Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Fréttir Vera Ásgeirsdóttir, 11 ára skautadansmær, hefur náð góðum árangri erlendis: Meistari í sínum flokki í Lúxemborg „Ég æfi 6 sinnum í viku, 3 tíma á dag hjá CBR sem er félag í Lúxem- borg,“ segir Vera Ásgeirsdóttir, 11 ára gömlul skautadansmær. Vera hefur æft listdans á skautum í 5 ár, eöa frá því hún var sex ára og þykir ekki bara efnileg heldur mjög góð. Vera er dóttir hjónanna Jennýar Matthíasdóttur flugfreyju og Ásgeirs Torfasonar, flugstjóra hjá Cargolux. Þau hafa búiö í Lúxemborg í 17 ár og Vera er fædd þar og uppalin. Hvemig stóð á því að þú fórst að æfa listdans? „Systir mín var að æfa á skautum og mig langaði með. Ég fór bara á skauta og hef verið að síðan. í félag- inu sem ég er í eru um 100 manns. Það eru margir sem byrja en það eru líka margir sem hætta fljótlega. í mínum flokki, sem er flokkurinn sem er kominn lengst, erum við 6.“ Stúlkurnar í flokknum sem Vera er í eru allt upp í 17 ára gamlar. Það fer eftir því hversu mörg próf stúlk- urriar hafa tekið í hvaða flokki þær eru. Vera er búin með svokallað htla-éilfur og tekur próf í stóra-silfri nú í janúar. Þá er eftir htla-gull og stóra-guh. Þegar þeim áfanga er náð fara skautadansararnir í stærstu keppnirnar, svo sem heimsmeistara- keppni. Er skemmtilegt að æfa hstdans? „Já, það er mjög skemmtilegt. Ég keppi svplítið og mér finnst það mjög gaman. Ég hef keppt í Hollandi, Belg- íu, Lúxemborg og Þýskalandi. Keppnin í Þýskalandi var stærst og ég lenti í sjötta sæti. Það voru sex þjóðir sem kepptu." Þess má geta að Vera er Lúxem- borgarmeistari í sínum flokki. Alcranes: Sigurðux Sverrisson, DVj Akraneet Skipasmíöastöð Þorgeirs & EU- erts á Akranesi seldí fyrir stuttu flæðilinu til Vestmanna í Færeyj- um. Þetta er fyrsta flæðilínan sem fyrirtækið selur utan landstein- anna en undanfarna mánuði hef- ur það selt nokkrar slíkar hnur til fiskvtnnslustöðva víðs vegar um landiö. Stutt er síðan flæði- lína var seld Hleini hf. á Hólma- vík og veriö er aö leggja síðustu hönd á flæðihnu fyrir Hraðfrysti- hús Fáskrúðsfjarðar þessa dag- ana. Skeljungur eignast fjórð- ung hlutafjár Sguiður Sveniason, DV, Aktanesi: Bæjarstjórn Akraness sam- þykkti nýverið að selja Skeljungi hf. hlutabréf Akraneskaupstaðar í Síldar- og ftskimjölsverksmiöju Akraness. Kaupverðið var 50,5 milljónir króna. Skeljungur haföi áður boðið rúma 48 milljónir króna í bréfm en í kjölfar viðræðna kaupenda og seljenda var framangreint verð samþykkt. Skeljungurhefur þar raeð eignast 24% hlutafjár í fyrirtækinu. Vera Asgeirsdóttir var að æfa sig á skautasvellinu í Laugardal í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Vera æfir í yfirbyggðri skautahöll á veturna en hún er lokuö á sumrin. Þá fer hún til Þýskalands til að æfa. „Þá fórum við á skautana á morgn- ana og erum á þeim í sjö klukku- tíma.“ Ætlarðu að halda áfram að æfa? „Já, alveg örugglega.“ Áttu þér einhverja uppáhalds- skautadrottningu? „Já, mér finnst Katarina Witt mjög góð og svo þjálfarinn minn, hún er líka mjög góð. Hún er austur-þýsk og var listdansari áður. Annars eru svo margar góðar.“ En ætlarðu að verða skautadans- ari? „Ég veit það ekki. Það fer eftir því hvernig mér gengur í framtíðinni." Líkamlegir burðir eru vitaskuld mikilvægir í listdansi á skautum eins og í öðrum íþróttum. Vera þykir hafa mjög góðan líkama í hstdans. Hún er grönn, sterk og ;neð mikla tónlist og mýkt í sér. Mikil þrekþjálfun og líkamsrækt fylgir listdansi. Þótt Vera sé í jólafríi hér á íslandi er ekkert frí frá æfingum. Hún er heppin að skautasvellið í Laugardal er komið því þar getur hún æft. En hvernig taka krakkarnir á svehinu því þegar hún er að æfa sig með öll- um sínum listhoppum? „Það er horft mikið á mig og allir reyna að gera eins. Ef ég geri snún- inga þá prófa hinir að gera eins og það gengur stundum. En þau vita náttúrlega að ég æfi og spyija hvar ég æfi. Eg verð að vera komin um leið og svellið er opnað því það fyhist strax og þá get lítið æft.“ Langtímaspá um veður á N-Atlantshafí til 15. janúar* Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) Meiri * Spáin sýnir frávik frá meöaihita og meöalúrkomu á spásvæöinu Langtímaveðurspá fyrir janúar: Hlýtt veður næstu vikur íslendingar þurfa væntanlega ekki aö kvarta undan veðrinu nú í janúar ef langtímaspár ganga eftir. Veður- fræðingar spá mildu veðri á norðan- verðu Atlantshafi fram eftir mánuð- inum. Spáð er aö hiti verði ofan við meðallag á íslandi og að úrkoma verði með minna móti. Þaö hefur reyndar komið berlega í ljós í fysta hreti þessa árs að því hef- ur hvorki fylgt mikill kuldi né úr- koma þótt hann hafi blásið duglega á norðan. Langtímaspáin gerir ráð fyrir að kuldar verði mikhr í Ameríku og einnig í sunanverðri Evrópu. Þar má einnig búast við meiri úrkomu en í meðalári svo góðar líkur eru á að snjór verði nægur í skíðalöndum Evrópubúa í Ölpunum. Þar hafa menn kvartaö sáran undan snjóleysi síðustu ár. Nú í haust hefur snjóað vel á þeim slóðum. Nágrannar ökkar Á Grænlandi.fá verri spá en viö. Þar er búist við köldum snjóavetri ef janúarspáin gengur eftir. Á Norðurlöndunum verður veðrið hins vegar skaplegra að öllum líkindum. Þessi spá er byggð á líkum alllangt fram í tímann. Hún er því ekki áreið- anlegri en aðrar langtímaspár og engin leið er að spá í veðriö frá degi til dags. En þótt hér sé aðeins spáð i megindrætti veðurfarsins þá hafa þessarspárstaðistahvel. -GK verðatekn- ar af vitnuni Ungur maður hefur kært lög- reguþjón í Reykjavík vegna meints ofbeldis og hrottaskapar við handtöku sem átti sér stað á Bergþórugötu aöfaranótt 27. des- ember. Yfirstjóm lögreglunnar hefur tekið ákvörðun um að senda Rannsóknarlögreglu ríkis- ins málið til meðferðar. Kæruna byggir Sigurður á því að honum hafi verið veittir áverkar í viðskiptum sínum við lögreglu, Lögreglan var kölluð að húsi við götuna vegna hávaða og var umræddur lögregluþjónn í kjölfariö að vísa Sigurði á brott þegar út á götu var komið. í fram- burði Sigurðar hjá lögreglunni i Reykjavík kom fram að hann hefði misst fimm tennur þegar atburðurinn átti sér stað. Hann segir lögreglumanninn hafa tekið sig hálstaki með þeim afleiðíng- um að hann hefði misst meðvit- und og fahiö í götuna. Vitni ber einnig að Sigurði hefði síðar verið „kastað“ inn í lögreglubíl. Frumrannsókn lögreglunnar í Reykjavík leiddi í Ijós aö mikið bar i milh í framburði viökom- andi lögreglumanns og Sigurðar vegna atriða sem mestu máli skipta. Eitt vitni var einnig yfir- heyrt. Málið fór síðan til RLR. Rannsóknarlögreglan mun síðan ræða við fjolda aðila sem voru á eða nálægt vettvangi - aðra lög- reglumenn svo og önnur vitni. -ÓTT - sjá einnig baksíðu reykingum? „Tóbaksvarnanefhd var falið að gera thlögur um breytingar á lög- unum um tóbaksvarnir frá 1984 og málinu lyktaði með því að við sömdum nýtt frumvarp. Það er nú til skoðunar hjá heilbrigðis- ráðherra. Meðal þess sem við leggjum til í nýja frutnvarpinu er að það verði gengið hreinlegar til verks í sambandi við reykinga- vamir í opinberum stofnunum og þar sem fólk kemur saman,“ segir Þorvarður Örnóhsson sem á sæti í tóbaksvarnanefnd. „Það hefur verið rætt um aö endurskoða lögin um tóbak- svarnir en ég tel mjög ólíklegt að nýtt frumvarp þar aö lútandi verði lagt fram á þessu þingi,“ segir Páh Sigurðsson, ráðuneyt- isstjóri. -J.Mar aðökumanni 19 ára phtur, sem var að hlaupa yfir Austurstræti í átt að Hallær- isplani, varð fyrir bíl um klukkan íjögur aðfaranótt nýársdags. Hann varö fyrir hvitum fólksbíl sem siöan ók á brott. Þegar farið var að kanna meiðsl piltsins kom í Ijós að hann var fótbrotinn. Slysarannsóknadeild lögreglunn- ar skorar því á ökumann bílsins aðgefasigfram. -ÓTT Fimm slösuð- ust í bílveltu Fimm manns voru fiuttir á slysadeild eftir bílveltu við Stard- al á Mosfellsheíði um klukkan þrjú í gær. Stórum Pajerojeppa var ekið í austur og rann hann til í mikilli hálku og valt á vegin- um. Þrír þeirra sem voru í bíln- um hlutu töluverð meiðsl en hin- ir slösuöust minna. Enginn slas- aðistlífshættulega. -ó'fT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.