Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1990, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1990. HÁRTAP Hvernig iíturðu út? Ekki bíða of lengi með að fá þitt eigið hár sem vex eðlilega. Nýjasta þróun í meðferð gegn hártapi. Ókeypis ráð- gjöf og skoðun hjá okkur eða heima hjá þér. Lífstíðarábyrgð. Hringiö (best milli kl. 19 og 21) eða skrifið og fáið sendan bækling. Skanhar Norðurtúni 11, 225 Álftanesi Simi 91-650076 eða 91-650276. Nafn: ................................. Heimili: .............................. Póstnr.: .............................. Sími: ................................. ÁTTÞÚVIN innanlands eða erlendis sem þú vilt láta eiga kyrrðarstund um jólin? ISLENSKIR ÍSLENSKIR JÓLASÁLMAR með kirkjukór Lágafellssóknar. Kemur þægilega á óvart. Meiming Svipmikill einstaklingur Gunnlaugur Þórðarson lögfræðingur segir frá því í nýútkominni minningabók sinni, Ævibrot- um, er hann var ungur aðstoðarmaður tiginna breskra laxveiðimanna. Þetta var rétt fyrir síð- ari heimsstyijöld, og Gunnlaugur taldi mikla stríðshættu stafa af þýskum nasistum. Bretam- ir tóku því fjarri og voru satt að segja hissa á hinum kotroskna íslenska unglingspilti að hafa skoðun á þessu máh. Skömmu eftir stríðsbyijun fékk Gunnlaugur hins vegar póstkort frá einum Bretanna, þar sem hann hældi honum fyrir framsýnina og hafði til marks um gáfur íslend- inga! Hér er Gunnlaugi Þórðarsyni rétt lýst. Hann er maður hreinskilinn, hispurslaus og höfðingjadjarfur. Hann bindur bagga sína ekki sömu hnútum og margir samferðamenn, skeytir lítt um almenningsáht eða orðasveim og er rek- inn áfram af ríkri réttlætiskennd og óskaplegri athafnaþörf. Oftar en ekki hefur Gunnlaugur haft rétt fyrir sér. Til dæmis var hann einn fárra lögmanna, sem þorði að rísa gegn fjölmiðlafárinu í máli Magnúsar Thoroddsens árið 1988, og á dögunum skrifaði hann athyglisverða grein, þar sem hann benti á það, að stjórnmálamenn ganga nú að því vísu, að forseti íslands gegni ekki því hlutverki sínu að vera vamagli í stjórnkerfinu, heldur sé hann eins konar gúmmístimpill í höndum þeirra. Er gleggsti vottur þessa sú hugmynd Jóns Baldvins Hannibalssonar að rjúfa þing, þegar sýnt þótti, að bráðabirgðalög stjórnarinn- ar gegn háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum féhu á þingi, mynda starfsstjóm og setja sömu bráðabirgðalög aftur! Gleymdi hann því, að for- seti íslands deilir löggjafarvaldinu með ríkis- stjórn, þegar þing situr ekki? Þessi bók Gunnlaugs nær að vísu aðeins fram Gunnlaugur Þórðarson. til ársins 1973. Hann segir frá æsku sinni á Kleppi, þar sem faðir hans var læknir, hjóna- bandi, námi og störfum. Víkur hann meðal ann- ars að kynnum sínum af tveimur íslenskum listamönnum, þeim Gunnlaugi Scheving og Karli Kvaran, sem hann studdi meö ráðum og dáð, og deili ég þar smekk með Gunnlaugi: Þetta voru afbragðslistamenn. Margt er kátlegt í bók Gunnlaugs, og skal ég játa, að ég skellti stundum upp úr við lesturinn. Eitt atvikið var, að Gunn- laugi var ekki hleypt góðglöðum inn í hús til unnustu sinnar um kvöld, og tók hann það þá til bragðs í hefndarskyni að bera hlið úr næstu görðum að húsinu, svo að fólk kæmist ekki út! I annað skipti var hann í fór með útlendingi, sem ætlaði að halda langa og leiðinlega ræðu. Gunnlaugur sá, að hverju dró, og við fyrstu málhvíld ræðumanns hóf hann lófatak, hátt og snjallt, aðrir tóku undir, og varð gesturinn að binda enda á ræðuna! Fróðlegur kafli er í bókinni um það, er Gunn- laugur sá um það á vegum Rauða krossins að Bókmenntir Hannes Hólmsteinn Gissurarson útvega ungverskum flóttamönnum hæli á ís- landi, en fyrir það réðst Þjóðviljinn harkalega á hann. Þá segir hann nokkuð frá deilu sinni við Hans G. Andersen þjóðréttarfræðing, en Gunn- laugur mun hafa verið sakaður um að hafa hnuplað frá honum efni í doktorsritgerð sína um landhelgismálið, sem hann varði við Svarta- skóla í París. Er Gunnlaugur að vonum sár yfir þessari ásökun. Hefði ég raunar viljað fá ræki- legri greinargerð um hinn fræðilega ágreining þeirra Hans. Þá verður Gunnlaugi tíðrætt um drauma og yfirnáttúruleg fyrirbæri, og- leynir sér ekki, að hann er mikill áhugamaður um þau mál öll, og skilur þar með okkur. Gunnlaugur talar enn fremur tæpitungulaust um einkamál- sín í þessari bók, enda maður ófeiminn. En sviðssjúkur er hann ekki, eins og margir þeir, sem nú senda frá sér bækur. Gunnlaugur Þóröarson: Ævibrot Setberg, Reykjavik 1990. Dé Loríghi djúp- steikingarpotturinn er byltingarkennd nýjung Hallandi karfa, sem snýst meðan á steikingu stendur: • jafnari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í venjulegum" pottum • styttri steikingartíma • 50% orkusparnaður Dé Longhi erfallegur fyrirferharlítill ogfljótur /ponix HÁTÚNI 6A SIMI (91)24420 „Sem logsár minning frá liðnum degi“ Um Stéfán frá Hvítdal (1887-1933) hefur Hall- dór Laxness sagt að bestu kvæði hans séu „bein- línis úr hans persónulega lífi“. Og það er ein- mitt megineinkenni þessarar bókar Ivars Org- land að þar er á skemmtilegan hátt fléttað sam- an æviatriöum og ritskýringu. Tilurö einstakra' kvæða er rædd í samhengi við atburði í ævi skáldsins. Hér er m.ö.o. beitt svokallaðri ævi- sögulegri rannsóknaraðferð en hún miðar aö því að skýra og túlka bókmenntaverk í ljósi æviferils og skapgerðar þess sem saman setti. Enginn starfar í tómarúmi eða kemst hjá því að verða fyrir áhrifum frá umhverfi sínu. Þess vegna er það mjög girnilegt til fróðleiks að kanna þetta samspil eins og hér er gert og sér- staklega er það kærkomið áhugamönnum um ævisagnaritun sem eru eins og alkunna er fjöl- margir hér á landi. í þessari bók hefur höfundurinn tekið sér fyr- ir hendur að varpa ljósi á þá spurningu hvers virði Noregsdvöl Stefáns á árunum 1912-15 var honum en fram að útkomu þessarar bókar voru Noregsár hans „sveipuð rökkurmóðu", eins og komist er að orði í inngangsorðum. Gerð er grein fyrir baráttunni milli brauðstritsins og skáldskaparins og einkum þó lestri Stefáns á norskum bókmenntum. „ Alls staðar jafnbölvað“ Á Noregsárum sínum varð Stefán fyrir þeirri bitru lífsreynslu að veikjast af lungnaberklum og vistast á sjúkrahúsum og hælum. Hann þótti erfiður sjúklingur, hirðulaus um að fylgja fyrir- mælum lækna og þijóskur viö forstöðukonu. „Það er sama hvar maður fer, það er alls staðar jafnbölvað," voru ummæli sem hann lét sér oft um munn fara. Þessi reynsla setur mjög svip- mót sitt á kveðskap hans, eins og kemur vel fram í kvæðinu „Skuggabjörg“ („Skammt er heim að Skuggabjörgum/skellum undir nára“) sem Ivar Orgland telur að eigi rætur að rekja til fótarmeins Stefáns og feigðarkvíðans sem var eins og undirtónn eöa viðlag í lífi hans á þessum árum. Bókmeruitir Gunnlaugur A. Jónsson Bókin „Söngvar fórumannsins“ er meginvið- fangsefnið í rannsókninni á skáldskap Stefáns en sú bók fær þá dóma aö vera persónubundn- asta bók hans og jafnframt sú sem gædd sé mestu lífi. Það er og mat Orglands að þar komi fram sterkust áhrif af Noregsdvöl skáldsins. Áhrif frá lausrímuðum norskum Ijóðum Þegar Stefán gaf út „Söngva förumannsins" 1918 leyndi sér ekki að eitthvað nýtt var komið til sögunnar í íslensku bókmenntalífi og sumir ritdómarar töluðu um að hann heföi komið fram eins og nýr spámaður. Það er því mjög forvitni- leg spurning hvort þetta hafi staðið í nokkru sambandi við Noregsfór hans. Svar þessarar bókar við þeirri spurningu er tvímælalaust ját- andi. Orgland leitast viö að sýna fram á skyld- leika með kveðskap Stefáns og norskra skálda og bendir í því sambandi m.a. á Vilhelm Krag, forystumann nýrómantísku stefnunnar í Nor- egi. Þá heldur hann því fram að lestur Stefáns á lausrímuðum norskum ljóðum hafi leitt til þess að hann losaði sig úr rímfjötrunum þó að hann héldi fast við íslenska stuðlasetningu í samræmi við ströngustu reglur. á einum stað yrkir Stefán þannig um Noregsár sín: Sem logsár minning frá liðnum degi er ævintýrið úr austurvegi Þýðing trúarinnar „Trúin var innilegasta tilfinning skáldsins frá Hvítadal,“ segir höfundur og sjálfum þótti mér einna forvitnilegast að kynnast því hvern sess trúin skipaði í lífi hans og kveðskap. Hljómur kirknaklukknanna átti sterk ítök í trúartilfinn- ingu Stefáns allt frá bernsku og eru mörg dæmi um það í ljóðum hans, t.d. í ljóöinu „Aðfanga- dagskvöld jóla 1912“ en um það sagði Jakob Jóh. Smári að það væri „ódauðlegt eins og Pass- íusálmarnir". Sjálfum hefur mér alltaf þótt sér- staklega vænt um það ljóð því afi minn, Sig- valdi Kaldalóns, gerði lag viö það, eins og raun- ar fleiri ljóð Stefáns. Sömuleiðis gerði Selma, móðir mín, lög við ljóð Stefáns, þ. á. m. ljóðið „Skýldu mér“ sem er með kaþólskum blæ, eins og mörg ljóða Stefáns, og var ekki að furða því hinn 28. september 1924 var Stefán tekinn inn í kaþólska söfnuðinn og var Halldór Kiljan Lax- ness guðfaðir Stefáns við þá athöfn. Vandað fræðirit Heimildaöflun höfundar er aðdáunarverð og ómetanleg og hefur hann farið mjög víða í leit aö heimildarmönnum. Hún hefði varla verið framkvæmd af íslendingi og ekki mátti höfund- ur heldur vera seinna á ferðinni því árið 1947, þegar hann hófst handa, voru enn ýmsir mikil- vægir heimildarmenn um Noregsár Stefáns á lífl. Það er augljóst að þetta læsilega vísindarit, sem nú er aðgengilegt okkur íslendingum í mjög vandaðri þýðingu, mun um ókomin ár reynast sá grunnur sem allar rannsóknir á kveðskap skáldsins frá Hvítadal hljóta að byggjast á. Það er ekki einfölduð mynd sem hér er dregin upp af skáldinu Stefáni frá Hvítadal. Höfundur leggur áherslu á hversu marglyndur Stefán var en jafnframt að hann hafi verið nýr og ferskur þegar hann kom fram og að bestu kvæði hans séu alltof merkileg til að þjóðin megi leggja þau fyrir róða. Ivar Orgland Stefán frá Hvitadal og Noregur Rannsókn á norskum áhrifum á íslenskt Ijóöskáld á 20. öld Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi Bókaútgáfa Menningarsjóós Reykjavík 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.