9,5920 9,5802 Norsk kr. 9,3910 9,4184 9,4069 Sænsk kr. 9,7820 • 9,8106 9,8033 Fi. mark 15,2670 15,3117 15,3295 Fra.franki 10,8375 10,8691 10,8798 Belg.franki 1,7787 1,7839 1,7778 Sviss. franki 42,9502 43,0757 43,0838 Holl. gyllini 32,6601 32,7556 32,5552 Vþ. mark 36,8409 36,9485 36,7151 it. líra 0,04883 0,04897 0,04893 Aust. sch. 5,2400 5,2553 5,2203 Port. escudo 0,4168 0,4180 0,4181 Spá. peseti 0,5781 0,5798 0,5785 Jap. yen 0,41172 0,41292 0,42141 írskt pund 98,067 98,353 98,029 SDR 78,4172 78,6464 78,6842 ECU 75,6042 75,8251 75,7791 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. / / EINSTAKT A ISLANDI KRONUR Úrval TÍMARIT FYRIR ALLA Láttu sjá þig! tfsasER“R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.