Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. 57 LífsstOI Verð á geisladiskum: Samræmtverð á flestum stöðum Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Töluverður verðmunur læri, kalkúnn, kjúklingar, hamborg- arhryggur m. beini og úrbeinaður hamborgarhryggur. Hér er ekki tekið tilbt til gæða vör- unnar, eingöngu verðs. Séu þessar tölur lagðar saman kemur í ljós að verslunin Nóatún kemur hagstæðast út meö tæpum tveimur þúsundum króna lægra verð en Fjarðarkaup sem eru næst í röðinni. Dýrust þess- ara verslana var Mikligarður en Kjötstöðin Glæsibæ var með svipað heildarverð. Meðaltalsmunur á verði milli Nóatúns og Miklagarðs er tæp- lega 22%. Lausleg einfóldun þýðir að ef jólasteikin er keypt í Nóatúns- verslun í stað Miklagarðs sparast um 22 krónur af hverjum 100. Niðurstöð- una má sjá á súluntinu hér til hliöar. Gæta 'ber þess að Mikligarður er fjarri því að vera með hæsta meðal- verðið af þeim verslunum sem Verð- lagsstofnun gerir samanburð á, að- eins í þessari könnun neytendasíðu DV. Þessar fimm verslanir, sem hér eru teknar til úttektar, eru einfald- lega einna stærstar á markaðnum. Dagana 6. og 7. desember gerði Verðlagsstofnun verökönnun á nokkrum kjötvörum sem gera má ráð fyrir að verði á hátíðarmatseöl- um landsmanna um jól og áramót. Verö var kannað í 42 matvöruversl- unum á höfuðborgarsvæðinu. Niður- staða Verðlagsstofnunar var síðan birt 13. desember. Þann 10. desember birti Neytendasíða DV verðkönnun á jólasteikum sem var á svipuðum nót- um en samanburður Aáði til færri verslana. Með samanburði á kíló- verði kjöts úr fimm verslunum, Fjaröarkaupum, Hagkaupi, Kjötstöö- inni, Miklagarði og Nóatúni, kemur umtalsveröur verðmunur í ljós. Verð á 16 af 21 kjöttegund er tekið til samanburðar þar sem þær fimm kjöttegundir, sem ekki eru með, fengust ekki í öllum verslununum. Þessar kjöttegundir eru lambahrygg- ur, lambalæri með beini, hangilæri m.' beini, úrbeinað hangilæri, hangi- frampartur m. beini, úrbeinaður hangiframpartur, ný svínalæri, svínalundir, svínakótelettur, bay- onskinka, nautalundir, nautainnan- AfflYGUSVERÐAR BÆKUR - Japis með töluvert lægra verð Verð á geisladiskum er töluvert lægra hjá Japis en hjá flestum öðrum hljóm- plötuverslunum. um hefur okkur tekist að ná hag- stæðum innkaupasamningum en al- mennt reynum við að hafa álagning- una í samræmi við álagningu á öðr- um vörum fyrirtækisins," sagði Ás- mundur að lokum. Samræmt verð á plötum og geisla- diskum hefur viðgengist allt of lengi en ef til vill er að renna upp tímabil samkeppni í þessari grein. Vonandi rennur upp á næstunni sá tími, fyrir unnendur hljómhstar hérlendis, að þeir geti keypt sér plötur eða geisla- diska á svipuðu verði og viðgengst í Evrópu eða vestanhafs. ÍS SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF MYNDIR ÚR LÍFI PÉTURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA GAMAN OG ALVARA P.ÉTUR EGGERZ Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sínu sem lítill drengur í Tjarnargötunni í Reykjavík, þegar samfélagið .var mótað af allt öðrum viðhorfum en nú tíðkast. Sfðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi, ákveður að nema lögfræði og fer til starfa f utanríkis- þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur hefur kynnst miklum fjölda fólks, sem hann segir frá f þessari bók. KENNARI Á FARALDSFÆTI MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI AUÐUNN BRAGISVEINSSON Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara- starfi sfnu í öllum hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum ijölda fólks, sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og í Ballerup í Danmörku. BÍLDUDALSKÓNGURINN ATHAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR ÁSGEIR JAKOBSSON Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem var frumherji í atvinnulffi þjóðarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri f einkalífmu. SONUR SÓLAR RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI ÆVAR R. KVARAN Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á undan sinni samtfð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf- steinn Björnsson miðill; Vandi miðilsstarfs- ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriðdson; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Er mótlæti f lífinu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður? Flestir íslendingar, sem á annað borð kaupa sér hljómplötur eða geisladiska, kannast við það að litlu máli virðist skipta hvert farið er, sama verð virðist gilda á öllum stöð- um. Þó eru til undantekningar frá þessari reglu. Tvö fyrirtæki hafa ver- ið með tilburði í átt til verðlækkunar. Verð á geisladiskum, sem nýkomn- ir eru á markað, er almennt 1999 krónur fyrir íslenska diska og 1899 fyrir vinsælustu erlendu diskana. íslenskir geisladiskar með efni fyrir börn geta þó fengist á lægra verði. Þessi regla er nær undantekningar- laus, hún gildir um hljómplötuversl- anir Skífunnar, Steinars, Hljóðfæra- húss Reykjavíkur og svo mætti lengi telja. Tværverslanir með lægra verð Tvær verslanir hafa þó boðið upp á lægra verð. Japis er með alla ís- lenska geisladiska á 100 krónum lægra verði eða 1890 og verslunin Hagkaup hefur lengi verið með lægra verð. Verðið hjá Hagkaupi er byggt á ákveðinni reglu. Ef íslenskur geisladiskur er á topp 20 listanum fæst hann á 1899 krónur en 1999 ef hann er utan listans. Sama regla er notuð á öllum vínylplötum hjá þeim, þær kosta minna ef þær eru á topp 20. Verðlag á geisladiskum erlendum er aftur á móti í allflestum tilfellum lægra hjá versluninni Japis og getur þá munað allt að 35 af hundraði. Neytendur Tökum dæmi: í dag eru vinsælustu diskarnir til dæmis tenóratríó Pava- rottis, Domingos og Carreras, sem kostar 1490 krónur, nýju plöturnar frá Whitney Houston, á krónur 1690, og bresku hljómsveitinni Cure á 1390 krónur. Þarna munar umtalsverðu frá samræmda verðinu 1899. Hvað veldur því að geisladiskarnir eru á hagstæðara verði hjá Japis en öðrum samkeppnisaðilum? Blaða- maður neytendasíðu leitaði svara hjá Ásmundi Jónssyni, deildarstjóra geisladiska hjá Japis. „Greinilegt er að hljómplötusala hefur á undan- fórnum árum verið að færast út fyrir landsteinana. Lætur nærri að kaup fólks erlendis á hljómplötum eða diskum nemi rétt tæplega 30 af hundraði, í magni talið um 200.000 plötur eða diskar. Orsakanna er fyrst og fremst að leita í of háu verði hérlendis. Okkar lága verð er viðleitni í þá átt að snúa þeirri öfugþróun við. í sumum tilfell-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.