Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. 39 Eitt besta árval landsíns af gullhringum, 14 kt., handsmiðuðam. Verð frá kr. 3.200,- Gott úrval demantsskartgripa Smíði skipsins fyrir OS í Vestmannaeyjum fer fram víða hjá Slippstöðinni. Stýrishús skipsins er t.d. við trésmíða- verkstæðið eins og sést á myndinni og verður síðan flutt á sinn stað þegar tekjð verður til við að „raða skipTnu saman". DV-mynd gk GULLSMIÐUR LAUQAVEQI30 - SÍMI19209 Skartgripiri úrvali - Viðgerðarþjónusta Fljót aígreiðsla - Við smiðum, þár veljið Fréttir Slippstöðin á Akureyri: Nýjar aðferðir við áttu pantaðan tíma í stöðinni, því að koma með skip sín til viðgerða og viðhalds og kom nýsmíðin hjá stöð- inni í veg fyrir að menn gengju þar um aðgerðalausir. „Við höfum tekið upp ný vinnu- brögö við smíði þessa skips fyrir Vestmannaeyingana sem eiga að skila okkur ódýrara skipi og styttri smíðatíma. Það útheimtir að smíöa þarf skipið víða hér í stöðinni. Það er t.d. verið að vinna við stýrishúsið við hliðina á trésmíðaverkstæðinu, vélvirkjarnir eru að smíða á sínu verkstæði einingar í vélarrúmið og það er veriö að vinna eitt og annað á ýmsum stöðum áður en skipinu verður raðað saman. Þaö er spennandi að sjá hvernig þetta kemur út. Mér sýnist starfs- menn hér líka vera mjög spenntir fyrir því hvernig þetta kemur út. Þeir vinna við betri aðstæður en venjan er og þetta er áhugavert," sagði Sigurður. Akstur krefst fullkominnar einbeitingar! yUMFERÐAR RÁÐ Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ef við hefðum ekki haft þetta verkefni heföi nákvæmlega ekkert verið að gera hér í stöðinni í nóvemb- er og þetta sýnir okkur enn og aftur að við verðum að hafa eitthvert kjöl- festuverkefni hér við nýsmíðar,“ sagði Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar, um skipið sem stöðin er að smíða fyrir fyrirtækið ÓS í Vestmannaeyjum. Vegna yfirvofandi verkfalls yfir- manna á fiskiskipum í nóvember frestuðu margir útgerðarmenn, sem Gerum ekki margt í einu við stýrið.. Meiming Ágætur ef niviður sem nær aldrei að verða f ullmótaður Það er stór stund hjá ungum rithöfundi að sjá sína fyrstu sögu á prenti. Þar sér hann árangur af margra mánaða vinnu og vonar að bókin falli lesendum í geð. En áður én bók kemur út hafa margir aðrir en höfund- ur lagt hönd á plóginn til að úr verði bók. Ábyrgð bókaútgefenda er mikil. Þeir eru í þeirri stöðu að fylgja bók eftir gegnum framleiðsluferlið frá tölvu eða ritvél höfundar inn á borð lesenda. í fyrsta lagi taka þeir ákvörðun um útgáfuna. Þeir lesa hand- rit yfir í upphafi og gera hugsanlega einhverjar athuga- semdir. Og stundum segja þeir við höfundinn: „Nei takk, þetta er því miður ekki nógu gott." Bjarni Dagsson heitir ungur rithöfundur sem gefið hefur út sína fyrstu bók. Hún hefur fengið nafnið: Ófrísk af hans völdum. Á kápusíðu er bókin kynnt með þessum orðum: „Höfundur hefur í gegnum tíðina starfað mikið með unglingum og nýtir sér reynsluheim þeirra í þessari bók.“ Eg var fullur eftirvæntingar þegar ég fékk þessa bók í hendur og tók til við lestur- inn. Ekki er ég lengur unglingur en hef hins vegar eins og Bjarni Dagsson lengi átt samleið með ungling- um. Og einhvern veginn virðist mér reynsla höfundar af samskiptum við unghnga ekki hafa skilað sér í að lýsa hugarheimi þeirra af næmi. Söguþráður bókarinndr er í stuttu máli sá að Gummi, drengur á unglingsaldri, er atvinnulaus eftir að skóla lýkur eitt vorið. Hann rekst á auglýsingu í dagblaði þar sem auglýst er eftir gítarleikara í hljómsveit. Sjálf- ur spilar hann á gítar og áður en margir dagar eru hðnir er hann farinn aö spila með hljómsveitinni Ven- us. Sagan lýsir einu sumri sem einkennist af ferðalög- um um landiö þvert og endilangt. Söguþráðurinn er kryddaður dálítilli rómantík og áður en sagan er öll er rómantíkin búin að bera ávöxt. Höfundur fer af staö meö bærilegan efnivið og hug- mynd. í upphafi sögunnar er greint frá eríiðleikum fóður aðalpersónunnar. Fyrirtækið, sem hann rekur, stendur ekki traustum fótum og faðir hans á við áfeng- isvandamál að stríða. En einhvern veginn vinnur höf- Bókmenntír Sigurður Helgason undur ekki úr því. Það er aðeins tæpt á ýmsu en ekk- ert tekið föstum tökum. Þessi annars ágæti efniviður nær aldrei að verða fullmótuð saga. En hvað er að? í fyrsta lagi er persónusköpun mjög af skornum skammti. Fólkið líður einhvern veginn framhjá án þess að lesandanum fmnist hann nokkurn tímann kynnast því. Þá er söguþráðurinn alls ekki nógu fagmannlega spunninn. Það vantar í hann öll átök. Og þegar lesandinn býst við að eitthvað fari að gerast er sagan búin. Það er til dæmis ekki gerð til- raun til að vinna úr þeim siðferðilegu spurningum sem fylgir því þegar unglingar eignast börn. Sagan er í raun og veru ófullgerð. Eiginlega er þetta ágætt upp- kast sem eftir er að vinna betur úr. í upphafi þessarar greinar er minnst á ábyrgð útgef- anda. Hann veröur að vera gagnrýninn við val á bók- um til útgáfu. Það er ekki greiöi við ungan rithöfund að gefa út eftir hann bók sem á eru stórir hnökrar. Og útgefandinn undirstrikar virðingarleysi sitt fyrir lesendum með því að standa mjög illa að lestri próf- arka. Ég hélt hreint út sagt að íslenskir útgefendur reyndu að hafa það í góðu lagi. Bjarni Dagsson má ekki láta hugfallast þrátt fyrir að árangurinn sé ekki eins góður og æskilegt getur talist. Hann þarf að gefa sér tíma til að vinna betur úr viðfangsefninu og skrifa hvern kafla fyrir sig aftur og aftur. Það verður nefnilega enginn smiður í fyrsta sinn. Bjarni Dagsson Ólrísk af hans völdum Reykjavík, Skjaldborg, 1990 Ur bókinni H játrú:Þeir sem eru duglegastir, iðnastir og eiga mest skilið að komast til metorða. Raunveruleiki: Vertu raunsær! Athugaðu ástandið í eigin fyrirtæki eða öðrum. Verakann að foreldrar þínir haft sannfært þig að lífið sé sanngiamt eða a.m.k. að það ÆTTI að vera sanngjamt. Hvaða skoðun sem þu hefur á sanngimi skiptir það mestu mali að það er engin TRYGGING fyrir sanngimi Þetta er bók sem höfðar til allra sem vilja auka tekjur sínar og öðlast raunsætt viðhorf til peninga Fæst í bókaverslunum um land allt, einnig getur þú pantað bókina hjá okkur og við sendum hana samdægurs þér að kostnaðarlausu. Lífsafl, Laugavegur 178, 105 Reykjavík, S.: 91-622199 H»88«ÍæÍj Phil Laut 18 LITRA ORBYLGJUOFN 600 vött rszb- 5 stillingar, 60 mín. klukka, snún- ingsdiskur, tslenskur leiðarvfsir, matreiðslunámskeið innifalið. Sértilboð 14.950," stgr. Rétt verð 19.950.- stgr. 2E Afborgunarskilmálar |2) HUÓMCO FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 i smíði nýja skipsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.