Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. Spumingin Borðarðu skötu á Þorláksmessu? Valdimar Guðmundsson ellilífeyris- þegi: Já, ég borða alltaf skötu á Þor- láksmessu. Jóhanna Björgólfsdóttir skrifstofu- maður: Borða aldrei skötu. Oddgeir Ottesen hótelstjóri: Ég borða alltaf skötu á Þorláksmessu, skatan er mitt uppáhald. Hólmfríður Löve húsmóðir: Nei, ég borða ekkert sérstakt á Þorláks- messu. Helga Jörgensen hjúkrunarfræðing- ur: Ég borða skötu þegar ég kemst í hana. Helgi Jónsson lögfræðingur: Ég borða aldrei skötu. Mér finnst hún vond. Lesendur Þjóðleikhús vill þjóðin eiga „Sé umrótið til bóta fyrir áhorfendur og starfsfólk er það í góðu lagi.“ - Frá viðgerðum í aðalsal Þjóðieikhússins. Konráð Friðfinnsson skrifar: Hinn 21. apríl árið 1950 var Þjóð- leikhúsið vígt. Það var opnað kl. 19.15 þann dag með mikilli viðhöfn. Þá bauð Vilhjálmur Þ. Gíslason gesti velkomna en Hörður Bjarnason, for- maður byggingarnefndar, afhenti því næst þáverandi menntamálaráð- herra, Birni Ólafssyni, húsið fyrir hönd nefndarinnar. Að loknum ræðuhöldum og glasaglaumi hófst fyrsta sýning leikhússins. Sýnt var leikritið Nýársnóttin, til heiðurs „föður“ Þjóðleikhússins, Indriða Einarssyni. Þetta gerðist sem sé fyrir rúmum 40 árum. Síðan þá hafa mörg verk lifnað í Þjóðleikhúsinu og glatt unga sem aldna. Ekki er það þó nóg. Bygg- ingar þurfa líka viðhald og þeim málaflokki hafa fyrri ríkisstjómir lýðveldisins slælega sinnt. Víst má segja að þær hafi leyft veðrum og vindum að leika þessa eign þjóðar- innar að vild. Ekki eru þó allir stjórn- málamenn þannig sinnaðir. Hæstvirtur menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, réðst nefnilega í það stórvirki að afla viðgerðum á Þjóðleikhúsinu fylgis inni á Alþingi. Honum tókst ætlunarverk sitt. Og í dag miðar endurbótum þar allvel. Hins vegar þykir verkið nokkuð dýrt. Maður spyr hins vegar sjálfan sig: Hvernig á það að geta orðið öðruvísi en kostnaðarsamt þegar hús eins og Þjóðleikhúsið fær að drabbast niður óáreitt áratugum saman? Já, viðgerðin kostar hundruð millj- óna króna, sem eru vissulega miklir peningar. Þessar endurbætur eru hins vegar réttlætanlegar vegna þess að þjóðin vill eiga sitt Þjóðleikhús áfram eins og hingað til. Að vísu fer raskið innandyra fyrir brjóstiö á sumum og hafa þeir jafnvel talað um skemmdarverk. Sé umrótið þó til bóta fyrir áhorfendur og starfsfólk, eins og fullyrt er, þá er í góðu lagi að gera umrót. Að lokum: Ég er mjög sammála menntamálaráðherra, Sva- vari Gestssyni, um þessa framtaks- semi og svo er vonandi um mestan hluta landsmanna. Þúertekkiein N.S. skrifar: Björk skrifar lesendabréf í DV 10. þ.m. undir fyrirsögninni „Hver getur hjálpað?“ - Þessi fáu orð Bjarkar segja margt en þó ekki allt. Skuld er skuld og enginn sleppur við að greiða skuldir sínar. Þegar byrjað er að greiða þúsund krónur hér og þúsund krónur þar er það spor í rétta átt. Og nú eru að koma jól! - Þú spyrð hvaö þú getir gert. Greinilegt er að þú átt að fara beint til Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur og stama (ef allt um þrýtur) út úr þér að þú þurf- ir hjálp. Þú ert með það lágar tekjur og ert ekki í eignamyndandi íbúð, leigir fyrir háa upphæð hvern mán- uð, nýskilin og með agnarsmá kríli á framfæri sem ekki mega við því að mamma sé að guggna. - Þeirra vegna máttu ekki gefast upp. Eg hef líka baslað sem einstæð móðir. Ég finn að ég er að fóta mig varfærnislega upp úr feninu sem ég hef verið að drukkna í undanfarin tíu ár. Ég vil ekki vita af neinum í slíkri aðstöðu ef mögulegt er að kom- ast hjá því. Ég var og er enn að greiða upp í lán, mjatla þetta niður - hafði stundum góða ráðgjafa hjá Félags- málastofnun. Fyrir jólin fór ég oftast og bað um ölmusu hjá Mæðrastyrks- nefnd (3^1 þúsund - kannski fyrir hangikjötinu!). Ég var algjört „sníkjudýr" á þjóð- félagi mínu. Mér var sama. Aðeins þrauka, þrauka, barnanna vegna. Þau voru erfið, þjáðust af ofnæmi, og ég sjálf tæp á heilsu. - Björk; finndu leið, þú ert þegar búin að sýna mjög mikinn kjark og ég óska þér af öllu hjarta að þér takist að sigrast á erfiðleikunum með aðstoð þjóðfé- lagsins. Vona bara að síminn sé ekki lokaður hjá þér því þú þyrftir e.t.v. að hringja á þónokkra staði. Gleðileg jól. Eirikur Jónsson, Jón Ársæll og Bjarni Dagur á Bylgjunni. - Þverskurður af þjóðlífi og fagmennska í fyrirrúmi - segir m.a. í bréfinu. Bylgjan hef ur batnað Arbonne skrifar: Ég vil gjarnan koma á framfæri þakklæti til starfsfólks útvarpsstöðv- arinnar Bylgjunnar fyrir góða dag- skrá. Má með sanni segja að Bylgjan hafl tekið yfir það hlutverk sem rás 2 átti að gegna sem fjölmiðill, bæði í dagskrárgerð og fréttaflutningi. Hann hefur batnað verulega síðan fréttamenn Stöðvar 2 og Bylgjunnar lögðu saman. Mig langar sérstaklega að geta morgunþáttar Eiríks Jónssonar. Honum tekst að mínu mati að sýna bestan þverskurð af íslensku þjóð- félagi. Mistök eru þó að reyna að fá viðmælendur til að segja meira en þeir vilja, og oft þá eitthvert bull. - „ísland í dag“ er vandaður þáttur sem ber fagmennsku þeirra Jóns Ársæls og Bjarna Dags langt yfir meðalmennsku margra útvarps- manna. Pistlar sem þeir félagar bjóða hlustendum eru mjög góðir og þá eihkum pistill Halldórs Hermanns- sonar á Isafirði. Þá er það pistill Regínu Thorarens- en sem mér finnst Jón Ársæll hafa tekið niöur fyrir sig að velja til pistla- geröar. Regína virðist aðallega geta talað um sig, frændur sína og frænk- ur sem uppi voru endur fyrir löngu. Frásagnir af þessu fólki eru engum til gagns eða gleði. Annað vil ég minnast á, það eru endurtekningar á lögum sem er jaskað út löngu fyrir tímann. Annars mjög góð lög sem verða fljótt óþolandi. - Dagskrárgerö Bylgjunnar er annars góð og vönduð. við sjóinn Halldóra Jónsdóttir hringdi: Eins og ávallt áður um jólaleyt- iö lýsist höfuðborgin upp og ýmislegt er vel gert í þeim efnum, bæði af hinu opinbera og svo kaupmönnum sem leggja í tals- verðan kostnaö. Og nú er búið að koma norska jólatrénu fyrir á Austurvelli. Ég er ein þeirra sem held því fram að það tré hefði átt að standa á Arnarhóli eöa jafnvel á Lækjartorgi, þar sem það sést víðast að. í stað þess er nú búið að setja upp jólatré niður við sjó, norðan og vestan við Seðlabankahúsið. Varla er það fyrir sjómenn eða þá sem aka eftir Skúlagötunni! FlýrhannBorg- araflokkinn? Hilmar Gunnarsson skrifar: Framkoma þingmanns Borg- araflokksins, Guðmundar Ágústssonar, ber keim af reynsluleysi og stundum ábyrgð- arleysi, t.d. í viðtölum í sjón- varpi. - Hann er nú þessa dagana að verja það hvers vegna hann styður ekki rikisstjómina lengur. Vörnin finnst mér vera heldur ósannfærandi og vera bundin einhverjum duldum óskum eða fyrirgreiðslu, þótt það verði að sjálfsögðu ekki sannað. En nú hefur einmitt veriö tími upphlaupa á Alþingi og þing- menn hafa flúið Borgaraflokkinn áður en hann sekkur undan sjálf- um sér. Það kæmi svo sem ekki á óvart þótt enn einn þingmaður- inn leitaði hælis í Sjálfstæðis- flokknum. Eða hvert gæti Guð- mundur Ágústsson leitað annað? „Samkvæmt íæknisráði" F.T. hringdi: Ég hef fylgst með umræðunni um reykingabannið á rikisspítöl- unum sem á að ganga í gildi um næstu áramót. Nú viröist loks svo komið að sjúklingar megi reykja, þ.e.a.s. þeir sem það vilja - og þá „samkvæmt læknisráði", að sögn talsmanns ríkisspítalanna. Þetta tel ég líka vera meginn kiamann í öllu saman. Það var ekki ætlun sjúklinga aö fara að taka upp reykingar vegna þess að þeir voru á sjúkra- húsi, heldur var það sjálfsögð kurteisi að meina ekki reykinga- fólki að taka sígarettu þegar að- stæður leyfa eins og t.d. í vissum reykherbergjum. Ég fagna þessari lausn. Starfs- fólk ætti hins vegar að hlýta fyrir- mælunum eins og á hverjum öðr- um reyklausum vinnustað. Eyðsla almannafjár Lúðvíg Eggertsson skrifar: Hún hefur lengi verið hömlulít- il, Þó tók út yfir allan þjófabálk þegar ráðherrar urðu uppvísir að því að sólunda 40 milljónum króna á 20 mánuðum. Einn þeirra greiddi 80 þúsund krónur fyrir næturgreiða! Þess er skemmst að minnast að mætur embættismaður úr dóma- rastétt varð að víkja fýrir það eitt að eyða eigin fé til áfengiskaupa. í hvað ætli ráðherramir hafl eytt 40 milljónunum? Þessari hræsni í opinberu Iifi á verður að limta. Eitt á yflr alla að ganga. Hér verður aö setja lög um upplýsingaskyldu stjórn- valda þannig að þegnarnir geti gengið inn á opinberar skrifstof- ur og fengið umbeðnar upplýs- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.