Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. 43 dv Viðtaliö Manneskjan eraffskaplega forvitnileg 7 Nafn: Helga Hjörvar Aldur: 47 ára Starf: Formaður Listahátíð- ar og skólastjóri Leiklistar- skóla Islands Helga Hjörvar, skólastjóri Leik- listarskóla íslands, hefur veriö ráöín formaður Listahátíðar sem verður næst árið 1992. Helga er ættuð vestan úr Ön- undarfirði í móðurætt og af Eyr- arbakka í fóðurætt. Hún er fædd að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Ön- undarfirði. Skólagangan hófst í barnaskóla Laugarnesskóla og síðan lá leiðin í Kvennaskólann þaðan sem Helga útskrifaðist 1960. Eftir það fór hún í Leiklíst- arskóla Leikfélags Reykjavíkur. Um skeið nam hún einnig leik- húsfræði í Háskólanum í Kaup- mannahöfn. Eftir útskrift úr Leikiistarskóla LR 1966 lék Helga svolitið, leik- stýrði úti á landi og kenndi leik- list. „Ég kemidi á vegum Æsku- lýðsráðs í skólum borgarinnar og þegar ég kom heim frá Kaup- mannahöfn 1972 var nýbúið að stofna SÁL-skólann og ég byrjaði að kenna þar. Ég hef svo kennt leiklist óslitið síðan.“ Með þess- um störfum var Helga fram- kvæmdastjóri Bandalags ís- lenskra leikfélaga í 8 ár. Sem formaður Listahátíðar mun Helga, ásamt fimm manna stjórn, marka stefnu og fram- kvæmd næstu hátíðar. „Starf okkar er að gera áætlanir um hvemig Listahátíð 1992 og Kvik- myndahátíð 1991 eigi að vera í samvinnu viö innlenda og er- lenda aðila.“ Helgu líst vel á þetta nýja starf. „Mér fmnst þetta af- skaplega skemmtileg tilhugsun og mér fmnst list vera mjög mik- ilvægur hluti lifsins og vildi óska þess að sem flestir hefðu mögu- leika á að pjóta listar. Listahátíð hefur verið mjög kærkomið tæki-y færí til að sýna það besta sem við höfum sjálf fram að færa og að flytja inn það besta sem við get- um.“ Leiklistin er spegill lifsins Áhugamál Heigu eru mannlíflð almennt og menntun. „Maimlíf og þjóðfélagsmál eru náttúrlega mjög tengd leiklist, því Ieiklist er spegill lífsins. Mér fmnst rnann- eskjan afskaplega forvitnileg og hef gaman af aö kynna mér hinar ýmsu Miðar mannlegs eðlis og mannlífsins. Ég er líka mjög upp- tekin af skólamálum og mér finnst þau leggja grunn að velferð einstaklingsins, þaö er að segja ef vel tekst til.“ Lambalæri steikt við hæfilega lítinn hita er mikill uppáhalds- matur hjá Helgu. Bílar sldpa hins vegar ekki of stóran sess í lífi hennar því Helga setur eingöngu tvö skilyrði um þá. „Ég á litla Ford Fiestu sem uppfyllir þessi tvö skilyrði. Þau eru að bíllinn flytji mann örugglega á rnilli staöa og svo að hann gangi ekki alltof nærri budduimi hvað bens- ineyðslu varðar.“ Helga er gift Úlfi Iljörvar, rit- höfundi og þýðanda og þau eiga tvö börn, Helga 23 ára og Rósu Maríu 10 ára. -as Fréttir Sæberg eignast meirihluta í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði: Gengið var frá sölu hlutabréfa Hlutafjársjóðs byggðastofnunar í Hraðfrystihúsi Olafsíjarðar hf. föstudaginn 7. desember. Það var Sæberg hf. Ólafsfirði, sem gerir út togarana Sólberg og Mánaberg, sem keypti og var kaup- verðið 29 milljónir króna. Nafnverð bréfanna var 96 milljónir króna, sem er um 49% af hlutafé í félag- inu. Jafnframt var samkomulag um að Sæberg auki hlutafé í hrað- frystihúsinu um 50 millj. króna á næstu tveimur árum. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. er aðaleigandi Útgerðarfélags Ólafs- íjarðar sem gerir út togarann Ólaf bekk. Ennfremur á félagið frysti- hús, rækju- og mjölverksmiðju. Þá hefur verið gengið frá kaupum Sæbergs á hlut bæjarsjóðs Ólafs- fjarðar í hraðfrystihúsinu, sem er að nafnverði rúmar 32 milljónir króna, og í Útgerðarfélagi Ólafs- fjarðar að nafnverði rúmar 3 millj. króna. Hlutdeild bæjarsjóðs í útgerðar- félaginu er 30% af heildarhlutafé en 17% í hraðfrystihúsinu. Kaup- verð er 18.1 milljónir króna og greiðist allt á einu ári. Aaá liálfa væri nóg, lífssaga Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis SÁÁ. Guárún Guðlaugsdóttir Uaáamaður skráði. Mannlíf í Aáa lvík óg fl eiri minningatrot eftir Gunnar Friðriksson. Atliyglisverð frásögn af liorfnu mannlífi við ysta kaf. Ævisaga Margrétar Þórfiildar Danadrottningar. Einlæg og opinská frásögn, skráð af Anne Wolden-Rætkinge. Minningar úr Mýrdal eftir Eyjólf Guðmundsson ritliöfund og kónda á Hvoli í Mýrdal. Hluti af Jjjóðarsögu. MlNNlNGABROT ’mucsoóttir Síðumúla 11 • Sími 84866
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.