Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1991, Blaðsíða 32
40 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991. Hvenær telst maður dáinn og hvenær ekki? Hvenær er maður dáinn og hvenær er hann það ekki? A undanförnum tveimur kirkju- þingum hafa orðið talsverðar um- ræður um dauðaskilgreiningu. Nauðsyn er talin vegna vaxandi fjölda líffæraflutninga að fyrir liggi nákvæm og ótvíræð skilgreining á því hvenær sjúklingur teljist látinn. Nefnd, sem skipuð var til þess að semja frumvarp um þetta efni sem væntanlega verður lagt fyrir Alþingi í vetur, hefur skilað áliti sínu. Hér á eftir fer fyrsti hluti greinargerðar nefndarinnar þar sem fjallað er um dauðann. Skilgreining dauða Dauðinn felur það alltaf í sér að einhver lífsstarfsemi sé hætt endan- lega og óafturkræft. Þessi lífsstarf- semi hefur oftast verið lögð aö jöfnu við, eða hún tahn endurspegla, til- tekna lykilstarfsemi líffæra, sem er líkamleg undirstaða lífsins. Dauðinn hefur veriö ákvarðaður með tilliti til einhverra líkamlegra skilmerkja dauða, sem eru mælanleg merki þess að lykilstarfsemin sé hætt og að hún sé óafturkræf. Frá fornu fari hefur hjarta- og önd- unarstarfsemi verið lögð að jöfnu við lífsstarfsemi manns og tvennt hefur einkum verið haft til marks um það hvort maður sé látinn: hjarta hans sé hætt að slá og hann sé hættur að anda. Þetta voru hefðbundin skil- merki dauða, því engin ráð voru til að fá hjarta og öndunarfæri til að starfa á ný. (Víða um lönd var þetta lengi lögbundin viðmiðun. í sumum löndum var raunar krafist síðbúinna dauðamerkja, svo sem stirðnunar og líkbletta til endanlegrar staðfesting- ar dauða og hefur þar væntanlega ráðið óttinn við kviksetningu. Með nútímagreiningartækni má taka af öll tvímæli um dauða manns löngu áður en slík dauðamerki komu fram.) Tæknilegar framfarir neyða til endurskoðunar Tæknilegar framfarir í læknis- fræði á síðustu áratugum hafa neytt menn til þess, að endurskoða þessi skilmerki og þann skilning sem hgg- ur þeim að baki. Þótt hjarta- og önd- unarstarfsemi hætti, þá þarf slíkt alls ekki að vera óafturkræft. Nú er orðið hægt að viðhalda bæði starf- semi hjarta og öndunarfæra með vélrænum hætti eða jafnvel setja tækjabúnað í stað þessara líffæra. Oft hefur slíkur vélbúnaður fleytt sjúkum og slösuðum úr lífshættu, en hann hefur einnig verið notaður til þessaðviðhaldahjartslættiogöndun sjúklinga í djúpu dái þar sem engin sálarstarfsemi, ekkert sálarhf á sér stað. Samkvæmt hefðbundnum skil- merkjum dauða eru slíkir sjúklingar lifandi. En ef öll sálarstarfsemi manneskju er endanlega hætt er hún þá ekki skilin við? Sumir myndu staðhæfa að rétt væri að úrskurða hana látna. En við hvaöa skilmerki dauða er þá miðað - hvað er hægt að hafa til marks um það að allt sálarlíf hennar sé algjörlega og endanlega úr sög- unni? Áður en því er svarað verður að útskýra hvað átt er við með sálar- lífi. Það er erfitt að ná utan um þetta fyrirbæri með skilgreiningu, en það felur í sér eftirtalda þætti: hugsun, skynjun, minni, ímyndun, skilning, tilfmningar, geðshræringar, ætlun og hvatir, hvort svo sem við erum meðvituð um þá eða ekki. (Hér er reynt að koma orðum að því sem átt ' er við með „sálarlíf ‘ í daglegu máli og felur ekki í sér neina kenningu um eðh sálarinnar eða um afdrif hennar eftir dauðann.) Sálarlífið Sálarlífið í þessum skhningi byggir á starfsemi heilans. (Sumir myndu leggja sálarlífið í þeim skilningi sem hér er beitt að jöfnu við tiltekna starfsemi heilans. Aðrir myndu segja að sálarlífið geti haldið áfram eftir hkamsdauðann. Hér er ekki tekin afstaða til þessa máls. Það eina sem við gerum ráð fyrir er að líkams- bundið eða jarðneskt sálarlíf hætti um leið og heilinn hættir að starfa. í þessari skýrslu er reynt að gera grein fyrir líkamsdauða manneskj- unnar en ekki fyrir dauða í neinum öðrum skilningi.) í ljósi þessa má spyrja hvort ekki sé rétt að hta svo á að lykilstarfsemin, sem er undir- staða hfsins, sé starfsemi heilans og að skilgreina dauða manns sem heildadrep, eins og raunar hefur ver- ið gert í mörgum löndum. (Dodskrit- eriet: En redegorelse. Det Etiske Rád (Kaupmannahöfn, 1988).) Með heha- drepi er átt við að heilinn sé orðinn endanlega óstarfhæfur. í langflest- um tflvikum hleypur drep í heUann vegna skorts á blóðflæði tU hans og veldur það dauða heilafruma. Til aö meta gildi þessarar dauðaskilgrein- ingar er nauðsynlegt að fara í saum- ana á fyrirbærinu heiladrep. Sérfræðingar skipta heUanum upp í tvo meginhluta: heUahvel og heila- stofn. (Stundum er heilastofninn greindur í þrennt: htla heUa, brú og mænukylfu. Aðrar greiningar þekkj- ast líka.) í reynd er hvor hluti um sig flókið kerfi sem er samsett úr mörgum ólíkum hlutum. í samræmi við þessa skiptingu hefur verið greint á milli þrenns konar heUadreps: a. HeUahvelsdrep b. HeUastofndrep c. Algjört heUadrep, sem felur í sér bæði a. og b. Lítum nú á hvert þessara. fyrir sig. A. Heilahvelsdrep í sem fæstum oröum sér heilahvel um svonefnda „æðri“ starfsemi heil- ans: meðvitund, hugsun og ályktun- arhæfni, ímyndun og minni, mál- hæfni og sköpunargáfu, og samhæf- ingu skynáreita. Þegar öll starfsemi heilahvels er endanlega hætt, við heUahvelsdrep, er manneskjan ófær um að hafa merkingarbær samskipti við umhverfi sitt. Persónuleiki henn- ar er horfinn, hún getur engin mann- leg samskipti haft og er óafturkræft meðvitundarlaus. Samt sem áður gæti þessi sama manneskja lifað lengi í dái fengi hún viðeigandi umönmm. Sé starfsemi heUastofns óskert andar hún sjálf- krafa, hjarta hennar slær, hún kyng- ir og meltir, og önnur hffæri eins og lifur og nýru starfa eðlUega. Jafn- framt bregst hún við ýmsum áreitum úr umhverfinu, svo sem hitastigi, hljóðum, ljósi og hún sýnir merki um sársauka. Karen Quinlan var dæmi um manneskju með heUahvelsdrep. Heilahvelsdrep ekki dauði Sumir hafa lagt tU að htið sé á starf- semi heilahvels sem lykilstarfsemi lífsins og að dauðinn verði skil- greindur sem heilahvelsdrep, en á því eru alvarlegir annmarkar. Eins og Christopher Palhs, prófessor við Hinn konunglega læknaskóla Lund- únaháskóla, segir: Ekkert samfélag hefur nokkurn tíma litið svo á að menneskja með heUahvelsdrep sé látin, eða aö taka megi úr henni [lífsnauðsyn- leg] líffæri. Hvergi í heiminum myndi nokkur læknir fá leyfi tU þess að nota líkama slíkrar manneskju sem tæki... „við kennslu eða í tilraunaskyni". Enginn læknir myndi kryfja slík- an líkama eða „búa hann tU greftrunar“. (Tilvitnun fengin hjá David Lamb, Death, Brain Death and Ethics (Lon- son & Sydney: Croom Helm, 1985), s. 44.) Skoðun Palhs byggir á þeirri stað- reynd að shkar mbnneskjur anda sjálfkrafa og eru með hjartslátt. En sum viðbrögð þeirra við áreitum benda líka til að eitthvert sálarlíf kunni að bærast meö þeim. (Erfitt er að tilgreina nákvæmlega hvaða vísbendingar eru um tUvist sálarlífs hjá sjúklingum eins og þessum, en stefna nefndarinnar er að sýna ýtrustu varúð og íhaldssemi í þessu alvöruefni. Skilningur manna á þessu sviði er ennþá mjög takmark- aður og mikilvægt er að viöurkenna það.) Áleitnar og erfiðar spurningar geta vaknað um það hvort rétt geti verið að hætta meðferð shkra sjúklinga og „leyfa þeim aö deyja“. MikUvægt er að ræða slíkar spumingar, en það væri rangt að reyna að svara þeim með því að skUgreina shka sjúklinga látna, enda væri það að rugla saman tveim aðskildum efnum: ákvöröun um það hvenær manneskja er látin annars vegar og hins vegar ákvörðun um það hvenær rétt sé að hætta meðferð sem heldur henni á lífi. Við erum sammála Palhs um að mann- eskja með heilahvelsdrep sé bersýni- lega ekki látin. Heilastofnsdrep Heilastofninn stjórnar augnhreyf- ingum, ýmsum ósjálfráðum við- brögðum (svo sem kokviðbragði), jafnvægisskyni, hjartslætti og önd- un. (Stjómun heUastofns á hjart- slætti er þó ekki algjör, eins og rætt er hér á eftir.) Við heUastofnsdrep, það er þegar heUastofninn hættir al- farið og endanlega að starfa, sýnir manneskjan aldrei framar mörg þau viðbrögð sem einkenna lifandi lík- ama. Ilún andar ekki sjálíkrafa, en þótt heUastofninn stjórni hjartslætti að hluta, þá getur hjartað slegið enn. Þetta er vegna þess að hjartað hefur sinn eigin gangráð sem stöðvast ekki þótt heUastofn hætti að starfa. Ef öndun er ekki viöhaldið meö vélræn- um hætti, þá hættir hjartað að slá og öll meginlíffæri líkamans að starfa innan skamms tíma vegna súrefnisskorts. Aftur á móti ef öndun er viðhaldið, ásamt annárri nauð- synlegri meðferð, þá getur hjartað slegið lengi áfram, þótt reynslan sýni (Markku Kaste, Matti Hilbom og Jorma Palo, „Diagnosis and Manage- ment of Brain Death“. British Medi- cal Journal 24 (1979), s. 525-527. Sjá einnig E.O. Jorgensen, „Spinal Man after Brain Death". Acta Neurochir- urgica 28 (1973), s. 259-273 og Christo- pher Pallis, The ABC of Brain Death (London: British Medical Journal, 1983).) að það stöðvist næstum alltaf innan fárra tíma eða sólarhringa, „þrátt fyrir ýtrustu gjörgæslu“. (Meðal raka Lambs fyrir því að nota heilastofndrep sem skilmerki dauða er að drep heilastofns hafi óhjá- kvæmUega í för með sér að hjartað hætti að slá innan skamms tíma. En það virðist þýða að dauði manneskj- unnar sé yfirvofandi fremur en að hún sé þegar látin. Sjá Death, Brain Death and Ethics, s. 48.) Sumir freistast til að segja aö mað- ur deyi þegar heilastofninn hættir endanlega að starfa og vilja skil- greina dauða sem heUastofnsdrep. (Sú er afstaða Lambs í Death, Brain Death and Ethics.) Þeir gera ráð fyr- ir að þegar heilastofninn starfar ekki, þá starfi heilahvel ekki heldur. En þetta er ekki óvefengjanlegt. Allir sérfræðingar telja að þegar heila- stofninn starfar ekki, þá sé starfsemi heilahvels verulega skert eða næst- um engin. Meðal annars fara lang- flest skynáreiti tU heilahvels um heilastofn. En í þeim tilvikum þar sem heilahvel ér ekki stórskemmt, þótt heilastofninn starfi alls ekki, vitum við ekki með vissu að hve miklu leyti starfsemi heUahvels heldur áfram. (í þessu samhengi er fróðlegt að lesa grein Daniels Den- nett „Why you Can’t Make a Com- puter that Feels Pain“ í bók hans Brainstorms (Brighton: Harvester Press, 1981), s. 190-229.) Þá getum við ekki heldur útílokað að eitthvert sál- arlíf sé til staðar. Vegna þessarar óvissu er óverjandi að skilgreina dauða sem heUastofnsdrep. Að deyja með virðingu Hér vaknar aftur sú spurning hvort það væri ekki rétt að hætta meðferð manns sem er með heilastofnsdrep og leyfa honum að deyja með virð- ingu. Þessi spurning er jafnvel enn áleitnari hér en þegar um heilahvels- drep er að ræða, því sjúklingum með heUastofnsdrep er einungis hægt að halda á lífi með notkun öndunarvél- ar. Tæknin getur auðveldlega hlaup- ið með okkur í ógöngur þvi hún kann nánast að neita mönnum um eölileg- an dauðdaga. Þessum atriðum verð- ur þó að halda skýrt aðskildum frá þeirri spumingu hvort manneskjan sé þegar látin, enda gengur þessi at- hugasemd út frá því að hún sé það ekki. Algjört heiladrep Það ástand, sem hér er átt við, felur í sér öll einkenni dreps heUahvels og heUastofns. Sjálfkrafa öndun er hætt, flest þeirra viðbragða sem ein- kenna lifandi líkama eru ekki lengur tU staðar og sálarlífið er endanlega úr sögunni. (Það er að minnsta kosti ekkert sem við teljum vera til marks um að nokkurt sálarlif sé til staðar við algjört heiladrep.) Fjölmargir læknar og sérfræðingar leggja þetta ástand að jöfnu viö dauða manns og algjört heiladrep hefur verið lögleitt sem skUgreining dauða víða um heim. (Dodsbegreppet - Huvud- betánkande. SOU 1984:79, s. 73.) Ef það er rétt að úrskurða mann látinn þegar öll sálarstarfsemi hans er algjörlega og endanlega hætt, þá er réttmætt að skUgreina dauða sem algjört heiladrep. Nú er rétt að taka eftir að algjört heUadrep felur ekki í sér - ekki frek- ar en þegar um heUastofnsdrep er að ræða - að hjartað stöðvist, heldur getur það slegið sjálfkrafa enn um stund, sé öndun viðhaldið. (Einnig er hægt að viðhalda hjartastarfsemi með vélrænum hætti þótt hjartað sé hætt að slá eða það hafi verið fjar- lægt.) Sé það rétt sem haft var eftir Christopher Palhs hér að ofan, að það sé siðferðUega fráleitt að meðhöndla eins og Uk líkama sem andar og hef- ur hjartslátt, vaknar sú spurning hvort sama gíldi ekki um líkama þar sem hjartað slær, þótt hann andi ekki sjálfkrafa. Hér mætti því hreyfa þeirri mótbáru að heUadrepsskil- greining á dauða manns geti stangast á við þá djúpstæðu hugmynd um líf-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.