Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 13
j MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. 13 Fréttir Sigurjón G. Jónsson lögregluvaróstjóri, Ólafur Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Finnbogi Birgisson lögregluþjónn við vigsluathöfnina. DV-myndir Hjörvar Neskaupstaöur: Lögreglustöðin vígð Hjörvar Siguijónsson, DV, Neskaupstaö: Ný lögreglustöð í Neskaupstað var formlega tekin í notkun mánudaginn 10. desember en þá var loksins búið að fullklára fangageymslur stöðvar- innar. Síðustu 30 mánuðina hefur lögreglan orðið að notast við fanga- geymslur á Eskifirði eftir að fanga- klefar hér voru innsiglaðir af heil- brigðisfulltrúa og stöðinni lokað. Tveir klefar eru í nýju lögreglustöð- inni og telja lögreglumenn hér að hin nýju húsakynni séu vel viðunandi. Margt gesta var við vígsluna og fluttu þeir Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, og Gísli Guðmundsson yfirlög- regluþjónn ræður. Séra Svavar Stef- ánsson flutti bæn og blessaði hin nýju húsakynni lögreglunnar í Nes- kaupstað. System X500 SAMSTÆÐAN I Fyrir allt þetta kr. 54.000,- stgr. • 16 aðgerða þráðlaus fjar- stýring • Magnari: 2x60W með 5 banda tónjafnara • Útvarp: FM/AM/LW, 24 stöðva minni og sjálfvirkur stöðvaleitari • Segulband: tvöfalt með hraðupptöku, Dolby B og samtengdri spilun • Plötuspilari: reimdrifinn, hálfsjálfvirkur • Geislaspilari: með tvö- faldri „digital/analog" yfir- færslu, 16 minni, lagaleit ofl. • Heyrnartæki • Hátalarar: 70W þrískiptir JAPÖNSK GÆÐI Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 Lögreglustöðin í Neskaupstað. Hörkusala Hólma- tinds í Þýskalandi Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Skuttogarinn Hólmatindur SU-220 frá Eskifirði seldi mjög vel í Bremer- haven í Þýskalandi í síðustu viku tæp 116 tonn fyrir 17 millj. 941 þúsund krónur. Meðalverð 154,89 kr. kílóið. Það er með því allra besta sem feng- ist hefur í Þýskalandi. Ástæðan fyrir þessu háa verði er að sögn Ara Halldórssonar, umboðs- Ólafsfjörður: Eigendaskipti á prentsmiðj- unni og bæjarblaðinu Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði: Nýir eigendur hafa tekið við rekstri prentsmiðjunnar Stuðlaprents hf. á Ólafsfirði. Það eru þeir Þorsteinn Ásgeirsson og Guðmundur Þór Guð- jónsson. Stuðlaberg hefur m.a. sölu- umboð fyrir Prentsmiðjuna Odda og Hans Petersen. Mestseldi vodki á íslandi, banda- til 1917 þegar keisaranum var steypt. ríski vodkinn Smirnoff, verður brátt af stóli. Síðan hefur framleiðslan ver- framleiddur í Sovétríkjunum á nýjan ið í Bandaríkjunum og telst þetta leik eftir 73 ára hlé. Smirnoff var vodka nú bandarískt en af rússnesk- framleitt í Leningrad, eða St. Péturs- um uppruna. borg eins og borgin hét áður, fram imJín]^no{(. t iyuu ,,^llyl.,rfIGH Þá keyptu þeir líka bæjarblaðið Múla af fyrri eigendum og hófst út- gáfa blaðsins á ný í byrjun desember eftir nokkurra mánaða hlé. Þeir Guðmundur og Þorsteinn reka einnig bókhaldsskrifstofu í samein- ingu en aðsetur þeirra er á Aðalgötu 11. manns í Bremerhaven, lítið framboð. Veiðar í Norðursjó hafa brugðist vegna ótíðar og gámaskipi frá íslandi seinkaði vegna óveðurs. Þá var þriðj- ungi minna magn á markaðnum frá íslandi í síðustu viku og allt hjálpaði þetta til að gera söluna glæsilega. Til marks um hátt verð á þýska markaðinum má geta þess að kíló af ýsu hefur verið selt á 273 kr. Þorskur á 185 og steinbítur á 166 krónur. HUGSUM FRAM Á VEGINN ||UMFERÐAR Glæsilegur p skíðafatnaður í úrvali SPORT-OG TÍSKUV ÖRUVERSLUN, KRINGLUNNI - Sf MI680633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.