Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 38
46 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. Sviðsljós Ólyginn sagði... Ava Gardner Skartgripir leikkonunnar, Övu Gardner, sem lést í janúar síöast- liönum, voru seldir á uppboöi í London um daginn fyrir tíu sinn- um hærra verð en þeir voru metnir á. Uppboðssalir Sothebys voru troöfullir af fólki sem bauð í gríö og erg í muni leikkonunn- ar. Alls seldust þar skartgripir fyrir um 39 milljónir króna. Dýr- asti gripurinn var forláta hring- ur, alsettur demöntum og smar- ögðum, en hann var seldur á yfir 23 milljónir króna. Dularfullur japanskur maöur, sem bauö í muni gegnum síma, geröi sitt til aö sprengja upp verðið. Hann keypti alls 14 skartgripi fyrir yflr 11 milljónir króna. Innbú Gardn- er var selt á uppboði hjá Sothebys í síðasta mánuöi fyrir litlar 38 milljónir króna. Elvis Meira um uppboð. Bílnúmera- plata rokkgoösins Elvis Presleys var seld á uppboði um daginn. Kaupandinn var bissnessmaður aö nafni Anson Lane, og kaup- verðið var sjö og hálf milljón króna. Á númeraplötunni stend- ur aö sjálfsögðu ELV IS. Anson þessi sagðist vera mjög ánægður með kaupin en það eina sem á vantaði væri bíllinn. Kaupandi bílnúmeraplötunnar dýru á nefnilega engan bíl. BruceWillis og eiginkona hans, leikkonan Demi Moore, eiga von á öðru barni. Fyrir eiga þau tveggja ára gamla dóttur, Rumer. Þau hjón segjast vera mjög ánægð með tíð- indin. Samband þeirra hefur aö sögn kunnugra verið með mikl- um ágætum eftir að Demi tókst að fá Bruce til að bola mótleik- konu sinni út úr myndinni sem hann vinnur nú að. Demi þafði heyrt kjaftasögur um að maður hennar eyddi meiri tíma með stúlkunni utan vinnu en góðu hófi gegndi, og greip þá til sinna ráða. Bruce þorði ekki annað en hlýða konu sinni til að halda heimilisfriðinn. Bæði hjónin hafa slegið í gegn svo um munar með hlutverkum sínum á árinu. Demi í myndinni „Ghost“ og Bruce í „Die Hard “. Juliet Prowse og Elvis Presley. Sin- atra gómaði hann í landhelgi. Pelsasýning frá Christensen Elvis Presley: " Stakkundan Frank Sinatra - en iðraðistþess æsíðan í nýútkominni bók Earl Green- woods um Elvis Presley, „Strákurinn sem vildi vera konungur", er sagt frá því er Elvis hætti sér inn í kvenna- landhelgi Franks Sinatra. Elvis státaði sig oft af því við kunn- ingja sína að hann hefði stungið und- an Sinatra er hann byrjaði aö vera með stúlku að nafni Juliet Prowse á seinni hluta fimmta áratugarins. Eitt sinn þegar Elvis var í miðri sögu um afrek sitt gegn Sinatra, hringdi sím- inn í búningsherbergi hans. „Æ, æ, nú hringir Sinatra," sagði einhver í glensi og allir hlógu, Evis manna hæst. Síðan var þetta fastur brandari i búningsherberginu þegar síminn hringdi; „æ, æ, nú hringir Sinatra". Svo var það kvöld eitt, þegar Elvis var í búningsherbergi sínu að kæla sig niður í pásu á hljómleikum, að sviðsmaður bankaði á dyrnar og sagði að Sinatra væri frammi og vildi hitta hann. Elvis hló og áleit að þetta væri ein skrítlan til. Hann leit upp og sá í speglinum, sér til ógleyman- legrar skelfingar, að Frank Sinatra gekk inn í öllu sínu veldi og hafði tvo verði sína meðferðis. Samræðurnar milli þessara tveggja stjarna urðu stuttar; Sinatra þakkaði Elvis fyrir skemmtunina á tónleik- unum. Jafnframt gaf hann honum það heilræði ókeypis að ef hann vildi halda áfram að koma fram, og það í tiltölulega góðu ástandi, þá skyldi hann vara sig á því að dansa ofan á annarra manna tám. Áð því búnu kvaddi Sinatra brosandi og fór. Frá þessu kvöldi-sleit Elvis allt samband við Juliet og gaf fyrirmæli um að hringingum hennar skyldi ekki svarað. Juliet gerði árangurs- lausar tilraunir til að ná sambandi við Elvis í nokkar vikur en varð að gefast upp við svo búið. Nokkrum árum seinna lék Elvis í myndinni „Speedway" á móti Nancy, dóttur Sinatra. Nancy elti Elvis á röndum og óskaði sér einskis frekar en krækja í rokkkónginn. Elvis, sem „sjaldan hafði nú flotinu neitaö", var hins vegar logandi smeykur við föð- ur Nancyar og baö hana blessaða að halda sig í hæfilegri fjarlægð. En stúlkan var vön aö fá það sem hún vildi og fljótlega voru þau farin að vera saman. Hún gat líka sann- fært hann um að föður sínum væri svo nákvæmlega sama með hverri Elvis væri, svo framarlega sem hún kæmi ekki úr safni hans sjálfs. Þegar tökum á myndinni lauk gekk Elvis í burt án þess að kveðja Nancy, sem ekki lét bjóða sér þess háttar framkomu og heimsótti Elvis í villu hans, Graceland. Þar neyddist hann loks til að segja henni upp augliti til auglitis en seinna var haft eftir hon- um að í marga mánuði hefði hann fengið martraðir um að Sinatra væri að koma til að jafna um hann. H.Guð. Nancy Sinatra dýrkaði Elvis en hann var hræddur við föður hennar. Christensen fylgist vel með og er leiðandi á sviði nýtískulegrar hönn- unnar. Hann er alls ófeiminn við lit- ina og þessi stúlka klæðist skær- bleikum, síðum jakka úr „kínversku Tibetlambi" eins og hann kallar það. Regnkápa og hnésíður rúskinnsjakki. Sportlegar flíkur sem nota má við Þetta er vinsæl flík hjá yngri konum öll tækifæri. Regnkápan kostar 250.000 og rúskinnsjakkinn 219.000 krónur. og kostar 165.000 krónur. „Ég er mjög ánægður með móttök- urnar sem ég hef fengið hér. Allir hafa lagst á eitt að gera þetta eins fint og mögulegt er, þá á ég bæði við danska sendiráðið hér á landi og starfsfólkið á Sögu,“ sagði danski feldskerinn Finn Birger Cristensen' að lokinni pelsasýningunni á Hótel Sögu. Það voru íslenskar sýningar- stúlkur frá Unni Arngrímsdóttur sem sýndu fatnaðinn en ekki dansk- ar eins og mishermt hefur verið í blöðum. „Við vorum búnir að fá mikið af bréfum og símtölum frá íslendingum sem vildu fá senda myndalista af vöru okkar. Við ákváðum það með skömmum fyrirvara að gaman gæti verið að heimsækja þessa viðskipta- vini okkar og gefa þeim kost á að sjá hvað við hefðum upp á að bjóða. ís- lendingar eru góðir og vandlátir við- skiptavinir sem vilja það besta. Þeir vita að við seljum aðeins það besta,“ sagði Finn Birger og var hinn ánægð- asti. Þrátt fyrir að loðdýravinir hefðu hvatt fólk til að hunsa sýninguna var Súlnasalurinn þéttsetinn. Finn Bir- ger kvaðst ekki hafa orðið fyrir nein- Þegar þessi birtist á sviðinu heyröist aðdáunarkliður í salnum enda ekki oft sem maður sér flikur á borð við þessa. Hnésíður refapels með hettu sem hægt er að taka af ef fólk vill það heldur. Fyrir þennan pels greiðast 837.000 krónur. Súlnasalurinn var þéttskipaður áhugasömum áhorfendum ... og kannski væntanlegum kaupendum. Mest voru það konur sem komu til að sjá sýning- una en þó mátti sjá einn og einn karlmann líka. Skrítið hvað þeir voru flest- ir fölir i framan ... DV-myndir Brynjar Gauti Þetta glæsilega módel sýndi hné- síða kápu úr lituðu lambsskinni. Kápan kostar 120.000 krónur. Þessi glæsilega kasmír/refaslá vakti verðskuldaða athygli. Hún er app- elsínugul á litinn og kostar 430.000 krónur. Klæðilegasta flik, ekki satt? um óþægindum af náttúruverndar- sinnunum sem stóðu í anddyri hót- elsins með mótmælaspjöld. „Ofsókn- ir gegn pelsakaupmönnum og fólki sem klæðist þessum flíkum er sem betur fer á undanhaldi. Ég held hreinlega að þetta fólk sé farið að sjá að sér og gera sér grein fyrir því hvers lags barnaskapur þetta er,“ sagði Finn Birger Christensen. H.Guð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.