Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. 15 Augnablik í eilífðinni Stundum koma þau augnablik í líf- inu aö maður vildi gjaman geta stöövað heiminn og staöiö kyrr í sömu sporum; notið gleöinnar, treint sér ánægjuna, varðveitt sig- urvímuna. Ef ég gæti sett umhverfl mitt í stilhmynd og skrúfaö fyrir framhaldið og klukkuna, sem tifar i sífellu, mundi ég til að mynda nota þá getu mína til aö halda upp á venslamenn mína, hrausta og glaða, um ókomin ár. Ég mundi setja stillimynd á bros barnsins áöur en brosið breytist í grettu og grát. Ég vildi geta staðiö í sömu sporunum og dáðst að fegurðinni í fjallinu og fönninni og óskað þess að upplifa hana um aldur og ævi. Ég vildi geta geymt í huga mínum þá fullnægju að ljúka góðu dags- verki eða varðveitt þá tilflnningu sem fylgir góðverkinu. Nú eru góðverkin að vísu of fá og of strjál til að hæla sér af þeim, en þess heldur er ástæða til að njóta þeirra og baða sig í miskunnsem- inni þegar þau henda. Maður er aldrei of sæll af stundargleðinni og hún er því miður horfin á bak og burt um leiö og andartakinu 'lýkur. Stund sigra og sælu er hverful og stundum eru sigrarnir stolnir og ánægjan blendin og þá er líka sig- urvíman folsk gleði. Já, af hverju getum við ekki stöðvað heiminn og staldrað við og fengið þá ósk okkar uppfyllta að ástin endist, kvöldið verði eilíft og hamingjan verði fastur forunaut- ur? Að lífið verði stanslaus dans á rósum? Hvemig stendur á því að tíminn eyðileggur augnablikið og tekur frá okkur andartakið, kannski þetta eina andartak sem okkur hefur gefist um ævina til að njóta þess að vera til? Af hverju þurfa skin að breytast í skúrir, gleði í sorg, friður í amstur, öryggi í kvíða? Af hveiju þarf alltaf hlátur að breytast í grát? Beðið eftir framtíðinni Tíminn líður og klukkan tifar. Hratt flýgur stund. Vikumar fljúga framhjá, mánuðimar hverfa inn í eilífðina og árin taka enda, hvert á fætur öðm. Eftir því sem maður eldist er tíminn fljótari að líða. Kannski er þaö vegna þess að mað- ur hefur ekki tíma til þess í bemsku að veita því athygli. Kannski er það vegna þess að í æsku bíður maður þess í ofvæni að eldast. Öll bið er löng. í eftirvæntingunni eöa tilhlökk- uninni ætlar mínútan aldrei að hða. Maður beið þess með óþolin- mæði að komast á aldur til að taka bílpróf, hafa aðgang að skemmti- stöðum, ljúka skyldunáminu, ljúka prófunum. Manni lá einhver reið- innar býsn á að komast á fast, ganga í hjónaband, komast áfram á framabrautinni. Stækka til hk- ama, þroskast til sálar. Fitna af metorðum. Komast í fullorðinna manna tölu. Yfirleitt hggur flestum svo mikið á að þeir mega ekki vera að því að fylgjast með sjálfum sér. Kappið er meira en forsjáin, hugurinn ber okkur hálfa leið og áður en við vit- um af er tími bernskunnar horfinn út í buskann og tími fuhorðinsár- anna runninn upp og ekkert gerist, nema það eitt að maður sér eftir æskunni og sér eftir því að hafa flýtt sér svona mikið. Og nú hefur maður ekki lengur tök á tímanum og árunum sem hverfa eitt af öðru í aldanna skaut og framtíðin, sem ekki þoldi neina töf, er jafnvel um garð gengin! Hvað er þá orðið um okkar líf? Já, maður minn! Manstu aha sigrana sem þú ætlaðir að vinna? Manstu ævintýrin sem biðu þín, manstu framtíðina sem blasti við þér, manstu fyrirheitin og heit- strengingamar um öll afrekin sem þú ætlaðir að drýgja um dagana? Strax og þú hefðir aldur og þroska til. Hvað varð um framann, hvað varð um frægðina, hvað varð um farsældina sem þú taldir þig eiga vísa - strax og þú varst orðinn maður th? Hvað varð um tímann sem þú hugðist nota til ahra þess- ara verka, hvað varð um heiminn sem þú lofaðir að frelsa? Já, hvað varð um áramótaloforðin frá því í fyrra? Dagdraumamir Hér stöndum við, fuhorðnir og þreyttir og lítum yfir farinn veg. Og sjá, þymum stráða götuna th þeirra tímamóta að enn eitt árið er hðið og farið - týnt og grafið. Án nokkurra sjáanlegra merkja um fyrirheitna landið. Sumir okkar hafa eignast hús og bh og jafnvel sumarbústað í Ölfus- inu. Aðrir hafa eignast konu og böm og aðra konu og fleiri börn. Enn aðrir eru jafnvel orðnir vel- megandi framkvæmdastjórar í tölvuvæddum fyrirtækjum og hafa efni á því að ganga um í sérsaum- uðu og talast viö í bílasíma. Nú, svo Laugardags- pistill Ellert B. Schram em þeir sem hafa skipt um starf og skipt um bíl og komist til áhrifa í Lions eða Junior Chamber og hámarkið er að ná kjöri í bæjar- stjóm. Sumar stelpumar frá því í gamla daga hafa gifst th fjár og staðið þétt við hlið manna sinna, sem taka þær með á mannamót th sýnis og eru svo heppnar hafa ekki skihð fyrr en þau hjónin hafa efni á. Hann er margbrotinn lífsferihinn og ég hef satt að segja ekki hug- mynd um þau örlög sem biðu allra þeirra æskudrauma, sem einu sinni bæröust í brjóstum jafnaldra minna. Ég veit það eitt að' fæstir af þeim hafa ræst eða þá að þeir hafa breyst í nægjusemi hverdags- ins. Það er þess vegna sem fólki þykir svona vænt um börnin sín og bamabömin að dagdraumarnir eru yfirfærðir á næstu kynslóð meö von um að bömunum takist það sem uppgjafarkynslóðinni tókst ekki. Þannig fór að minnsta kosti fyrir mér. Gahinn er bara sá að okkur tekst ekki að koma þeim boðum th skha sem reynslan hefur kennt okkur, þeim skilaboðum að lífið er ekki mælt í frama og lífið er ekki mælt í árum. Reynslan hefur kennt okk- ur að dagdraumamir eru rangir ef þeir snúast um það að flýta sér í lífsbaráttunni. Þeir era rangir ef þeir snúa'st um þá framtíðarsýn að sigra heiminn. Það em alveg nógu margir vitleysingar sem taka það verk að sér og fara flatt á því. Nýju fötin keisarans Nei, áður en maður sigrar heim- inn er hoht að reyna að sigrast á sjálfum sér. Ná valdi á sínu eigin lífi. Öh heimsins lífsþægindi og raunar öh heimsins vandamál að auki fara fyrir ofan garð og neðan ef maður er ekki sáttur við sjálfan sig. Sumir láta berast með straumnum, verða að viljalausum verkfærum barneigna og hjóna- bands, heimihshalds eða eftirvinnu og sjá hvorki daginn né veginn fyr- ir daglegu amstri og viðburðaleysi. Þeir hafa glatað sjálfum sér. Hinir era hka th, og ekki færri, sem berj- ast til auðs og utanferða, allsnægta og almennrar viðurkenningar í þjóðfélaginu. Þeir tapa sömuleiðis sjálfum sér þegar þeir gleyma sín- um innri manni í þágu þess ytri. Þaö er ekki allt gull sem glóir og á bak við margan silfurbúnaðinn og safírklæðin leynast gagnsæjar manneskjur, grunnhyggið fólk í nýjum fótum keisarans. Úm áramót rilja menn upp helstu atburði. Góðan viðskiptasamning, vel heppnaða laxveiðiferð, afmæh eiginmannsins, megrun eiginkon- unnar, stúdentspróf krakkanna. Stjómmálamennirnir rifja upp þjóðarsáttina og lýðræðið í austri. Þeir mæla póhtíkina í verðbólg- unni og íjárlögunum og taka mið af stöðu sinni út frá ræðunum sem þeir fluttu og atkvæðunum sem þeir fengu. Launafólkið reiknar út árið í kaupmættinum og vinnuveit- endur draga ályktanir af afrakstr- inum og íþróttamennirnir dæma árið af sigranum og metunum. Ekki stundinni lengur Þetta gerir maður sosum líka. Það er allt mælt í hinum veraldlegu gæðum og áfóngum og sagan á svo eftir að dæma um það hvað shkir atburðir geymast lengi. Ekki man ég helminginn af því sem gerðist í póhtíkinni á árinu og vora þó harð- ar rimmur og margar úrshtastund- imar sem runnu upp í hita leiks- ins. Ég man varla heldur hvað ég hafði fyrir stafni í febrúar eða júh, sem mér fannst þó áreiöanlega hin merkhegustu og alvarlegustu augnablik á meðan á þeim stóð. Tíminn gleypir hversdagleikann og jafnvel er það svo að maður man varla stundinni lengur, hvers vegna rifrildið fór fram í gær. Hver þekkir ekki þetta: æ, hvað voram við nú aftur að tala um? Við gleym- um umræðuefninu, við gleymum gærdeginum, við gleymum meira að segja þeim ógnþrungu áhyggj- um sem hvíldu á okkur í síðasta mánuði. En meðan menn rifja upp afrek sín og örlög á mæhstiku íúns for- gengilega dettur fæstum í hug að rekja árið th þeirra atburða eða augnablika sem era öðrum heims- viðburðum merkilegri. Þegar þeir fengu brosið frá barninu, handtak sáttarinnar eða velgjörðina frá ná- unganum. Þegar þeir sátu í stof- unni heima og þögðu í kyrrðinni, þegar þeir hlógu með vinum sínum, 'þegar þeir fundu væntumþykjuna hjá maka sínum. Þegar þeir upp- götvuðu hjómið í metorðunum og falsið í innantómum ahsnægtun- um. Þegar þeir uppgötvuðu sjálfa sig. Eigin lífsreynsla Árið getum við mælt í afrekum, peningum og atkvæðum. Við get- um talið það í dögum og mánuðum. Við getum metið það í leik og starfi. Við getum meira aö segja notað áramótin th að stíga á stokk og strengja þess heit að næsta ár verði viðburðaríkara og reglusamara og ánægjulegra en það sem nú er að líða. Við getum lofað bót og betrun og skilið vandamáhn eftir á gamla árinu. Það eru engin takmörk fyrir því hvað fólki dettur í hug að nýtt ár beri í skauti sér, jafnvel þótt nýja árið verði endurtekning á því gamla ef ekkert annað breytist með. •En þegar upp er staðið, þegar áramótin era gerð upp og við stöndum frammi fyrti lífshiaupi okkar, þá er fátt ef nokkuð sem jafnast á við augnablikin og andar- tökin sem hvorki komu á forsíðum blaðanna né heldur teljast upp úr peningapyngjunni. Það eru andar- tökin sem komu og fóra og ekki mælast á stoppklukkum né daga- tölum. Sum þeirra eru einkamál, sum þola ekki frásögn, sum eru ekki heldur. lýsanleg af því að þau era ekki upplifun annarra en þess sem það reynir. En öll er u þau þess eðhs að maður óskar sér þess að heimurinn verði stöðvaður, spólan sphuð til baka og eilífðin verði fest í sthhmynd þeirrar nautnar sem fylgir hvorki tíma né rúmi. Það eru þessi augnabhk sem era líkt og árin augnablik í eilífðinni, þau koma og fara og bæta við ævina þeirri reynslu sem framtíðin fer á mis við. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.